Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Danir fengu ígær tæki-færi til að
afsala sér hluta af
fullveldi landsins
til Brussel. Þeir
afþökkuðu pent.
Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Danir afþakka
þátttöku í þeim stöðugt aukna
samruna sem skriffinnar í
Brussel og stjórnmálaelítan í
Evrópusambandinu berjast
fyrir. Þeir höfnuðu til að
mynda aðild að Maastricht-
sáttmálanum árið 1992, en eins
og svo margir kjósendur í Evr-
ópusambandinu kannast við,
þá hafði það ekki þau áhrif að
Danmörk stæði utan Maast-
richt-sáttmálans eða að sam-
runaferli Evrópusambandsins
hlyti verulegan skaða af. Það
sem gerðist var að ári síðar
voru Danir látnir kjósa aftur
og þá tókst að fá samninginn
samþykktan.
Í millitíðinni höfðu Danir
fengið undanþágur sem stjórn-
málaelítan hefur síðan reynt
að snúa til baka, síðast með
kosningunni í gær þar sem
kjósendur sýndu enn afstöðu
sína til aukins samruna Evr-
ópusambandsins.
Áður, árið 2000, höfðu Danir
hafnað því að taka upp evru og
síðan hefur vofað yfir þeim að
þurfa að kjósa aftur um evruna
fyrst þeir tóku ranga afstöðu
að mati þeirra sem telja sig
vita betur en almenningur í
löndum Evrópusambandsins
hvað honum er fyrir bestu.
Nýja kosningu um evruna hef-
ur iðulega borið á góma, en
ekki hefur enn orðið af henni,
enda ekki talið líklegt að Danir
myndu bíta á agnið. Stjórn-
málaelítan bíður færis og næst
þegar skoðanakannanir benda
til að mögulegt sé að fá fram já
má búast við að haldnar verði
kosningar. Að vísu er líklegt
að kosningarnar í gær seinki
þessu, en danskir kjósendur,
líkt og aðrir sem óhlýðnast
þeim sem völdin hafa innan
Evrópusambandsins, munu á
endanum þurfa að sætta sig
við að þurfa að kjósa aftur.
Þetta undarlega fyrir-
komulag, þar sem kosið er aft-
ur ef þjóð segir nei, en niður-
staðan er endanleg ef þjóð
segir já, er hluti af því sem
kallað hefur verið lýðræðis-
halli í Evrópusambandinu.
Ástæðan er sú að með slíku
fyrirkomulagi getur þróunin
aðeins orðið á einn veg; sífellt
meiri samruni. Dönum tókst
að hægja á samrunaferlinu
með kosningunni í gær, en þeir
stöðva hana ekki á meðan við-
horf þeirra sem ráða innan
Evrópusambandsins til kosn-
inga eru eins og reynslan sýn-
ir.
Þetta er umhugsunarvert
fyrir Íslendinga, sem búa nú
við það að vita ekki hvort þeir
eru umsóknarríki
að Evrópusam-
bandinu eða ekki,
að minnsta kosti í
skilningi Evrópu-
sambandsins.
Eins og fram
kemur í Morgun-
blaðinu í dag svarar stækk-
unardeild sambandsins fyrir-
spurn um þetta efni á þann
hátt að þetta sé innanríkismál
hér á landi sem framkvæmda-
stjórn ESB blandi sér ekki í. Í
svarinu segir ennfremur:
„Framkvæmdastjórnin veltir
ekki vöngum yfir mögulegri
framvindu mála í framtíðinni.“
Þetta svar stækkunardeild-
arinnar kemur í framhaldi af
svari sendiherra ESB hér á
landi, sem sagði óvíst hvort Ís-
land þyrfti að leggja fram nýja
umsókn ef ríkisstjórn Íslands
myndi í framtíðinni óska eftir
aðild.
Augljóst er af þessum svör-
um að forysta Evrópusam-
bandsins vill hafa það í hendi
sér að ákveða hvort og þá hve-
nær viðræður við Ísland yrðu
teknar upp á nýjan leik ef vilji
til þess kæmi fram í ríkis-
stjórn Íslands. Evrópusam-
bandið vill ekki þurfa að fara í
gegnum flókið ferli með form-
lega umsókn í gegnum þjóð-
þing allra ríkjanna, heldur láta
nægja að samþykkja með hraði
í Brussel að halda áfram ef
hagfelldar aðstæður skapast
hér á landi. Þetta er sú aðferð,
að kjósa aftur þegar tíminn er
talinn réttur, sem Evrópusam-
bandið hefur ítrekað beitt til
að fá vilja sínum framgengt.
Engin ástæða er til þess fyrir
íslensk stjórnvöld að umgang-
ast þessi mál af einhverjum
barnaskap og telja að önnur
lögmál gildi um samskipti Ís-
lands við Evrópusambandið en
gilda um ríki sem þegar hafa
gengið inn.
Danir voru í gær látnir
kjósa um undanþágurnar sem
þeir knúðu fram á sínum tíma
af því að Evrópusambandið og
danska stjórnmálaelítan vilja
að allir gangi í takt í samruna-
átt. Nei Dana felur aðeins í sér
að því skrefi í samrunaferlinu
sem ætlunin var að taka í gær
hefur verið frestað þar til bet-
ur árar hjá dönskum kjós-
endum fyrir evrópskan sam-
runa. Sá tími kemur sennilega
að endingu og hann þarf ekki
að vara lengi, aðeins rétt á
meðan verið er að boða til
kosninga og stilla upp kjör-
kössunum.
Hið sama gildir um Ísland á
meðan stjórnvöld hafa ekki
talað skýrt og sent Evrópu-
sambandinu það formlega er-
indi sem ekki er hægt að mis-
skilja. Þangað til er Íslandi
haldið í óvissu um framtíð
landsins gagnvart Evrópusam-
bandinu með tilheyrandi póli-
tískum átökum hér á landi.
Danir sögðu nei en
mega búast við að
verða látnir kjósa
aftur þegar betur
stendur á fyrir ESB}
Danir kusu fullveldið
S
kyldi veðurfarið á Íslandi verða
hlýrra ef við færum að nota Fa-
hrenheit hitamæla í staðinn fyrir
Celsíus líkt og verið hefur til þessa?
Það er allavega jafnlíklegt og að
hagstjórnin hér á landi lagist við það að skipta
um gjaldmiðil eins og sumir virðast halda.
Gengi gjaldmiðla er jú í eðli sínu fyrst og
fremst mælikvarði á stöðu mála í hagkerfunum
sem þeir þjóna og hvernig þeim er stjórnað. Sé
hagkerfum ekki stýrt nægjanlega vel kemur
það ekki sízt fram gengi gjaldmiðla.
Hins vegar hefur hentað ýmsum, einkum af
pólitískum ástæðum, að gera íslenzku krónuna að
blóraböggli fyrir nánast allt sem aflaga hefur farið
í efnahagsmálum Íslands síðustu áratugina. Stað-
reyndin er þó sú að slíkar fullyrðingar standast
ekki nánari skoðun. Þetta hefur til að mynda dr.
Ólafur Margeirsson hagfræðingur bent á. Háir vextir, verð-
bólga og gengissveiflur hafi þannig ekkert með krónuna að
gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins.
Því hefur verið haldið fram að oft á tíðum háir vextir hér
á landi séu afleiðing smæðar hagkerfisins og þar með lít-
illar spurnar eftir krónunni. Ólafur hefur bent á að ef þessi
staðhæfing stæðist ætti það sama að gilda um önnur lítil
hagkerfi. Þar á milli sé hins vegar í bezta falli afskaplega
veik fylgni. Það sem hafi þar miklu fremur áhrif sé til að
mynda uppbygging lífeyrissjóðakerfisins þar sem ávöxt-
unarviðmiðið sé 3,5% sem aftur hafi vafalítið umtalsverð
áhrif á langtimavexti.
Eins hefur verið fullyrt að mikil verðbólga
sé fylgifiskur íslenzku krónunnar. Þannig hafi
krónan misst mest allt verðgildi sitt frá því að
henni var komið á laggirnar. Ólafur hefur bent
á í því sambandi að frá árinu 1886 hafi pen-
ingamagn í umferð hér á landi aukizt rúmlega
211.000.000-falt. Þó hagkerfið hafi vissulega
stækkað töluvert síðan hafi sú stækkun alls
ekki verið svo mikil.Virðisrýrnun krónunnar
sé einkum afleiðing þess að of mikið hafi verið
búið til af henni í gegnum tíðina. Í seinni tíða
aðallega af bönkunum. Krónan ráði hins vegar
litlu um það hversu mikið sé búið til af henni.
Verðtryggingin hefur einnig ranglega verið
skrifuð á reikning krónunnar. Verðtryggingin
er einfaldlega hluti stofnanaumgjörð íslenzka
hagkerfisins eins og Ólafur hefur bent á.
Henni hafi verið komið á sínum tíma sem svari
við þáverandi vandamáli, verðbólgu. Hins vegar sé ljóst að
verðbólga hefði ekkert með krónuna að gera og þar af leið-
andi ætti það sama við um verðtrygginguna. Eða eins og
Ólafur hefur orðað það: Ef A (krónan) leiðir ekki af sér B
(verðbólgu) en B leiðir af sér C (verðtrygging) leiðir A
ekki af sér C.
Raunveruleikinn er sá að hagstjórnin lagast ekki við
það að skipta um gjaldmiðil. Ekki frekar en að aksturs-
hæfileikar ökumanns batni við það eitt að skipta um bif-
reið. Það er fyrst og fremst hagstjórnin sem er málið og sé
hún í lagi skiptir í raun engu máli hvað gjaldmiðillinn heit-
ir sem notaður er. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Hlýrra veður með Fahrenheit?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Íslenskan er dauð og munekki lifa mikið lengur endakunna allir Íslendingar enskuog börn alast hér upp í ensku
umhverfi,“ segir Úlfar Erlingsson,
forstöðumaður tölvuöryggisrann-
sókna hjá Google, í samtali við
Morgunblaðið.
Hann hélt nýverið erindi á aðal-
fundi Hins íslenska bókmennta-
félags þar sem staða íslenskrar
tungu var meðal annars til um-
fjölluar. Er íslenskan að mati Úlfars
í sambærilegri stöðu og velska á
Bretlandi. „Þetta er augljóst í aug-
um allra þeirra sem eiga ung börn
sem alast upp við að horfa á mynd-
efni á YouTube eða Netflix. Tækni-
bylting nútímans býður hins vegar
upp á að tölvan fari í hlutverk eins
konar babelfisks sem túlkað getur
sjálfkrafa fyrir okkur,“ segir Úlfar
og bætir við að það sé einn helsti
munurinn á stöðu íslenskrar tungu
og þeim tungumálum sem þegar eru
orðin útdauð. „Nú allt í einu er þessi
tækni orðin til en við erum aftur á
móti í miklu kapphlaupi við tímann
til þess að bregðast við,“ segir hann.
Þyrftum ekki að heyra ensku
Að sögn Úlfars er lítið mál að
koma í veg fyrir að þeir sem horfi á
myndefni í gegnum skjái heyri eða
sjái ensku. „Allt sem birtist á skjá er
sjálfkrafa hægt að túlka yfir á ís-
lensku án þess að þeir sem búa til
forritin viti nokkuð um tungumálið.
Það er skjárinn sjálfur sem sér um
að túlka og talsetja sjónvarpsefnið
fyrir okkur,“ segir hann.
Sú tækni sem nú er við lýði ræð-
ur vel við að talsetja einfaldara
myndefni á borð við teiknimyndir og
getur Úlfar sér þess til að eftir þrjú
ár verði einnig hægt að gera slíkt hið
sama við allar kvikmyndir. „Ég tel
það mjög líklegt enda tekur tæknin
ótrúlega örum breytingum.“
Eiríkur Rögnvaldsson, prófess-
or í íslenskri málfræði við Háskóla
Íslands, segir íslensku standa höll-
um fæti og nefnir einkum þrennt
sem hafi haft áhrif á umhverfi og að-
stæður tungumálsins.
„Má þar fyrst nefna YouTube-
og Netflix-væðinguna sem býður
upp á ótakmarkað aðgengi að
óþýddu efni, snjalltækjavæðinguna,
sem er sítenging við enskan málheim
frá morgni til kvölds, og alþjóðavæð-
inguna, en hún birtist meðal annars í
því að ungt fólk sér ekki endilega
framtíð sína á Íslandi,“ segir Eiríkur
og vitnar þar til nýlegrar könnunar
sem sýndi fram á að um helmingur
íslenskra framhaldsskólanema vildi
búa erlendis. „Maður getur að sama
skapi ímyndað sér að þessi nið-
urstaða segi einnig margt um við-
horf þeirra til íslenskunnar, enda
gagnast hún lítið erlendis.“
Tungan glatast með tímanum
Þannig hefur að sögn Eiríks allt
umhverfi íslenskunnar breyst mjög
á örfáum árum og líkir hann um-
hverfi tungumálsins nú við það er Ís-
lendingar fluttust búferlum til
Bandaríkjanna og Kanada seint á 19.
öld. „Þeir ætluðu að halda í það sem
íslenskt var og stofnuðu meðal ann-
ars sjálfstæðar byggðir, gáfu hlutum
og stöðum íslensk heiti og gáfu út
blöð á íslensku svo fátt eitt sé
nefnt, en svo glatast þetta smám
saman og hætt er við að það
muni einnig gerast hér,“ segir
hann og heldur áfram: „Það
sjást e.t.v. ekki miklar afleið-
ingar núna né eftir fimm til
tíu ár, en þegar þær virki-
lega koma fram verður of
seint að bregðast við þess-
ari þróun.“
Íslensk tunga á und-
anhaldi fyrir ensku
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Námsmenn Innan veggja háskólanna er enska mjög áberandi enda velja
fjölmargir skiptinemar sem ekki tala íslensku að stunda nám hér á landi.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor
í íslenskri málfræði við Háskóla
Íslands, segir ljóst að þótt ís-
lenska sé töluð af mjög fáum
einstaklingum sé hún hins veg-
ar notuð á öllum sviðum sam-
félagsins.
„Hún er notuð í stjórnkerfinu,
menntakerfinu, verslun og við-
skiptum, fjölmiðlum, menning-
arlífinu og í öllum daglegum
samskiptum fólks. En staðan
gæti hins vegar verið að breyt-
ast og þá einkum meðal ungs
fólks,“ segir Eiríkur.
Þá bendir hann jafnframt á
að innan íslensku háskólanna er
ensk tunga mjög áberandi þeg-
ar kemur að bæði kennslu
og námsefni nemenda, en
ekki er óalgengt innan
deilda eða áfanga að allt
námsefni sé á ensku.
Veltur mikið
á ungu fólki
KENNT Á ENSKU