Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 Nei, ég ætla ekki að halda upp á hana. Ég hef aldrei gert það. Viðar Eysteinsson Nei. Baldur Þorgilsson Ekki á hefðbundinn máta. Ég er frá Póllandi og þar höfum við aðrar hefðir. Við kaupum kerti og förum í kirkjugarðinn og er hrekkjavakan því sorgleg hátíð. Fjöskyldan fer saman í kirkjugarð- inn. Við erum ekki í búningum eða neitt slíkt. Ewa Kaczmarek Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Nei, ég er ekkert mikið fyrir hrekkjavökuna. Emilía Katrín Böðvarsdóttir Morgunblaðið/Eva Björk SPURNING VIKUNNAR ÆTLAR ÞÚ AÐ HALDA UPP Á HREKKJAVÖKUNA? Margrét Sigríður Valgarðs- dóttir hefur mikinn áhuga á tísku og velur sér iðulega fatnað úr náttúrulegum efn- um. Margrét er fatahönn- uður að mennt en starfar sem gluggaútstillingadama og stílisti enda með af- skaplega fallegan fatastíl. Tíska 36. Í BLAÐINU Morgunblaðið/Árni Sæberg UNNSTEINN MANUEL STEFÁNSSON OG KATRÍN ÁSMUNDSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Förum dýpra í hlutina SITJA FYRIR SVÖRUM Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Friðjón G. Snorrason fór snemma á þessu ári í eftir- minnilega hjólreiðaferð í Marokkó ásamt föður sínum og nokkrum félögum þeirra. Hann ber landi og þjóð afar vel söguna en lítið var um ferða- menn meðan þeir dvöldust í landinu. Ferðalög 20 Í bókinni Sjóveikur í München segir Hallgrímur Helgason frá broti af ævi sinni, vetrinum 1981 til 1982, sem varð einskonar vendipunktur lífs hans. Bækur 50 Hingað er kominn skoskur prestur sem hefur siglt um öll heimsins höf síðustu fjörutíu ár. Bob Shepton heitir hann og er áttræður en hvergi nærri hættur sigl- ingum. Hann er einnig mikill klettaklifrari en segist þó hafa lagt klifurskóna á hilluna. Heilsa 14 Ný sería af Hæpinu hóf göngu sína á RÚV í vikunni. Unnsteinn Manuel Stefánsson og Katrín Ás- mundsdóttir stýra þáttunum en þar fjalla þau á skemmtilegan hátt um málefni ungs fólks. Hvaðan spratt hugmyndin að þáttunum? Unnsteinn: Ég fór upp á skrifstofu hjá Skarphéðni, dagskrástjóra RÚV, og ákvað að bögga hann með hugmynd að þáttum sem mig langaði að gera. Hann bað mig í leiðinni um að senda sér einhvers konar prufuhandrit af þáttum fyrir ungt fólk. Svo var Katrín fengin um borð og við fórum að spá hvað væri „ungt fólk“ og ákváðum þá að markhópurinn okkar yrði fólk í kringum tvítugt. Þá myndi yngra fólk, í menntaskólum vilja horfa og jafnvel í grunnskólunum líka og eldra fólk líka til þess að sjá hvað unga fólkið væri að bralla. Nú fjallið þið um ýmis málefni sem höfða aðallega til ungs fólks, hvað hef- ur verið mest krefjandi umfjöllunar- efnið? Katrín: Mest krefjandi umfjöllunarefnið var þátturinn sem var síðastliðinn miðvikudag og næsti þáttur þar sem við tökum fyrir málefni sem tekur mikið á að hugsa um og melta. Þetta eru viðkvæm málefni svo maður vill vanda umfjöllunina eins mikið og maður get- ur. Hver er skemmtilegasti hlutinn af starfinu? Unnsteinn: Mér finnst skemmtilegast að hitta margt nýtt fólki og í hvert sinn sem maður fer í tökur förum við í nýjar aðstæður sem ég hef gam- an af. Svo þegar maður er búinn að taka allt upp og sest niður við að klippa tekur við mjög skemmtileg vinna við að setja þættina saman og finna hvernig sagnarformið getur breyst eftir því hvernig maður raðar klippunum. Hvernig hefur samvinnan gengið? Katrín: Samvinnan hefur gengið mjög vel. Okkur kem- ur öllum vel saman og hlutverkaskiptingin er jöfn og skýr, þetta verður eins og smurð vél. Unnsteinn: Við vorum að bæta við hulduþáttastjórnanda sem er ekki í mynd en kemur að handritaskrifum og klippi og er jafnmikið fyrir aftan myndavélina og við Katrín. Hún heitir Anna Gyða Sigurgísladóttir og er hún kærkomin við- bót í hópinn. Hverju má búast við í annarri seríu af Hæp- inu? Unnsteinn: Fyrri hluti seríunnar er svolítið í stíl við fyrstu seríuna en við förum samt aðeins dýpra í hlutina, þetta er kannski aðeins meira tal og sumum finnst þetta kannski þurr- ari þættir. Eftir áramót förum við svo í nýtt form sem við erum að þróa í þessum töluðum orðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.