Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 44
Viðtal 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 E llen Calmon hefur látið til sín taka sem formaður Öryrkjabandalags Íslands á síðustu tveimur árum. Hefur kveðið við nýjan tón hjá bandalaginu undir forystu henn- ar, sem virðist hafa fallið í kramið en hún hlaut góða kosningu í endurkjöri fyrr í mán- uðinum. Ellen bjó í Vesturbænum áður en hún flutti í Breiðholtið þar sem hún ólst upp ásamt foreldrum og yngri systur, Katrínu Rós. Móðir hennar heitir Guðbjörg Hulda Árnadóttir og er stuðningsfulltrúi í Fella- skóla en faðir hennar er Eric Paul Calmon, sem lengst af rak fyrirtækið Íslenskt-franskt eldhús en starfar nú sem yfirmaður mötu- neytis í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Millinafnið flæktist fyrir henni Faðir hennar er franskur og sjálf ber hún millinafnið Jacqueline. Hún notar það ekki lengur en nafnið var farið að flækjast fyrir henni og hún varð fyrir fordómum vegna þess. „Ég varð fyrir þeirri reynslu að vera spurð: Getur þú skrifað góða íslensku,“ segir hún hægt og skýrt og hermir eftir því hvernig þetta hefur verið sagt við hana. „Ég fékk ekki íslenskan ríkisborgararétt fyrr en ég var 21 árs og það var eftir að LÍN neitaði mér um námslán vegna þess að þá voru reglurnar þannig,“ segir Ellen sem er samt fædd og uppalin hérlendis. „Ég var upprunalega franskur ríkisborgari en á þeim tíma var barnið látið fylgja rík- isborgararétti föðurins. Þegar mér var svo neitað um námslán þá styrkti yndislega amma mín og nafna Daníelsdóttir mig til náms það árið og í framhaldinu sótti ég um íslenskan ríkisborgararétt,“ segir Ellen en henni hafði verið boðið að sækja um íslensk- an ríkisborgararétt þegar hún varð 16 ára. „En þá var mér boðið að breyta nafninu mínu. Það var stungið uppá því að ég myndi heita Ellen Jakobína Karlsdóttir. Ég svaraði: „Pabbi minn heitir ekki Karl, hann heitir Eric Paul.“ Hvað segirðu þá með Eiríks- dóttir? Ég sagði: „Nei og ég er engin Jak- obína.“ Þess vegna afþakkaði ég íslenskan ríkisborgararétt á þeim tíma. En lögin hafa nú breyst síðan þá.“ Ellen hefur upplifað fordóma vegna er- lends nafns síns. Eitt sinn þegar hún sótti um starf þurfti hún að skila inn lokaritgerð- inni sinni til að sanna íslenskufærni sína, þrátt fyrir að vera menntaður kennari og út- skrifuð úr Kennaraháskólanum. „Mér fannst millinafn mitt því miður vera að flækjast fyrir fólki og þess vegna hef ég ekki notast við það opinberlega,“ segir Ellen, sem heitir í höfuðið á báðum ömmum sínum. Hún hefur nú búið til nýja alþjóðlega fjöl- skyldu en maður hennar er sænskur og er flugvirki. Hann heitir Karl Johan Tegelblom og saman eiga þau soninn Felix Hugo, sem er fjögurra ára síðan í sumar. Nafnið völdu þau þannig að það gengi í fleiri en einu landi. Hann ber síðan bæði eftirnöfnin Cal- mon og Tegelblom. „Hann getur bara valið þegar hann verður stærri hvað hann vill nota af þessu öllu saman. Hann hefur að minnsta kosti úr nógu að velja.“ Ellen gekk í Seljaskóla, fór síðan á tungu- málabraut í Kvennaskólanum og þaðan í Há- skólann á Akureyri. „Mig langaði til að flytja að heiman og fannst Akureyri spennandi staður til að búa á. Það var æðislega gaman en ég kláraði ekki þar heldur skipti yfir í Kennaraháskóla Íslands til að vera nær þá- verandi kærasta,“ segir Ellen. „Ég skrifaði lokaritgerðina mína um ADHD ásamt Soffíu Frímannsdóttur vin- konu minni sem er í raun og veru ástæðan fyrir því hvar ég er í dag. Ég held ég hafi almennt alltaf verið alveg frá því í grunn- skóla samfélagslega þenkjandi. Ég fann fyrir ákveðnum fordómum í æsku bara fyrir það að eiga útlenskan pabba, sem var dökkur yf- irlitum og skar sig úr,“ segir hún en sam- félagið var einsleitara á þessum tíma. „Mér var strítt í skóla og ég var uppnefnd bara fyrir það að vera hálf-frönsk. Þá fór ég að velta fyrir mér hugmyndum á borð við að allir hafi sama rétt, alveg sama hver þú ert, hvernig þú lítur út, hvaðan þú kemur eða hvað þér finnst,“ segir hún sem fór eftir menntaskóla að vinna á leikskólanum Grænuborg þar sem hún fékk það hlutverk að vera stuðningsaðili tveggja stráka með ADHD. „Þá fer ég að velta fyrir mér röskunum og stöðu barna með fötlun, sem er síðan eitt- hvað sem ég kynnist meira í náminu og þeg- ar ég varð stuðningsfulltrúi fyrir ein- staklinga með sérþarfir.“ Ritari þriggja borgarstjóra Eftir að hafa starfað sem flugfreyja hjá Air Atlanta í þrjú ár, hóf hún störf í Ráðhúsi Reykjavíkur sem ritari borgarstjóra. „Þór- ólfur Árnason réð mig en svo kom Steinunn Valdís og það var dásamlegt að vinna með þeim og mjög góð reynsla. Þá starfaði ég einnig með Vilhjálmi en skipti fljótlega um starfsvettvang innan borgarinnar. Þá kvikn- ar áhugi minn á stjórnsýslu og ég fór í meistaranám í opinberri stjórnsýslu með vinnu. Ég kynntist stjórnsýslunni vel og borgarkerfinu ekki síst. Síðan verð ég verk- efnastjóri hjá Þjónustu- og rekstrarsviði borgarinnar. Þá hafði ég umsjón með starfs- og fjárhagsáætlun allra þjónustumiðstöðva borgarinnar. Það eru þær sem hafa mest með þjónustu við fatlað fólk að gera í dag. Þjónustumiðstöðvarnar voru nýstofnaðar og því var þetta stórt verkefni og upplýsandi. Þaðan fer ég til Seltjarnarnesbæjar og starfa sem fræðslu- og menningarfulltrúi þar,“ segir Ellen sem hefur komið víða við. Barneignir létu standa á sér. „Við vorum búin að reyna að eignast barn lengi. Ég er með heilkenni sem gerir það að verkum að ég get ekki eignast barn eftir náttúrulegum leiðum. Við fórum í glasafrjóvgun og svo aðra smásjárfrjóvgun 2010 og þá var lukkan með okkur og Felix Hugo var á leiðinni,“ segir Ellen sem hætti störfum um þær mundir og einbeitti sér að barneignum. „Þegar ég var komin fimm mánuði á leið var ég tilbúin að skoða vinnumálin á ný og var ráðin sem framkvæmdastjóri hjá ADHD- samtökunum í 50% starfi,“ segir hún en síð- ar varð það að fullu starfi. Vantaði uppá baráttugleðina Í gegnum starfið kynnist hún ÖBÍ og verður fulltrúi samtakanna inni í aðalstjórn Ör- yrkjabandalagsins og fer síðan inn í fram- kvæmdastjórn. „Mér fannst hafa verið deyfð yfir bandalaginu. Mér fannst hafa verið eins- leitur tónn sem helgaðist af kröfugerð. Mér fannst ekki horft nógu mikið til þeirra fjöl- breyttu félaga sem eiga aðild að bandalag- inu,“ segir hún en félögin voru þá um 35 talsins en eru nú 41. „Mér fannst þurfa að sýna fram á þennan fjölbreytileika og mér fannst vanta uppá bar- áttugleðina. Mér fannst fundirnir okkar erf- iðir og þungir. Ég vildi fá meiri gleði og meiri liti og sýna fram á meiri fjölbreyti- leika. Ég fór þá fram á móti forvera mínum, honum Guðmundi Magnússyni, sem er af- skaplega vandaður maður,“ segir Ellen sem var kosin formaður með litlum mun fyrir tveimur árum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir það og þessi tvö ár mín hafa ekki síst helgast af því að fá sem flesta til liðs við ÖBÍ, að þjappa fólki saman og þétta raðirnar. Ég hef heim- sótt nánast öll félögin og átt gott spjall með þeim. Ég hef lagt áherslu á að þeim sé alltaf velkomið að leita til mín. Ég er alltaf tilbúin að aðstoða þau að koma málefnum þeirra á framfæri. Ég hef lagt mikið uppúr samræðu, innan bandalagsins, félaganna á milli og ekki síst samræðu við stjórnvöld. Mér finnst það gríðarlega mikilvægt. Mér fannst umræðan einsleit og ekki nógu uppbyggileg. Það var nóg um gagnrýni en það vantaði tillögur. Ég hef lagt upp með í öllu því sem við sendum frá okkur að leggja fram tillögur að lausn- um. Ef hlutirnir eru einhvern veginn öðru- vísi en við viljum hafa, getum við alltaf sagt hvernig við viljum að þeir séu,“ segir hún og útskýrir nánar. „Ég tel það nánast lögbundið hlutverk Ör- yrkjabandalagsins að vinna umsagnir um frumvörp og jafnvel tillögur, um allt sem okkur sérstaklega varðar. En um leið og ég segi það þá segi ég: allt sem gerist í sam- félaginu varðar okkur. Það er oft þannig að fatlað fólk er boðað til fundar þegar það á að ræða velferðarmál en það er ekki boðað þeg- ar á að ræða gatnagerð. Það er alltaf verið að tala um mikilvægi þess að setja upp kynjagleraugun en það er ekki síður mik- „Ég er engin Jakobína“ ELLEN CALMON HEFUR VAKIÐ ATHYGLI Í STARFI SÍNU SEM FORMAÐUR ÖRYRKJABANDA- LAGS ÍSLANDS Á SÍÐUSTU TVEIMUR ÁRUM. HÚN HEFUR LAGT ÁHERSLU Á MEIRI BAR- ÁTTUGLEÐI, LAUSNAMIÐAÐA OG LITRÍKA BARÁTTU FYRIR JAFNRÉTTI Í SAMFÉLAGINU. HÚN HEFUR SJÁLF MÆTT FORDÓMUM VEGNA ERLENDS UPPRUNA SÍNS; HÚN Á FRANSKAN FÖÐUR EN ER FÆDD OG UPPALIN Á ÍSLANDI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.