Morgunblaðið - 31.10.2015, Page 32

Morgunblaðið - 31.10.2015, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2015 Það eina sem við vitum um Ísland er að hér er töluð fornnorska,sagði mér ung hárgreiðslukona frá Noregi sem hér starfar.Hún tjáir sig nær eingöngu á ensku hér á landi en þar sem églagði hart að henni að tala við mig á nútímanorsku féllst hún á það með semingi. Ég verð að játa að norskan mín er kynleg blanda af dönsku, norsku og Finnlandssænsku en stúlkan skildi mig ágætlega og svo virtist sem henni þætti notalegt að bregða fyrir sig móðurmálinu á meðan hún þvoði á mér hárið. Ég hafði áður heyrt að Norðmönnum væri innrætt að við Íslendingar töluðum það sem þeir kalla gammelnorsk. Samkvæmt þeirra skilningi er það málið sem Snorri Sturluson skrifaði á norskar konungasögur á 13. öld og veitti þeim fróðleik um þeirra eigin fortíð en ég hef fyrir satt að án þess hefðu þeir næsta litla vitneskju um kapp- ana Hákon Aðalsteinsfóstra og Svein Alfífuson. Mér skilst að Snorri sé enn í hávegum hafð- ur þarna austurfrá fyrir að hafa skrifað sögu Noregs og kannski halda Norðmenn að við Íslendingar ríghöldum í tungutak hans í virðingarskyni við þá. En að sjálfsögðu ber þetta vott um skelfilega fá- fræði og er hálfgerð móðgun við okkur sem höfum þróað málið okkar svo að það er gjaldgengt á nánast öllum sviðum fræða og lista í heimi nútímans. Um svipað leyti og umrædd- ur hárþvottur átti sér stað hitti ég hóp danskra nemenda sem höfðu fengið það hlutverk að fræðast dálítið um íslenska tungu. Á meðal þeirra voru nokkrir Íslendingar. Dönunum þótti mjög athyglisvert hvern- ig við Íslendingar höfðum skipulega útrýmt áhrifum frá danskri nýlendustefnu með því að leggja fyrir róða dönsk orð eins og altan og fortó eða mynda nýyrði af gömlum stofnum, svo sem tölvu, þyrlu og örgjörva. En þeim gekk erfiðlega að fóta sig í íslenskri málfræði, þótti furðulegt að við skyldum hafa þörf fyrir þrjú kyn og að strákur sem héti Egill þyrfti að burðast með fjögur föll þegar danskur nafni hans kæmist vel af með tvö. Skemmtilegast þótti þeim að heyra af nokkrum persónum Íslendingasagnanna, t.d. Gretti sem drap draug og Gunnhildi Noregsdrottningu sem klófesti nýtrúlofaðan Íslending svo að hann gat ekki gagnast unnustu sinni. Þessir hressu Danir átti það sameiginlegt með norsku hárgreiðslukon- unni að vilja helst tjá sig á ensku og samskipti þeirra við íslensku jafn- aldrana fóru yfirleitt fram á því máli. Í lok tímans tók ég fram Njálu og las úr henni stuttan kafla. Danirnir botnuðu ekkert í þessu en þeim til mikillar furðu skildu íslensku krakkarnir hvert einasta orð, þótt bókin væri skrifuð á 13. öld eins og verk Snorra. Við erum því kannski ekki svo fjarri fornnorskunni, þegar öllu er á botninn hvolft. Á fornnorsku Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Tunga Íslenskir unglingar skilja enn tungu- mál Snorra Sturlusonar. Mynd/CC: Wikipedia: Christian Krohg Nú er landsfundum og flokksþingum stjórn-málaflokkanna á þessu ári lokið. Það semupp úr stendur að þeim loknum er framsóknunga fólksins á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins, sem kom öllum að óvörum en er það sem setti mark sitt á landsfundinn. Hefði frumkvæði þess ekki komið til hefði landsfundurinn orðið tíðindaminni en efni stóðu til. Kannski má horfa á stöðuna á þann veg að framundan sé mikil samkeppni um fylgi nýrra kynslóða kjósenda og þar verði í fararbroddi, annars vegar unga fólkið í Sjálf- stæðisflokknum og hins vegar Píratar. Sennilega er bilið á milli yngstu kynslóða og hinna elztu meira um þessar mundir en það hefur oftast verið. Sigurður Valgeirsson, einn af bókmenntagagnrýnendum Kilju Egils Helgasonar, orðaði það vel sl. miðvikudags- kvöld, þegar hann sagði efnislega að kannski þyrfti að skilgreina hugtakið einkalíf upp á nýtt, þar sem yngra fólk lifði einkalífi sínu í ríkum mæli á samskiptamiðlum nútímans. Það er mikið til í þessu eins og sjá má á Facebook þar sem vel er sagt frá hvers kyns atburðum í fjölskyldu- lífi fólks sem áður fóru fram innan veggja heimilis. En jafnframt eru vísbendingar hér og þar um breytt lífsviðhorf og breyttan lífsmáta yngri kynslóða. Hugsanlega mestu breytingar frá því að ’68-kynslóðin var og hét? Hver eru rökin fyrir þessari skoðun? Þess sjást merki að viðhorf yngri kynslóða til húsnæð- ismála hafi verið að breytast. Fyrir hálfri öld var „eign fyrir alla“ eitt af kjörorðum Sjálfstæðisflokksins, þ.e. að fólk gæti eignast eigin íbúð. Eftir nokkurra áratuga veg- ferð í gegnum öldurót verðbólgu og óðaverðbólgu, verð- tryggingar og hátt vaxtastig að auki, sem forsætisráð- herrann sjálfur hefur kallað „vaxtaokur“ sýnist töluverður hópur ungs fólks ekki lengur líta á það sem hið eftirsóknarverðasta í lífinu að „eignast“ þak yfir höf- uðið og vill alveg eins leigja, þótt leigan sé há, í stað þess að taka á sig skuldbindingar til margra áratuga. Kröfur til íbúðarhúsnæðis kunna líka að vera að breytast eða minnka. Þrátt fyrir miklar fréttir um verð- bólu á fasteignamarkaði sagði fróður maður um þann markað á dögunum að illa gengi að selja dýr einbýlishús og taldi ekki fráleitt að ástæðan væri breytt viðhorf yngri kynslóða til slíks húsnæðis. Fyrir hálfri öld var það talið eitt af því lífsnauðsyn- lega að eiga bíl. Nú ferðast fleiri og fleiri um á reið- hjólum sem kosta lítið í fjárfestingu og rekstri. Það við- horf sem ríkti í þá daga að veðráttan kæmi í veg fyrir að Íslendingar notuðu reiðhjól jafn mikið og Danir hefur orðið að víkja bæði vegna betri reiðhjóla og betri hlífð- arfata. Ung kona sagði á dögunum að lífsstílsbreytingar af þessu tagi mætti m.a. rekja til þess að ungt fólk teldi það til lífsgæða að geta ferðast um heiminn og vildi fórna ýmsum þægindum til þess að geta það. Fyrir skömmu spáði aðalforstjóri Apple því að fram- undan væri meiri háttar bylting í bílaiðnaði. Hvað átti hann við með því? Væntanlega að sjálfstýrandi smábílar yrðu farartæki fólks í framtíðinni sem yrðu rafdrifnir frekar en að ganga fyrir benzíni eða dísilolíu. Og í ljósi þróunar deili- hagkerfisins er hægt að sjá fyrir sér framtíð þar sem fólk pantar sjálfstýrðan bíl í gegnum snjallsíma þegar það þarf að fara á milli staða. Bylting af þessu tagi getur orðið að veruleika á næstu einum til tveimur áratugum og orðið daglegur þáttur í lífi yngstu kynslóða Íslendinga. Mér er í fersku minni þegar ég las fyrir nokkrum áratugum frétt í er- lendu blaði að framtíðin yrði sú að fólk stæði á götuhornum og talaði í síma. Þessi framtíðarsýn þótti að- allega fyndin á þeim tíma en er nú daglegur veruleiki í lífi okkar. Að baki er bylting í fjarskiptum og fjölmiðlun sem reyndar sér ekki fyrir endann á. Heimabankarnir eru í sjálfu sér gríðarleg bylting í fjármálaþjónustu. Deilihagkerfið er að byrja að höggva skarð í venjubundin viðskipti stórfyrirtækja og kann að seilast inn í fjármálakerfið í æ ríkari mæli á næstu árum. Þegar horft er til þessara breytinga á umhverfi okkar þarf engum að koma á óvart, þótt stjórnmálaflokkar, sem þjóðfélagsstofnanir geti fokið út í veður og vind og eitthvað annað komið í staðinn. Áður fyrr voru það flokkarnir og einstök hagsmunasamtök, svo og verka- lýðshreyfing, sem börðust fyrir breyttum viðhorfum á ýmsum sviðum. Nú situr ungt fólk – ekki sízt ungar stúlkur – við tölvuna heima hjá sér og koma af stað hreyfingum sem í sumum tilvikum hafa gjörbreytt ríkjandi viðhorfum á tilteknum sviðum á skömmum tíma. Og hafa með þeim hætti meiri áhrif en bæði stjórnmálaflokkar og einstakir stjórnmálamenn. Þetta er það nýja þjóðfélag sem hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum gengur svo illa að skilja og ná fót- festu í. Það á við um alla flokka. Framsókn unga fólksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins gerði það að verkum að það er meira líf í þeim flokki heldur en hinum hefð- bundnu vinstriflokkum. Á landsfundi VG sem líka var um síðustu helgi gerðist ekkert markvert sem náð hefur athygli þjóðarinnar og sumir upplifa Samfylkinguna á þann veg að hún sé nán- ast horfin af sviðinu. Það er sjálfsagt ósanngjarnt að ætlast til þess að stjórnmálaflokkar nái að átta sig á svona breytingum í einu vetfangi og laga sig að þeim en vilji þeir halda lífi eiga þeir ekki annan kost. Stjórnmálaflokkum gengur illa að skilja djúpstæðar breytingar á lífsviðhorfum og lífsstíl Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Er að verða til mesta kynslóðabil frá ’68? Hermanni Jónassyni, forsætisráð-herra 1934-1942, hefur stund- um verið brugðið um kynþáttaandúð. Tvennt er þá nefnt. Hingað hafði gyð- ingurinn Hans Rottberger flúið und- an Hitler ásamt fjölskyldu sinni. Haustið 1937 átti að vísa fjölskyld- unni úr landi. Rottberger leitaði í öngum sínum til danska sendiráðsins. Tók sendiráðsfulltrúinn Carl A.C. Brun málið upp við Hermann Jón- asson í kvöldverði. Hermann var hinn vingjarnlegasti og lofaði að fram- lengja dvalarleyfi fjölskyldunnar í nokkra mánuði, en tók þó fram, eins og Brun færði í dagbók sína 17. nóv- ember 1937, að það „væri grundvall- arregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við gyð- inga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott“. Hitt dæmið hef ég rætt um áður. Það er setning í skeyti frá Bertil Kuniholm, ræðismanni Bandaríkj- anna á Íslandi, til utanríkisráðuneyt- isins í Washington-borg 1. júlí 1941, þegar herverndarsamningurinn var undirbúinn: „Forsætisráðherrann óskar eftir því að engir negrar verði í sveitinni, sem skipað verður niður hér.“ Þessi setning var felld úr opin- berri útgáfu bandarískra skjala um utanríkismál, án úrfellingarmerkis. Líklega er rétt, sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur segir, að afstaða Hermanns var frek- ar til marks um almenna útlendinga- hræðslu Íslendinga en sérstaka kyn- þáttaandúð Hermanns sjálfs. Íslendingar höfðu búið hér einir í þús- und ár, að heita mátti. Stolt þeirra af fornum menningararfi blandaðist ótta um að þessi fámenna þjóð týndi sjálfri sér, og sá ótti ummyndaðist iðulega í útlendingahræðslu, ekki síst gagnvart hópum, sem voru sérstakir um trú, háttalag eða hörundslit. Her- manni hefur líklega gengið það eitt til að forðast árekstra. Hann hefur eins og flestir Íslendingar verið vinsam- legur nærstöddu fólki, en litið á fjar- statt fólk sem nafnarunur í skjölum. Þessi afstaða var þjóðinni þó ekki til sóma. Trúarbrögð eða hörunds- litur eiga ekki að ráða því hvaða út- lendingar séu hér velkomnir þótt með því sé ekki sagt að allir útlendingar skuli vera hér velkomnir, til dæmis sí- brotamenn, smitberar eða áreitnir öfgamenn. Ætíð er fengur að dug- legu, sjálfbjarga fólki og enn á það við, sem skáldið orti, að hjörtunum svipar saman í Súdan og Grímsnes- inu. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Kynþáttaandúð eða útlendingahræðsla?JólablaðMorgunblaðisins kemur út fimmtudaginn 19. nóvember Fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 12 mánudaginn 16. nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.