Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 43
1.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Nótin er dregin eftir sjávarbotninum. V ið vorum að veiða þorskfiskseiði og rann- sóknin miðar að því að reyna að skilja þá þætti sem stuðla að lifun og afkomu seið- anna á fyrsta vetrinum eftir að þau klekj- ast,“ segir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líf- fræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum, en Kristinn Ingvarsson, ljós- myndari Háskóla Íslands, heimsótti hana og sam- starfskonur hennar, hina þýsku Anja Nickel og hina frönsku Marion Durand, vestur síðsumars og fylgdist með þeim að störfum í Seyðisfirði og Hestfirði. „Í þessari rannsókn fylgjumst við til dæmis með fæðusamkeppni, samkeppni innan árganga og sam- keppni þorskseiða við aðrar fisktegundir, eins og ufsa,“ heldur Guðbjörg Ásta áfram. Hún segir ekki um reglulega vöktun að ræða en seiðin hafa þó verið veidd annað veifið undanfarin ár. Og safnast þegar saman kemur. „Fyrir utan veiðarnar höfum við verið að taka lifandi seiði inn á rannsókn- arstofu og kanna áhrif hitastigs á samkeppni milli seiða, til dæmis milli stærðarflokka.“ Fyrstu niðurstöður liggja fyrir Guðbjörg Ásta segir fyrstu niðurstöður úr rannsókn- inni liggja fyrir og þar sést að stærri seiðin sem koma fyrst inn á uppeldisstöðvarnar hafa yfirburði yfir minni seiðin. Þetta kallar hún snjóboltaáhrif. „Núna ætlum við að skoða þetta aðeins betur og sjá hvort aldur seiðanna skiptir máli, það er hvenær þau voru að klekjast eða hvenær þau voru á hrygningarstöðv- unum. Eða þá hversu hratt þau fara að éta úr botn- legri vist. Sá tími er mjög mikilvægur í lífssögu þorsksins, þar sem seiðin eru að færa sig frá því að vera í sviflegri vist yfir í að fara að éta og nýta þessa botnlegu vist. Það verða alveg gífurleg afföll á seið- unum á þessum tíma, allt upp í 99%,“ segir Guðbjörg Ásta. Þetta hefur lítið verið rannsakað á Íslandi til þessa, þannig að niðurstaðna er beðið með eftirvæntingu. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum er til húsa í Bolungarvík og hlutverk þess er einkum að rannsaka nýtingu á sjávar- og strandauðlindum. Tveir fastráðnir akademískir sérfræðingar starfa við setrið, Guðbjörg Ásta, sem skoðar fyrst og fremst þróun- arvistfræði fiskistofna, og Ragnar Edwardsson forn- leifafræðingur sem skoðar nýtingu á sjávarauðlindum, bæði fiski og hvölum. Sumarstarfsfólk og nemendur koma einnig að starfinu. Guðbjörg Ásta kom vestur í desember 2007. Hún á engar ættir að rekja til Vestfjarða en líkar ákaflega vel. „Umhverfið er alveg yndislegt. Það togaði mig hingað og heldur mér hér. Þess utan væri erfitt að stunda rannsóknir af þessu tagi ef maður væri stað- settur í Reykjavík. Við höfum farið að minnsta kosti vikulega í þessar veiðar frá því um miðjan júlí og er- um ennþá að.“ Anja Nickel dregur nótina að landi. Anja Nickel gengur frá net- um við lok veiðidagsins. Hvað er á seyði hjá seiðunum? RANNSÓKNARSETUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Á VESTFJÖRÐUM STUNDAR NÚ RANNSÓKNIR Á AFKOMU ÞORSKFISKSEIÐA FYRSTA VETURINN EFTIR AÐ ÞAU KLEKJAST. NIÐURSTAÐNA ER BEÐIÐ MEÐ EFTIRVÆNTINGU ENDA HEFUR ÞETTA LÍTIÐ VERIÐ RANNSAKAÐ HÉRLENDIS. Myndir: Kristinn Ingvarsson kri@hi.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.