Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Forstjóri Landsnets skrifaði í gær undir samkomulag um raforku- flutninga fyrir kísilver Thorsil ehf. í Helguvík. Er gert ráð fyrir að rekst- ur kísilversins hefjist í ársbyrjun 2018 og skal framkvæmdum Lands- nets lokið í desember 2017, en áætl- aður kostnaður við tengingu versins við meginflutningskerfi Landsnets er, samkvæmt tilkynningu, um 2,5 milljarðar króna. „Samkvæmt samkomulaginu skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilvers Thorsil með tengingu við raforkuflutningskerfið á Reykjanesi. Það verður gert með lagningu 132 kílóvolta (kV) jarðstrengs milli Fitja og Stakks, tengivirkis Landsnets sem nú er verið að byggja í Helguvík, og stækkun tengivirkisins,“ segir m.a. í tilkynningu, en stefnt er að því að fyrstu framkvæmdir hefjist næsta haust. Eykur afhendingaröryggi Þá er í tilkynningunni vitnað í Guð- mund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, sem segir framkvæmdina koma til með að auka afhendingarör- yggi til viðskiptavina fyrirtækisins í Helguvík. „Því að tveir 132 kV jarð- strengir verða á milli Stakks, afhend- ingarstaðar okkar þar, og tengivirk- isins á Fitjum að framkvæmdum loknum. Jafnframt styttist í að fram- kvæmdir hefjist við Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels, sem styrkir flutningskerfið á Reykja- nesi til muna og gjörbreytir afhend- ingaröryggi raforku fyrir bæði íbúa og fyrirtæki á svæðinu.“ Áætluð aflþörf kísilversins er 87 megavött og verða um 54 þúsund tonn af kísilmálmi framleidd þar ár hvert í tveimur ofnum. Landsnet og Thorsil semja Undirritun Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil, skrifa undir samninginn.  Kostnaður við tengingu kísilvers um 2,5 milljarðar króna Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjórn- kerfis- og lýðræðisráði, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdótt- ir, lögðu það til á fundi ráðsins í gær að leggja það niður. Tillagan var felld en Hildur segir að þrátt fyrir góðan hug að halda úti nefndum og ráðum þá verði að meta árangur þeirra mið- að við kostnaðinn þar sem ekki er hægt að halda úti stærra borgarkerfi en borgarsjóður getur staðið undir. „Það þarf ekki að halda úti sér- stöku ráði sem borgarstarfsmenn geta alveg sinnt. Ráðið hefur starfað í rúmlega ár og raunverulegur ár- angur er ekki nægur til að réttlæta kostnað við nefndarstörfin, sem er stærsti kostnaðarliðurinn og hleypur á milljónum króna, sem borgarsjóð- ur á ekki til.“ Meirihlutinn lagði fram tillögu um að færa ráðið úr flokki I í flokk II sem ætti að draga úr nefnd- arkostnaði. „Er það mat meirihlut- ans að hætt sé við að sú mikilvæga og sögulega sérhæfing sem felst í því þynnist út.“ Við þetta svar lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram bókun þar sem kemur fram að flokkurinn fagni þeirri viðleitni að spara en að ráðið sé óþarft og eigi að leggja nið- ur. Engin svör Hildur spurði á fundi ráðsins fyrir tveimur vikum um tölvupóstsending- ar borgarstjóra og bar þær spurn- ingar upp í sex liðum. Engin svör bárust í gær og furðar Hildur sig á seinaganginum. „Við ætlum ekki að sætta okkur við að láta þessa fyrir- spurn daga uppi. Þess vegna spurð- um við hvað ylli töf á svörum og ósk- uðum eftir þeim sem fyrst.“ benedikt@mbl.is Óþarfa útgjöld borgarinnar Dagur B. Eggertsson Hildur Sverrisdóttir  Vilja leggja niður eitt ráð borgarinnar til að spara Erling Ólafsson, skordýrafræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi um smádýr í öskufalli frá Eyjafjallajökli 2010 á Hrafna- þingi miðvikudaginn 21. október kl. 15.15-16. Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofn- unar í Garðabæ og er öllum opið. Þann 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli sem varð upphaf að miklu og afdrifaríku öskufalli. Svo vildi til að þrjár gildrustöðvar höfðu verið í gangi í nágrenni Eyjafjallajökuls; á Tumastöðum í Fljótshlíð, Rauðafelli og Skógum. Þess vegna lá fyrir haldbær þekking á fiðrildafánunni við eðlilegar að- stæður og var því mögulegt að meta hver áhrif öskufalls voru í raun og veru bæði á einstakar tegundir og hópinn í heild sinni. Auk fiðrilda hef- ur gögnum um vorflugur verið hald- ið til haga. Erindi um smádýr í öskufallinu 2010 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is 70 kr. stk. Vala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.