Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Kominn tími á kómíska óp-eru,“ var haft eftir nýjumóperustjóra í sumar eftirnokkrar dramatískar í röð. Og menn gengu hreint til verks; langt er síðan (ef þá nokkurn tíma) ópera buffa-formið hefur gefið frá sér annað eins stuð hérlendis og síð- astliðið laugardagskvöld. Rakarinn í Sevilla var frumfluttur á upphafs- árum Þjóðleikhússins en hálf öld leið að fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar árið 1984. Aftur rataði verkið á svið upp úr aldamótum í Gamla bíói og í Óperustúdíóinu fyrir austan en nú fær ný kynslóð söngv- ara að spreyta sig. Rakarinn, ásamt litlu eldra Brúðkaupi Fígarós Moz- arts, er ein dáðasta gamanópera allra tíma en þar vega ótvíræð hág- æði upp öll ólæti sem þykja almennt heldur ófínni óperuþráður en sá dramatíski. Heimildir herma að Rossini hafi fyrst mátað Rakara-forleikinn þremur árum fyrr sem opera seria í Aureliano in Palmira en fært yfir í opera buffa-form er segir sitthvað um snögg handbrögð tónskálda á þarsíðustu öld og aðlögunargetu, en auðvitað er verkið dramatískt á sinn eigin hátt innst inni, þrátt fyrir baks og ærslagang. Með þessari nýjustu uppfærslu á Rakaranum tókst buffa-viðskeytið á flug í meðförum leikstjóra en liggur því miður undir grun um að hafa rænt völdum af hljómsveitarstjóranum. Leikar hefjast árdegis í Sevíju- borg. Frasinn „aldrei að treysta arkítekt“ (ekki heldur fyrir leik- mynd) kom fyrst upp í hugann; klossaðir og torkennilegir munir framarlega á sviði í trópískum past- ellitum minntu á portbyggð kyn- legra kofa á Miami. En það skiptir í raun ekki öllu í leikhúsi hvar leik- urinn hefur sinn gang; ástarbrími og girnd hefur sitt lag alls staðar og í öllum litum. Tilfellið er að leik- myndin speglaði á lúmskan hátt geðslag þess sem hefur sitthvað að fela og annað á samviskunni. Og það var heitt; pottkaktusar stóðu fremst á grunnu sviðinu og fljótlega komst portbyggðin á hreyfingu undir stjórn þess sem manipúlerar og býr til farvegi með kænskubrögðum. Þrep og stigar vísuðu persónum veginn í ýmsar áttir, ellegar opnuðu á hjáleiðir um völundarhús tilfinn- inga; tröppuhandrið tóku þannig á sig form enn fleiri þrepa er lágu á óræðari lendur líkt og kvik undir- meðvitundin. Athygli vakti að engin tilraun var gerð til að hylja bakhluta tónleika- salarins svörtu klæði; kórstæði ofan sviðs blöstu við sem og dimmrauður veggpanill Eldborgar líkt og á sin- fóníutónleikum. Við það duttu leik- munir á sviði úr fókus á stundum. Óperunni íslensku er vissulega nokkur vorkunn og þyrfti ef til vill eina stjörnu í forgjöf sökum að- stöðuleysis, og frómt frá sagt er hver uppfærsla byggð upp af vissum vanefnum. Lýsing var til að mynda mjög einhæf, en nokkrar fyrri upp- færslur hafa engu að síður náð að skapa dýpt og blekkingar með ágætum árangri. Annað heppnaðist mun betur. Það má flokka undir meðmæli ef listilega vel útfærð at- riði, í þessu tilfelli búningar, hverfa svo til óséð inn í heildarmyndina. María Th. Ólafsdóttir búningahönn- uður vísaði til ólíks tíðaranda; allt frá rókokkó yfir í kvikmyndaútlit fimmta áratugarins, sem gaf verk- inu visst tímaleysi, því gjörning- urinn á sviði er breyskur, ef ekki klassískur; ást, girnd, kúgun og græðgi. En söngurinn réð lögum sínum og lofum. Largo al factotum, búffóarían víðfræga, stóð ekki í Oddi Arnþóri Jónssyni barítón sem Fígaró, þótt orkan og tæknin sem arían útheimt- ir sé ærin. Í persónusköpun hefði mátt kafa dýpra, maður saknaði óvart dillandi fjörkálfs og tækifær- issinna í bland við undirferli og slægð þessa kostulega altmúlíg- rakara. Fígaró birtist hins vegar sportlega klæddur, með útgeislun og öryggi í yfirdrifnum mæli. Undir blálokin örlaði á þreytu sem er í raun smotterí í stærra samhengi hlutanna; að fylla Eldborgina með hliðarómrýmin í hálfa gátt en halda uppi sýningunni er í raun afrek af ekki reyndari söngvara: Oddur var í raun stjarna kvöldsins! En annar söngvari fór langt með að stela senunni. Bjarni Thor í hlut- verki lækna-búrans sýndi meistara- takta í söng og leik, í senn aumk- unarverður og drepfyndinn upp allan tilfinningaskalann. Í karakter sem byggist á húsbóndavaldi, en í bland við afbrýðisemi, nagandi efa og vantraust, minnti hann á íslensk- an sveitastórgrósser sem heldur öll- um þráðum í hendi sér, þar með tal- ið lífi og limum annarra. Í aríunni A un dottor della mia sorte fór Bjarni á kostum í nettu taugalosti, teygaði kaffi milli sönghendinga á leift- urhraða og gaf skipanir. Söngur er aðal sýningarinnar og um leið aðalástæða fyrir því að allir listunnendur ættu að fylkja liði á uppfærsluna. Því miður skar Gissur Páll sig úr hópnum getulega séð. Undir lok fyrstu senu fyrsta þáttar hallaði til að mynda á söngvarann, sem var langt í frá sannfærandi í endurteknum hröðum skrúðskölum Rossinis í dúett með Fígaró. Gissur bætti vissulega nokkuð fyrir söng- inn með frábærum leik, til að mynda sem drukkinn hermaður í húsa- kynnum læknisins, en ljóst er að söngröddin er í afleitu formi; hún náði við illan leik upp fyrir hið stóra e-f-passagio tenóra. Guðrún Jóhanna lék Rosinu af krafti og söng eins af glæsibrag, til að mynda upphafsaríu annarrar senu, Una voce poco fa, óþreyjufull í ástarbríma í kjölfar ástarsöngs greifans. Valgerður Guðnadóttir túlkaði Bertu með hægð þess sem sýnir kvalræði þeirra yngri skilning. Viðar Gunnarsson gerði Don Basilio viðhlítandi skil, í senn belgingslegur og lævís í rógsaríunni. Ágúst Ólafs- son í smærra hlutverki Fiorellos gaf tóninn með nokkrum ofleik og ærslagangi við upphaf fyrsta þáttar; sýningin vatt upp á sig með „chapl- ínskum“ ærslabrag, ef ekki trúðs- skap, sem var í senn styrkur og veikleiki uppfærslunnar – leiknum var nánast hleypt upp í farsa án þess að hljómsveitin fylgdi með af fullum dampi. Svo gripið sé til lík- inga þá runnu hljóð og mynd ekki trúverðuglega saman, hljómsveit- arstjórn var í þynnra lagi og bragð- dauf; það vantaði sárlega snerpu og glettni í anda Rossinis. Ef til vill var þörf á hljómsveitarstjóra með skarpt Rakara-innsæi utan úr heimi, sem gjörþekkir verkið og næði að tengja við sviðsærslin. Söngles voru snöfurlega studd af Guðrúnu Óskarsdóttur á sembal líkt og í uppfærslunni haustið 2002. Ef til vill hefði gamaldags fortepiano í stað sembals gefið enn alþýðlegri brag og léttari í anda við hina „chaplínsku“ áferð. Karlakórinn söng heldur sparlega en allur með hressara lagi þá hann birtist, ríku- lega mannaður stórtenórum. Óþarfi er að tíunda smærri hlut- verk, nema þessum magnaða skemmtifarsa altmúlíg-rakarans barst kómískur liðsauki með nær- veru tveggja þögulla þjónustumeyja í leik Huldar Óskarsdóttur og Sigurlaugar Knudsen. Þær yfirgáfu vart sviðið og höfðu uppi trúðsleik sem speglaði hverja uppákomu, ýktu og þvældu með látbragði og hreyfingum, líkt og ítrekun við söng og leikframvindu. Þar sá leikstjór- inn ef til vill auðvelda leið til að fylla upp í fátæklega leikmyndina og gæða hinar fábrotnu aðstæður auknu lífi. Ærslagangurinn í þessari uppfærslu á Rakaranum skapar ferska, óhefta og um leið alþýðlega útgáfu af verkinu, nánast óper- ettulega, og var því vel tekið meðal frumsýningargesta. Bent skal á að nokkrir söngvarar skipta með sér hlutverkum, en heilt yfir er full ástæða til að mæla með sýningunni. Ástir og órar í hnífskerpu Morgunblaðið/Árni Sæberg Alþýðleg „Ærslagangurinn í þessari uppfærslu á Rakaranum skapar ferska, óhefta og um leið alþýðlega útgáfu af verkinu, nánast óperettulega,“ skrifar rýnir. Almaviva greifi (Gissur Páll Gissurarson) og þjónn hans Fiorello (Ágúst Ólafsson) syngja ásamt kórnum undir glugga Rosinu. Íslenska óperan í Eldborg Rakarinn í Sevilla bbbnn Rossini: Rakarinn í Sevilla. Texti: C. Sterbini. Gissur Páll Gissurarson (Alma- viva greifi), Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir (Rosina), Oddur Jónsson (Figaro), Bjarni Thor Kristinsson (Dr. Bartolo), Viðar Gunnarsson (Don Basilio), Val- gerður Guðnadóttir (Berta), Ágúst Ólafsson (Fiorello), Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Karlakór og hljómsveit Íslensku óp- erunnar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Frumsýning laugardag- inn 17. október kl. 20. INGVAR BATES TÓNLIST Rakarinn „Fígaró birtist […] sportlega klæddur, með útgeislun og öryggi í yfirdrifnum mæli.“ Stuttmyndin Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var valin besta íslenska myndin á alþjóðlegu stutt- myndahátíðinni Northern Wave sem haldin var í Grund- arfirði um helgina. Dim the lights með Creep ásamt Sia #EmbraceYourself eftir Kitty Von-Somtime var valið besta tónlistarmyndbandið og króatíska stuttmyndin The Chicken eftir Unu Gunjak var valin besta alþjóðlega stuttmyndin. Fiskiréttakeppnin mikla var haldin á laugardagskvöld- inu og sigraði í henni Aðalsteinn Þorvaldsson en hann hefur áður farið með sigur af hólmi í fiskiréttakeppninni. Þú og ég besta íslenska stuttmyndin Ása Helga Hjörleifsdóttir Gagnaugabein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.