Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Það hefur sýnt sig að hjarðeðliðvantar í Vef-Þjóðviljann:    Í vikunni varð nokkurt upphlaupvegna þess að eigendur Símans höfðu selt stjórn- endum félagsins og einhverjum fleirum hluti í fé- laginu á lægra verði fyrr á árinu en bauðst í al- mennu útboði sem fram fór ný- lega.    Þeir sem keyptu fyrr á árinugeta ekki selt bréfin fyrr en að ákveðnum tíma liðnum. En þeir sem keyptu í almenna útboðinu geta hins vegar selt þegar þeim sýnist.    Enginn hefur því „grætt“ neittennþá á kaupum í Símanum og engin leið að segja fyrir um hverjir hagnast mest (eða tapa minnst) á þessum viðskiptum. Það virðist alveg gleymt að menn geti tapað á hlutabréfakaupum enda eru liðin alveg sjö ár síðan íslensk- ur hlutabréfamarkaður nánast þurrkaðist út.    Það flækir þetta mál reyndar að-eins að ríkissjóður á 13% hlut í eiganda Símans sem er Arion banki.    Enginn getur þó fullyrt að þessileið við söluna á Símanum hafi ekki verið sú besta fyrir bankann og þar með alla eigendur hans, rík- ið þar með talið. En lausnin á þeirri flækju er auðvitað að ríkið selji hlut sinn í bankanum.    Það sýnist betri og endanlegrilausn en að stóryrtir stjórn- málamenn reyni að hafa áhrif á hvernig aðrir eigendur bankans fara með eigur sínar.“ Rólegan æsing? STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 súld Bolungarvík 6 rigning Akureyri 4 skýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 10 súld Ósló 8 léttskýjað Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 7 léttskýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 11 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 11 alskýjað London 13 skýjað París 11 alskýjað Amsterdam 12 skýjað Hamborg 11 skýjað Berlín 7 súld Vín 7 skúrir Moskva 3 skýjað Algarve 21 skúrir Madríd 20 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 21 skýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 12 léttskýjað Montreal 2 léttskýjað New York 8 heiðskírt Chicago 16 léttskýjað Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:33 17:53 ÍSAFJÖRÐUR 8:46 17:50 SIGLUFJÖRÐUR 8:29 17:33 DJÚPIVOGUR 8:05 17:21 Neðri nefskel Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aðeins 2.275 tonn af loðnu koma til úthlutunar á íslensk fiskiskip af þeim 44 þúsund tonnum sem leyft verður, að óbreyttu, að veiða hér við land á komandi loðnuvertíð. Norðmenn munu fá meginhluta kvótans sem endurgjald vegna þorskveiða Íslend- inga í Smugunni í Barentshafi. Lítið mældist af loðnu í rannsókn- arleiðangri Hafrannsóknastofnunar fyrir norðan land í síðasta mánuði. Slæm veður gengu yfir og ís torveld- aði rannsóknir. Samkvæmt niður- stöðu mælinga og aflareglu sem ákveðin hefur verið, verður leyft að veiða 44 þúsund tonn af loðnu á kom- andi vertíð. Samningar gerðir upp Verið er að skipta kvótanum sam- kvæmt samningum við nágrannarík- in. Samkvæmt upplýsingum Jó- hanns Guðmundssonar, skrifstofu- stjóra í atvinnuvegaráðuneytinu, koma 8% kvótans í hlut Norðmanna, samkvæmt samningum um veiðar úr stofninum, 11% í hlut Grænlendinga og hlutur Íslendinga er 81%. Til við- bótar þarf að gera upp aðra samn- inga, svo sem tvíhliða samninga við Norðmenn vegna þorskveiða Íslend- inga í Smugunni og samninga við Færeyinga. Niðurstaðan hefur verið tilkynnt nágrannaríkjunum. Hún felur í sér að í hlut Norðmanna koma 34.685 tonn, Grænlendingar fá 4.840 tonn og Færeyingar 2.200 tonn. Þá eru aðeins eftir 2.275 tonn til að úthluta á íslensk loðnuskip, þrátt fyrir að Íslendingar eigi að fá 81% úthlutaðs kvóta. Samningarnir um Smuguna sem tiltölulega lítil áhrif hafa þegar stór veiðistofn mælist síga verulega í þegar kvótinn er lítill, eins og nú er. Til samanburðar við 44 þúsund tonna upphafskvóta í haust má rifja upp að upphafskvótinn fyrir ári var 225 þúsund tonn. Heildarkvótinn sem gefinn var út eftir vetrarmæl- ingar var alls 580 þúsund tonn. Hann náðist hins vegar ekki allur því 517 þúsund tonn veiddust. Heildarkvót- inn á vertíðinni 2011-2012 var 765 þúsund tonn. Ef meiri loðna mælist í aukaleið- angri í næsta mánuði eða í reglulegri vetrarmælingu í janúar eða febrúar munu Íslendingar fá sinn 81% hlut óskertan. Norðmenn fá mestallan kvótann  Íslendingar eiga 81% loðnukvótans en fá aðeinn lítinn hluta upphafskvótans vegna samninga um þorskveiðar í Smugunni og samninga við nágrannaríki Morgunblaðið/Golli Á loðnumiðum Ekki tekur því að senda mörg íslensk loðnuskip á sjó ef kvótinn verður ekki aukinn. Verið er að athuga með aukaleiðangur. Til athug- unar er hjá Hafrann- sóknastofn- un og sjávar- útvegsráðu- neytinu að fara í auka- leiðangur til að mæla loðnu norð- an við land. Það yrði þá gert í næsta mán- uði, þegar rannsóknaskipið Árni Friðriksson losnar úr öðru verk- efni. „Við teljum það þess virði að fara aftur af stað,“ segir Kol- beinn Árnason, framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). For- ystumenn samtakanna funduðu á föstudag með embætt- ismönnum og vísindamönnum um loðnumælingarnar í haust. Kolbeinn segir að menn hafi far- ið yfir það hvort niðurstaðan gæfi rétta mynd af ástandi stofnsins og hvort mögulegt væri að fara í leiðangur sem gæfi réttari mælingu. „Það er sameiginlegur vilji allra að gera það sem hægt er til að komast að réttri niður- stöðu um stofnstærð,“ segir Kolbeinn. Aðstæður til mælinga voru erfiðar í leiðangrinum sem lauk 4. október, en rekís torveldaði mælingu kynþroska hluta stofnsins, auk þess sem þrálát óveður torvelduðu bergmáls- mælingu og sýnatöku og drógu úr yfirferð leiðangursins. Íhuga auka- leiðangur LOÐNURANNSÓKNIR Kolbeinn Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.