Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Grafalvarleg staða er á vinnumark- aði vegna kjaradeilna og svokallaðs höfrungahlaups launahækkana ein- stakra hópa en fyrir liggur að laun hafa hækkað meira á opinbera mark- aðnum en á almenna markaðinum frá 2013. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í við- skiptafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í vinnumarkaðs- fræðum, gagn- rýnir sífelldan samanburð á milli vinnumarkaða hér á landi og segir umræðuna á villigötum. Sam- anburðurinn sé ósanngjarn því mjög ólíku sé saman að jafna þegar al- menni og opinberi vinnumarkaður- inn eru bornir saman að sögn hans. Í opinberu samningunum sé t.d. reynt að meta menntun til launa, samið sé um breytingar á vinnutíma og menn alltaf að reyna að gera ein- hverjar breytingar innan kjara- samningsins. Á almenna vinnumark- aðinum hafi hins vegar verið samið um beinar launahækkanir án þess að hrófla við t.d. vinnutímanum. Miklar umræður eru um nauðsyn þess að búa til nýtt kjarasamninga- módel að skandinavískri fyrirmynd en Gylfi segir því ósvarað hvernig það eigi að líta út og hvort þörf sé á því á almenna vinnumarkaðinum. „Er þetta módel ekki bara að virka ágætlega á almenna vinnu- markaðinum?“ segir hann og bendir á að verkföll hafi verið mjög fátíð um langt árabil á almenna markaðinum. Vandamálið snúi hins vegar að op- inbera vinnumarkaðinum. Gerðar- dómur hafi sl. sumar verið að fjalla um málefni háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins, hjúkrunar- fræðinga og félaga innan BHM, og reynt að leggja mat á launahækkanir með tilliti til menntunar og breyt- inga á stofnanasamningum. Í fram- haldinu hafi svo komið fram stétt- arfélög sem vilji fá sömu hækkanir fyrir ófaglærða starfsmenn sína. Gylfi segir að þótt Samtök at- vinnulífsins og fleiri hafi haldið því fram að samið hafi verið um mun meiri hækkanir í opinbera geiranum en á almenna vinnumarkaðinum, þá verði ekki framhjá því litið að í t.d. kennarasamningunum hafi verið samið um breytingar á vinnutíma og læknar haldi því fram að þeirra samningar séu mjög framleiðniauk- andi. „En um hvað var samið á al- menna vinnumarkaðinum? Var sam- ið um breytingar á vinnutíma hjá t.d. verslunarmönnum? Nei, þar var bara samið um beina kauphækkun.“ Semja um persónubundin laun Gylfi segir að sjá megi launamun- inn á almenna og opinbera vinnu- markaðinum þegar skoðuð er launa- könnun sem gerð var samhliða meðal félagsmanna í VR, SFR og Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. „Launaskriðið er miklu sjá- anlegra á almenna vinnumarkaðin- um,“ segir Gylfi og minnir á að svokallað markaðslaunahugtak um persónubundin laun VR-félaga hafi verið í samningum VR allt frá árinu 2000. Hver félagsmaður í VR geti gengið inn til síns yfirmanns einu sinni á ári og óskað eftir launahækk- un. „Þetta er ekki hjá ríkisstarfs- mönnum. Þegar þú ert ráðinn til starfa hjá ríkinu er þér raðað inn í einhvern launaflokk en ef þú ræður þig til starfa á almenna vinnumark- aðinum þá semur þú um launin þín. Það ræðst af lögmálinu um framboð og eftirspurn,“ segir hann. „Mér finnst því þessi endalausi samanburður ósanngjarn vegna þess að þetta eru tveir ólíkir vinnumark- aðir í gjörólíku umhverfi, þar sem reglur og form kjarasamninga eru mjög ólík,“ segir Gylfi ,,Það er bara verið að bera saman epli og appel- sínur.“ Villandi og ósanngjarn samanburður  ,,Það er bara verið að bera saman epli og appelsínur,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent  Gylfi gagnrýnir sífelldan samanburð launahækkana milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins Morgunblaðið/Eggert Kaup og kjör Almenni og opinberi vinnumarkaðurinn eru í gjörólíku umhverfi, að sögn Gylfa Dalmanns. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Þing Landssambands íslenskra verslunarmanna um nýliðna helgi kallar eftir nýjum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Í ályktun segir að margir hópar hafi farið fram síðustu misseri og reynt að rétta sinn hlut, óháð því hvaða áhrif það hafi á aðra hópa eða hagkerfið. „29. þing LÍV telur mikilvægt að vinnumarkaðurinn í heild sinni tileinki sér sömu vinnubrögð og liggja að baki hinu norræna vinnumarkaðsmódeli. Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja sem best jafnræði milli hópa í launaþróun á komandi misserum, þar sem litið verði til allra þátta, þ.m.t. lífeyrisréttinda. Til þess að það gangi eftir verða allir hópar að axla ábyrgð á breyttum vinnu- brögðum.“ Ríkið á ósamið við um 60% starfsmanna sinna og samn- ingum er ólokið við sveitarfélögin. Þá á fjöldi launamanna í ASÍ- félögum eftir að semja við ríki og sveitarfélög. „Enginn vilji er hjá ríkinu að semja við einstaka hópa um kjarabætur sem valda því að forsenduákvæði kjarasamninga á almennum markaði opnist í febr- úar,“ segir í umfjöllun um stöð- una á vef Samiðnar. Vilja jafnræði milli hópa KALLA EFTIR NÝJUM VINNUBRÖGÐUM Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Svona eru hræðilegir staðir. Virki- lega ógeðslegir,“ segir Gunnar Rún- ar Pétursson, bóndi í Vogum 2 í Mý- vatnssveit, en hann var við leit að fé í Búrfellshrauni um helgina þegar hann rakst á það sem heimamenn kalla sveltistamp. Þangað flýja kindur undan veðri og varg en lenda í sjálfheldu, komast ekki aftur upp úr og svelta til bana. „Þetta er stampur sem er búinn að vera þarna frá örófi alda og er í landslaginu. Þegar vargur er leita þær að svona stöðum en gera sér ekki grein fyrir því að þær komast ekki upp úr aftur og drepast hægum dauðdaga,“ segir Gunnar. Hann tel- ur þó að þetta séu ekki leifar af kind- um síðan í óveðrinu 2012 þegar 3.540 kindur drápust í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði í óveðrinu í september það ár. Enn er þó fé að finnast upp á fjöllum og á heiðum sveitarinnar því það vantaði um 3.000 kindur af fjalli. Bein af tugum kinda Gunnar telur að þarna séu bein af nokkrum tugum fjár og jafnvel gæti talan náð hundrað. „Það var algjör tilviljun að þessi stampur fannst. Við vorum að leita að fé og römbuðum á hann fyrir al- gjöra tilviljun,“ segir Gunnar sem hefur oft séð svona grafhýsi í hraun- inu en hann hefur alla tíð verið bóndi í Mývatnssveit. „Ég hef oft séð svona í Búrfells- hrauni. Yfirleitt eru ekki mjög stór op á þessum stömpum þar sem kind- urnar geta komist inn en þær þurfa að hoppa niður en eiga lítinn séns að komast aftur upp.“ Ekki hægt að fylla upp í Gunnar Rúnar segir að í gamla daga hafi svona stampar verið fyllt- ir upp með grjóti þannig að féð komist aftur upp. Þessi stampur sé þó svo djúpur að það verði hægara sagt en gert að hlaða í hann grjóti. „Það hefur verið hægt að hlaða þannig að skepnurnar geti komist upp úr þeim, það var það sem menn gerðu hér áður fyrr. En með þennan verður að gera eitthvað annað því hann er svo djúpur. Ætli verði ekki að sprengja hann í loft upp.“ Bein af tugum fjár fundust í Búrfellshrauni fyrir tilviljun Sveltistampur sem þarf að sprengja í loft upp Ljót aðkoma Gunnar Rúnar og sonur hans fundu stampinn.  Ófögur sjón blasti við fjárleitarfeðgum í Búrfellshrauni Ljósmyndir/Ari Rúnar Gunnarsson Beinahrúga Trúlega liggja þarna nokkrir tugir af dauðum kindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.