Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skógi- eða kjarrivaxið land myndi líklega standast betur hamfarir á við Skaftárhlaup, en land þar sem er lávaxinn gróður eins og grös, lyng og mosi. Þetta er mat Úlfs Óskars- sonar, lektors við Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Sérsvið hans eru skógrækt og landgræðsla. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri hefur sagt að nauðsynlegt sé að bregðast við gríðarmikilli gróður- eyðingu, sandfoki og svifryksmeng- un í Skaftárhreppi í kjölfar hlaups- ins. Úlfur segir reynsluna sýna að svæði sem fá yfir sig eldfjallaösku standi það miklu betur af sér ef gróðurinn er hæfilega hávaxinn. Þetta á sérstaklega við þar sem er skóg- eða kjarrlendi. „Þá fýkur efnið ekki til heldur er það í skjóli í sverðinum,“ sagði Úlf- ur. Hann telur að á sama hátt skipti það máli þar sem jökulaur fer yfir land að gróðurinn sé hávaxnari en grös, lyng eða mosi. Sé skógur eða kjarr á svæðinu fái jökulleirinn, sem er mikil uppspretta ryks, skjól af gróðrinum. „Skógur er varanlegt skjól,“ sagði Úlfur. „Hann gefur líka skjól á vet- urna þegar annar gróður sölnar og fellur og veitir ekki skjól. Skógur eða kjarrlendi, t.d. skógur sem ræktaður er til nytja, væri ákjósan- legur á þeim stöðum þar sem við getum búist við svona áfalli.“ Úlfur sagði að sandurinn og leir- inn sem jökulhlaupin bera með sér væru jarðvegsbætandi. Jarðveg- urinn þykknaði þar sem efnin bætt- ust við. „Þetta er ósúrt, næringar- ríkt efni sem yngir upp jarðveginn. Svona efni er einkennandi fyrir jarðveginn á Íslandi. Hann er búinn til úr þessum eldfjallaefnum sem fjúka til og eru upprunnin úr bas- alti.“ Mikill kraftur er í flóðvatni sem geysist fram. Úlfur segir að mjög líklega láti skógar undan miklum straumi. Þeir standist hann þó lík- lega betur en lágvaxinn gróður. Þar sem gróður er lágvaxinn er mun meiri hætta á jarðvegsrofi og að jarðvegurinn fljóti burt en sé gróð- urinn hávaxinn. Þótt tré kunni að brotna eru minni líkur á að jarðveg- urinn rofni þar sem þau vaxa. Rót- arkerfi trjánna er miklu sterkara en rætur lággróðursins og standast áraunina betur. „Við höfum séð á Íslandi hvernig flóð geta farið með skóga. Yfirleitt standa þeir af sér mikil flóð. Það er helst ef ísrek kemur með flóðum að það skemmi börk trjánna. Trén þola yfirleitt ágætlega að það standi vatn á þeim hluta ársins,“ sagði Úlfur. Askan var eins og áburður Góð reynsla af áhrifum gosösku á tré fékkst í Þórsmörk þegar gaus í Eyjafjallajökli 2010. „Skógurinn stóð það ákaflega vel af sér, jafnvel þótt þar félli aska með bleytu sem sligaði trén,“ sagði Úlfur. „Skógur- inn náði sér mjög hratt. Í raun varð aukin gróska í skóginum eftir ösku- fallið sem var líkt og áburðargjöf.“ Hann taldi að þar hefði kalíum og fosfór í öskunni skipt máli. Á svæð- um þar sem var ekkert skjól skemmdi askan hins vegar lággróð- urinn. Hún fauk þar um og svarf gróðurinn líkt og sandblástur. Ástandið lagaðist ekki nema þar sem gróður óx upp úr öskunni. En er mögulegt að rækta skjól- belti til að skýla landi fyrir flóðum eins og Skaftárhlaupum? „Það myndi kannski ekki breyta miklu varðandi flóðin. Þau færu í gegnum þetta allt,“ sagði Úlfur. „En skjólbelti myndu draga úr vindi og foki leirs og sands ef þau væru til staðar.“ Skóglendi stæðist Skaftár- hlaup betur en lággróður  Skógar og kjarr mynda skjól sem kemur í veg fyrir fok jökulleirs og ösku Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Þórsmörk Aska frá í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 féll í Þórsmörk. Hún féll jafnvel með bleytu og sligaði trén. Eftir 3-4 vikur var askan sest í skógarbotninn og gróður sprottinn upp úr öskunni sem virkaði líkt og áburður fyrir trén. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki leiki grunur á um íkveikju þegar eldur braust út í húsi við Skeljatanga í Mosfellsbæ 4. október. Þetta kemur fram í bráða- birgðaniðurstöðum lögreglu, að því er greint var frá á mbl.is í gær. Að sögn lögreglu benda niður- stöðurnar til þess að eldsupptök megi rekja til rafmagnsbilunar. Íbúar sluppu ómeiddir úr eldinum. Eldur talinn vegna rafmagnsbilunar SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Herrakuldaskór 5.995 Tilboðsverð 5.397 Verð áður 8.995 Stærðir 40-46 4.995 Stærðir 40-46 4.995 Verð Verð Stærðir 40-46 Verð Stærðir 40-46 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Jakkar Verð 8.900 kr. str. M-XXXL Litir: rautt, svart| Sköflungur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Vesturlands sem ákvað 14. október að maður skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 11. nóvember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða annars manns á heimili á Akranesi 2. október með því að hafa brugðið ól um háls hans og hert að. Fórnarlambið lést 7. október. Gæsluvarðhald staðfest í Hæstirétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.