Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 29.05.1986, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. maí 1986 11 ÞAKKARORÐ TIL FARSÆLLA LEIÐTOGA Keflvíkingar hafa átt því láni aðfagna, að íáratugi hefurvalist úrvalsfólk til stjórnunar bæjarmála. Við næstu bæjarstjórnarkosningarvill svotil, að þrír bæjarfulltrúar, sem setið hafa í forystusveit bæjarstjórnar í yfir áratug, víkja nú fyrir nýju fólki. Þeir eru Tómas Tómasson fyrir Sjálfstæðisflokk, Hilmar Pétursson fyrir Framsóknarflokk og Ólafur Björnsson fyrir Al- þýðuflokk. Brotthvarf þeirra úr bæjarstjórn hefur að vonum vakið athygli og verður sjónarsviptir af. Hér verða ekki tíunduð einstök mál er þeir hafa staðið að, enda vandséð hvar skal byrja og hvar skal enda. Ekki verður heldur gert upp á milli þeirra við verkalok, því þeir hafa allir sem einn haft velferð bæjarlélagsins að leiðarljósi. Bæjarbúar vita að þeir munu áfram miðla af þekkingu og reynslu sinni til nýrra bæjarfulltrúa og hver um sig hlúa að starfsemi síns stjórnmála- flokks. Þannig munu Keflvíkingar áfram njóta þeirra góðu áhrifa, er samstarf þeirra og vinátta hefur skapað í stjórnun bæjarmála. Ungt sjálfstæðisfólk vill nota þetta tækifæri og þakka þeim fyrir margra ára óeigingjarnt starf í þágu keflvískrar æsku og færir þeim óskir um far- sæld og góða daga í framtíðinni. HEIMIR, Félag ungra Sjálfstæðismanna, Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.