Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.11. 2015 Öll baráttumál bandalagsins rúmast undir þessum samningi. „Mér finnst einna mikilvægast að fá sam- félagið með okkur. Samfélagið, það eru kjós- endur, það eru þeir sem velja hvernig sam- félagi þeir vilja búa í. Lyf, lyfjakostnaður, hjálpartæki, aðgengi, menntun og atvinnu- tækifæri; þetta rúmast allt undir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fullgilding er fyrsta skrefið og lögfest- ing er síðan næsta skref sem við horfum til. Við byrjum á þessu því maður verður að byrja einhvers staðar. Ég tel það gríðarlega mikilvægt að vekja athygli almennings á samningnum enda hefur hann djúpa þýðingu fyrir fatlað fólk, örorkulífeyrisþega, langveikt fólk og aðstandendur þeirra. Aðstandendur þurfa ekki síður á réttindum að halda.“ Vill taka upp aðstandendadaga Hún rifjar upp þegar hún fór á ráðstefnu í Svíþjóð, sem kallaðist „Vinnan í gegnum líf- ið“. „Vinnan fylgir þér í gegnum fæðingu barns, ástvinamissi, tímabundinn heilsubrest og svo framvegis. Þú þarft alltaf að sækja vinnuna þína og það þarf að vera ákveðinn sveigjanleiki á vinnustaðnum. Það er gríð- arlega mikilvægt fyrir fatlað fólk að geta stundað hlutastörf. Það er ekki síður mik- ilvægt fyrir aðstandendur að það sé sveigj- anleiki á vinnustað,“ segir hún og rifjar upp þegar hún bjó þá einhleyp og starfandi kennari með aldraðri ömmu sinni. „Amma varð einu sinni ofsalega lasin og ég hafði engin tækifæri til að vera heima hjá henni heldur hljóp heim í frímínútum að tékka á henni og veita henni ákveðna þjónustu,“ seg- ir hún og bendir á að ástand sem þetta geti verið virkilega bagalegt. „Ég vil leggja til rétt á aðstandendadög- um. Ég er ekki að tala um að það þurfi að rýmka veikindarétt heldur að aðstandenda- dagar verði hluti af þínum veikindarétti og þú getir þá ráðstafað þeim ef einhver ná- kominn þarf á þér að halda. Þá er það ekki undir hælinn lagt hvernig yfirmann þú sért með upp á að fá að sinna veikri ömmu,“ seg- ir hún. „Skilningur á vinnustað skiptir miklu máli. Þegar ég komst að því að ég gæti ekki eign- ast barn eftir náttúrulegum leiðum hafði það mikil áhrif á mig og ég varð afskaplega döp- ur og leið verulega illa. Ég sýndi ekki sömu starfsgetu í vinnunni og áður,“ segir Ellen, sem fékk ekki stuðning á vinnustaðnum frá yfirmanni sínum. Hann sagði: „Þú verður bara að hysja upp um þig buxurnar og halda áfram.“ Hún segir að þetta hafi haft áhrif á sig. „Þetta stuðaði mig svakalega og sam- band mitt við þennan yfirmann varð aldrei eins, því hann stráði salti í sárin. Þetta var vond upplifun, höfnun og enginn stuðningur. Það er mikilvægt fyrir vinnuveitendur að gera sér grein fyrir því þegar fólk er að ganga í gegnum eitthvað í lífinu og veita starfsfólkinu stuðning. Stundum er þetta bara spurning um styðjandi samtal. Ef þessi yfirmaður hefði tekið öðruvísi á móti mér í þessu ástandi eða bent mér á annan hátt á þetta hefði ég eflaust fyrr farið að sýna sömu getu og áður sem ég gerði svo að sjálf- sögðu að lokum.“ Vinnan er í gegnum lífið, segir hún og „fólk er allskonar og það lendir í allskonar. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að fólk hafi rétt á því að taka einhverja daga á ári til að sinna sínu aðstandendahlutverki ef það þarf,“ segir hún og bendir til dæmis á að það sé mikið álag á fólki sem sé komið á þann aldur að það þarf að styðja við foreldri sem hefur ef til vill þörf á að komast á hjúkrunarheimili. Í kringum það sé mikil vinna og foreldrið þurfi stuðning. „Í þessum aðstæðum er gott að starfsfólk njóti skiln- ings,“ segir Ellen sem hefur ekki áhyggjur af því að fólk misnoti þetta frekar en aðra veikindadaga. „Við þurfum að treysta fólki og samband vinnuveitanda og starfsfólks þarf að vera þannig að hann viti hvað sé í gangi í einkalífinu ef það hefur áhrif á starf- ið,“ segir hún. „Það hefur auðvitað djúpstæð áhrif á fólk þegar það eru alvarleg veikindi í fjölskyldu. En um leið og ég segi að fólk eigi að eiga einhvern hluta af veikindaleyfi sínu til að sinna aðstandendahlutverkinu segi ég að sama skapi að kerfið eigi að sjálfsögðu að vera fyrsti aðstandandi.“ Hún minnist ennfremur þess þegar hún mætti skilningsleysi í námi. „Ég var með enskukennara, karlmann, þegar ég var í Kennaraháskólanum. Ég varð svo veik í náminu, var með æxli í eggjastokknum og þurfti að fara í bráðaaðgerð. Þá segir hann við mig eftir að ég hafði ekki skilað ein- hverjum verkefnum. „Þú kemur ekki með þín persónulegu mál inn í skólann. Ég skil mín persónulegu mál eftir heima.““ Hún segir að það hafi verið erfitt að mæta þessu viðhorfi, þessari framkomu og skiln- ingsleysi, hjá kennaranum og yfirmanninum, og því finnist henni erfitt að gleyma. Fæ ég vinnu? Hún segir að eitt af því sem þurfi að horfa til á vinnumarkaði sé að hann geti tekið á móti fólki með skerta starfsgetu. „Við erum nýkomin af stað með ungliðahreyfingu Ör- yrkjabandalagsins og það eru ótrúlega öfl- ugir einstaklingar þar inni. Eitt af stærstu áhyggjuefnunum hjá þeim er: Fæ ég vinnu? Sumstaðar er það líka hvort þau geti stund- að það nám sem þau vilja eins og í Listahá- skólanum sem er ekki aðgengilegur fyrir alla,“ segir Ellen og bætir við að það vanti hlutastörf. „Það er mikill skortur á hlutastörfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þegar við erum að tala um hlutastörf erum við ekki endilega að tala um 50% starfshlutfall eða ákveðna daga í viku. Hlutastörf geta verið líka táknað sveigjanlegan vinnutíma, þau geta líka verið þannig að þú vinnir þrjá mánuði á ári. Fólk með geðraskanir getur kannski unnið alltaf, fyrir utan tvo mánuði á ári. Er hægt að koma til móts við það?“ segir hún en það er eitthvað sem atvinnulífið þarf að svara. „Mannauðsstjórnunarfræðin segja okkur að þú færð mesta vinnuframlagið frá fólki í hlutastörfum. Sá sem er ráðinn í 40% stöðu vinnur yfirleitt sín 40% og kannski örlítið meira.“ Frá því að þú tókst við – er eitthvað sem hefur verið erfiðara en þú hélst eða komið á óvart? „Ég viðurkenni alveg að þetta var eins og að hlaupa á loftdýnu. Ég lenti hlaupandi og áttaði mig svo á því að formaður Öryrkja- bandalagsins ræður bara engu! Þetta er risa- stórt bandalag. Nú erum við komin með 41 aðildarfélag. Þegar þau voru 37 voru 29.000 manns félagar eða um 9% þjóðarinnar í bandalaginu,“ segir hún. „Þetta er félagsstarf þannig að félagarnir eru margir og mjög áhugasamir. Það er mik- ilvægt fyrir formann að ræða við grasrótina fyrst og leita samþykkis áður en hugmyndir eða ákvarðanir fara í opinbera umfjöllun. Ég viðurkenni að stundum reynir á þolinmæð- ina.“ Ekki lengur aðeins bandalag öryrkja Hún segir nafn bandalagsins á margan hátt misvísandi. „Það eru ekki næstum allir í félaginu öryrkjar. Öryrkjar eru skráðir um 17.000 hjá Tryggingastofnun ríkisins en í bandalaginu eru 29.000 manns. Við erum í raun ekki öryrkjabandalag lengur. Við erum bandalag fatlaðs fólks, örorkulífeyrisþega, langveikra og aðstand- enda þeirra.“ Hún segir að það hafi tekið lengri tíma að ná fram breytingum heldur en hún bjóst við. „Það var það sem mér þótti erfiðast í upp- hafi. Það tekur langan tíma að fá samþykki fyrir einhverju sem maður vill leggja áherslu á. Jafnvel fer það líka þannig að maður fær ekki samþykki fyrir því sem maður vill leggja áherslu á. Það er auðvitað lýðræðið sem gildir hér. Ég segi stundum að ég væri búin að gera helmingi meira ef hlutirnir gengju almennt hraðara fyrir sig,“ segir hún en í þeim til- gangi var skipulagi bandalagsins breytt á síðasta aðalfundi. „Við verðum með fimm málefnahópa. Það er leið til að koma fleiri málum á dagskrá. Það er líka ákveðin valddreifing sem felst í því.“ Áður var aðalstjórn sem í var einn fulltrúi frá hverju félagi en núna er stjórnin sér- staklega kjörin og telur 19 manns. Þessir að- ilar hafa þá sóst sérstaklega eftir því að vinna með okkur, eru tilbúnir og hafa tíma og það er svo frábært.“ Þetta skiptir allt öllu Hún segir málefnahópana endurspegla breiddina í félaginu en þeir taka fyrir kjara- * Öryrkjar eruskráðir 17.000en í bandalaginu eru 29.000 manns. Við er- um ekki Öryrkja- bandalag lengur. Við erum bandalag fatlaðs fólks, örorkulífeyris- þega, langveikra og aðstandenda þeirra. Ellen og eiginmaður hennar, Svíinn Karl Johan Tegelblom, með soninn Felix Hugo Calmon Tegelblom. Þau vildu að hann bæri alþjóðlegt nafn sem gengi víða. „Hann getur bara valið þegar hann verður stærri hvað hann vill nota af þessu öllu saman. Hann hefur að minnsta kosti úr nógu að velja“ Ljósmynd/Eric Paul Calmon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.