Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 293. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Lést um borð í flugvél 2. Langt frá því að vera einkaskjöl 3. 19 ára knapi ríkastur Óslóarbúa 4. Sjö heitustu forsetaframbjóðendurnir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppsprettan verður haldin í fimmta sinn í Tjarnarbíói í kvöld. Á henni fá leikarar og leikstjórar ný ís- lensk stuttverk til að vinna með sól- arhring fyrir sýningu og hafa aðeins þann tíma til að kynna sér handritið og átta sig á möguleikum þess. Þremur tímum fyrir sýningu hittast listamennirnir í fyrsta sinn og hefja æfingar sem eru opnar almenningi frá kl. 19.30 til 21. Gestir geta fylgst með æfingum í húsinu, velt fyrir sér vinnuaðferðum og ákvarðanatökum í sambandi við verkin, jafnvel lesið verkin sjálfir og velt þeim fyrir sér, eins og segir í tilkynningu. Verkin verða sýnd að æfingu lokinni, kl. 21, og eftir sýningu býðst gestum að viðra sínar hugmyndir og vangaveltur og spyrja aðstandendur sýninganna að því sem þá þyrstir að vita. List- rænir stjórnendur Uppsprettunnar eru Jenný Lára Arnórsdóttir og Ingi Hrafn Hilmarsson. Fimmta Uppsprettan haldin í Tjarnarbíói  Kvartett gítar- leikarans Sigurðar Rögnvaldssonar leikur í kvöld kl. 20.30 á djass- kvöldi KEX hostels. Sigurður fagnar út- gáfu nýrrar plötu með eigin tónlist sem byggist á ævintýraskógi fullum af skrýtnum og hættulegum verum og er tónlistinni lýst sem framsæknum djassi með áhrifum frá rokktónlist. Auk Sigurðar skipa kvartettinn Steinar Sigurðarson á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Ævintýraskógur með skrýtnum verum Á miðvikudag Minnkandi norðanátt og kólnandi veður. Norðan 5- 13 m/s þegar líður á morguninn. Rigning á láglendi nyrðra og slydda til fjalla en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 1 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan og austan 10-18 m/s með rign- ingu suðvestantil, en norðaustlægari norðvestantil. Sums staðar talsverð rigning sunnan- og vestanlands seinnipartinn. VEÐUR „Hún passar mjög vel inn í liðið, er opin og hress. Það er örugglega ekkert auðvelt að koma hingað frá Portúgal og kunna ekkert í tungumálinu, en hún lætur það ekki á sig fá. Hún er mjög hress og tek- ur virkan þátt í öllu,“ segir leikmaður kvennaliðs Hauka í handknattleik um nýjasta liðsmanninn, Mariu Silva frá Portúgal, sem er leikmaður 6. umferðar hjá Morgun- blaðinu. »3 Hún passar mjög vel inn í liðið „Við erum auðvitað allir í fullri vinnu, með fjölskyldu og svona, og komum misjafn- lega stemmdir á æf- ingar, en hann nær að keyra mann upp þann- ig að maður verður gjör- samlega brjál- aður. Það er gríðarlega dýr- mætt. Þetta smit- ar svakalega út frá sér, menn taka undir þetta og æfingarnar verða miklu betri en ella,“ segir Helgi Freyr Margeirsson úr Tindastóli um leikmann 1. um- ferðar í körfu- boltanum, Darrel Lewis. »3 Darrel Lewis gerir æf- ingar Tindastóls betri KR-ingar lentu í miklum vandræð- um með Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld, sérstaklega með hinn hávaxna Ragnar Nathanaelsson, en knúðu fram sigur að lokum, 90:80. Haukar fóru illa að ráði sínu í Keflavík þar sem þeir töp- uðu fyrir heimamönnum í tvífram- lengdum leik, 109:104. »2-4 KR lenti í miklu basli með Ragnar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bollakökur blandaðar saltlakkrís og tyrkneskum pipar fengu góðar við- tökur og seldust grimmt í kökusjopp- unni Sautján sortum á Grandagarði í Reykjavík sem opnuð var um helgina. „Við leggjum okkur eftir því að kökurnar hafi bragð og útlit heimabaksturs og hér vinnum við allt frá grunni. Vörumerkjakökur kunna að vera góðar, en við finnum vel að fólk leitar eftir því bragði og tilfinn- ingu sem fylgir jafnan kökum sem bakaðar eru í eldhúsinu heima,“ seg- ir eigandinn, Auður Ögn Árnadóttir. Hún er eigandi kökusjoppunnar sem dregur nafn sitt af frægum lýs- ingum í Kristnihaldi undir Jökli, skáldsögu Halldórs Laxness. Hver arða kláraðist Sautján sortir eru viðbót og enn ein skrautfjöðrin í þá flóru matar- búða sem nú eru komnar á hafnar- svæðið. Þar eru fyrir ísbúð, veitinga- staðir, verslun með heimaunnar afurðir og fleira slíkt. Og nú eru það kökurnar sem bakaðar eru eftir upp- skriftum Auðar og Írisar Bjarkar Óskardóttur. „Við höfum á okkar blöðum um 130 uppskriftir og þeim fjölgar og þetta þróast áfram. Það er auðvitað mjög breytilegt frá degi til dags eftir hvaða uppskriftum við bökum. En þær eru sjaldnast fleiri en sautján, nafninu samkvæmt,“ segir Auður Ögn sem fyrir á og rekur Salt eldhús – þangað sem fólk getur mætt og fengið leiðsögn í matargerð; bæði í bakstri og hefðbundinni matargerð. Stefna Faxaflóahafna hefur verið sú að gæða Grandasvæðið lífi með nýrri starfsemi. Samkvæmt því var auglýst eftir fleiri leigjendum í ver- búðirnar sl. vor og sendi Auður þá inn umsókn sem var samþykkt. „Viðtökurnar síðasta laugardag voru frábærar. Við opnuðum um há- degi og klukkan fimm var ekki arða eftir. Þá lokuðum við í klukkutíma og bökuðum nýjan skammt. Fólk er sannarlega spennt fyrir ýmsum nýj- ungum, en vill líka það kunnuglega. Heimabökuð marengstera með súkkulaði, rjóma og jarðarberjum er nokkuð sem stendur alltaf fyrir sínu.“ Eftirlætið er aldrei víst Hjá Sautján sortum er samsetn- ingin á bakstri dagsins aldrei hin sama. Fólk getur aldrei gengið að sínu eftirlæti vísu, en það er þó alltaf eitthvað spennandi í boði. Þá er einn- ig á borðum bakstur án eggja, mjólk- ur og annarra slíkra ofnæmisvalda. Sömuleiðis býðst að senda inn upp- skriftir til dæmis í gegnum Facebook og reynt er að bregðast við slíku eftir föngum, segir Auður Ögn. Þá eru drykkirnir á Sautján sortum sérvald- ir, það er annaðhvort kaffi eða köld mjólk sem getur til dæmis verið með súkkulaði-, jarðarberja- eða vanillu- bragði. „Matarmenning landans hefur breyst mikið núna síðustu ár. Fólk leitar meira en áður til hins heima- gerða og upprunalega. Margir þeirra matarstaða sem hafa verið opnaðir á síðustu árum starfa í þessum anda og fjölgun ferðamanna sem til landsins koma skapar markaðinn,“ segir sautján sorta konan að síðustu. Sautján sorta konur á Granda  Heimabakstur slær í gegn og kökurnar góðar Morgunblaðið/Eggert Bakstur Auður Ögn Árnadóttir veitingakona til vinstri og Íris Björk Óskarsdóttir bakari með kökuúrval dagsins. Gómsætt Bollakökur eru bestar og berin bæta, hressa og kæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.