Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Siglfirskur landselur Undanfarna daga hefur ungur landselur brugðið sér upp á moldarbing vestan óss Hólsár í Siglufirði, örfáa metra frá landi, og legið þar drjúga stund í hvíld og slökun og fylgst með umferðinni til og frá bænum, alls ósmeykur. Hefur þetta vakið mikla athygli vegfarenda og fjöldi manns barið hann augum, enda sjaldgæft að hafa slík dýr í jafn miklu návígi og þarna. Sigurður Ægisson Meðal margra ágætra verka Gylfa Þ. Gíslasonar sem menntamála- ráðherra var að koma skikki á tónlistarfræðslu ungmenna á Íslandi. Flestir ef ekki allir menntamálaráðherrar hafa svo fylgt þeirri stefnu að efla þennan þátt í mótun ungu kyn- slóðarinnar, sem ekki fellur undir venjulega skólaskyldu. Ekki síst hafa augu manna beinst að þessum skólum, eftir að á alþjóðavísu hefur verið lagt æ meira upp úr því að þjálfa ungmennin ekki bara á bókina held- ur á skynfærin líka þann- ig að þau geti notið þess sem lífið hefur að bjóða á fjölbreyttari hátt. Í tónlistarskólum landsins, hvort sem það er í söng eða hljóðfæraleik, hafa þessi ungmenni lært þann sjálfsaga sem einnig hefur komið þeim að gagni í öðru námi; þau hafa oftar en ekki einnig reynst af- burðanemendur á almennum sviðum. Þetta er vita- skuld besta tegund alþýðufræðslu en þarna er einnig lagður grunnur að atvinnumennsku í list og list- sköpun svo sem mörg dæmin sanna. Stjórnvöld, hvort sem er í ríkismálum eða sveit- arstjórnarmálum, hafa auðvitað séð sóma sinn og keppst um að styrkja þessa starfsemi á allan máta; þurft kannski að skipta með sér kostnaði til að miðla málum, ef þeir fengu ekki að hafa það allt í sinni hendi. Verðugt er verkefnið. Eða hvað? Getur verið að hér sé komið eins og seg- ir í Kristnihaldi undir Jökli: „Eigi komið þér þeim kassa á mig.“ Þessi mál hafa verið til fyrirmyndar hjá okkur. Góðu menn, konur og karlar, sem sitjið á kössunum okkar kjósenda, rekið nú af ykkur slyðruorðið og leysið þennan vanda. Og það strax! Eftir Svein Einarsson » Getur verið að hér sé komið eins og segir í Kristni- haldi undir Jökli: „Eigi komið þér þeim kassa á mig.“ Sveinn Einarsson Höfundur er leikstjóri. Hvatning Það situr enn í mér svarið. Svarið, sem forstjóri Mat- vælastofnunar gaf frétta- manni í sjónvarpssal við spurningu fréttamannsins um af hverju aldrei hafi verið kölluð til lögregla í þeim fjöl- mörgu tilvikum þar sem í ljós kom að virt höfðu verið að vettugi skýr fyrirmæli um aðbúnað gripa á svínabúum. Þar sem að sögn dýralæknis við stofnunina höfðu ítrekað gerst hlutir, sem dýralæknirinn nefndi „dýraníð“. Og hvert var svarið. Jú forstjór- inn svaraði spurningunni með því að segja, að stofnunin hafi kallað til lögreglu vegna aðbúnaðar 50 katta í vistun í Reykjavík. Hvað kom vistun 50 katta í Reykjavík við spurningu fréttamannsins um aðgerðarleysi Matvælastofnunar frammi fyrir ítrekuðu dýraníði á framleiðslustöðvum svínaafurða? Svari því sá sem svarað getur. Fimm ára „níð“ Reglugerð um aðbúnað á svínabúum var sett árið 2011. Þar er í upphafsorðum sagt að sækja þurfi um starfsleyfi fyrir svínabú til Matvælastofnunar. Þar segir líka í upp- hafsorðum, að Matvælastofnun veiti starfs- leyfi „ef talið er að fullnægt sé þeim skil- yrðum, sem sett eru í reglugerð þessari“. M.ö.o. því aðeins að afdráttarlaus skilyrði í reglugerðinni séu uppfyllt, er Mat- vælastofnun heimilt að veita búum starfs- og rekstrarleyfi. Á öðrum stað í reglugerð- inni eru jafnframt ákvæði um, að ef skorti á að fyrirmæli reglugerðarinnar séu að fullu virt hafi Matvælastofnun heimild til þess að veita „hæfilegan frest“ til úrbóta eins og þar segir. Nú er liðið hátt á fimmta ár frá því reglugerðin var sett. Þessi „hæfilegi frestur“ stendur enn! Hvað telur Mat- vælastofnun þá vera „óhæfilegan frest“? Hvenær telur hún að frestur, sem hún veit- ir frá því að dýraníð uppgötvast og þar til dýraníði fæst lokið, sé orðinn „óhæfilegur“ – svo notuð sé sú lýsing, „dýr- aníð“ sem dýralæknir starfandi við sömu stofnun notaði til þess að lýsa ástandinu? Fyrst stofn- unin telur að hæfilegt sé að með dýr sé farið eins og gert er í fimm ár er það þá í lagi í sex ár – nú eða í sjö, eða kannski í átta ár? Vill ekki forstjórinn svara því – og sleppa þá að tala um 50 ketti. Réttur neytenda Það er ekki einvörðungu verið að tala um réttindi dýra í því, sem hér er sagt. Um réttindi, sem Íslend- ingar hafa innleitt til samræmis við for- dæmi siðmenntaðra þjóða. Hér ber Mat- vælastofnun líka að gæta réttinda þeirra, sem afurðir kaupa frá viðkomandi framleið- endum – réttinda, sem Íslendingar hafa líka innleitt frá sömu siðmenntuðu þjóðum. Þessir framleiðendur hafa iðulega fullyrt þegar innflutningur á kjöti hefur komið til tals, að svína- og kjúklingakjöt, sem fram- leitt er á Íslandi sé miklu heilnæmara og hollara en gerist hjá öðrum þjóðum. Þeir Íslendingar, sem hafa trúað þessu og vita ekki betur en að hin innlenda framleiðsla fullnægi öllum þeim kröfum um aðbúnað og hollustuhætti sem siðmenntaðar þjóðir gera til slíkrar framleiðslu eiga ekki bara kröfu á að fá að vita þegar slíkum kröfum er langt í frá fullnægt, þegar dýraníð er þvert á móti ástundað, heldur líka hvar slíkt sé þá gert. Neytendur geta þá sniðgengið slíka fram- leiðslu en beint kaupum sínum að framleið- endum, sem fylgja settum reglum. Þetta er ekki bara réttmæt krafa neytenda. Það á að vera skylda Matvælastofnunar að gegna þannig eftirlitshlutverki sínu. Með því að neita slíkum upplýsingum þverbrýtur stofn- unin lögboðið hlutverk sitt. Forstjóri stofn- unarinnar stendur ábyrgur gagnvart því – og á að standa ábyrgur gagnvart því. Hvaða ráða svo sem sami forstjóri kann að hafa gripið til gagnvart 50 köttum. Enn um 50 ketti Og enn um að kallað sé á lögreglu vegna 50 katta. Í reglugerðinni um aðbúnað á svínabúum er jafnframt kveðið á um að brot á henni skuli varða refsingu samkvæmt ákvæðum laga. Þar segir líka að „með brot skuli fara að hætti sakamála“. Sum sé að þá skuli efna til lögreglurannsóknar. Þessi fyr- irmæli hefur Matvælastofnun virt að vett- ugi – en þó ekki gegn 50 köttum. Löng þögn Liðin eru nú tvö ár síðan út var gefin önnur reglugerð þar sem líka fylgt var for- dæmi siðaðra þjóða og sú skylda var lögð á herðar mjólkurframleiðendum að kúm skuli sleppt úr húsi og út til beitar yfir sum- armánuðina. Matvælastofnun á líka að framfylgja þeirri reglugerð. Uppvíst hefur orðið um, að fyrirmælunum hafi ekki verið fylgt í þessi tvö ár – og þá líklega á þeim búum, sem eru stærst og þar sem tæknin er fullkomnust. Og Matvælastofnun hefst ekki að. Grípur ekki til neinna aðgerða svo vitað sé. Afsakar framgangan gegn 50 köttum líka það athafnaleysi? Og þegar inn var fluttur tilbúinn áburður, sem hafði að geyma eiturefni sem bönnuð voru í öllum siðmenntuðum löndum vegna eituráhrifa, sem borist gætu úr grasbítum og í menn hvað gerðist þá? Þá gerðist ekki neitt. Notkunin var ekki stöðvuð – heldur leyfð!! Og steinþagað yfir öllu saman þangað til fréttamenn komust á snoðir um hvað gerst hafði – löngu síðar. Ríkisvaldið er nú að fækka stofnunum til þess að draga úr „bákninu“. Kannske þykir formanni fjárlaganefndar ekki vera mikil þörf fyrir stofnun eins og Matvælaeftirlitið? Kannski rétt að sameina og fela öðrum yf- irstjórnina? T.d. Neytendastofu? Eftir Sighvat Björgvinsson »Nú er liðið hátt á fimmta ár frá því reglugerðin var sett. Þessi „hæfilegi frestur“ stendur enn! Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. Fimmtíu kettir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.