Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is A ndstæðurnar í litbrigðum ljósmyndanna í bókinni A Portrait of Iceland eru slíkar að höfund- urinn, Páll Jökull Pét- ursson, hefur stundum verið spurður hvort hann breyti þeim í mynd- vinnsluforriti. Hann segist gera sem minnst af því, veðrið og birtuskilyrðin einfaldlega skapi stemninguna, aðal- atriðið sé að vera á réttum stað á réttri stund. Og vitaskuld með góðar græjur og gott auga fyrir því smáa og stóra á landinu fríða. „Svo er maður stundum bara heppinn,“ segir Páll Jökull af stakri hógværð. Honum voru hæg heima- tökin að gefa út sína fyrstu ljós- myndabók enda þurfti hann bara að semja við útgefendurna; sjálfan sig og konuna sína, Auði I. Ottesen, en þau hafa árum saman gefið út tíma- ritið Sumarhúsið og garðurinn. Þar vinnur hann fyrir sínu daglega brauði sem ljósmyndari, hönnuður og um- brotsmaður en hefur ljósmyndaleið- angra með hópa erlendra ferða- manna sem aukabúgrein. Vanur maður Páll Jökull tekur ekki aðeins myndirnar í bókinni heldur hannaði og braut hana um. Og fór líka létt með að skrifa stuttan og á stundum ljóðrænan texta á ensku. „Þótt bókin sé ætluð fyrir er- lenda ferðamenn er tungumálið ekki aðalatriðið, enda segja myndir oft meira en þúsund orð,“ segir Páll Jök- ull, sem sá heildarútlit bókarinnar fyrir sér löngu áður en hann valdi myndirnar. „Ljósmyndirnar í bókinni eru teknar á fjórum árum. Ég ákvað strax að hafa í henni 80 til 100 myndir Landslagið kvartar ekki yfir hárgreiðslunni Íslenskt landslag og náttúra í öllum sínum margbreytileika eru í aðal- hlutverkum í nýrri ljósmyndabók, A Portrait of Iceland, eftir Pál Jökul Pétursson, sem í áratugi hefur ferðast með myndavélina sína upp um fjöll og firnindi – og upp á síðkastið með hópa ljósmyndatúrista. Forsíðufyrirsætur Þrjár spakar kindur á Vaðlaheiði. Ljósmynd/ Sigrún Kristjánsdóttir Ljósmyndarinn Páll Jökull Pétursson segir aðalatriðið að vera á réttum stað á réttri stund, með góðar græjur og gott auga fyrir því stóra og smáa. Reynisdrangar Reynisdrangar eru meðal uppáhaldsstaða Páls Jökuls. Það er miklu skemmtilegra, ódýrara og umhverfisvænna að deila bílnum með öðrum þegar ferðast er innan- lands, segir á vefsíðunni www.sam- ferda.is. Vefsíðunni er ætlað að koma saman fólki sem vill skipta bensín- kostnaði á milli sín með því að ferðast saman á einum bíl. Þar segir jafnframt að á Íslandi séu fleiri bílar en fólk og því hljóti ein- hverjir að eiga samleið á hverjum ein- asta degi. Trúlega nokkuð ríflega áætlað því samkvæmt upplýsingum á vef Hag- stofu Íslands voru fólksbílar fyrir einn til átta farþega 658,2 á hverja eitt þúsund íbúa árið 2013. Engu að síður er líklegt að margir geti átt samleið. Bæði þeir sem bjóða far og þeir sem óska eftir fari þurfa einfaldlega að skrá sig á síðuna, velja áfangastað og brottfarartíma og ráða síðan ráðum síðum um frekari tilhögun ferðarinnar. Vefsíðan www.samferda.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Umhverfisvænn sparnaður Góð sparnaðarleið er að margir ferðist saman í bíl. Skipta bensínkostnaði á milli sín Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), prófessor við Listaháskóla Íslands, fjallar um samband trúar og listar frá örófi alda til dagsins í dag í Glerárkirkju á Akureyri kl. 20 til 22 annað kvöld. Erindi Godds er það næstsíðasta í fyrirlestraröð með umræðum um trúna og listina sem haldin hefur ver- ið í kirkjunni á miðvikudagskvöldum í októbermánuði. Hinn 28. október skoða sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Hannes Örn Blandon leikhúsið í trúartextum og trúargleðina í leik- húsunum en söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu er eitt nærtækasta dæmið. Endilega … … hlýðið á erindi um trú og list Morgunblaðið/Golli Goddur Guðmundur Oddur Magnússon fjallar um trú og list. Nú þegar veturinn eru á næsta leiti halla margir sér að bókum, enda auðgar yndislestur andann og gefur sýn inn í aðra heima. Fyrir aldraða og aðra sem ekki eiga heimangengt vegna fötlunar, býður Borgarbóka- safnið upp á heimsendingar- þjónustuna Bókin heim, í öllum útibúum sínum. Gegnum hana er hægt að fá sent heim lesefni, bækur og tímarit, eða tónlist á geisla- diskum. Þetta er persónuleg þjón- usta, hver lánþegi fær sinn bókavörð til að þjóna sér og fær aðstoð hans við að finna efni til að lesa eða hlusta á. Sendingarnar eru á átta vikna fresti. Best er að hafa samband við safnið í viðkomandi hverfi, einnig er hægt að hringja í síma 411 6100 eða senda tölvupóst gegnum heimasíðu safns- ins. Þeir sem eru orðnir sjötugir fá ókeypis bókasafnskort. Bókasöfnin eru öllum opin hvort sem er til að sækja sér efni til að taka með sér heim, lesefni, tónlist eða kvikmyndir, eða bara til að setjast niður, kíkja í bækur eða blöð, spjalla við náungann eða hvað sem fólki hentar. Hægt að fá bækur heim, tímarit eða tónlist á geisladiskum Hver lánþegi fær sinn bókavörð til að þjóna sér í heimsendingu Morgunblaðið/Ásdís Bóklestur Hægt er að lesa hvar sem er, líka liggjandi í grasi í sumarblíðu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.