Morgunblaðið - 04.12.2015, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015
List Með sýningu á höggmyndinni Útlögum 1901 haslaði Einar Jónsson sér völl sem myndhöggvari, en snjókoman að undanförnu hefur gert listaverkið við Hólavallakirkjugarð óþekkjanlegt.
RAX
Andrúmsloftið er
stundum tekið sem
dæmi í hagfræði um það
sem kalla má frjáls gæði.
Sú hugsun byggist á því
að ekki þarf að greiða
fyrir afnot af andrúms-
lofti og að eilítil afnot
skerði ekki gæði ann-
arra. Nú eru efasemdir
um að eilítil notkun af
andrúmslofti með efna-
blöndun við koltvísýring, sem er af-
urð bruna, geti leitt af sér hlýnun
andrúmslofts. Sama er um vatnið,
sem rennur í læk og á. Ellegar í
krananum á heimilinu; eftir að búið
er að tengja er vatnsnotkun frjáls.
Höfundi finnst á stundum að þegar
mannkynið lærði að beisla vatnið, þá
hafi orðið framfarir, hvort heldur í
lífinu eða verkum mannanna.
Vissulega á höfundur margar eft-
irminnilegar stundir úr skóla. Magur
lærdómur fór fyrir ofan garð og neð-
an.
Tvennt vil höfundur
nefna af minnisstæðu í
menntaskóla; það er í
efnafræðitíma hjá Sig-
rúnu Guðjónsdóttur
er hún nefndi „Ökolo-
giu“, sem hún kallaði
þá strax vistfræði, og
einnig hjá Böðvari
Guðmundssyni í bók-
menntum þá er hann
fjallaði um ljóð og
ljóðatúlkun. Þá blönd-
uðust tvær fræði-
greinar þegar Böðvar
fjallaði um ljóð Nordahls Grieg í þýð-
ingu Magnúsar Ásgeirssonar. Lest-
ur ljóðsins var miklu meira en bók-
menntir, það var áminning í
umhverfismálum.
Kvæði Griegs er sennilega ort fyr-
ir stríð, en sem kunnugt er fórst
skáldið með flugvél í loftárás á
Þýskaland í desember 1943. Hann
var mjög vinstri sinnaður en ekki
sagður vera meðlimur í Komm-
únistaflokki Noregs. Lesendur eiga
að sjálfsögðu að horfa fram hjá póli-
tískum skoðunum, því skáld og rit-
höfundar eru oftar en ekki vondir
stjórnmálamenn á sama hátt og
stjórnmálamenn eru oftast vond
skáld.
Þegar mannkynið stendur frammi
fyrir mikilli spurningu í umhverf-
ismálum og leitar svara á ráðstefnu í
París er vert að rifja upp ljóð Nor-
dahls Grieg. Sem unnandi náttúru til
sjávar og sveita, í dölum og á eyrum
hefur höfundur hugsað til þeirra fé-
laga Nordahls og Magnúsar. Borið
saman vatnið í Jökulsá eystri við
Skatastaði og skólpið í Sjanghæ. Ef
til vill er liturinn eins en allt annað er
á annan veg. Eða vatnið í Hesteyrará
eftir langa göngu;
„Ég er heimanvilltur ... veikur.
Vatnið heima, ó, Drottinn minn!“
Vatn
Sólin kastar sér á landsins
svörð úr fylgsnum skýjahæða
eins og yfir bráð í blindni
blóðþyrst, kvíðug tígrislæða.
Undir dýrsins drungafargi
dauðamóð og níst við svörðinn,
undir ljósi og óþefsmollu,
undir byrðum hafnarinnar,
másar seinfær mannahjörðin.
Berst sem eimur blóðs og svita
burðarkarla hryglusöngur
yfir höfn og hleðslutorg
sumardag í Shanghai-borg.
Gin and bitter! Gin and bitter!
Drykkjustofan skipuð gestum.
Gegnum hróp og glaum við borðin
glittir, skín, í drykk við drykk.
Mókandi augu í móðu hitans
mara í kafi, rauð og þrútin,
dvelja um stund við dagg-grá staup-
in,
– gin and bitter, boy – be quick!
Inn í skuggans líkn við leitum,
landar tveir á útigangi.
Ég er að kveðja – býst á brott.
Hann, er kyrr skal sitja og sakna,
sér, að mér í augum þegar
lyftist brún af landsýn Noregs.
– Lucky devil, þú átt gott!
Hérna er annars allt í lagi,
allt af hestar, bíll og þjónar,
ekkert vantar, allt til taks.
Það er bara þessi löngun,
þrá, sem ekki er hægt að svæfa,
– gin and bitter, boy! – og strax!
Veiztu hvað ég þrái, – þó að
það sé bara til að hlæja að –
og ég gæfi af ævi minni
ár til þess að sjá og fá,
– hvað mig er að dreyma á daginn,
– hvað mér veldur vöku um nætur?
Vatn í læk og á.
Vatn, sem sem streymir, vatn, sem
niðar
vor og haust með sínu lagi.
Getur þú skilið þessa þrá?
Ekki sem hér eystra – þræsið
ýlduskólp, sem mógult flýtur
fram með rek af rottuhræjum,
ræsaþef og forardaun.
Eitt sinn, er ég féll i freistni
fyrir mínum þorsta, fékk ég
sjúkravist í syndarlaun.
Vatnið hreina, vatnið heima,
vatn, sem lagzt er hjá og þambað,
– þetta vatn mér veldur þrá.
Kannske er hlý og hæglát rigning.
Hljóðfall dropa úr björk og lyngi
kliðar létt við kaldan strauminn.
Kannske er yfir þoka grá.
Þetta er mig oft að dreyma:
Að ég liggi þarna og svelgi.
Freyðir um og yfir báða
úlnliðina vatnið kalt.
Stinnum hnúum stutt í botninn.
Steinar marka för í holdið
við hinn svala þunga þrýsting.
Þannig sé og finn ég allt og allt.
Gin and bitter, boy! Og manstu
bragðið? Undan jökulfönnum
niður hlíð það knýst og kastast
kryddað safa úr runni og skóg.
Nakið berg og brúnar rætur
blanda flauminn sínum keimi,
berjalyng og blóðbergstó
Hreint og ískalt iðar, fossar,
allt í flaumnum, heiðin, loftið,
endalaust og öllum skilning
ofar, manni að vör og kinn.
Fossar . . . iðar . . . Allt er svölun.
Áin kliðar, niðar friðar.
Ég er heimanvilltur . . . veikur.
Vatnið heima, ó, Drottinn minn!
Ákall
Ljóð Nordahls Grieg er ákall til
mannkyns. Það er ákall til þeirra
sem sækja loftslagsráðstefnu í París
um að draga úr losun iðnaðarúr-
gangs. Það eru til mælikvarðar á
framleiðslu í hlutfalli við kolefni. Það
er kallað kolefnaspor. Það er einfald-
ur mælikvarði að mæla hvert er hlut-
fall landsframleiðslu og notkunar á
jarðefnaeldsneyti. Ljóð Griegs kom í
huga höfundar þegar fyrrverandi
seðlabankastjóri Bandaríkjanna
fjallaði um þetta hlutfall í landsfram-
leiðslu Kínverja. Umhverfismál eru
mælanleg. Sennilega hefur ekkert
land gengið eins langt í að nýta
mengunarlausar lausnir við orku-
framleiðslu. Vissulega eru fiskveiðar
og samgöngur eftir, en orkunýting
hefur batnað en betur má ef duga
skal.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
» Ljóð Nordahls Grieg
er ákall til mann-
kyns. Það er ákall til
þeirra sem sækja lofts-
lagsráðstefnu í París um
að draga úr losun iðn-
aðarúrgangs.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Vatn Nordahls og Magnúsar