Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Ásta Camilla Gylfadóttir, landslagsarkitekt og garðyrkjufræð-ingur, er fertug í dag. Hún starfar hjá VSÓ ráðgjöf og vinnurað ýmsum hönnunarverkefnum hérlendis og í Noregi. Spurð um áhugamál segir Ásta ferðalög vera ofarlega á blaði. „Mér finnst gaman að vera úti í íslenskri náttúru og njóta alls þess góða sem hún gefur. Mér finnst gaman að tala við skemmtilegt og áhuga- vert fólk. Leikhúsið heillar alltaf, ég og systir mín, Helga Maureen, ákváðum að vera menningarlegar í vetur og fjárfestum í árskortum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Við erum þegar búnar að sjá Hróa Hött, Sókrates og Dúkkuheimilið, veturinn lofar mjög góðu. Svo hef ég gaman af því að lesa, þá helst bækur sem vísa í veruleikann, fræðibækur og ævisögur, en einnig heillar góður krimmi. Ekki má gleyma prjónaástríðunni sem er á háu stigi hjá mér.“ Ásta hefur tekið saman fræðirit um sögu Lystigarðsins á Akureyri. „Í krísunni sem skapaðist í mínum geira eftir hrunárið stóð ég á tíma- mótum. Sumarið 2010 vantaði mig vinnu og þá nýtti ég mér garð- yrkjufræðinámið og fór að vinna í Lystigarði Akureyrar sem er dásamleg perla sem kúrir í Brekkunni. Ég uppgötvaði það sumar að ekki var búið að skrifa sögu garðsins, en hún er mjög merkileg en það voru konur sem lögðu grunn að honum. Meðhöfundur að bókinni er Björgvin Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðsins, og gáfum við hana út árið 2012 í tilefni af 100 ára afmæli garðsins. Það var mjög gefandi að vinna að bókinni en ég hef mikinn áhuga á sagnfræði, hef t.d. kennt garðlistasögu í Garðyrkjuskólanum.“ Foreldrar Ástu Camillu eru Ása Hanna Hjartardóttir og Gylfi Guð- mundsson. Hún mun fagna tímamótunum í góðum hópi vina og vanda- manna. Ljósmynd/Alistair Mcintyre Í Paradís Ásta Camilla í Lystigarði Akureyrar, en hún ritaði sögu garðsins ásamt Björgvini Steindórssyni, forstöðumanni Lystigarðsins. Bókaunnandi með græna fingur Ásta Camilla Gylfadóttir er fertug í dag B auja fæddist í Reykjavík 20.10. 1955 og ólst þar upp. Auk þess dvaldi hún í sveit á sumrin í Vík í Skagafirði frá sex ára aldri og til 12 ára aldurs, í Suður- sveit í eitt sumar og loks á Hoffelli í Hornafirði: „Þar var hún Ragna, fóstra mín, sem ég var í sambandi við meðan hún lifði. En það var líka yndislegt að alast upp í Laugarásnum í Reykjavík. Pabbi fékk þar lóð fyrir einhvern misskilning því hann var ekki í rétt- um flokki, en Laugarneshæðin var þá óbyggð – dæmigert Reykjavíkurholt með stórgrýti og klöppum og víðsýni til allra átta. Umhverfi mitt í æsku hefur án efa átt stóran þátt í mótun minni en ég er mikið náttúrubarn með þörf fyrir góða yfirsýn, nýt þess að takast á við nýja hluti og ferðast til ólíkra staða.“ Bauja var í Laugalækjarskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1976, út- skrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1981, lauk prófum til kennnslurétt- inda frá KHÍ 2003 og diplómaprófi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ 2015. Bauja hefur verið leikari frá því hún útskrifaðist úr Leiklistarskól- anum, hefur leikið fjölda hlutverka hjá Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu og ýmsum öðrum húsum og leikhópum. Hún lék m.a. í kvikmyndunum Skytt- urnar, 1985; Ingaló, 1992; Benjamín Dúfa, 1995, og Draumadísir, 1995. Auk þess hefur hún leikið fjölda hlut- verka í útvarpi og sjónvarpi, m.a. í sjónvarpsþáttunum Ástríði. Þá hefur hún verið leikstjóri og aðstoðarleik- stjóri fjölda leikrita. Meðal hlutverka Bauju má nefna Jómfrú Ragnheiði við LA og Þjóð- leikhúsið; Uglu í Atómstöðinni hjá LA; Beisk tár Petru von Kant á Kjar- valsstöðum sem fékk menningar- verðlaun DV, Lilla klifurmús í Dýr- unum í Hálsaskógi hjá LA; Margréti í Dagbók Önnu Frank hjá LR, og brúðurina í Villihunangi í Þjóðleik- húsinu. Bauja kenndi við Grunnskóla Hell- issands 1976-77 og við Engjaskóla 2000-2001. Bauja sem vísar leiðina að styrk og vellíðan fyrir líkama og sál Bauja þróaði og hóf síðan að kynna og kenna sitt eigið sjálfstyrkingar- kerfi, Baujuna, um aldamótin. Kerfið byggist samhliða á meðvitaðri öndun og tilfinningameðferð. Hún hefur nú kennt kerfið og haldið fyrirlestra og Guðbjörg Thoroddsen, leikari, kennari og ráðgjafi – 60 ára Í Afríku Bauja með dætrum sínum, Kristínu og Ásdísi Þulu. Hér eru þær mæðgurnar í Sambúru með Masaium. Baujan í lífsins ólgusjó Afmælisbarnið Bauja og Askur. Hrísey Elektra Sól Hermannsdóttir fæddist 26. febrúar 2015 kl. 13.58. Hún vó 3.328 g og var 51 cm löng. For- eldrar hennar eru Díana Björg Svein- björnsdóttir og Hermann Jón Erlings- son. Nýr borgari Sandra Dís Ólafsdóttir hélt tombólu og seldi armbönd sem hún hafði búið til. Hún safnaði 4.393 kr. og gaf Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Sendum hvert á land sem er ICYBOX skjástandar Tölvur og fylgihlutir • Styður allt að 24ra tommu skjái • Þarf ekki að skrúfa við borðið • Framleitt úr hágæða áli, mjög sterkbyggt • Hægt að snúa skjám upprétt eða á hliðVerð 21.990 kr. Verð 34.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.