Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Reykjavík-urborgskerti í
liðnum mánuði
þjónustu við aldr-
aða íbúa borg-
arinnar. Þá fengu 60 manns
tilkynningu um að þeim stæði
ekki heimaþjónusta borg-
arinnar ekki lengur til boða.
Ástæðan er sú að þjónustu-
miðstöðvar borgarinnar
skortir fé til að veita þjón-
ustuna.
Niðurskurður þessi náði til
íbúa í Háaleiti, Laugardal og
Bústaðahverfi. Eftirleiðis
myndu aðeins þeir íbúar
hverfanna þriggja sem enn
búa heima og eru veikastir fá
aðstoð. Aðrir munu þurfa að
leita til ættingja eða kaupa
þjónustuna á almennum
markaði.
Í frétt á mbl.is í gær kom
fram að ekki myndu fleiri íbú-
ar í Reykjavík fá slík bréf um
skerðingu. Það er vitaskuld
gott, en eftir stendur þá að í
þremur hverfum borgarinnar
fá íbúarnir lakari þjónustu en
í öðrum. Íbúarnir 60 eru bara
svo óheppnir að búa þar sem
þeir búa.
Þessi skerðing, sem sam-
kvæmt svörum borgarinnar
er til komin vegna þess að
ekki voru til peningar til að
manna tvö stöðugildi.
Hér er um að ræða þjón-
ustu, sem er veitt einu sinni
til tvisvar í mánuði. Hún er
hluti af stefnu, sem mikið er
hampað og snýst um að auð-
velda eldra fólki að dvelja
heima hjá sér sem lengst.
Niðurskurðurinn er því í
beinni mótsögn við yfirlýsta
stefnu. Með honum er öldr-
uðum gert erfiðara að dvelja
heima hjá sér og ýtt undir að
þeir flytji á dvalarheimili og
stofnanir.
Því miður er þetta ekki eina
dæmið um brotalamir í
rekstri borgarinnar undir for-
ustu Dags B. Eggertssonar
borgarstjóra um þessar
mundir. Nánast virðist sama
hvert litið er.
Klúðrið í kringum breyt-
ingarnar á rekstri ferðaþjón-
ustu fatlaðra var hneyksli.
Öllum var ljóst í hvað stefndi,
en engu að síður var látið til
skarar skríða. Í kaldasta
mánuði ársins voru þeir, sem
treystu á þessa þjónustu,
strandaglópar úti um allan
bæ.
Rekstur tónlistarskóla í
Reykjavík er í uppnámi vegna
þess að borgin er ekki tilbúin
að standa við samkomulag,
sem hún gerði við ríkið um
skiptingu kostnaðar við
rekstur þeirra.
Liðinn vetur
voru götur borg-
arinnar nánast að
leysast upp. Hol-
urnar voru fleiri
en eyjarnar á
Breiðafirði og hólarnir í
Vatnsdalnum. Nú virðist sem
sumarið hafi ekki dugað til að
fylla upp í holur síðasta vetr-
ar. Fyrir hönd bíleigenda
verður að vona að komandi
vetur verði mildari en sá síð-
asti.
Talandi um bíleigendur
virðast einu markvissu vinnu-
brögðin hjá meirihlutanum
snúast um að gera þeim lífið
leitt. Þrengt er að bifreiðinni
við hvert tækifæri. Reist eru
hús þar sem ekki er einu sinni
gert ráð fyrir einu bílastæði á
íbúð. Reynt er að tefja fyrir
umferðinni með ýmsu móti.
Lítið er þó gert til að gera
aðra kosti fýsilegri. Almenn-
ingssamgöngur eru mun
svifaseinni en einkabíllinn og
geta því ekki leyst hann af
hólmi. Hjólreiðar eru góðra
gjalda verðar, sérstaklega í
góðu veðri, en koma ekki í
staðinn fyrir bílinn. Það virð-
ist engu máli skipta. Bíleig-
andanum skal gert lífið erfitt
þótt hann eigi ekki annars
kost, jafn vel þótt það skapi
slíkt umferðaröngþveiti að
grænum markmiðum verði
fórnað á altari andbílahyggju
á villigötum.
Mestur tími meirihlutans
virðist fara í gælumál. Sorg-
legt var að fylgjast með við-
skiptabanninu á Ísrael, sem
átti alls ekki að vera við-
skiptabann á Ísrael, þótt
stæði að setja ætti við-
skiptabann á Ísrael.
Málefni Reykjavík-
urflugvallar eru sérkapítuli.
Þar sat borgarstjóri sjálfur í
nefnd um framtíð flugvall-
arins, sem hann vill ekki hafa
í Vatnsmýrinni. Sá kostur var
því ekki einu sinni til skoð-
unar, þótt öll rök hnígi að því
að það sé besti staðurinn –
eða kannski vegna þess.
Á meðan öllu þessu fer
fram eru fjármál borgarinnar
í ólestri og hún er rekin með
bullandi tapi þótt öll gjöld séu
í leyfilegu hámarki. Hækkun
á miðum í sund kallast ekki
einu sinni plástur á þau
ósköp. Engu líkara er en að
rekstur Reykjavíkur sé í upp-
lausn. Meirihlutinn hefur
ekki tíma til að sinna grund-
vallarverkefnum borgar-
innar. Þau eru kannski ekki
nógu skemmtileg, en þau eru
mikilvæg og ljóst að verði þau
ekki tekin föstum tökum mun
borgin halda áfram að drabb-
ast niður.
Þegar þjónustan
hættir að virka er
komið í óefni}
Óstjórn í borginni
H
vernig veistu að einhver er
grænmetisæta? – Hún segir
þér frá því.“
Hahahahahahahahahah …
Jæja. Höldum áfram.
Í september fór ég í brúðkaupsveislu sem
breytti lífi mínu. Hún hefði ekki getað haft
meiri áhrif á mig þó að hún hefði verið mín
eigin. Þar sem brúðurin er grænmetisæta og
brúðguminn vegan var ekkert kjöt á borðum
og sárafáir réttir innihéldu dýraafurðir. Í 26
ár kipptist hjarta mitt út úr brjóstkassanum
eins og í gröðum teiknimyndaúlfi þegar ég
fann ilminn af beikoni og því var ég efins um
matseðilinn. Myndi ég verða södd? Ætti ég að
smygla inn pulsu?
Það viðurkennist að eggja- og mjólkurlausa
brúðartertan hefði allt eins getað verið bökuð í
sandkassa en þar fyrir utan var maturinn himneskur. Ég
leit ekki sérlega dömulega út þar sem ég ruddi mér leið í
átt að hlaðborðinu í þriðja skipti en mér var sama. Ef ég
fengi undirhöku af átinu myndi hún skoppa af hreinni og
grimmdarlausri matarhamingju. Sú tilfinning var alveg
ný fyrir mér og ég fann að ég vildi ekki vera úlfur lengur.
Myndirnar úr íslensku svínabúunum voru punkturinn
yfir i-ið. Þær innsigluðu sannfæringu mína um að ég gæti
ekki lengur litið framhjá því að kótelettan á diskinum
mínum væri verksmiðjuframleiddur líkamspartur. Síð-
ustu vikur hafa margir svínabændur tjáð sig á um að
skýrsla MAST gefi ekki rétta mynd af ástandinu á þeirra
búum en við neytendur höfum enga leið til að
sannreyna það. Við höfum líka enga haldbæra
leið til að átta okkur á því hvort kjötið sem við
kaupum í matvöruverslunum sé frá „góðu“
eða „slæmu“ búi.
Nú byrjar Kjötkórinn eflaust að hita upp
fyrir lagið um bráð steinaldarmannsins en ég
er hreint ekki að tala alfarið gegn kjötneyslu.
Sjálf er ég sææta (e.pescaterian) og borða því
enn fisk. Hefðarrökin duga þó skammt því
með tilkomu verksmiðjubúskapar erum við
komin óraleið frá því sem var í upphafi, jafn-
vel óravegu frá því sem var fyrir aðeins 100
árum. Dauðinn er kannski eðlilegur hluti af
lífinu, hvort sem líkaminn endar í kistu eða á
diski, en þau dýr sem við komum í þennan
heim fá mörg hver ekki að eiga neitt líf og
þurfa að þola ógeðfelldan aðbúnað.
Fréttir síðastliðna mánuði af bógsárum svína, aðbún-
aði í Dýraríkinu, kattarmorðum í Hveragerði og 50 katta
kommúnu í Reykjavík sýna að tími er kominn á embætti
umboðsmanns dýra. Eins ætti fyrir löngu að vera komin
til lagasetning um merkingar á kjötvörum sem auðvelda
neytendum að kynna sér aðstæður þeirra dýra sem þeir
leggja sér til munns. Gefum þeim ræktendum sem gera
meira fyrir dýrin en lög gera ráð fyrir sérstakan gæða-
stimpil og hvetjum þannig til þess að dýrin fái að lifa við
eitthvað betra en bara lágmarkskröfur ríkisins. Tak-
mörkum þjáninguna sem við leggjum okkur til munns.
annamarsy@mbl.is
Anna Marsibil
Clausen
Pistill
Hrææta-sææta-græ(n)æta
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Niðurstöður vinnu þver-pólitísks starfshóps í hús-næðismálum í Kópavogiliggja nú fyrir, en hópn-
um var gert að greina stöðu á
húsnæðismarkaði og vinna í fram-
haldi tillögur að nýjum leiðum í hús-
næðismálum.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
stjóri Kópavogs, segir starfshópinn
hafa farið yfir stöðuna á húsnæðis-
markaði, bæði almennum markaði og
í félagslega kerfinu. Markmið til-
lagna starfshópsins er að ýta undir
virkari leigumarkað, byggingu minni
og ódýrari íbúða og tryggja skilvirk
félagsleg úrræði fyrir þá sem þurfa á
slíkri þjónustu að halda.
Í skýrslu hópsins kemur meðal
annars fram sú tillaga að Kópavogs-
bær beiti sér fyrir byggingu á litlum
og ódýrum íbúðum og stuðli um leið
að lausnum fyrir þá sem eru að kaupa
sitt fyrsta húsnæði með 90% lánveit-
ingu í samvinnu við byggingaverk-
taka og fjármálafyrirtæki.
„Mjög stór hluti íbúa þeirra fjöl-
býla sem byggð hafa verið hér að
undanförnu, s.s. á Kópavogstúni,
Lundi og Þorrasölum, er 55 ára eða
eldri. Við viljum hins vegar fá meiri
fjölbreytni í þau hverfi sem eru fram-
undan og horfum því einkum til ungs
fólks í því samhengi,“ segir Ármann,
en einnig er í skýrslunni lagt til fjölg-
un íbúða á leigumarkaði og að Kópa-
vogsbær leiti eftir samstarfi við lóð-
arhafa á almennum markaði til að
bjóða upp á minni og ódýrari íbúðir á
leigumarkaði. Er hér einkum horft til
Auðbrekkusvæðisins, Kársness og
Glaðheimasvæðisins.
Geta keypt félagslegar íbúðir
Jafnframt leggja skýrsluhöf-
undar til að leigjendum í félagslega
íbúðakerfinu í Kópavogi standi til
boða að kaupa það húsnæði sem þeim
hefur verið úthlutað á hagstæðum
kjörum fari tekjur viðkomandi yfir
sett viðmiðunarmörk.
„Fari tekjur fólks yfir viðmið-
unarmörkin viljum við, í stað þess að
grípa til uppsagna, bjóða viðkomandi
að kaupa íbúðina með 80% láni hjá
fjármálafyrirtæki, 15% verðtryggðu,
vaxtalausu láni frá Kópavogsbæ og
5% útborgun eigin fjár. Sveitarfélag-
ið myndi svo kaupa nýjar íbúðir fyrir
félagslega kerfið í stað þeirra sem
seljast með þessum hætti,“ segir Ár-
mann, en einnig er uppi tillaga þess
efnis að bærinn setji reglur um
þrepaskipta leigu í stað þess að segja
fólki upp leigu ef tekjur þess fara yfir
viðmiðunarmörk. Þannig segir í
skýrslunni að eftir því sem tekjur
fólks færu hækkandi þeim mun minni
yrði hinn félagslegi stuðningur – sem
birtist þá í formi hækkandi leigu.
„Raunhæfar tillögur“
Þá er einnig lagt til að Kópa-
vogsbær bjóði upp á íbúðir til leigu
með kauprétti, sem myndi vara í
fimm ár. Að sögn Ármanns gæti
þannig hluti leigunnar nýst upp í
kaup á eigninni, en leigjendur fengju
allt að fimm árum til að gera upp hug
sinn.
„Hér erum við í raun að horfa til
gamla verkamannabústaðakerfisins.
En það er eftir að útfæra þessa til-
lögu betur og þá einkum hvaða
svigrúm við nákvæmlega höf-
um,“ segir Ármann og bætir
við að hann sé einkar ánægð-
ur með vinnu starfshópsins,
sem staðið hefur yfir í rúmt
ár, og tillögur hans. „Þær eru
raunhæfar og skynsamlegar,
en í þeim er leitast við að koma
á móts við þarfir fólks sem átt
hefur erfitt með að kaupa
eða leigja hús-
næði.“
Með nýjar leiðir
í húsnæðismálum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kópavogur Í rúmt ár hefur starfshópur verið starfandi í sveitarfélaginu og
hefur hann nú kynnt stefnumarkandi leiðir í húsnæðismálum.
Byggingarland í Kópavogi hefur
farið þverrandi að undanförnu
og hafa til að mynda langvar-
andi og miklar deilur staðið yfir
um nýtingu lands á Vatnsenda.
„Við vorum búin að skipu-
leggja framkvæmdir á Vatns-
enda en eftir að ný staða kom
upp þar ákváðum við hins vegar
að bíða,“ segir Ármann Kr.
Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Aðspurður segir hann þétt-
ingu byggðar sóknarfæri Kópa-
vogs. „Við erum með mjög öflug
svæði hér sem henta einkar vel
þegar kemur að því að
þétta byggð. Þessi
kostur er einnig mjög
hagkvæmur fyrir sveit-
arfélagið,“ segir Ár-
mann og bætir við að
verktakar séu þegar
farnir að hafa samband
eftir að tillögur starfs-
hópsins voru
kynntar.
Þétt byggð
er hagkvæm
LÍTIÐ BYGGINGARLAND
Ármann Kr.
Ólafsson