Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Qupperneq 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Qupperneq 49
1.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson verða heiðurs- gestir á tónleikum í Háskólabíói á laugardag klukkan 20. Þar verður Rúnars Júlíussonar minnst en hann hefði orðið sjötugur í ár. Ferill hans verður rakinn og margir listamenn koma fram, meðal annars synir hans Baldur og Júlíus og sex barnabörn. 2 Í Ráðhúsi Reykjavíkur stendur nú yfir farandsýning þar sem japanskir samtíma- listamenn túlka á fjölbreyti- legan hátt verk listamannsins Toshusai Sharaku, sem var uppi á 18. öld. Hann er þekktur fyrir port- rettmyndir af leikurum. 4 Jón Axel Björnsson mynd- listarmaður opnar í dag, laug- ardag, klukkan 13 sýningu í Studio Stafni við Ingólfsstræti sem hann kallar „Uppstillingar“. Þar sýnir hann ný myndverk og segir kveða við nýjan tón í verkunum. 5 Svokallaður Listasprettur verður í sýningarsölum An- arkíu, Hamraborg 3 í Kópa- vogi, á laugardag klukkan 15. Anna Karin Júlíussen og Sigríður Ólafsdóttir kynna nýjar ljóðabækur sínar, hljómsveitin Foreign land kynn- ir nýjan hljómdisk og þá gefur að líta sýningar Kristínar Tryggvadóttur og Sólrúnar Halldórsdóttur. 3 Virtur ensku strengjakvartett, Coull Quartet, kemur fram á tónleikum Kammermúsík- klúbbsins í Hörpu á sunnu- dagskvöldið. Á efnisskránni eru strengjakvartettar nr. 1 og 2 eftir Haf- liða Hallgrímsson og kvartett eftir Claude Debussy. MÆLT MEÐ 1 Á þessari sýningu er ég með víða skír-skotun í hugmyndir um hvarfpunkt,“segir Olga Bergmann um sýninguna sem hún opnar í öllum sölum Listasafns ASÍ í dag, laugardag, klukkan 15. Hvarfpunktur er sjónhverfing um þrívídd á tvívíðum mynd- fleti þar sem samsíða línur í fjarvídd dragast saman í einn punkt. „Í vistfræðilegum skiln- ingi erum við stödd á barmi spírals og ég fjalla á minn hátt um það,“ bætir hún við. „Ég hugsa þar um hvarfpunkt í þeirri merk- ingar að afar hraðar breytingar eiga sér nú stað og við vitum ekki hvert það leiðir okk- ur. Þetta hefur marglaga merkingu og ég fæst við að tengja þetta saman í tungumál- inu – og í verkum. Eitt er stórt samklipp, gert úr National Geographic-tímaritum, þá eru hér skúlptúrar út trjábolum, mold og steypu; í Arinstofu er innsetningin „Fugl- arnir“, þeir stara á mann, og í Gryfju er myndbandsverk: þar erum við á barmi hringiðunnar.“ OLGA BERGMANN SÝNIR Í ÖLLUM SÖLUM LISTASAFNS ASÍ Staðið á barmi hringiðunnar VERKIN Á SÝNINGU OLGU BERG- MANN BYGGJAST Á MARGSKONAR VÍSUNUM Í HVARFPUNKTA. „Í vistfræðilegum skilningi erum við stödd á barmi spírals,“ segir Olga. Hún er hér á sýningunni. Morgunblaðið/Eva Björk en ég byrja daginn á að blása; áður en ég næ að hugsa um eitthvað annað þá flýti ég mér að taka upp hornið, æfi mig og held mér í formi. Hvað ég blæs? Ég æfi í ákveðnu hugs- analeysi, ef svo má segja. Reyni að aftengja mig umhverfinu. Fyrir utan að æfa mig til að vera líkamlega í formi við að blása, þá reyni ég að nálgast einskonar hugleiðsluást- and. Ná einhverskonar flæði og truflast ekki. Best er að ná því ástandi á tónleikum, þá held ég að besta tónlistin verði til.“ Frábær djasssena hér Nú er þessi nýi diskur að koma út, er næsta verkefni þegar komið í farveg? „Ég er nú oft með tvær til þrjár hug- myndir bak við eyrað,“ svarar hann. „Svo er spurning hvað verður ofan á.“ Hann hefur hingað til unnið plöturnar sínar sem eina heild. „Yfirleitt er ég búinn að sjá hljóm- sveitina fyrir mér áður en ég skrifa músík- ina, og jafnvel hverjir eru í henni.“ Og hvernig semur hann? „Ég sit við píanó og skrifa lögin upp. Ef það er flókið þá hamra ég hugmyndirnar inn í tölvuna og spila þær þannig út. Síðan er alltaf rúm fyrir breytingar, nýja kafla og spuna. En stórsveitarmúsíkin er meira nið- urnjörvuð, því margir eru í sveitinni.“ Hvað hefur hann að segja um djasssenuna á Íslandi í dag? „Mér finnst hún frábær. Það mættu vera fleiri staðir að spila á en ekki vantar mann- skapinn eða músíkina. Maður hefur tekið eftir því undanfarið að ferðamenn eru að skila sér vel á djasstónleika, leita þá gjarnan uppi. En margir fínir hljóðfæraleikarar hafa verið að koma fram og það er líka mikill metnaður í þeim eldri. Fólk vill gera vel og halda tónlistinni lifandi. Og frábærum plöt- um er dælt út. Eini gallinn er að maður veit ekki á hvaða formati á að gefa út, ekki eiga allir geislaspilara lengur. Og það er ekki eins og að plötuútgáfa sé myljandi gróðab- isness í dag. Músík sem gefin er út á Íslandi er meira og minna hugsjónamennska.“ „Mér finnst Stórsveitin hafa verið í stöðugri framför og sérstaklega síðustu tvö til þrjú árin. Hún er orðin skrambi góð,“ segir Jóel Pálsson og hampar tenór- saxinum við hlið Kjartans Valdimarssonar píanóleikara sem útsetti lög hans og stjórnar Stórsveit Reykjavíkur á útgáfutónleikum á mánudagskvöld. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.