Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Áður en Steingrímur og Jóhannakomust í tæri við trygginga- gjaldið var það 5,34% og hafði verið á svipuðu róli um árabil.    Árið 2009 vargjaldið keyrt upp í 7,00% með þeim rökum að at- vinnuástandið hefði versnað, sem var vitaskuld ekki til að bæta atvinnuástandið frekar en aðrar skattahækkanir vinstri- stjórnarinnar.    Árið 2010 var bætt um betur ogtryggingagjaldið hækkað í 8,65%.    Árið 2013 hófst lækkun gjaldsins,sem fór í 7,79% og hefur það síðan sigið afar hægt og er 7,49%, eða rúmum tveimur prósentum hærra en það var áður en vinstri- stjórnin tók við.    Samtök atvinnulífsins vilja nú,sem skiljanlegt er, lækka gjald- ið um 2-21⁄2% og benda í því sambandi á að atvinnuástandið er nú orðið gott og engin rök lengur fyrir háu gjaldi.    Viðbrögð ríkisvaldsins virðastvera mjög hikandi, sem vekur furðu þar sem því hefur verið haldið fram að Steingrímur og Jóhanna ráði ekki lengur ferðinni í stjórnar- ráðinu og hafi ekki heldur stuðning á þingi til að ráða skattstiginu hér á landi.    Vonandi er það misskilningur aðekki standi til að afnema þessa skattahækkun vinstristjórnarinnar, en verði haldið í þetta háa gjald hljóta menn að velta fyrir sér hvort núverandi stjórnvöld hefðu farið sömu skattahækkunarleiðina og vinstristjórnin á síðasta kjörtímabili. Hefði sama leið verið valin? STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.10., kl. 18.00 Reykjavík 5 skúrir Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 6 léttskýjað Nuuk -3 skafrenningur Þórshöfn 9 þoka Ósló 5 alskýjað Kaupmannahöfn 11 alskýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki -1 heiðskírt Lúxemborg 11 alskýjað Brussel 12 heiðskírt Dublin 15 léttskýjað Glasgow 12 alskýjað London 15 skúrir París 13 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 12 skýjað Berlín 8 alskýjað Vín 12 skýjað Moskva 1 skýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 22 heiðskírt Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal 6 léttskýjað New York 14 léttskýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:08 17:16 ÍSAFJÖRÐUR 9:25 17:09 SIGLUFJÖRÐUR 9:08 16:52 DJÚPIVOGUR 8:40 16:43 Mold og grjóti rigndi yfir bíla í mið- borg Reykjavíkur í gær þegar sprengt var í fyrsta skipti fyrir grunni Hótels Miðgarðs við Hlemm. Lögreglan var kölluð á staðinn og tók skýrslu vegna málsins. Hjalti Þór Pálmason, verkefna- stjóri hjá Mannverki, segir að fyrst og fremst hafi verið um mold og drullu að ræða sem lá á mottum sem var ætlað að koma í veg fyrir að grjót þeyttist um nágrennið. Hann segir að ekki hafi verið sjáanlegar skemmdir á bílunum þó að þeir hafi vissulega verið drullugir eftir sprenginguna. „Niðurstaða málsins var sú að bílarnir voru sendir í þvott og ef rispur eða aðrar skemmdir kæmu í ljós að því loknu yrði það leyst með tryggingarfélagi jarð- vinnuverktakans,“ segir Hjalti Þór. isak@mbl.is Mold og grjót yfir bíla í sprengingu Morgunblaðið/Eggert Lögreglan Eftir sprenginguna var lögreglan kölluð til í skýrslutöku. Tölu- vert af mold hafði kastast yfir bílana en þeir voru sendir í þvott. Landvernd stendur fast við þá kröfu sína að ekki verði farið í frekari fram- kvæmdir Vegagerðarinnar við Kjal- veg án umhverfismats. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu Land- verndar um stöðvun framkvæmda vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar. Landvernd sættir sig við þá niður- stöðu. Samtökin reka tvö kærumál fyrir úrskurðarnefndinni, gegn Blá- skógabyggð sem gefið hefur út fram- kvæmdaleyfi til endurbóta og lagn- ingar á tæplega 3 km kafla sem Vegagerðin hyggst leggja á næsta ári og gegn Skipulagsstofnun vegna ákvörðunar um að umhverfismat þurfi ekki að fara fram. Í hvorugu málinu hefur verið úrskurðað efnis- lega. Í málarekstrinum á hendur Blá- skógabyggð er einnig krafist stöðv- unar framkvæmda. Í yfirlýsingu frá Landvernd kemur fram að á það reyni væntanlega næsta sumar. Landvernd segir að um 40 km kafli á Kjalvegi hafi þegar verið lagður án umhvefismats. „Landvernd leggur ríka áherslu á, að allar ákvarðanir um hugsanlegar framkvæmdir á hálendi Íslands sæti lögbundnu umhverfis- mati og að opinberar stofnanir snið- gangi ekki lög um umhverfismat framkvæmda.“ helgi@mbl.is Tvö kæru- mál í gangi  Kjalvegur fari í umhverfismat ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.