Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 14
H ann er reffilegur karl og ekki að sjá að hann sé kominn á níræðisaldur. Hendur hans og andlit eru kannski örlítið veðurbarin, enda hefur mað- urinn staðið í stafni á skútu sinni hátt í fjörutíu ár með vindinn í fangið. Það er blik í auga og sjá má að hann hefur enn ástríðu fyrir þessu áhugamáli sínu, skútusiglingum. Siglingar og klettaklifur í bland Shepton hefur upplifað ýmislegt á ferðum sínum um heiminn og lætur kulda og óveður ekki stoppa sig. Hann segir að þeir hafi gjarnan ferðast 4-5 saman á 33 feta skútu, það henti vel þegar á að klifra í klettum sem verða á vegi þeirra því þá geta þeir klifrað tveir og tveir saman. Shepton segir að hann hafi nánast lagt klifurskóna á hilluna. „Konan mín myndi segja það, svo ætli svarið sé ekki bara að ég sé hættur að klifra,“ segir hann og brosir og bætir við að hann hafi síðast farið í klifurferð árið 2010. Ég spyr hvort hann sé spennufíkill. „Já, það mætti kannski segja það, eða ég kann að meta áskoranir,“ og segir það hvatann sem drífur hann áfram. Hefur komist í hann krappan Shepton, sem er Skoti, er prestur í Suður-Englandi en þar sinnti hann tveimur drengjaskólum þegar hann var enn að vinna. Það var ekki fyrr en eftir fertugt að skútusiglinga- áhuginn kviknaði fyrir alvöru og síðustu fjörutíu ár hefur hann siglt yfir öll heimsins höf. Hann hefur nokkrum sinnum lent í hremmingum. Eitt sinn brann bátur hans til kaldra kola nálægt ísbreiðu við Grænland en þá var hann einn á ferð. „Ég var fimm kílómetra frá næsta byggða bóli þannig að reykjarstrókurinn sást og stuttu síðar var mér bjargað af ísnum,“ segir Shepton. Hann segir að eitt sinn hafi hann komist í mikla hættu. Hann var þá staddur við Suð- urheimskautið og mastrið brotnaði. „Við náðum að tjasla saman smá hluta en það brotnaði í tvennt. Við settum annan hluta þess upp og gátum sett smá segl á það,“ segir hann en það dugði til að komast til Falklandseyja. Tvisvar norður fyrir Norður-Ameríku Hann er hingað kominn í boði Kjölbátasambands Íslands til að halda fyrirlestur á mánudagskvöld í Center Hótel Plaza í Aðalstræti og hefst hann klukkan átta. Þar mun hann lýsa tveimur ferðum þar sem hann sigldi norður fyrir Norður- Ameríku og til baka. Þar eru höf oft frosin og vindar erfiðir. Slík ferð tekur einn og hálfan mánuð og svo þarf að sigla sömu leið tilbaka því langt er að sigla alla leið suður til Pa- nama og þá leiðina heim. „Þú verður líka að muna að ég er Skoti og ég hafði heyrt að þeir væru að rukka fyrir að kom- ast í gegnum Panama-skurðinn,“ segir hann og skellihlær, en bætir við að auðvitað sé hin leiðin mun styttri. Sigldi með nemendum um heiminn Shepton segist njóta þess að sigla um höfin en þegar hann var að vinna í drengjaskólunum hafi hann náð að sameina vinnuna og áhugamálin en hann tók oft drengina með sér í klettaklifursferðir og siglingar. Eitt sinn sigldi hann um allan heim með nokkra nemendur sem voru nýútskrifaðir, 16 og 17 ára stráka. Ferðin tók 22 mánuði og tóku 15 nemendur þátt í ævintýrinu en ekki voru allir um borð samtímis. Ég spyr hvað konunni hafi fundist um þetta og hann segir hana vera skilningsríka. Hún heimsótti hann einu sinni á heimsreisunni en hún hefur ekki getað siglt með honum sökum sjóveiki. Þarf að hitta „Villingana“ Á Íslandi mun Shepton dvelja til þriðjudags en segist ekki geta verið lengur því hann þurfi að hitta hóp ungra manna sem hann kallar The Wild Bunch eða „Villingana“. Þeir fara um heiminn á seglbátum, klífa fjöll og kletta og spila á hljóð- færi sem þeir grípi gjarnan til á fjallstoppum. Herlegheitin eru svo fest á myndbönd sem þeir nota til að fjármagna ferð- irnar. Shepton segir að hann fjármagni sínar ferðir að mestu leyti sjálfur en fái þó oft styrki. Hann á fjögur börn og sjö barnabörn sem hann segist stundum taka með í siglingar, þó ekkert þeirra hafi erft þessa brennandi ástríðu. Suðurskautið og Kyrrahafið Shepton segir Suðurskautslandið vera magnaðan stað og ein- staklega töfrandi en einnig segir hann eyjar í Kyrrahafinu margar mjög minnistæðar. Á ferðum sínum um heiminn hafi hann kynnst alls kyns fólki, og bjó sumt af því við mjög frumstæðar aðstæður. Á Íslandi hyggst Shepton nota helgina til að skoða sig um í nágrenni Reykjavíkur og er ekki með áhyggjur af veðri, enda óttast hann ekki regn eða vind. „Ég er jú frá Skotlandi,“ segir hann og hlær. ÁTTRÆÐUR PRESTUR SIGLIR UM HEIMSINS HÖF Áskorunin drífur mig áfram SÉRA BOB SHEPTON FRÁ SKOTLANDI LÆTUR ALDURINN EKKI AFTRA SÉR EN HANN ER ÁTTRÆÐUR OG SIGLIR ENN UM HEIMSINS HÖF. HANN ER EINNIG KLETTAKLIFRARI OG SAMEINAR ÞESSI TVÖ ÁHUGAMÁL MEÐ ÞVÍ AÐ SIGLA OG KLIFRA VÍÐA UM HEIM. HANN SEGIST VERA NÁNAST HÆTTUR Í KLIFRINU EN HEFUR EKKI LAGT ÁRAR Í BÁT Í SIGLINGUM. SHEPTON HEFUR FARIÐ Í KRINGUM HEIMINN Á SKÚTU SINNI OG TÓK SÚ FERÐ 22 MÁNUÐI. HANN VAR KOSINN SIGLINGAMAÐUR ÁRSINS Í BRETLANDI ÁRIÐ 2013. NÚ ER HANN KOM- INN HINGAÐ Í BOÐI KJÖLBÁTASAMBANDS ÍSLANDS OG HELDUR FYRIRLESTUR Á MÁNUDAG. Texti og mynd: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Þú verður líka að muna að ég er Skoti og ég hafði heyrt að þeir væru að rukka fyrir að komast í gegnum Panama- skurðinn,“ segir Bob Shepton og skellihlær. Heilsa og hreyfing Margt gott við ellina Morgunblaðið/Kristinn Getty Images *Fólk eldist misvel og minnið tapast hjá sum-um en hjá öðrum ekki. Sýnt var fram á í rann-sókn frá 2010 sem gerð var í Háskólanum íMichigan að fólk yfir sextugt var mun betraen yngra fólk að koma með hugmyndir til aðfinna lausnir og einnig betra að setja sig inn íaðstæður. Stoney Brook-háskóli gerði könn- un sem sýndi að fólk yfir fimmtugt er mun hamingjusamara en þeir sem yngri eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.