Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 Allir sem fást við stjórnmál fjalla um hags-muni í starfi sínu, hagsmuni skattgreið-enda, hagsmuni sjúklinga, fatlaðs fólks, fjárfesta, launafólks, atvinnurekenda, meðlagsgreið- enda, fjármagnseigenda, landbúnaðar, sjávar- útvegs, stóriðju, smáiðnaðar, lántakenda, bygging- ariðnaðar, lista og menningar, námsfólks, öryrkja, aldraðra, íþróttafólks, barnafólks, fjármálakerfisins, lífeyrissjóða, … Þessir hagsmunir skarast iðulega við persónulega hagsmuni stjórnmálamannanna sjálfra. Augljóst er að þingmenn og bæjarfulltrúar greiða skatta, kaupa bensín á bílinn, aka á vegunum, nota heilbrigðis- þjónustuna og borga af húsnæðis- og námslánum. Um þessa skörun er ekkert nema gott eitt að segja. Varla vildum við þingmenn eða bæjarfulltrúa sem væru geymdir í formalíni, með öllu ótengdir umhverfi sínu; með reglustiku eina að vopni en öllu sem út af stæði væri skotið til úrlausnar hjá Sam- keppnisstofnun eða ESA í Brussel. Ekki heillar sú sýn. Betra að vettvangur ákvarðana sé lifandi og vel tengdur lýðræðislegum naflastrengjum út í þjóðfé- lagið. Það þýðir ekki sátt við sérhagsmunapot. En ef við gefum okkur að stjórnmálamenn séu ekki beint eða óbeint á mála hjá hagsmunaöflum, sem þýddi að ut- anaðkomandi hagsmunir væru tengdir ofan í vasa þeirra, þá er vandséð að þeir megi ekki tala máli til- tekinna hagsmuna. En þá þurfa líka öll hagsmunatengsl stjórnmála- manna að vera sýnileg og gagnrýnir fjölmiðlar til staðar að varpa ljósi á pólitísk markmið sem kynnu að vera annarleg. Á nýafstöðnu þingi Sjálfstæðisflokksins fóru tengsl forstjóra Mjólkursamsölunnar við land- búnað ekki á milli mála. Starf hans hjá MS hefur vafalaust veitt honum innsýn í íslenskan landbún- aðarheim og með hliðsjón af þeirri vitneskju leyfði hann sér að efast um að íslenskur landbúnaður stæðist afnám allra verndartolla, nokkuð sem kveikir á okkur sem er umhugað um að standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu. En fyrir þetta fékk þessi landsfundarfulltrúi og sjálfstæðismaður til margra ára, bágt. Virtur vef- miðill sagði að það væri ekki oft sem maður sæi „jafn tæra hagsmunabaráttu … í hinu pólitíska starfi miðju.“ Þetta var sem sagt hlutskipti ræðumanns á landsfundi stjórnmálaflokks í almennri umræðu um landbúnað: Afgreiddur sem ómarktækur. Við- komandi var þó merktur í bak og fyrir, tengslin við landbúnaðarframleiðslu öllum augljós. Það er meira en sagt verður um ýmsa sem ég trúi að hafi einnig setið þennan landsfund og án efa tjáð sig um sín hugðarefni, allt frá verðtryggingu og verndar- tollum til banns við áfengissölu ríkisins. Horfi ég þá til dæmis til þeirra sem tengjast Bónus, Högum, Granda, Félagi fjárfesta og N1. Hvernig skyldi standa á því að nú um stundir er landbúnaður sagður meira sér en aðrir sérhags- munir? Gæti það verið vegna þess að sterkir hags- munir í innflutningsverslun vilji verndina sem hann nýtur feiga, að ógleymdu áhugafólkinu um Evrópu- sambandið, sem finnst ekkert eins hallærislegt og að vilja verja íslenskan landbúnað, hvað þá að verj- ast dýrasjúkdómum frá meginlandi Evrópu? Sumir sérhagsmunir meira sér en aðrir *Hvernig skyldi standa áþví að nú um stundir erlandbúnaður sagður meira sér en aðrir sérhagsmunir? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Söngkonan og dansarinn Unnur Eggertsdóttir er ferlega fyndin á Twitter og þess virði að fylgjast með. Ein nýjasta færslan hennar er á þessa leið: „Það er svo sorglegt hvað það eru mörg nöfn sem ég mun aldrei geta skírt börnin mín því það er svo leiðinleg manneskja sem heitir nafninu.“ Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar á Facebook um sígilt um- ræðuefni í þjóðfélaginu: „Satt best að segja er ég bara nokkuð hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, það eru bara nokkur atriði í okkar samfélagi sem ég tel að þurfi að vera fyrir hendi áður en af fullum aðskilnaði verður: Í fyrsta lagi þarf ríkið að greiða niður sálfræðiþjón- ustu þannig að allir geti farið til sál- fræðings óháð búsetu og efnahag, í öðru lagi þarf að koma á laggirnar sólarhrings sálgæsluþjónustu þann- ig að hægt sé að hringja út fagfólk þegar andlát verður, eftirlifendum að kostnaðarlausu, í þriðja lagi þarf ríkið að sjá til þess að hjón eigi möguleika á stuðningi og áheyrn við brotsjó og skilnað, í fjórða lagi þarf að eyða öllum biðlistum barna og ungmenna sem þurfa á geðlækn- ingum að halda. Ég er sannfærð um að þetta er hægt ef vilji er fyrir hendi, þá er líka passlegt að aðskilja ríki og kirkju.“ Fréttamaðurinn Helgi Seljan vitnar í samtal sem hann átti við starfsfélaga sinn Baldvin Þór Bergsson á Facebook en það var á þessa leið: „Ég: Hvernig er það Baldvin, er Fjallraven ekki norskt? Baldvin: (löng þögn, sem skyndi- lega er rofin með því að hann hrist- ir hausinn, fussar og segir svo: Í fyrsta lagi segir maður ekki „rei- ven“ þetta er ekki enska. Maður segir Reeeeven.“ AF NETINU gert á Facebook-viðburðinum Flóamarkaður Hins hússins 7. nóvember. Flóamarkaðir Hins hússins við Pósthússtræti hafa notið mikilli vinsælda en á markaðnum gefst ungu fólki, á aldrinum 16-25 ára kostur á að selja fatnað, muni og annað úr fórum sínum en vitaskuld eru kaupendur svo á öllum aldri. Um næstu helgi, laugardaginn 7. nóvember, fer markaður fram í kjallara hússins og hefst kl. 13 og lýkur kl. 17. Airwaves fléttast inn í þennan skemmtilega markað og á efri hæð hússins verður off- venue-dagskrá í gangi. Mikil ásókn er í sölupláss á markaðnum og er nú þegar fullbókað á hvert svæði. Áhuga- samir geta þó skráð sig á biðlista og vonað að pláss losni í vikunni. Markaðurinn er hins veg- ar haldinn nokkrum sinnum yfir veturinn svo að það er um að gera að fylgjast með á Face- book-síðu Hins hússins og bíða eftir næsta markaði ef einhver vill fá smá aur í budduna fyrir dótið sitt. Til að skrá sig á biðlista er það Það hefur verið hægt að gera afar góð kaup á flóamarkaðnum, sérstaklega á fatnaði. Morgunblaðið/Golli Flóamarkaður unga fólksins í Hinu húsinu Vettvangur Peysa, að öllum líkindum fremur sjaldgæf, er til sölu á uppboðsvefnum ebay.com. Hún hef- ur óvenjulega Íslands-tengingu en hún var útbúin í litlu upplagi og seld í verslun hér- lendis árið 1986, í tilefni leiðtogafundar Ron- alds Reagan, forseta Bandaríkjanna og Mikhaíls Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða þar sem meðal annars var rætt um tak- mörkun á vígbúnaði ríkjanna. Seljandinn, bandarískur, segist hafa verið staddur hér á landi af þessu tilefni, keypt peysuna en svo aldrei notað og geymt í góðu plasti svo að hún sé jafnt sem ný að því er hann staðhæfir. Peysan kostaði á sínum tíma um 4.500 krónur á verðlagi ársins 1986 en upphafstilboð í peysuna hljómar upp á 32.000 krónur. Þeir sem vilja skoða peysuna nánar geta sett leitarorðin sweater, rare og icelandic í leitargluggann og þá kemur hún strax upp á síðunni en peysan er úr ull og í stærð L og er framleidd af Iceknit. Gorbatsjov- og Reagan-peysa Leiðtogafundarpeysan sem er núna til sölu á ebay.com var framleidd í takmörkuðu upplagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.