Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég hélt það yrði auðveldara að skrifa bók númer tvö en sú var ekki raunin. Bókin endaði með því að vera 100 blaðsíðum lengri og sögu- þráðurinn er töluvert flóknari en í fyrri bókinni,“ segir Guðni Líndal Benediktsson sem gaf nýverið út sína aðra barnabók, Ótrúleg ævin- týri afa – Leyndardómur erfingjans. Bókin er framhald af Ótrúleg æv- intýri afa – Leitin að Blóðey sem segir frá ævintýrum afa sem segir afkomanda sínum frá hremming- unum. Fyrri bókin, Leitin að Blóð- ey, kom út í fyrra og hreppti Ís- lensku barnabókaverðlaunin en hún var frumraun Guðna á ritvellinum. Hann segist hafa fundið fyrir nokkr- um þrýsting eftir velgengni fyrstu bókarinnar, þá helst frá sjálfum sér. „Maður er alltaf að keppa við sjálfan sig, að reyna að toppa það sem mað- ur gerði síðast. Ég held það hafi tek- ist en ég er að minnsta kosti ánægð- ur með útkomuna,“ segir hann um nýjustu bókina. Hugmyndin fengið að krauma Hugmyndin að bókarflokknum kviknaði fyrir fimm árum og hefur hún því fengið að krauma áður en hún kom út. „Mér fannst skrýtið að heyra höfunda segja frá því að þeir hafi leyft einhverju að malla í ákveð- ið langan tíma en þegar ég fór að skrifa sjálfur þá skilur maður þetta betur,“ segir Guðni. Aðalsöguhetja bókarinnar er, eins og fyrr segir, afinn sem segir Krist- jáni barnabarni sínu sögu þegar sá síðarnefndi bíður á sjúkrahúsi. At- burðirnir eiga sér stað níu mánuðum eftir að fyrstu bókinni, Leitin að Blóðey, lauk. Afinn spinnur fyrir barnabarnið nýja sögu sem er beint framhald af hinni og atburðarásin tengist atburðum í fyrri bókinni. Í stuttu máli þá nælir afinn sér í pest sem plagar hann í nýju bókinni. Veikindin neyða hann til að leita sér lækningar á leynilegan spítala og á því ferðalagi lendir hann í hremm- ingum þar sem ýmsum óvættum bregður fyrir eins og t.d. fjörulalla, Lagarfljótsormi og hestaskrímsli svo fátt sé nefnt. Þessar óvættir og yfirnáttúrulegar verur eiga uppruna sinn að rekja í íslenskan sagnaarf og einnig erlendan. Ævintýri og tölvuleikir „Ég sæki innblástur úr öllum átt- um. Allt frá íslenskum þjóðsögum, klassískum sögum af Harry Potter, Hringadróttinssögu, þekktra teikni- mynda persóna, tölvuleikja og í raun allt sem vekur hughrif og tilfinn- ingaleg viðbrögð árhorfandans,“ segir Guðni spurður um áhrifavalda. Hann segir því bókina vera sam- ansafn úr alls kyns miðlum sem end- ar í einum graut. Leyndardómur erfingjans er að- eins drungalegri en fyrri sagan. Í þetta skipti er engum treystandi og ráðgátan er ekki augljós. Söguhetj- an þarf að forða sér frá ýmsum ókunnum hættum. Hin illu öfl eru erfiðari viðureignar að því leyti að ekki er vitað hvert á að líta til að sigrast á þeim. Með því að vísa í þekkt þjóðsagn- arfyrirbæri eins og Lagarfljótsorm- inn þá vill Guðni hvetja börnin til að kynna sér sögur um þessi fyrirbæri sem er að finna í hinum ýmsu þjóð- sögum. Fróðleg ferðalög um landið Ísland er sögusviðið og koma fyrir hinir ýmsu staðir á landinu. „Ég bind vonir við að þegar allar þrjár bækurnar verða komnar út þá geta ferðalög barna með foreldrum sín- um um landið orðið áhugaverðari. Þá geta þau séð hina ýmsu staði, staðina sem afi var á og barðist við sjóræningja, lenti í ryskingum við Lagarfljótsorminn og til dæmis hestaskrímslið,“ segir Guðni. Hann ólst sjálfur upp í sveit í Borgarfirðinum, á tamningarstöð þar sem faðir hans, Benedikt Lín- dal, stundar tamningar. Guðni segir hestaskrímslið ekki hafa sprottið upp af ótta við hesta, nema síður sé. „Kannski verða einhverjir hræddir við hesta eftir þetta,“ segir hann og hlær. Sögupersónan afinn á sér fyrirmynd í föður Guðna. „For- eldrar mínir voru duglegir að segja okkur systkinum sögur. Þær hafa blundaði í manni þangað til maður segir sjálfur sögur.“ Það er ljóst að lifandi frásagnargleði og frjálsræðið í sveitinni hefur haft mótandi áhrifa á sköpunargáfu þeirra systkina en bróðir hans Ævar er einnig rithöf- undur og leikari. „Miðað við að við bræðurnir erum báðir rithöfundar þá hefur eitthvað virkað í uppeldinu,“ segir hann kím- inn. Skrifar bók samhliða meistaranámi í handritsgerð Guðni lumar á enn fleiri sögum og ævintýrum en stefnan er að setja saman þriðju bókina með sömu söguhetjunum sem saman mynda þríleik. „Ég hafði alltaf í huga að afi myndi luma á fleiri ævintýrum. Upphaflega var stefnan að sjá hvernig fyrstu bókinni yrði tekið. Ég átti aldrei von á því að hún myndi vinna verðlaun en það var gott start,“ segir Guðni. Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að þriðja bókin og sú síðasta í þrí- leiknum komi út á næsta ári. „Mér fannst rökrétt að halda áfram og hamra járnið á meðan það er heitt. Krakkar vaxa svo fljótt úr grasi og það er auðvelt að missa af þeim ef maður bíður of lengi með næstu bók,“ segir Guðni sem vill greinilega halda í lesendahópinn sinn. Það verður því nóg að gera hjá Guðna á næsta ári en hann stundar meist- aranám í handritsgerð við háskól- ann Screen Academy Scotland í Ed- inborg en náminu lýkur næsta haust. Í náminu felast mikil skrif eins og nafnið gefur til kynna og töluverður lestur og þetta fer því nokkuð vel saman. Í tilefni útgáfu bókarinnar verður útgáfuhóf á sunnudaginn kl. 14 í Eymundsson í Kringlunni. Morgunblaðið/Eggert Rithöfundur Guðni Líndal Benediktsson er í meistaranámi í handritsgerð og sendir nú frá sér aðra barnabók sína. Ekki auðveldara að skrifa bók númer tvö  Ótrúleg ævintýri afa – Leyndardómur erfingjans eftir Guðna Líndal Benediktsson er önnur bók í þríleik Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 23/10 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 6/11 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fim 12/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 25/10 kl. 20:00 aukas. Sun 1/11 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 20:30 Allra síðustu sýningar! At (Nýja sviðið) Fim 22/10 kl. 20:00 14.k Fös 23/10 kl. 20:00 15.k Allra síðustu sýningar! Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 23/10 kl. 20:00 6.k. Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 8/11 kl. 13:00 9.k Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k. Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k. Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k Hundur í óskilum snúa aftur Sókrates (Litla sviðið) Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Þri 3/11 kl. 20:00 11.k Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Fim 22/10 kl. 20:00 9.k Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Mið 25/11 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Fim 29/10 kl. 20:00 8.k. Sun 8/11 kl. 20:00 12.k Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Sun 1/11 kl. 20:00 9.k Sun 15/11 kl. 20:00 13.k Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Mið 18/11 kl. 20:00 Mið 28/10 kl. 20:00 7.k. Lau 7/11 kl. 20:00 11.k Fim 19/11 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Allra síðustu sýningar! 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 22.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Lau 24/10 kl. 19:30 Frums. Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Lau 24/10 kl. 22:30 2.sýn Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Heimkoman (Stóra sviðið) Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 4/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 24/10 kl. 13:30 Lau 24/10 kl. 15:00 Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna. (90)210 Garðabær (Kassinn) Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 25/10 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 16:00 Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 16:00 Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 14:00 Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu DAVID FARR HARÐINDIN Mánabein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.