Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 23
samfylgdina gegnum áratugina og sendum sonum Helga og öðr- um ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Fimleikafélags Hafnarfjarðar, Viðar Halldórsson, formaður. Helgi Ragnarsson, félagi okk- ar í Golfklúbbnum Setbergi, er fallinn frá langt um aldur fram. Helgi tók virkan þátt í starfi klúbbsins og þótti til að mynda algerlega ómissandi sem ræsir á meistaramótum félagsins. Hon- um var einkar lagið að stappa í menn stálinu á teig. Þá féllu gráglettnar athugasemdir sem voru til þess fallnar að slá á þand- ar taugar. Helgi leysti vel af hendi ýmis störf sem hann vann fyrir klúbbinn. Hann þótti ekki síður ómiss- andi í klúbbhúsinu og þegar kalt „kaffi“ var í krúsinni gátu sög- urnar runnið upp úr honum. Af nægu var að taka, ekki síst sög- um sem tengdust hans eigin af- rekaskrá, sem var löng. Helgi var mikil íþróttakempa á árum áður, hann gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður í FH og hann kunni að segja frá því þegar hann skallaði boltann glæsilega í netið eftir horn sem hann hafði sjálfur tekið. Árangurinn í golfinu gat látið á sér standa en engan bilbug var á Helga að finna sem sagði þetta mestan part labb fyrir sig, því höggin væru svo fá og hann fengi ekki mikið fyrir peninginn. Helgi sagði gjarnan, ef misjafnlega gekk: „Ég á allar mínar bestu holur eftir.“ Við vonum að hann sé að spila sínar bestu holur á öðrum stað nú. Helga verður sárt saknað, enda með allra skemmtilegustu mönnum; húmoristi fram í fing- urgóma. Sonum hans og þeirra fjölskyldum sendum við, félagar hans og vinir í golfinu, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Stjórn og félagar í GSE. Vinur minn og félagi Helgi Ragnarsson er fallinn frá. Ég kynntist Helga fyrst þegar við bjuggum báðir í Fögrukinn hér í bæ, hann tólf ára, ég tíu árum eldri. Það sem tengdi okkur var FH og þannig hefur það verið all- ar götur síðan. Helgi varð snemma mjög góð- ur boltamaður og lék í öllum flokkum FH, bæði í handbolta og fótbolta, og vann þar til fjölda titla. Þá varð hann snemma mjög eftirsóttur þjálfari og kom víða við með góðum árangri. Fyrir ut- an mikla þjálfun hjá FH þjálfaði hann unglingalandsliðið í knatt- spyrnu um tíma og víða um land, svo sem í Vestmannaeyjum, á Norðfirði og á höfuðborgarsvæð- inu. Þá þjálfaði hann í Færeyjum og Noregi, þar sem lið hans vann bæði bikar- og Noregsmeistara- titilinn. Hin seinni ár stundaði hann golf eins og heilsan leyfði og varð strax liðtækur í þeirri íþrótt. Hvar sem Helgi fór var hann hrókur alls fagnaðar enda bráð- fyndinn og ekki síður uppátækja- samur og gerði mörgum grikk, en alltaf í gamni enda ekki til í hon- um nokkuð illt Hann söng með hinu fornfræga FH-bandi og átti drjúgan þátt í að semja texta laga þess. Fyrir rúmum þrjátíu árum stofnuðum við nokkrir vinir félagsskapinn FHákarla og lékum fótbolta meðan kraftar entust. Þar var vel tekist á, því keppnisskapið var fyrir hendi þó skrokkurinn fylgdi ekki alltaf eft- ir. Þarna naut Helgi sín enda létt- ari og leiknari en flestir okkar hinna. Um tíma bjó Helgi hjá mér á Hringbrautinni, eða Club 56 eins og húsið var gjarnan kallað í vinahópnum. Sá tími mun aldrei gleymast enda vafasamt að annar eins glaumur, grín og gaman muni nokkurn tíma verða endur- tekið. Undanfarin ár átti Helgi við erfiðan hjartasjúkdóm að etja, sem dró mjög úr starfsorku hans, en hann vann síðustu árin við húsvörslu í Kaplakrika, heimili FH-inga, og þar leið honum vel. Helga verður sárt saknað í vina- hópnum. Hann var góður drengur, sem öllum vildi gott gera, var traustur vinur vina sinna og þótti vænt um öll þau störf sem hann sinnti. Við Birna sendum sonum hans, þeim Sigursteini, Magnúsi og Helga, og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ingvar J. Viktorsson. Fyrir 33 árum stofnuðum við, tíu félagar, allir fyrrverandi knattspyrnumenn úr FH, fé- lagsskapinn FHákarlar. Helgi Ragnarsson var einn af stofnend- unum. Hópurinn stækkaði og flestir urðum við sautján, en í dag eru þrír fallnir frá, Þórir Jóns- son, Halldór Fannar og nú Helgi. Við spiluðum fótbolta innan- húss, þar sem hugurinn bar okk- ur hálfa leið og gamla keppnis- skapið hinn helminginn. Á sumrin fórum við í fjölskyldu- ferðir og skemmtum okkur vel. Helgi lífgaði alltaf upp á hóp- inn enda hrókur alls fagnaðar hvar og hvenær sem var. Alltaf til í sprell og að hleypa keppni í leik- inn þannig að tekið var á því, jafnvel meir en hraustustu menn þoldu. Alltaf var hann tilbúinn að taka lagið í ferðalögum okkar og rífa upp fjörið. Alltaf tilbúinn að fara í fótbolta með börnunum og skemmta þeim. Helgi var mikill FH-ingur, leikmaður bæði í handbolta og fótbolta, og ekki síður var hann mikill þjálfari og mjög eftirsóttur sem slíkur. Við fylgdumst vel með okkar manni þegar hann var við þjálfun erlendis og ekki síður þegar hann kom heim í frí, því þá voru haldnar veislur sem sumar urðu mjög eftirminnilegar. Það verður skarð fyrir skildi í okkar röðum með fráfalli Helga, en við sem eftir erum munum halda á lofti minningu góðs drengs á meðan okkur endist þrek og ævi. Við félagarnir og makar okkar sendum sonum Helga og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og vitum að minningin um góðan félaga mun lifa um langan aldur. Albert, Ársæll, Ásgeir, Björn, Daníel, Dýri, Gunnlaugur, Ingvar, Jón Már, Jón Hinriks, Ómar, Pálmi, Pétur og Viðar. Við Helgi Ragg kynntumst fyrir tæpum tuttugu árum á Set- bergsvellinum er við vorum að stíga okkar fyrstu skref í golfi. Varð okkur strax vel til vina, enda maðurinn léttur í lund og skemmtilegur. Ungur varð hann íþróttamað- ur af lífi og sál og náði góðum ár- angri í fótbolta og handbolta með FH, félaginu sem hann unni af heilum hug. Síðar tók hann að sér þjálfun víða um land, sem og í Færeyj- um, og í Noregi gerði hann lið sitt að Noregsmeisturum í hand- knattleik. Þegar hann hafði stundað golf í nokkur ár fór líkaminn að gefa sig. Hann fékk nýja mjaðmarliði og nýtt hné. Ýmsar tegundir gigtar voru líka farnar að láta á sér kræla. En áhuginn og þörfin fyrir hreyfingu var enn til staðar og var farið í golf þegar hægt var, þótt það yrði stöðugt erfiðara. Fyrir um fimm árum þurfti hann í hjartaaðgerð og hún tók sinn toll, en enn var barist. Golfklúbbur Setbergs, klúbb- urinn okkar, efndi til golfferðar til Spánar í september síðastliðn- um í tilefni tuttugu ára afmælis klúbbsins. Við Helgi vorum her- bergisfélagar í þessari ferð, sem hann hlakkaði mikið til. Og út fórum við, en nú var þrek hans þorrið. Hann náði þrisvar að spila níu holur og það á þrjóskunni einni saman. Eftir það veiktist hann af brisbólgu, var lagður inn á spítala og lést þar eftir rúmlega viku dvöl. Því miður get ég ekki fylgt vini mínum síðasta spölinn en hugur- inn verður hjá sonum hans þrem- ur og ástvinum, sem ég sendi mínar innilegustu kveðjur. Vonandi er vinur minn nú laus úr þeim fjötrum sem líkaminn var bundinn síðustu árin og ég sé hann fyrir mér á hraðferð um íþrótta- og golfvelli eilífðarinnar. Bjarni Gunnar. Kæri vinur. Mig langar til að kveðja þig, Helgi Ragnarsson, með nokkrum orðum. Vinskapur okkar, sem hófst fyrir nærri 45 árum, er bjartur af góðum minningum og frábærum stundum, sem við átt- um saman og vil ég þakka þær. Helgi var góður í fótbolta og líka í handbolta, en þar áttum við flestar okkar íþróttastundir sam- an og urðum saman Íslands- meistarar með FH í 1. flokki, sem var til hér á árum áður. Þar sýndi hann snilldartakta sem leik- stjórnandi og var sérstaklega flinkur að gefa inn á línuna. „Vertu alltaf tilbúinn á línunni, Bjössi, annars nenni ég ekki að gefa á þig.“ Hann var ekkert að flækja hlutina. Margar af góðum stundum okkar Helga voru með FH-band- inu, sem við stofnuðum á sínum tíma, og tróðum upp með söng- atriði í nokkur ár á árshátíðum hjá FH. Við eyddum mörgum kvöldum í að velja lög og semja nýja texta um FH-inga og félagið okkar. Við tókum að okkur að syngja, en þurftum gott tónlistarfólk í bandið, eins og Svanhvítu Magg, Dýra Guðmunds, Halldór Fann- ar, Jón Jónasar, Ragga Gísla og söngmanninn góða Guðmund Sveinsson. Í minningu Helga held ég að nú sé komið að því að safna þessum textum saman í lít- ið kver. Við Helgi unnum saman í Berki hf. í Hafnarfirði í mörg ár og þar var sama uppi á teningn- um, við vorum með söngatriði á árshátíðum þar sem við fluttum frumsamin ljóð um eigendur og starfsmenn Barkar. Það voru ógleymanlegar stundir sem við Helgi áttum saman við þessa textaiðju og bundu vinskap okkar vel saman. Afreksskrá Helga í íþróttum, bæði sem leikmaður og þjálfari, er glæsileg, bæði í fótbolta og handbolta. Ég má þó til með að nefna það að Helgi náði þeim árangri að verða Fyrirtækjameistari KKÍ (já, Körfuknattleikssambands Ís- lands) undir nafni Barkar hf., sem segir ekki bara mikið um víð- tæka hæfileika Helga í íþróttum heldur líka hina miklu upp- sprettu hugmynda og áræðis sem hann bjó yfir, því hann átti hug- myndina að þátttöku í þessu móti. Og þótt Hjörtur Hansson og Kristján Arason hafi skorað 90% af stigunum var það Helgi sem bjó til liðið og rétta liðsand- ann. Mynd af þessu liði, sem hon- um þótti mjög vænt um, hefur hangið lengi uppi á vegg á heimili Helga og er ein af mörgum rós- um í hnappagat hans á farsælum íþróttaferli, sem leikmaður og þjálfari. Helgi var mjög lifandi og hug- myndaríkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og lágu skap okkar og skoðanir mjög vel sam- an. Hann var húmoristi af guðs náð, uppátækjasamur og með góða nærveru. Þegar við hittumst var faðm- lag alltaf í boði, þétt, hlýtt og notalegt. Þótt söknuður sé mikill munu ljúfar minningar um okkar góðu samverustundir lifa frá árunum í SJÁ SÍÐU 24 MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN REYNIR ALFREÐSSON, Lækjarbakka 9, Selfossi, lést á Landspítalanum laugardaginn 10. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. október klukkan 15. . Ólöf Björnsdóttir, Alfreð Björnsson, Jónína K. Björnsdóttir, Elín K. Björnsdóttir, Óskar S. Björnsson, Ástþór Björnsson, Freydís Björnsdóttir, Guðlaug Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR KRISTJÁNSSON vélstjóri, lést í faðmi ástvina sinna þann 16. október á heimili sínu að Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Útförin fer fram frá Landakirkju 31. október klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Karen, Friðborg og Fjóla Hauksdætur. Ástkær móðir okkar, DAGRÚN GUNNARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 18. október. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, . Emil Theodór Guðjónsson, Sveinn Guðjónsson, Gunnar Guðjónsson, Anna Guðný Guðjónsdóttir. Ástkær móðir okkar, HRAFNHILDUR JÓNASDÓTTIR frá Helgastöðum í Reykjadal, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík síðastliðinn laugardag. . Börn hinnar látnu. Ástkær faðir minn, JÓN LEIFUR MAGNÚSSON frá Akbraut, lést á Lundi föstudaginn 16. október. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, . Linda Ósk Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR ÓTTAR GÍSLASON, Dalsgerði 6a, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 14. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. október klukkan 13.30. . Kristín Baldvina Jónsdóttir, Margrét Vala Grétarsdóttir, Jón Gunnar Guðmundsson, Baldvin Þór Grétarsson, Jóhanna S. Sigurðardóttir, Kristín Sigrún Grétarsd., Hörður Már Guðmundsson, Anna María Grétarsdóttir, Erlendur N. Hermannsson, Anna Kristín Guðjónsdóttir, afa- og langafabörn. Ástkær móðir okkar og amma, GUÐRÚN OSVALDSDÓTTIR, Traðarbergi 1, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 18. október. . Sigurður Ingi Sigurðsson, Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, Guðrún Helga Guðbjartsdóttir, Þórdís Gyða Guðbjartsdóttir, Herdís Rut Guðbjartsdóttir. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER BRYNDÍS AXELSDÓTTIR frá Læk, Skagaströnd, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 15. október 2015. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 23. október 2015 klukkan 11. . Benóný Pétursson, Pétur Benónýsson, Ásgeir Benónýsson, Gyða Waage, Sigurdís Benónýsdóttir, Einar S. Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.