Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 ✝ Helgi FlóventRagnarsson fæddist á Húsavík 2. ágúst 1951. Hann lést á Mar- ina Salud spít- alanum í Denia á Spáni 6. október 2015. Foreldrar hans voru Ragnar Jóns- son, f. 21.6. 1917, d. 5.10. 1996, og Ragnheiður Helgadóttir, f. 31.5. 1917, d. 22.6. 1974. Systkini Helga eru þau Anna Jóna, Jóhanna, Guðný bolta og handbolta, á Íslandi, í Noregi og Færeyjum. Helgi lék handbolta og fót- bolta með FH til fjölda ára auk þess að þjálfa hjá félag- inu og vann til fjölda titla, auk þess að leika með ung- lingalandsliðinu í knatt- spyrnu. Hann þjálfaði í Noregi á ár- unum 1984 til 1986 og gerði Stavanger og Fredensborg Ski 85-86 að norskum meist- urum og bikarmeisturum. Helstu vinnuveitendur hans voru Halldór Guðmundsson húsasmíðameistari, Börkur og Össur hf. Hann vann hjá Össuri hf. þar til heilsan gaf sig. Síðustu árin starfaði Helgi við húsvörslu í Kaplakrika. Útför Helga verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 20. október 2015, kl 13. og Jón Ragn- arsbörn og Ester Randversdóttir. Helgi eignaðist þrjá syni: Sigur- stein Arndal, f. 1980, með Sædísi S. Arndal og þá Magnús, f. 1990, og Helga, f. 1992, með Halldóru Magnúsdóttur. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði 1975 frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Lengstum vann hann við smíðar og þjálfun, bæði í fót- Ekki bjóst ég við því þegar ég fór út úr Krikanum eftir venju- lega mánudagsæfingu að ég ætti eftir að eiga þetta samtal við Helga bróður og að sólarhring seinna stæði ég við hlið þér á sjúkrahúsi á Spáni og fylgdist með þér berjast í þínum síðasta leik. Sú barátta tók viku og er nú lokið. Það var friður yfir þér og ég þykist vita að þú hafir verið tilbúinn að vakna á nýjum stað verkjalaus. Ég sé þig fyrir mér á nýjum stað með vinum þínum úr FH sem yfirgefið hafa Krikann og þið hafið tekið upp fyrri iðju sem var stútfull af gleði og léttleika. Það er sá léttleiki sem þú hefur alltaf verið þekktur fyrir úti um allt og ótrúlegt magnið af sögum sem spunnist hafa í kringum þig. Þú varst sjaldan kjaftstopp og áttir alltaf svar við flestum hlut- um og ef þú áttir það ekki bjóstu það bara til. Stundum hefðir þú átt að þegja en það var ekki þinn stíll. Þú varst harðduglegur og þú vildir vinna, sama hvort það var í hinu daglega lífi eða á vellinum. Þú gerðir mistök og tókst ekki alltaf skynsamlegustu ákvarðan- irnar en varst líka ófeiminn við að viðurkenna þau og miðla til okkur bræðranna og lagðir mikið upp úr því að við gerðum ekki sömu mistökin. Við bræðurnir vorum þakklát- ir fyrir að hafa náð að vera við hlið þér þegar þú kvaddir. Við náðum ekki að hafa samskipti við þig en við trúum því að þú hafir heyrt til okkar. Við strákarnir þínir munum standa þéttar sam- an, efla böndin, og við erum með- vitaðir um hvað það myndi gleðja þig. Fjölskyldan okkar mun varð- veita fallegar minningar um þig. Krökkunum líkaði svo vel við þig enda var hressleikinn alltaf skrúfaður í botn þegar þú hittir þau, svo að það var ekki annað hægt en að hrífast með. Þau verða líka alltaf jafn montin þeg- ar þau heyra FH-lög annaðhvort eftir þig eða þín er getið í lög- unum. Auðvitað hefðu stundirnar átt að vera fleiri en svo var því miður ekki og því munum við varðveita allar minningarnar. Hafðu það gott á nýjum stað og njóttu þess að vera verkjalaus. Þinn Sigursteinn (Steini). Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brottfall söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku Helgi minn, það er svo sárt og erfitt að útskýra fyrir börnunum að þú sért farinn frá okkur. En ég veit að þú ert kominn á góðan stað og ég trúi því að þér líði vel. Takk fyrir allt og allt. Minning þín mun alltaf fylgja mér. Þín, Ebba Særún. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin, sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku afi minn, ég sakna þín. Takk fyrir að leika alltaf við mig og það var svo gaman í Mikka- refs-leiknum okkar. Afi, þegar ég verð stór og verð Íslandmeistari með FH, þá verð- ur það fyrir þig. Ég elska þig. Þinn afastrákur, Brynjar Narfi Arndal. Elsku afi Helgi. Ég vildi ekki trúa því þegar mamma sagði okk- ur fréttirnar. Mér finnst lífið ekki sanngjarnt að hafa tekið þig frá okkur. Þú gafst okkur krökkunum svo mikla gleði. Ég minnist þín á fal- legan hátt. Þú varst góður mað- ur. Alltaf hress og kátur þegar við hittumst og grínið í þér var alltaf til staðar. Ég hugsaði alltaf til þín og þú kenndir mér mikið. Síðastliðið ár var ég alltaf að hitta þig uppi í Krika. Það var yndislegt og við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, mest þó um fótbolta. Ég hugsa til þín, elsku afi, og veit þú hefur það betra með enga verki í líkamanum. Ég græt þeg- ar ég hugsa til þín en ég reyni að vera sterk fyrir þig. Þúsund knús til þín og minn- ing þín lifir í hjarta mínu. Þín Andrea Marý. Elsku afi Helgi. Ég grét mjög mikið þegar mamma sagði mér þú værir far- inn til himna. Ég vildi ekki trúa því en mamma reyndi að róa mig og sagði mér að þér liði betur núna. Þú varst ótrúlega góður við mig og alltaf þegar ég kíkti á þig, stundum ein, á leiðinni úr skól- anum, þá gafstu mér alltaf eitt- hvað gott að borða, stundum meira að segja nammi. Við spjölluðum um fótbolta, fótboltamótin okkar Andreu og hvernig gengi með uppáhaldslið- ið okkar FH. Ég er ótrúlega stolt að hafa þekkt þig og hlakkaði alltaf til að hitta þig uppi í Krika. Ég hugsaði svo oft til þín. Takk fyrir allt og allt og skemmtu þér vel uppi hjá engl- unum, elsku afi Helgi. Hér er brot úr einu af uppá- halds FH-lögunum mínum: „F-ið fyrir fótboltann og H-ið gerir mig stoltan, FH fyrir Helga Ragg og FH fyrir Hödda Magg.“ Þín fótboltastelpa, Elísa Lana. Nú er komið að kveðjustund, elsku Helgi bróðir. Þú ert kominn í Sumarlandið þar sem foreldrar okkar taka á móti þér og ert laus við allar þrautir. Þú varst góður húmoristi og frábær að segja brandara. Oft búinn að stríða mér þegar ég var yngri og plata mig, en alltaf fyr- irgaf ég þér. Ég þakka fyrir árin sem við áttum saman. Þú verður alltaf í mínu hjarta. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég sendi samúðarkveðjur til sona þinna og allra ættingja og vina. Þín systir, Jóhanna Ragnarsdóttir. Félagi okkar og vinur Helgi Ragnarsson er fallinn frá. Stutt er síðan hann kvaddi okkur hér í Krikanum áður en hann hélt til Spánar í hálfs mánaðar golfferð með félögum sínum. Helgi náði að fagna 7. Íslandsmeistaratitli FH í fótboltanum rétt áður en hann var lagður inn á spítala á Spáni með bráðasjúkdóm sem felldi hann 6. október síðastlið- inn. Helgi varð mikill FH-ingur ungur að árum og lék með yngri flokkum félagsins, bæði í hand- og fótbolta. Þá lék hann einnig með meistaraflokkum félagsins í þessum greinum, vann til margra titla og lék með ung- lingalandsliðinu í fótbolta. Helgi var ávallt hrókur alls fagnaðar, mikill húmoristi og FH-hjartað var stórt. Að keppnisferlinum loknum sneri Helgi sér að þjálfun, fyrst hér í Krikanum en síðar vítt og breitt um landið og á erlendri grundu. Helgi var vel liðinn sem þjálfari, náði ágætis árangri og eignaðist fjölda vina sem leik- maður og þjálfari. Helgi starfaði sem tré- og stoðtækjasmiður mestan hluta starfsævinnar en eftir erfið veik- indi, um þriggja ára skeið, hóf hann störf hér í Kaplakrika í árs- byrjun 2014. Þrekið var ekki mik- ið til að byrja með en fljótlega var gamli Helgi kominn á kreik, góð- ar sögur sagðar, stríðnin á sínum stað, menn og konur skömmuð þegar við átti. Honum leið alltaf vel í Krikanum og það besta, Helgi var mjög vel liðinn bæði af starfsfólki og viðskiptavinum í Kaplakrika. Við FH-ingar þökkum Helga Helgi Flóvent Ragnarsson Í nóvember 2008 markaði ESB sér norð- urskautsstefnu. Þar kemur fram að ESB vill eiga landfræðilega aðkomu að Norður-Íshafinu til að tryggja sér ítök þar. Þótt þrjú af átta norðurskautsríkjum séu í ESB, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, eiga tvö þau síð- arnefndu ekki landfræðilega aðkomu að Norður-Íshafinu og það þriðja fremur ótrygga þar sem Grænland sagði skil- ið við ESB á sínum tíma. Svo hagar til að 200 mílna efna- hagslögsagan íslenska, sem er 758 þús. ferkílómetrar að stærð (meira en 7 sinnum stærri en landið sjálft) nær langt inn í Norður-Íshafið. Í henni er líka að finna marg- umtalað Drekasvæði, hugs- anlega olíuauðugt. Af þessum sökum hefur þrásinnis komið fram af hálfu ESB að íslensk ESB-aðild muni styrkja þátt- töku ESB í ýmsum norð- urskautsmálum. Í ársbyrjun 2009 settu bandarísk stjórn- völd – í nýrri tilskipun um þjóðaröryggi – fram norð- urskautsstefnu, mun her- skárri. Þar segir m.a. að Bandaríkin eigi grundvall- aröryggishagsmuni á norð- skautssvæðinu... Þeir hags- munir snerta mál eins og eldflaugavarnir og tímanlega viðvörun, upppyggingu hern- aðarlegrar loft- og sjó- umferðar á hafsvæðum, hern- aðarlega fælingu, viðveru og öryggi á hafi og tryggingu frelsis til siglinga og flugs. Í kjölfar þessara stefnuyfirlýs- inga ESB og USA hafa á und- anförnum árum farið fram umfangsmiklar heræfingar Bandaríkja- og Kanada- manna á hafinu norður af Alaska og Kan- ada á norðvest- urleiðinni svo- nefndu. Og Nató, hernaðar- armur hinna vestrænu heimsvelda, hef- ur staðið fyrir viðlíka her- æfingum Nató- þjóða að við- bættum Svíum í Norður-Svíþjóð og flotaæfingum við norður- og austurströnd Noregs. Höfuðstöðvar norska hersins hafa verið fluttar frá Stafangri til Bodö, þ.e. norður fyrir heimskautsbaug, og Danir hafa lýst yfir að Thule- herstöðin gamla á Grænlandi verði styrkt og komið þar fyr- ir stjórnstöð og viðbragðs- sveitum í samráði við Nató. Loftrýmiseftirlit á vegun Nató, sem fer reglulega fram við Keflavík og Akureyri, þar sem æfðir eru bæði her- gagnaflutningar og aðflug, er hluti af Nató-militarismanum á norðurslóðum. Sama máli gegnir um árvissar her- æfingar hér á landi sem kall- ast Norðurvíkingur. Vest- rænn fjármálakapítalismi, ásælist íslenskar auðlindir í sjó og á landi. Miklu fremur girnist hann þó olíu og málma norðurslóða, yfirráð yfir nýj- um siglingaleiðum og hern- aðaraðstöðu. Og þar kemur Nató í góðar þarfir. Áköf landvinningastefna banda- lagsins blasir við, það hefur stóraukið tölu meðlimaríkja sinna og fært út kvíarnar óra- langt út fyrir svæði aðild- arríkjanna. Balkanskagi, Afg- anistan, Írak, Lýbía, Sýrland. Það hefur tekið sér vald til að- gerða og íhlutana og alls stað- ar er slóð þess blóði drifin. Og nú beinast sjónir þess af vax- andi þunga að norðurslóðum. Herfræðileg markmið eru yf- irráð yfir auðlindum þeirra og innikróun Rússlands, Kína og annarra ríkja sem geta skert hin vestrænu yfirráð á heims- vísu. Hver voru nú viðbrögð Rússa við öllu þessu bram- bolti? Auðvitað heræfingar á norðurslóðum, annað var ekki raunhæft. Og þá fóru margir á límingunum því ,,Rússarnir eru að koma“. Fyrir utan launaða sérfræðinga í mál- efnum Rússlands, sem átt hafa greiðan aðgang að fjöl- miðlum, m.a. þeim íslensku, rottuðu utanríkisráðherrar Norðurlanda sig saman og birtu stórorðar yfirlýsingar um skuggalegar fyrirætlanir Rússa. T.d. laug sá finnski því að rússnesk innrás væri yf- irvofandi á Álandseyjar. Lyg- in er aldrei góð, en illkynj- uðust, þegar menn ljúga að sjálfum sér. Rússarnir hafa einu sinni komið til Noregs. Það var í stríðslokin þegar þeir frelsuðu Norður-Noreg undan herjum þýsku nasist- anna. Fóru þaðan strax að stríði loknu. Höguðu sér öðruvísi en bandaríski herinn sem hernam Ísland. En Norð- menn komu líka einu sinni til Rússlands. Fasistastjórnin norska undir forsæti Vidkuns Quislings sendi fjölmenna lið- sveit norskra hermanna til aðstoðar þýska hernum á austurvígsöðvunum í síðari heimsstyrjöldinni. Stoltur her, sagði foringinn. Það var minni reisn yfir leifum hans sem komu til baka. Hvað er að gerast á norðurslóðum? Eftir Ólaf Þ. Jónsson »Herfræðileg markmið eru yf- irráð yfir auðlind- um þeirra og innikróun Rúss- lands, Kína og ann- arra ríkja sem geta skert hin vestrænu yfirráð á heimsvísu. Ólafur Þ. Jónsson Höfundur er skipasmiður. Umferðarmenning Íslendinga er að breytast. Æ fleiri kjósa að fara ferða sinna á reiðhjóli og er það hið besta mál fyrir þá sem tök hafa á því. En það þurfa allir að vanda sig í umferðinni því akstur er dauðans alvara. Í umræðu síðustu misseri um þessi mál hefur borið á því að reiðhjólafólk sendi öku- mönnum bifreiða kaldar kveðjur og segi að þeir taki ekki nægilegt tillit til þeirra sem hjóla. Sem ökumann langar mig að spyrja á móti hvort sú til- litssemi eigi ekki að gilda í báðar áttir? Mér finnst stund- um eins og sumt reiðhjólafólk haldi að það sé eitt í heiminum þegar það æðir áfram, horf- andi ofan í götuna, ýmist á ak- vegi eða göngustíg. Óvís- indaleg könnun leiddi í ljós að helst þyrfti að sýna sérstaka aðgát þar sem fara spandex- klæddir hjólreiðamamenn. Á stuttum tíma hefur mér tvisvar krossbrugðið, í annað skiptið þegar hjólreiðamaður snarbeygði af göngustíg og yf- ir götu og í hitt skiptið skaust spandexklæddur ein- staklingur út á milli hljóðmana og æddi á myljandi siglingu yf- ir gangbraut án þess að slá nokkuð af. Gangbrautin sú var með kassalaga hraðahindrun fyrir bíla og sem betur fer var ég rétt á gönguhraða við þessa hindrun þegar hann brunaði yfir, en samt munaði mjóu að bíllinn rækist í afturdekk hjólsins. Sá á reiðhjólinu náði að senda mér fingurinn áður en hann hvarf á bakvið næstu hljóðmön. Í Noregi, svo dæmi sé tekið, eru víxlaðar girðingar settar fyrir framan gang- brautir til þess að koma í veg fyrir að þetta sé hægt og hjól- reiðafólkið þarf að stíga af baki og leiða hjólið yfir gangbraut- ina. Slíkt mætti vera á fleiri stöðum hér á landi. Gott væri ef allir gætu sýnt aðgát og tillitssemi, hvort sem þeir aka á tveimur dekkjum eða fleirum. Ökumaður. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is „Hver ekur eins og ljón …?“ Hjólreiðar Allir þurfa að aka af varúð og tillitssemi. Nærkjúkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.