Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 Munið að slökkva á kertunum Treystið aldrei alfarið á kertaslökkvara Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Bráðabirgðayfirlit Seðlbankans ger- ir ráð fyrir því að undirliggjandi er- lend staða þjóðarbúsins sé nú nei- kvæð um 7.495 milljarða króna og jafngildir það 348% af landsfram- leiðslu. Hin neikvæða staða tengist fyrst og fremst óuppgerðum slitabú- um föllnu viðskiptabankanna. Séu þau tekin út fyrir sviga í matinu gjörbreytist staðan og verður já- kvæð sem nemur 1% af landsfram- leiðslu. Steinn Friðriksson, sérfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðla- bankans, segir eðlilegt að taka búin út fyrir sviga. „Það er töluvert loft í hreinu stöð- unni eins og henni er varpað fram án þess að slitabúin séu tekin út. Ef slitabú fallinna fjármálafyrirtækja verða gerð upp með nauðasamning- um verður stór hluti skulda þeirra afskrifaður,“ segir Steinn. Hann segir að í kjölfar nauða- samninganna muni skuldir búanna hins vegar ekki þurrkast að öllu leyti út og að taka verði tillit til þeirra við mat á stöðu þjóðarbúsins. „Það er eðlilegt að mat sé lagt á það hver staðan verður að loknum nauðasamningum. Reiknuð áhrif slitanna gera ráð fyrir því að hrein erlend staða þjóðarbúsins verði nei- kvæð um 760 milljarða eða 35,2% af áætlaðri vergri landsframleiðslu undir lok þriðja fjórðungs þessa árs, en þá hefur hvorki verið tekið tillit til stöðugleikaframlags né stöðugleika- skatts.“ Stöðugleikaframlag hefur áhrif Í útreikningum Seðlabankans er samanburður gerður á stöðu þjóðar- búsins með og án slitabúanna og einnig hver áhrifin af samþykkt nauðasamninganna verða. Hins veg- ar er í tölunum ekki gert ráð fyrir þeim áhrifum sem stöðugleikafram- lög slitabúanna munu hafa í kjölfar þess að nauðasamningarnir verða samþykktir. Þó gerir bankinn ráð fyrir því að þau muni hafa talsverð áhrif í jákvæða átt og lækka skulda- hlutfallið mikið og færa það niður fyrir 35,2%. „Seðlabankinn hefur hins vegar áður birt mat sitt á áhrifum stöðug- leikaframlaganna á hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins og ef nauðasamn- ingarnir verða staðfestir má gera ráð fyrir því að staðan verði hagfelld- ari en hún hefur verið áratugum saman. Þannig verði hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins neikvæð sem nemur innan við 10% af vergri landsframleiðslu undir lok næsta árs. Þar verður reyndar að taka til greina að batnandi staða skýrist ekki einvörðungu af framlagi slitabúanna heldur einnig af öðrum þáttum sem þokast í hagfellda átt í íslensku efna- hagslífi,“ segir Steinn. Útboð ekki tekin með Í þeirri áætlun sem stjórnvöld hafa lagt upp í þeirri viðleitni að létta fjármagnshöftum, er gert ráð fyrir því að ráðist verði í útboð til að losa um aflandskrónueignir. Slík útboð munu einnig geta haft jákvæð áhrif á stöðu þjóðarbúsins en Seðlabankinn hefur ekki lagt opinberlega mat á það hversu mikil þau verði. Gjörbreytt erlend staða Morgunblaðið/Árni Sæberg Efnahagur Nauðasamningar slitabúanna hafa mikil áhrif á þjóðhagsreikninga.  Erlend staða þjóðarbúsins er nú neikvæð sem nemur 348% af landsframleiðslu  Verður neikvæð um innan við 35% hljóti nauðasamningar staðfestingu dómstóla Nýherji gerir ráð fyrir því að útboðinu verði lokið fyrir ára- mót, en það bygg- ir á heimild sem aðalfundur veitti samþykki fyrir í mars síðast- liðnum. „Með þessu er- um við að stíga ákveðið skref til að styrkja eigið fé félagsins, sem við höfum að undanförnu sett sem eitt af forgangsmálum okkar. Við höfum unnið að því á síðustu mánuðum, meðal annars með umbótum í rekstri og sölu eigna, og nú stígum við þetta skref,“ segir Finnur. Stjórn Nýherja hefur falið Kviku að bjóða út allt að 40 milljónir nýrra hluta í fyrirtækinu í lokuðu hluta- fjárútboði þar sem fagfjárfestar geta tekið þátt. Finnur Oddsson, forstjóri Ný- herja, segir þessa leið hafa verið farna þar sem hún sé hagkvæm og rökrétt næsta skref til að efla félag- ið. „Við höfum tekið ákvörðun um að leggja út í þetta útboð þar sem fag- fjárfestum verður boðið að tryggja sér hlut í félaginu. Heildarupphæðin er 9,76% af heildarhlutafé félagsins og því þarf ekki að vinna sérstaka skráningarlýsingu í tengslum við út- boðið. Með því komumst við hjá tölu- verðum kostnaði sem slíku fylgir.“ Nýherji stefnir að hækkun eiginfjár Finnur Oddsson                                         !! ""  #$ #"  $! %#! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $ "   "! $ " $$ $% #"$  $  $   % !%    $ $" $"! #"!  $#! %#   ● Matsfyrirtækið Moody’s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykja- víkur úr B1 í Ba3. Í umsögn Moody’s segir að hækk- unin endurspegli þann árangur sem náðst hefur við að bæta rekstrar- afkomu, styrkja lausafjárstöðu og draga úr fjárhagslegri áhættu fyrirtæk- isins, um leið og efnahagsumhverfi og markaðsaðstæður á Íslandi hafi farið batnandi. Moody’s hækkar láns- hæfismat Orkuveitunnar STUTTAR FRÉTTIR ... Ómar Benedikts- son, forstjóri Farice, hafnar fullyrðingum sem komu fram í máli Stefáns Baxter, tæknistjóra hjá Activity Stream, og birtust í Við- skiptaMogganum í gær. Segir hann alvarlegt mál að fyrirtækið sé sakað um að halda uppi verði á þjónustu sinni. „Það er alrangt að við séum að takmarka framboð á okkar þjónustu til að halda uppi verði. Það eru eðli- lega ákveðnar hömlur á því magni sem ljósleiðari getur flutt en alltaf þegar eftirspurnin eykst höfum við brugðist við því með því að auka framboðið á þjónustunni hjá okkur.“ Þá hafnar Ómar fullyrðingu Stef- áns þess efnis að sérstök verðskrá sé í gildi hjá félaginu fyrir heimilin í landinu sem valdi því að þau greiði tífalt hærra verð en heimili í Evrópu og Bandaríkjunum. „Það liggur í augum uppi að þessar fullyrðingar eru rangar. Við seljum ekki þjónustu okkar til heimila og því er engin verðskrá í gangi gagnvart þeim. Það er afar óheppilegt að menn fullyrði hluti í þessa veru án þess að það eigi sér nokkra stoð í raunveruleik- anum,“ bætir Ómar við. Segjast ekki takmarka framboð Ómar Benediktsson ● Evrópski Seðlabankinn hefur fært stýrivexti sína niður um 10 punkta og standa þeir nú í -0,3%. Hafa þeir aldrei verið lægri. Mario Draghi bankastjóri tilkynnti jafnframt í gær að áætlun bankans um magnbundna íhlutun yrði framlengd og myndi standa fram á þarnæsta ár. Gengi evrunnar hækkaði við fréttirn- ar í dag en hlutabréfamarkaðir í álfunni brugðust neikvætt við fréttunum. Evrópski Seðlabankinn lækkar vextina frekar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.