Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Síða 17
1.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 The Telegraph greindi í vikunni frá viðamikilli rannsókn sem leiðir í ljós að japönsk börn eru þau sem munu lifa lengst allra barna í heim- inum. Er það meðal annars mataræðinu að þakka; grænmeti og vatnsríkum ávöxtum og lítið er af mjólkurvörum, kjöti, fitu og sykri. Japönsk börn með besta mataræðið* Ég setti líkamsrækt í forgang er ég átt-aði mig á því að hamingja mín er ná-tengd því hvernig mér líður með sjálfa mig. Michelle Obama Það getur reynst þrautin þyngri að ná góðum nætur- svefni á meðgöngunni og þarf ekki endilega að vera kominn langt á leið til að svefnleysi og sinadrættir fari að gera vart við sig á nóttunni. Til að reyna að bæta svefninn er fyrir það fyrsta lykilatriði að rúmið styðji vel við bakið og stoðkerfið en einnig getur breytt miklu að fá sér óléttukodda sem er þó mun stærri en nokkur koddi, oft eins konar risastór bangsi eða rúlla sem hægt er að kuðla á milli fótanna og undir líkam- ann, höfuð og fætur, til að hafa það sem þægilegast. Nokkrir slíkir eru til á markaðnum en meðal versl- ana sem selja slíka púða eru Tvö líf sem er með svo- kallaðan Form Fix púða. Púðinn veitir baki og maga aukinn stuðning en púðann er hægt að nota áfram eft- ir meðgöngu sem stuðning þegar barninu er gefið brjóst. Púðar sem þessir eru mjög léttir svo það er auðvelt að ferðast með þá með sér til dæmis í bú- staðinn. Óléttupúðar sífellt vinsælli Óléttupúða má meðal annars kaupa á internetinu en hér- lendis fæst slíkur púði meðal annars í Tvö líf. farin að orsaka kulnun? „Okkur hættir til að líta þetta hugtak, kulnun, sem eitthvað létt- vægt, en þetta er mjög erfitt að eiga við. Áður fyrr var litið á kuln- un sem merki um að þú værir veik- ur persónuleiki en nú er löngu búið að komast að því að kulnun er al- varleg afleiðing mikils álags. Þróun- in hefur því miður verið að vinnu- umhverfið er að verða sífellt erfiðara. Vinnustaðir fækka stöðu- gildum og það er meira álag á hverjum og einum starfsmanni, þetta er ekki auðvelt umhverfi að vinna í.“ Hvað ef-spurningar eitur Margir sem þjást af streitu vita að það er eitthvað að en átta sig ekki á því að rótin er streita. „Ég hef upplifað það oftar en einu sinni að á fyrirlestrum er röð til manns í hléi þar sem fólk setur í samhengi sín einkenni við helstu einkenni streitu.“ Andlegar varnir geta hrunið al- veg eins og líkamlegar varnir og forvarnir geta skipt öllu máli til að fólk þurfi ekki á endanum að vinna sig upp af botninum. „Það er stundum erfiðast að við- urkenna að maður upplifi sig hrein- lega ekki andlega sterkan, sem get- ur birst allavega; depurð, framtaksleysi, reiði og pirringur svo eitthvað sé nefnt. Sumu er auð- veldlega hægt að breyta og því sem maður hefur stjórn á og getur breytt er fyrsta skrefið. Það getur verið allt frá því að laga ískrandi ís- skáp á heimilinu eða láta skipta út vonlausum stól í vinnunni fyrir nýj- an. En svo er það staðreynd að stórum hluta streituvaldanna er miklu erfiðara að breyta eða hrein- lega ekki hægt að breyta. Þar á meðal er það hegðun annarra; maka, vinnufélaga og slíkt en það er gríðarleg orka sem fer í það að reyna að hafa stjórn á hlutum sem við höfum bara einfaldlega enga stjórn á. En það er hins vegar hægt að breyta hugarfarinu og sýn sinni á aðstæður hverju sinni. Mað- ur hefur val að horfa á aðstæður sem áskorun eða ógn – það er til dæmis gersamlega ólík útkoma í því hvort maður túlkar hegðun og orð yfirmanns sem áskorun eða ógn.“ Annað sem á sterkt innspil í streitu eru viðmið okkar sem eru þá of háleit, það er að segja – allt sem við gerum þarf að vera full- komið. Við sköpum stóran hluta okkar vandamála sjálf, eða það er að segja; hugsanir okkar snúast gjarnan um hluti sem í okkar huga verða vandamál en við getum ekki breytt. „Ég get nefnt gott dæmi með börnin okkar sem við höfum áhyggjur af á meðan við erum í vinnunni. Við gerum okkar besta, kennum þeim umferðarreglurnar og hvernig þau eiga að haga sér til að vera sem öruggust í lífinu. En svo þarf að sleppa tökunum, þau fara sjálf í skólann og við getum ekki verið að naga neglurnar yfir „Hvað ef“-hugsunum allan daginn. „Hvað ef“-hugsanir eru algjört eit- ur, magna kvíða og smitast inn í líðan okkar allan daginn.“ Upplifi fólk streitumerki, sem eru ekki farin að yfirtaka lífið þannig að bráðahjálpar er þörf, eru tvö stærstu geðlyfin hreyfing og góður svefn. „Fólk á að byrja að skoða þessa tvo þætti. Skoða hvort líkaminn fái næga útrás og jafnvægisstilla taugakerfið með góðum svefni. Ef það er í lagi, eða komið í lag, og streitan er þarna enn þarf að skoða fleiri þætti. Það er svo eins með streituna og margt annað; við þurf- um að leita til ólíkra aðila með ólík- ar lausnir fyrir okkur; sjúkraþjálf- ara til að losa um uppbyggða vöðvabólgu, líkamsræktarstöðvar eiga að vera partur af ferlinu og sálfræðingar og námskeið til að hjálpa manni að vinna með hug- arfarið. Okkar eigin tengslanet er líka mikilvægt; að við leitum til þeirra sem standa okkur næst. Stundum þarf að grípa inn í með beinni meðferð; í formi kvíðastill- andi lyfja en það þarf þá alltaf að vera gert samhliða því að viðkom- andi einstaklingur vinni með eigin huga. Hugarfarið er svo fastmótað og lyf brjóta það ekki ein og sér upp og við viljum helst hjálpa fólki að ná þannig tökum á lífi sínu að það sé til frambúðar.“ „Hvað svo sem það er, hvort sem það er vitundarvakning eða að mikil streita er einfaldlega farin að þjaka fleiri, þá hefur verið ótrúleg aukning í því að fólk sem er að bugast undan álagi leitar til okk- ar,“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir vinnusálfræðingur. Morgunblaðið/Eva Björk * A-týpan ergjarnan mann-eskjan sem hefur far- ið þetta á hnefanum og harkað þetta af sér langt umfram það sem hún þolir. Gjarnan má heyra að það sé í lagi að pikka upp mat sem dettur í gólf- ið og borða hann ef hann liggur ekki lengur en fimm sekúndur í gólfinu. Þetta er svokölluð „fimm sekúndna regla“ en bandarískir vís- indamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi kenning er þó talsvert flóknari og snýst um meira en að telja sekúndurnar. Frá þessu greinir The Guardian í vikunni en rannsóknin leiddi í ljós að bæði skiptir máli hvort maturinn lendir á hörðu eða mjúku yfirborði; því harðara sem yfirborðið er þeim mun líklegra er að maturinn meng- ist af bakteríum og þá er auðvitað betra að gólfið hafi verið nýlega þrifið og eldhúsgólfin eru yfirleitt verst þar sem eldamennska með kjöt og kjúkling fer fram. Stundum er hreinlega óumflýj- anlegt að maturinn mengist og á það við um sumar skaðlegar bakt- eríur sem eru þannig að þær menga matinn á þeirri sekúndu sem hann fellur á yfirborð gólfsins og skiptir engu máli hversu fljótt fólk er. Á þetta til dæmis við um ekólíbakt- eríuna og salmonellu. Þeir sem eru með veikt ónæm- iskerfi og eldra fólk á alls ekki að borða mat sem dettur á gólfið. Hins vegar er ljóst að eftir því sem maturinn liggur lengur í gólfinu þeim mun sýktari er hann og þegar þrjátíu sekúndur eru liðnar er hann orðinn tífalt sýktari en hann var eft- ir fimm sekúndur. Það er skárra að maturinn lendi á teppi en hörðu yfirborði. Það er að segja ef fólk er á annað borð að hugsa um að borða matinn sem datt í gólfið. Getty Images/iStockphoto 5 sekúndna reglan rugl Upplifðu hinn sanna anda jólanna með Kristjáni Jóhannssyni og gestum Gestir Kristjáns að þessu sinni eru þau Dísella Lárusdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Oddur Arnþór Jónsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík, Karlakór Kópavogs og sinfóníuhljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Í ELDBORG, HÖRPU, 6. DESEMBER KL. 20.00 Tryggið ykkur miða á harpa.is og tix.is // J Ö KU LÁ - W W W .J O KU LA .IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.