Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 32
Þróun í sjónvarpstækni hefur verið nokkuðskýr á síðustu árum og áratugum; myndflöt-urinn verður sífellt betri, dílarnir minni og minni og litastýring á þeim batnar og batnar. Úr gamla túbusjónvarpinu fórum við í kristalla og raf- gas og svo undanfarin ár hafa kristallatæki, LCD, verið nánast allsráðandi. Næsta bylting í þeim efn- um er í vændum, á næstu árum munu allir fram- leiðendur skipta yfir í OLED-tækni, en svo er annað í gangi sem skipti ekki minna máli og meira málið reyndar að mörgu leyti, en það er tölvuvæðing sjónvarpsins. Með tölvuvæðingu er ekki átt við þá þráhyggju sjóvarpssmiða að fólk vilji vera að vafra á netinu, sýsla á samfélagsmiðlum og lesa vefsetur heldur þá staðreynd að þegar aflmikil tölva er orðin hluti af sjónvarpinu er hægt að auka myndgæði eins og sjá má til að mynda á 7600-línu Philips- sjónvarpstækja, en 55" tækið í þeim flokki var einmitt valið bestu sjónvarpskaup ársins sjónvarps af EISA, samtökum tímarita sem fjalla um margmiðlunartækni. Galdurinn er að tölv- an í tækinu vinnur myndefnið jafnharðan og því er streymt á skjáinn og endurbætir þannig myndina. Þetta sést til að mynda vel ef horft er á mynd það sem rennt er yfir flæmi með miklu af smáatriðum, kannski háhýsaröð með skiltum og merkjum, því 7600-línan skilar miklu betri og skýrari mynd en ella. Stýrikerfið í 7600-tækjunum er Android 5.0 (Lollipop) og hægt að uppfæra yfir þráðlaust net, nú eða yfir netsnúru því á tækinu er Ethernet- tengi. Að sögn söluaðila verður hægt að uppfæra í 6.0, Marshmallow, fljótlega eftir að sú útgáfa kemur í almenna dreifingu. Android-væðingin gefur náttúrlega meira en bara aukin myndgæði, því stýring á tækjunum verður sveigjanlegri og fleiri möguleikar bætast við þó að notagildið sé ekki alltaf augljóst. Í Philips 7600-tækjunum er þannig hægt að nota raddstýringu til að leita, ef maður talar skýra ensku (það er líka hægt að stafa leitarorðin). Með alvöru stýrikerfi er líka hægt að gera alvöru hluti, mun auðveldara að tengjast öðrum tækjum, til að mynda síma eða spjaldtölu, en líka einfald- ara að vafra um efni á USB-lykli, nú eða tengj- ast Dropbox yfir netið og sækja þangað efni ef vill. Þeir sem keypt hafa Philips-sjónvarpstæki eða séð á síðustu árum kannast við Ambilight- tæknina, en hún byggist á ljóstvistaröð aftan á tækjunum og lýsa á vegginn aftan við tækið eftir því sem er að gerast á skjánum. Þetta er reyndar eitthvað sem best er að sjá til að skilja hvað er í gangi, en þetta virkar ótrúlega vel. Líkt og í 8000-sjónvarpslínunni frá Philips, sem getið var hér fyrir rétt rúmu ári, er hægt að samstilla Ambilight-baklýsinguna á 7600-tækjunum við Hue-snjallperur frá Philips, en þá lagar lýs- ingin, til að mynda í stofunni, sig að því sem fram fer á skjánum. Í 7600-línunni er ný gerð af Ambilight, þriðja útgáfa þess kerfis og ljósunum þannig komið fyrir að þau geta beint ljósinu til fleiri átta, í stað þess að geta aðeins lýst beint til hliðar. Í Philips-tæki sem ég skoðaði í fyrra var hægt að sækja allskyns hugbúnað úr Google Play- forritasjoppunni og það þó mörg þeirra væri nán- ast eða algerlega ónothæf í sjónvarpi, en nú tengist tækið Google Play sem sjónvarp og fær því bara upp þau forrit sem sniðin eru fyrir sjón- varpsskjá. (Þeir sem vilja sækja ónothæf forrit í tækið geta væntanlega sett apk-skrá á USB-lykil eða í Dropbox og keyrt þaðan.) Af USB-lyklum eða hörðum diski, nú eða úr Dropbox, er svo hægt að spila AVI, MKV og fleiri staðla. 16 GB gagnapláss er í tækinu en hægt að tengja tækið við harðan disk og ef hann er nógu stór (250 GB eða stærri) er hægt að nota hann fyrir forrit líka og þá hægt að sækja sér leiki á Google play og þá býsna stóra. Í gegnum tækið er síðan hægt að streyma Spotify og eins Google Play-kvikmyndum og tón- list, en kostar náttúrlega sitt og mis-mikið eftir því mynd er keypt eða leigð. Mynd sem er keypt er síðan hægt að horfa á í öllum tækjum þar sem maður er skráður inn í Google Play- reikninginn sinn. Gæði á myndunum er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, því þó að myndgæðin séu nógu mikil, ef svo má segja, þá vantar nokk- uð upp á að þau nýti þá gríðarlegu upplausn sem tækið býður upp á. Það er aftur á móti Google að kenna, ekki Philips. Fjarstýringin er ansi vígaleg, ekki síst ef henni er snúið við því þá kemur í ljós hnappaborð sem auðveldar eðlilega til muna að slá inn leitarorð til að mynda. Ofan á fjarstýringunni er svo OK- hnappur í yfirstærð, en hann má líka nota sem einskonar músarflot, hægt að fletta til hliðanna og upp og niður með því að strjúka með fingr- inum yfir flötinn. Að því sögðu þá er í raun miklu þægilegra að stýra tækinu með far- símanum, því hægt er að sækja ókeypis forrit til þess arna hvort sem maður er með iPhone- eða Android-síma. Tækið sem ég skoðaði var 55", Philips 55PUS7600, og kostar 349.995 kr. í Heimilis- tækjum. Sem stendur fylgir 8" Gigaset-spjaldtölva og Philips Hue-pakki, tvær perur og stjórnbún- aður. * Ekki skortir tengimöguleika; á tækinu eru loftnetstengi,Ethernet-tengi (netsnúru), optical tengi fyrir hljóð og einnig hliðrænt tengi (V / H), DVI tengi fyrir hljóð, heyrnar- tólatengi, fjögur HDMI-tengi, SCART-tengi og þrjár USB- raufar. Já, og svo er innbyggt þráðlaust net. Tækið styður SimplyShare og Miracast. * Skjárinn skilar Ultra HD 4K mynd sem er 3.840 x2.160 díla upplausn. Tækið er annars 122,8 x 70,9 x 2 cm, 76 cm á hæð með standi. Það er 17,9 kg að þyngd, 18,6 kg með standinum. Já, og það er þrívíddartæki, styður 3D Max og tvenn slík gleraugu fylgja. * Tveir 30 W hátalarar eru á baki og skila góðum styrk,merkilega góðum reyndar þegar litið er til bassa, en áhuga- samir um hljóð nota væntanlega hvort eð er heimabíómagn- ara eða ámóta. Tveir DVB-C/T2/S2 móttakarar eru í tækinu og því hægt að stinga í það tveimur CAM-kortum ef vill. Einnig er innbyggður gervihnattamóttakari. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON SJÓNVARPIÐ ER TÖLVA SJÓNVARPSTÆKI VERÐA STÆRRI OG STÆRRI OG ÞYNNRI OG ÞYNNRI OG SKJÁRINN BETRI OG BETRI, EN ÞAÐ ER LÍKA TALS- VERT AÐ GERA INNI Í TÆKINU SJÁLFU SEM ERU AÐ VERÐA ÖFLUGAR TÖLVUR Í BLAND. AUKIN TÖLVUVÆÐING SKILAR SÉR SVO EKKI BARA Í FLEIRI MÖGULEIKUM Á NETINU HELDUR GERIR HÚN SITT TIL AÐ AUKA MYNDGÆÐI UMTALSVERT. ÞETTA MÁ GLÖGGT SJÁ Á NÝJU 55" 4K SJÓNVARPSTÆKI, PHILIPS 55PUS7600, SEM SAMTÖK TÆKNITÍMARITA VÖLDU KAUP ÁRSINS 2015. Græjur og tækni 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 Ekki aðeins börnin eru í hrekkja- vökustuði nú um helgina því leit- arvélin Google hefur ákveðið að efna til hrekkjavökuleika. Á leit- arsíðunni verður hægt að taka þátt í The Global Candy Cup 2015 um helgina og velja sér nor- nalið til að spila með. Google hrekkjavökuvæðist Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr fornminjasjóði. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornminjum, sbr. reglur nr. 578/2014. Úthlutað er styrkjum til eftirfarandi verkefna:  Rannsókna á fornminjum (fornleifum og forngripum)  Miðlunar upplýsinga um fornminjar  Varðveislu og viðhalds fornminja Sjóðnum er jafnframt heimilt að veita styrki til viðhalds annarra menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja. Umsóknir eru metnar með tilliti til vísindalegs– og menningarsögulegs gildis og þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið í minjavernd, ásamt gildi þeirra fyrir varðveislu þjóðararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2016. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu unnin í samræmi við lög nr. 80/2012 og reglur stofnunarinnar og í samræmi við innsend umsóknargögn. Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is fornminjasjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr fornminjasjóði fyrir árið 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.