Morgunblaðið - 04.12.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 04.12.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Verslunarskóli Íslands, há-skólanám í markaðs-fræðum í Bandaríkjunum,rekstur auglýsingastofu. Þannig var náms- og starfsferill Kristjáns Jónssonar, listmálara og leiðsögumanns, í stórum dráttum til ársins 1988. Hann þótti því að von- um ekkert sérstaklega listamanns- lega vaxinn. Eða leiðsögumannslega ef því væri að skipta. „Undirbúning- urinn var að minnsta kosti ekki hefð- bundinn, enda hafði ég ekki gengið með listamann í maganum,“ segir hann sposkur. Auglýsingabransinn kveikti í honum löngun til að læra grafíska hönnun og það var einmitt mark- miðið þegar hann hélt til Barcelona á Spáni, 28 ára gamall, til náms í Escola Massana-listaháskólanum þar í borg. „Mér leist hins vegar svo vel á málaradeildina að ég skipti um skoðun og hóf þar nám. Ungur og bjartsýnn taldi ég fullvíst að sú til- vera biði mín að verða starfandi list- málari á Íslandi.“ Bjartsýnn í Barcelona Til marks um bjartsýnina var Kristján sá eini af 92 nemendum á lokaári í skólanum sem í skoðana- könnun taldi allt horfa afskaplega gæfulega fyrir sér á listamanns- brautinni að loknu námi. „Flestir nemendanna voru Spánverjar, aðal- lega frá Katalóníu, og það var mikið kreppuhljóð í þeim. Mér líkaði mjög vel í skólanum, sem var afar frjáls- legur, maður gat valsað á milli deilda og bara gert það sem manni sýndist. Slíkt þótti samt óvenjulegt á þeim tíma og myndi ábyggilega ekki líðast núna því að viðurkenndir listahá- skólar Evrópu þurfa að starfa sam- kvæmt ákveðnu fyrirkomulagi, að því er mér skilst.“ Frjálslyndið átti svo ljómandi vel við Kristján að hann eyddi fjór- um árum í að gera bara það sem honum þótti skemmtilegt; teikna, mála og vinna grafík. „Teoríurnar höfðu setið á hakanum hjá mér og ég átti eftir bunka af ókláruðum rit- gerðum. Ég var hins vegar orðinn óþreyjufullur að fara að mála og halda sýningar svo ég hætti og er því í rauninni „drop-out“ úr listaskóla þrátt fyrir margra ára nám.“ Kristján segir það þó ekki hafa háð sér að hafa ekki útskrifast form- lega úr skólanum. „Í byrjun upplifði ég mig svolítið utan listamanna- kreðsanna hérna heima og var lengi Hetjur æskunnar og ástin á landinu Kristján Jónsson nam málaralist í fjögur ár í spænskum listaskóla fyrir margt löngu. Hann opnar sýninguna Portrett og landslag í sýningarsalnum Gróttu hinn 10. desember. Spænsku áhrifin leyna sér ekki í litunum; þeir eru heitari en hann sér í íslensku landslagi á ferðum sínum sem leiðsögumaður. Á toppnum Kristján og Diljá á eftirlætisstað sínum; toppnum á Sveinstindi. „Sýningin er ekki áreynsluþrungin tilraun mín til að máta mig við hefðina, heldur hylling gamalla æskuhetja og lýsing á ástarsambandi mínu við landið.“ Stundum eru umbúðir gjafa ekki síður áhugaverðar en innihaldið, sérstaklega ef þær eru handgerðar og augljóst að gefandinn hefur nostrað við innpökkunina. Á vefsíð- unni templatemaker.nl geta þeir sem vilja vanda sig sérstaklega við að pakka inn jólagjöfunum – eða bara gjöfum við öll tilefni og tæki- færi – sótt sér snið eftir lögun inni- haldsins. Hollenskur vefhönnuður heldur úti síðunni sem er með alls kon- ar sniðum, leiðbeiningum og til- lögum að skemmtilegum og óvenju- legum umbúðum. Mældu hlutinn, sláðu inn málin og prentaðu. Svo einfalt er það. Mælt er með að nota þykkari gerð prentpappírs. Síðan er bara að taka sér skæri í hönd, klippa út sniðið og brjóta pappírinn samkvæmt ítarlegum leiðbeiningum. Möguleikarnir eru óþrjótandi og um að gera að nota hugmyndaflugið og prófa sig áfram. Aðgangur er ókeyp- is og ekki er krafist lykilorðs. Vefsíðan www.templatemaker.nl Leiðbeiningar Ítarlegar leiðbeiningar og alls konar tillögur eru á síðunni. Sérsniðnar gjafaumbúðir PopUp verslun setur upp jólamarkað í portinu í Hafnarhúsinu kl. 11 til 17 á morgun, laugardag 5. desember. Verslunin hefur undanfarin fimm ár haldið markað á aðventunni en í ár verður hann með breyttu sniði, því auk hönnunar verður myndlist, matur og tónlist á boðstólum. Sett verður upp eldhús þar sem vegan-kokkurinn Linnea Helström verður gestakokkur ásamt kærasta sínum Krumma Björgvinssyni. Sér- stakt útgáfuhóf vegna bókarinnar og söngleiksins Björt í sumarhúsi verður einnig í portinu, tónlistaratriði frá Endilega … List Verk eftir Auði Lóu Guðnadóttur í Solids myndlistarhópnum. … kíkið á jólamarkað í portinu Kvennakór Kópavogs og Unni Söru Eldjárn og myndlistarhópurinn Solids setur upp PopUp gallerí. Leirlistakonurnar Anna Hallin, Áslaug Höskulds- dóttir, Guðrún Hall- dórsdóttir, Inga Elín, Ingunn E. Stef- ánsdóttir og Ragn- heiður I. Ágústs- dóttir taka höndum saman og opna vinnu- stofur sínar fyrir gest- um og gangandi um helgina. Þær eru til húsa í SÍM- húsinu við Seljaveg 32 og verða með opið frá kl. 16 til 20 í dag, en kl. 12 til 16 bæði laugardag og sunnudag. Úrval verka lista- kvennanna verður til sýnis og sölu, til dæm- is matarílát af ýmsu tagi, bollar, stell, kertastjakar, diskar; skrautmunir jafnt sem nytjahlutir af ýmsu tagi. Þær lofa sannkallaðri jóla- stemningu og hafa feng- ið Reyni Jónasson, harm- onikkuleikara, til að leika jólalög og önnur vinsæl lög milli kl. 15 og 16 á laugardaginn. Léttar veitingar verða í boði. Skrautmunir og nytjahlutir úr leir til sýnis og sölu Sex leirlistakonur bjóða gestum og gangandi í vinnustofur sínar Ólík listaverk Leirlistakonurnar sex eru hver með sinn stíl. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.