Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.11.2015, Blaðsíða 33
1.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Tæknin er varðeldur sem við sitjumöll við og segjum sögurnar okkar. Laurie Anderson, bandarísk fjöllistakona. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segist skilja vel þá sem eru að verða vitlausir yfir Candy Crush beiðnum frá vinum og kunningjum á sam- félagsmiðlinum. Jafnframt hefur hann lofað að gera eitthvað í því en Zuckerberg sat fyrir svör- um á alþjóðlegri tækniráðstefnu í Delhi á Ind- landi. Zuckerberg gaf þessi svör við fyrirspurn á ráð- stefnunni þar sem einn úr salnum stóð upp og sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af leikja- beiðnum og hvort hann gæti stöðvað það. Zuckerberg sagði að nú þegar væru starfs- menn fyrirtækisins farnir að skoða leiðir til að notendur gætu komist hjá því að fá sendar leikja- beiðnir. Þess má geta að salurinn fagnaði þessum orðum með dynjandi lófaklappi. Zuckerberg fór ekki nánar út í það hvernig þessum breytingum yrði hagað en sagði að hann hefði aðeins nýlega gert sér grein fyrir því að þetta væri hitamál fyrir notendur samskiptamið- ilsins og því hefði fyrirtækið forgangsraðað því að finna út úr þessu umfram önnur mál. Á síðasta ári eyddu eyddu notendur Candy Crush Saga leiksins um 170 milljörðum íslenskra króna í leikinn. Framleiðandi leiksins, King, hefur ekki tjáð sig um þessar fyrirhuguðu breytingar. EKKI ALLIR SÁTTIR VIÐ CANDY CRUSH Leikjabeiðnir stöðvaðar Candy Crush er gróðamaskína fyrir framleiðanda leiksins; King en leikurinn er einn sá vinsælasti í heiminum. Listaverkasala og viðskipti með fágæta og dýra söfnunarvöru hafa gengið brösuglega á netinu, þrátt fyrir að þekkt uppboðshús og listaverkasalar hafi verið í forsvari fyrir þau viðskipti. Svo virðist vera sem fólk vilji ganga frá slíkum viðskiptum augliti til auglit- is við sölumanninn og skoða varninginn vandlega með eigin augum áður en gengið er frá kaupum. Í dag er talið að aðeins um 6% af listaverkasölu í heiminum fari fram á netinu samkvæmt skýrslu, TEFAF; Euro- pean Fine Art Foundation frá síðasta ári. Árið 1999 reyndi eBay þannig að færa kvíarnar út í listaverkasölu og keypti But- terfield & Butterfield uppboðshúsið fyrir 260 milljónir dala. Þremur árum síðar los- aði eBay sig við Butterfield og seldi það áfram til uppboðshússins Bonhams þar sem viðskiptamódelið þótti fullreynt; fólk vildi einfaldlega ekki kaupa dýru listaverkin sín á netinu. Nú binda listaverkasalar- og uppboðshús vonir við að þetta sé smám saman að breytast þótt ólíklegt þyki reyndar að allra dýrustu verkin verði nokkurn tíman keypt í gegnum netið. Er það bæði því að þakka að öryggisnetið í verslun á netinu er orðið mun sterkara, þar sem auðveldara er að skila hlutum, og þar með talið málverkum, sé fólk óánægt eða finnist eitthvað ábóta- vant og meiri trygging fyrir endurgreiðslu. Einnig er stafræna tæknin orðið það sterk að myndir af listaverkum í hárri upplausn þykja gefa mjög góða mynd af verkinu, ástandi þess og áreiðanleika. Þá er auðveld- ara að vera í beinu sambandi við listaverka- salann og rekja bakgrunn verksins að því er segir í grein sem birtist í Washington Post. Artsy er meðal þeirra fyrirtækja sem standa framarlega í sölu listaverka á netinu í gegnum fjöldann allan af listaverkagall- eríum og í samstarfi við uppboðshús en ekki síður er það stór partur af starfi Artsy að mennta notendur sína í listfræði og fá þannig stærri hóp fólks inn í listheiminn. Er það talið jafn mikilvægur þáttur í því að efla listaverkasölu á netinu og öryggismálin; að fleira fólk heillist af listheiminum og vilji vera með. Enn sem komið er eru málverk keypt á netinu sjaldnast dýrari en um 6 milljónir ís- lenskra króna. UPPBOÐSHÚS OG GALLERÍ MEÐ BETRI ÞJÓNUSTU Uppgangur í listaverkasölu á netinu Fyrirtæki eins og Artsy vilja mennta netnotendur í listfræði. AFP Galdurinn á bak við það að búa til lykilorð sem auðvelt er að muna en erfitt að hakka er að rækta súrreal- ískar skáldataugar sínar og setja sig í ljóðrænar stellingar. Þetta er nið- urstaða rannsóknar sem tveir vís- indamenn við Háskólann í Suður- Kaliforníu unnu og The Independ- ent greindi frá í vikunni. Í stuttu máli þá eru lykilorð sem innihalda nokkur orð úr ólíkum átt- um sem virðast lítið tengjast mun öruggari en samsuða af bókstöfum, tölustöfum og táknum sem við hing- að til höfum talið þau öruggustu. Þannig er heimspeki-hestur-batterí- sleikjó gott lykilorð því í fyrstu virð- ast þessi orð ekki tengjast. Til að muna svo þessi ólíku orð er hér leiðin: Búðu til skemmtilega og skrítna örsögu sem tengist orð- unum. Sögu um heimspekilega hest- inn sem fann batterí sem var áfast sleikipinna. Viðkomandi mun muna þessa sögu að eilífu en tölvuhakk- aranum aldrei detta slíkt rugl í hug. Sömu vísindamenn segja að einnig sé sniðugt að semja tvær ljóðlínur og læra þær utanbókar, sem verða þó að vera heldur útópískar. Eitthvað í líkingu við: „Amman í skrifborðinu framleiðir hátíðni.“ ÖRUGGARI EN BÓK- OG TÖLUSTAFIR Það þarf ekki að vera flókið að smíða lykilorð sem erfitt er að hakka. AFP Skáldleg lykilorð Nýrrar Star Wars myndar er beðið af mikilli eftirvæntingu og fjöldinn allur af Star Wars öppum og leikjum poppar upp á meðan. Einn þeirra skemmtilegustu fyrir snjallsíma er leikurinn Star Wars:Uprising sem er ókeypis fyrir Android og iOS. Star Wars leikjaæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.