Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert í sannkölluðu íþróttaskapi, og alltaf þremur skrefum á undan í leikn- um. Skráðu þig í leikfimi, dans eða einhvers konar líkamsræktarkennslu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt hún sé sjaldgæf er skilyrðislaus ást ekki svo vandasöm. Kærleikurinn um- lykur þig en reyndu að hafa stjórn á pen- ingamálunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki útlit fólks slá ryki í aug- un á þér. Njóttu félagsskapar hópsins með bröndurum sem bara þið skiljið, leynd- armálum og ykkar eigin látbragði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú veitir einhverjum óskipta athygli þína, sem reynist besta gjöfin sem þú gast gefið. Allt sem viðkemur listum, gisti- húsum, orlofi, afþreyingu og börnum geng- ur honum í haginn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér falla þungt orð sem eru látin falla í nokkurs konar hálfkæringi. Vinir sem eru þér ekki alltaf sammála reynast þér best. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að reyna að hefja þig upp fyrir hversdagsleikann svo líf og starf verði skemmtilegt. Veltu málunum vandlega fyrir þér áður en þú lætur til skarar skríða, það margborgar sig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Besta leiðin til að vera skapandi er að kýla á’ða. Vertu í þægilegum skófatnaði – bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er meira mál að reyna að forðast vinnuna en bara rumpa henni af. Mundu bara að gjalda í sömu mynt þegar þannig stendur á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum er ferð án fyrirheits það sem sálin þarfnast. Reyndu samt að þreyja þorrann því allt lagast þetta að lok- um. 22. des. - 19. janúar Steingeit Varastu að misnota góðvild vinar þíns þótt þægilegt sé að þurfa ekki að ganga í málin sjálfur. Reynið jafnframt að gera mökum ykkar og foreldrum til hæfis. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú kemur miklu í verk og finnur fyrir krafti, einbeitingu og líkamlegri hreysti. Ekki vegna þess að þú veist ekki nóg, heldur vegna þess að þú veist of mik- ið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Notaðu daginn til þess að fara yfir reikninga vegna skattskila, skulda og þess háttar, illu er best aflokið. Vinur er sá er til vamms segir. Harpa Kristjánsdóttir frá Hólumá Rangárvöllum kom skemmtilega fyrir í Útsvari á föstu- dagskvöld og var sigursæl. Jón Arnljótsson skrifaði í Leirinn: Gaf hún landsins Gróum rófrétt, gat og þar á borð svör lagt, stúlka, sem er ekki ólétt. (Eftir hvern, var þó ei sagt) Ágúst Marinósson bætti við: Fraukan sú var fremur kát fróðleik hafði og spaug á vörum. Aldrei varð hún alveg mát ósköp glöð og létt í svörum. Skúli Pálsson heimspekingur, kennari og hagyrðingur hefur kynnt á Leirnum og á Boðnarmiði væntanlega bók sína „Vísur um blóm og stjörnur“. Hann hefur sett upp skemmtilegan leik í kringum það. Þar eru þessar Kisuvísur: Kisu litlu klappa ég á kviðinn mjúka, feldinn hennar fæ að strjúka. Hálsinn teygir hún og sperrir hlýja þófa, niður lafir loðin rófa. Villidýrið dottandi á dýnu liggur, góðfúslega gælur þiggur. Þögul skepnan þýðlega fer þá að mala, um leyndarmálið mitt ég tala. „Hvergi líf að sjá,“ segir Ármann Þorgrímsson. Og síðan: Lítið er um ljóðagerð liggja skáld í valnum Nornir elda næturverð nú er þögn í salnum. Davíð Hjálmar Haraldsson beinir athyglinni í óvæntar áttir: Yfir Súlur sígur ró. Segir fátt af einum. Nátthrafnar og nornir þó naga hold af beinum. Hér er hann á uppátækjasömum nótum: „Sá áðan fréttir um hjóla- stólarólu. Svona skemmtilegt orð verður að prófa í vísu, vísu sem annars er út í bláinn. Slá og bíta hrossin her Hólaskólafóla. Handa meiddum hentug er hjólastólaróla.“ Hallmundur Guðmundsson setur fram „hagfræðikenningu“ á Boðn- armiði: Mammon gjarnan grípur flest og greipar spennir fast um. Uppsker plágur, böl og brest og bágindi hjá flestum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kátri frauku, blómum og stjörnum Í klípu „VIÐ HÆTTUM SAMAN. ÉG VILDI EINKALEYFI – HÚN VILDI VERA Á OPNUM MARKAÐI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG GET ENGAN VEGINN VITAÐ HVOR YKKAR BYRJAÐI SLAGSMÁLIN, ÞANNIG AÐ ÉG SEKTA YKKUR BÁÐA UM FIMMÞÚSUNDKALL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kyssast á öðru stefnumóti! FLÓKI LÍTUR FREKAR MEEEE ÚT! GREYIÐ HANN GETUR EKKI SOFNAÐ… HANN HEFUR VERIÐ AÐ TELJA FÓLK Í ALLAN DAG! HVAR ER JÓN? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI EF ÞÚ VILT GET ÉG ÞÓST VERA HANN… GEFÐU MÉR BARA SMÁSTUND TIL AÐ FINNA EITTHVAÐ HEIMSKULEGT TIL AÐ SEGJAB arack Obama Bandaríkjaforseti átti í vök að verjast í viðtali sem hinn margreyndi fréttamaður Steve Kroft tók við hann í fréttaskýringaþættinum 60 mín- útum og sýndur var á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Kroft saumaði duglega að for- setanum og Víkverji man varla eft- ir að hafa séð hann jafn óöruggan. Sérstaklega þegar Kroft gekk á hann varðandi frumkvæði í Mið- Austurlöndum. Obama var ekki sannfærandi þegar hann svaraði því til að vaxandi nærvera Rússa í og við Sýrland væri ekki áhyggju- efni. Kroft spurði hvort Rússar væru að færa sig upp á skaftið á svæðinu vegna skorts á forystu af hálfu Bandaríkjanna en Obama sagði svo ekki vera. Þvert á móti stafaði aukin íhlutun Rússa af áhyggjum þeirra sjálfra vegna stöðu mála í eina ríkinu á svæðinu sem væri þeim hliðhollt. Forsetinn sagði engan skort á frumkvæði og forystuhæfileikum af sinni hálfu og nefndi norður- slóðir meðal annars í því sam- bandi. Stefnubreyting og vaxandi áhugi Bandaríkjanna á þeim slóð- um sæta auðvitað miklum tíðindum og spennandi verður að fylgjast með þróun mála á komandi miss- erum. x x x Kroft spurði Obama út í tölvu-póstsmálið alræmda og sagði forsetinn Hillary Clinton hafa orð- ið á mistök sem hún hefði beðist velvirðingar á. Það dygði, frá hans bæjardyrum séð. Þjóðaröryggi hefði ekki verið ógnað. Obama var einnig spurður út í hugsanlegt forsetaframboð Joes Bidens varaforseta á næsta ári en svaraði því til að Biden sjálfur yrði að taka þá ákvörðun. Hann hefði á hinn bóginn staðið sig framúrskar- andi vel í embætti varaforseta. x x x Donald Trump bar einnig á gómaog Obama sagði hann afburða- flinkan þegar kæmi að því að draga að sér athygli. Þess vegna kæmi gott gengi hans í skoð- anakönnunum ekki á óvart. „Ég held samt ekki að Trump eigi eftir að verða forseti Bandaríkjanna.“ víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 37:5)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.