Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Sjáðu meira á mbl.is/askriftarleikur Hvaða lit mundir þú velja? Hafðu augun opin þann 22. október þegar heppinn áskrifandi hlýtur að gjöf glæsilegan Suzuki Vitara GLX að verðmæti 5.440.000 kr. í lit að eigin vali. VIÐ DRÖGUM eftir 2 daga BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er búinn að fá nóg. Þetta er búið hjá okkur. Ég sé ekki að það verði tekið á þessum vanda enda er það orðið of seint,“ segir Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móeiðarhvoli 2 í Rangárþingi eystra. Hann hefur, eins og margir kornbændur, verið að berjast gegn ágangi álfta og gæsa í mörg ár, en segir að ástandið sé þannig nú að það taki því ekki að standa í kornræktinni. Kornakrar voru seinir til vegna kulda í vor og eftir að kornið var tilbúið til þreskingar í haust hafa ver- ið stanslausar rigningar. Álft og gæs nota þessar vikur til að gæða sér á korninu sem bændur hafa lagt í mik- inn kostnað við að rækta. Sem dæmi má nefna að á Móeiðar- hvoli voru í gærmorgun vel á annað þúsund álftir á 25 hektara akri og þær voru úti um allt stykkið. „Þær eru farnar að lenda á óþresktum ökr- um. Skurðir og girðingar um akrana skipta þær engu máli,“ segir Birkir. Þegar verið er að flæma fuglana í burtu ná þeir ekki lofti undir væng- ina og berja kornið svo það hrynur niður. Girðing er í kringum allan akurinn en Birkir varð að rjúfa hana á tveim- ur stöðum til að hleypa álftinni út. „Þegar maður þarf að opna fyrir þeim hliðin, til að þær geti labbað út, þá sýnir sig að þessar varnir duga lít- ið.“ Þarf leyfi til að skjóta Margir bændur eru í sömu aðstöðu og Birkir. „Baráttan stendur sem hæst þessa dagana. Það er fullt starf fyrir einn mann að reyna að verja þessa akra,“ segir Jóhann Nikulás- son, bóndi í Stóru-Hildisey 2 í Aust- ur-Landeyjum. Hann ræktar korn á nokkrum stöðum í sveitinni og því er vörnin erfið. Mest mæðir á konu Jóhanns, Sig- rúnu Hildi Ragnarsdóttur, í vörninni. Farið er af stað í fyrstu ferð þegar orðið er bjart á morgnana og álft- irnar reknar úr ökrunum og síðan á tveggja til þriggja tíma fresti allan daginn fram á kvöld. Baráttan hefur staðið á þriðju viku í haust og er búið að aka hátt í þúsund kílómetra vegna hennar. Jóhann segir að álftinni fjölgi stöð- ugt. Það segi sig sjálft þegar hvert par komi með 4-5 unga og ekkert er reynt að fækka í stofninum. „Það er engin lausn önnur en að veita bænd- um leyfi til að skjóta álftir í ein- hverjum mæli á þessum tíma árs,“ segir Jóhann. Birkir segist hafa prófað allar varnir og fælur sem honum hafi verið bent á og hann hafi látið sér detta í hug. Ekkert dugi. Álftin komi strax aftur. Meira að segja dugi ekki þó að skotið sé á gæsir á ökrunum. Það fæli gæsina vel en álftin komi til baka. „Hún er ekkert hrædd við byssur. Virðist fullkunnugt um að hún er al- friðuð,“ segir Jóhann. Verður lítið sáð í vor Birkir segist orðinn þreyttur á um- ræðunni um ágang álfta. Búið sé að ræða um þetta í mörg ár og halda ráðstefnur en álftinni fjölgi bara á meðan. Hann áætlar að fuglinn sé bú- inn að éta upp kornið af 7-8 hekturum af þeim sextíu sem hann ræktar. „Ég reyni kannski að slá það til að ná í hálminn en það verður aldrei mikill hálmur, akurinn er svo traðkaður.“ Birkir dró mjög saman kornrækt- ina í vor, vegna þess hversu illa gekk að verjast fuglinum í fyrrahaust. „Það verður lítið sáð í vor, ef það verður þá eitthvað,“ segir hann. Jóhann segir að álftin sé búin með 3 hektara af 40 sem hann ræktar. Bæði korn og hálm. Hann telur að margir muni draga úr kornrækt af þessum ástæðum. „Maður veltir því fyrir sér hvort þetta borgi sig. Eitt er að fljúgast á við tíðarfarið, þegar þetta bætist svo við. Þetta er þriðja haustið sem það styttir helst ekki upp einn einasta dag frá því kornið er tilbúið til þreskingasr. Ég óttast svo- lítið að kornrækt leggist af, að stórum hluta, með þessu áfram- haldi,“ segir Jóhann. Halda í vonina Jóhann og Birkir halda enn í von- ina um þokkalega uppskeru í haust, af þeim hluta akranna sem tekist hef- ur að verja. Spáð er norðanátt og væntanlega þurrki þegar líður á vik- una og vonast þeir til að geta byrjað að þreskja í næstu viku. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kornakur Hundruð álfta og gæsa voru á þessum akri sem búið var að þreskja í Rangárþingi ytra. Bændur eru að gefast upp á baráttunni við fuglinn og búast við að draga saman í ræktuninni. Bændur eru að tapa baráttunni um akrana  Álftin herjar mjög á kornakra bænda á Suðurlandi  Engar varnir virðast duga  Einn maður í fullu starfi á hverjum bæ að vakta akrana  Stórir ræktendur ræða um að hætta kornrækt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.