Morgunblaðið - 04.12.2015, Page 28

Morgunblaðið - 04.12.2015, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 ✝ Olga fæddist9. ágúst 1932 í Hrísdal, Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 23. nóvember 2015. Foreldrar Olgu voru Margrét Oddný Hjörleifs- dóttir húsfreyja frá Hofstöðum, f. 1899, d. 1985, og Sigurður Kristjánsson bóndi frá Hjarðarfelli, f. 1888, d. 1969. Systkini Olgu eru Hjörleifur, f. 1919, d. 1989, Kristján Erlend- ur, f. 1920, d. 1987, Sigfús, f. 1922, d. 1999, Kristjana El- ísabet, f. 1924, d. 2013, Áslaug, f. 1926, d. 1997, Valdimar, f. 1928, d. 1998, Elín Guðrún, f. 1930, Magdalena Margrét, f. 1934, Anna, f. 1938, d. 2009 og Ásdís, f. 1941. Eiginmaður Olgu var Leó- pold Jón Jóhannesson, f. 16. júlí 1917, d. 23. júní 2011, frá Laugabóli við Ísafjörð. Þau giftu sig 3. desember 1955. Börn þeirra eru: 1. Jóhanna f. 3.5. 1956, fyrri maður Jóhönnu var Kristján Gestsson, seinni maður hennar var Helgi Guð- mundsson. Börn Jóhönnu eru a) Leópold Kristjánsson, í sambúð Munaðarnesi yfir sumartímann. Aðalvinnustaður hennar næsta áratuginn var Samvinnuskólinn í Bifröst. Þar vann hún ýmis skrifstofustörf en lengst af við rekstur mötuneytis skólans auk þess að sjá um bakstur og eld- hússtörf. Olga sá um allan þvott frá Veiðihúsinu við Norðurá 1981-1991. Olga tók að sér mat- reiðslu fyrir ættarmót á Far- fuglaheimilinu á Varmalandi, þar sem hún rak síðar eigið gistiheimili 1992-95. Olga tók þátt í að stofna leikskóla Norð- urárdalshrepps og stjórnaði honum þar til faglærður leik- skólastjóri fékkst til starfans. Þar vann hún áfram við bók- hald og sem almennur starfs- maður til ársins 1994. Þá flutti Olga í Kópavog og dvaldi þar á veturna til ársins 2013 og í Borgarfirðinum á sumrin. Olga vann sem matráður, fyrst hjá Össuri 1995-98 og síðan við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi til ársins 2012. Olga var liðsmaður hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík og sá um tvo skjólstæðinga til lengri tíma. Hún var formaður Sambands borgfirskra kvenna um tíma. Hún var í hreppsnefnd Norðurárdals í sex ár þar sem hún tók þátt í sameiningu sveit- arfélaganna í Borgarbyggð og stofnun Hitaveitu Norðdælinga. Olga verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 4. desem- ber 2015, klukkan 13. með Steinunni Arn- ardóttur og eiga þau soninn Snorra, b) Þorbjörg Kristjáns- dóttir, gift Garðari Sigvaldasyni og eiga þau börnin Evu Mar- íu og Viktor Óla og c) Valgerður Helga- dóttir. 2. Sigurður Hjarðar, f. 29.6. 1957, kvæntur Haf- dísi Hrönn Ott- ósdóttur. Dætur þeirra eru a) Sara Björg, gift Guðmundi A. Hansen og eiga þau börnin Sig- urð Arnar og Bjarndísi Olgu og b) Olga. 3. Leifur Einar, f. 20.7. 1965, d. 25.4. 1995. 4. Margrét Oddný, f. 21.2. 1967. Olga ólst upp hjá foreldrum sínum í Hrísdal og vann þar al- menn sveitastörf. Eftir það vann hún á Vegamótum og fór á vorvertíðir í Keflavík. Hún var á Húsmæðraskólanum á Varma- landi í Borgarfirði 1952-3. Síð- an ráðskona og vegavinnuráðs- kona víða um land. Olga og Leópold keyptu Hreðavatns- skála árið 1960, byggðu hann upp og ráku í 17 ár. Árið 1977 flutti fjölskyldan í Hraunbæ, hús handan götunnar. Þá gerð- ist Olga vegavinnuráðskona á ný og sá einnig um bakstur fyrir Orlofsbústaðina í Mamma sýnir mér hvernig sníða á buxur á bangsann minn, þannig að þær fari vel. Ég þurfti bara að hinkra eftir því að hún kláraði að afgreiða súpu fyrir fulla rútu af fólki á leið norður í land. Ég á bestu mömmu í heimi. Hún skammar mann aldrei og er alltaf tilbúin að leiðbeina og kenna. Hún treystir mér líka til að nota saumavélina alein, þó ég sé bara sex ára. Ég kann líka að reikna og finnst ég alltaf hafa kunnað það en ég veit að það er henni að þakka. Ég er samt ekki alltaf ánægð með mömmu þó ég viti innst inni að hún hafi rétt fyrir sér. Ég slepp aldrei við að gera það sem mér finnst leiðinlegt og erfitt, alveg sama hvað ég suða. „Ekki þennan vælutón. Ég heyri bara í þér þeg- ar þú talar venjulega,“ segir hún þá. Gömul minning um merkileg- ustu manneskjuna sem ég hef kynnst. Hún var kletturinn í haf- inu fyrir mig og svo ótal marga aðra. Allir voru velkomnir í henn- ar skjól. Ekkert mannlegt kom henni á óvart. Hún gekk óhikað inn í erfiðar aðstæður af aðdáun- arverðu æðruleysi með fordóma- lausan opinn huga. Hún var æðru- leysisbænin holdi klædd, yfirveguð og traust. Við sitjum við eldhúsgluggann í Hraunbæ og það er farið að rökkva. Mamma er að ræða við okkur unglingana, bróður minn og mig um fréttirnar. Af hverju stríð geisa í heiminum og af hverju stjórnmálamenn taka það sem okkur virðist vera svo heimsku- legar ákvarðanir. Hún talar við okkur um leiksýninguna sem við sáum kvöldið áður í Logalandi og um bækurnar sem við erum að lesa. Hún hefur lesið allt. Bækur eru skjólið hennar. Hún segist nota Íslendingasögurnar til að lesa í sig kjark þegar lífið reynist erfitt og snúið. Mamma var ekki alltaf kát með uppátækin mín og reyndi oft að verja mig falli með úrtölum. Hún dró samt aldrei úr mér kjark eða gaf í skyn að ég réði ekki við verk- efnin. Hún velti bara upp þeirri spurningu hvort þetta bardús væri skynsamlegt. En áður en langt um leið var hún iðulega kom- in á kaf í vesenið með manni. Hún hafði nefnilega unun af fram- kvæmdum og framförum, að láta verkin tala. Maður átti að vanda sig eins mikið og maður gat innan þess tímaramma sem maður hafði. Mikilvægast væri þó að klára verkið. Hún sýndi manni að vinn- an varð skemmtilegri ef maður vann hana vel og fallega eins og Sigurður pabbi hennar hafði gert. Mamma var nánast jafngömul útvarpinu og það var henni mjög dýrmætt. Hún sagði að Rás 1 væri hennar háskóli og það væri t.d. Lönu Kolbrúnu að þakka að hún hefði lært að meta djasstónlist. Mamma var fjölfróð, nútímaleg og þorði að vera öðruvísi. Móðir mín kenndi mér mark- visst að takast á við kvíðvænlegar aðstæður. Hún efldi mér kjark, þor og þrautseigju. Hún sýndi í verki að við óvæntar lífsins glímur hefði maður alltaf val um hvernig bregðast ætti við. Að vera lausna- miðuð og gerandi í eigin lífi. Lífið er erfitt en það er á okkar valdi að velja að gera það skemmtilegt, hvað sem á dynur. Að næra sálina með því að sjá fegurðina og gleðina í verkum sínum og því smáa; skýjunum, blómunum og fuglunum. Takk mamma fyrir óvenjulegt og afar dýrmætt veganesti. Takk. Margrét Oddný. Tengdamóðir mín, Olga Sigurð- ardóttir frá Hrísdal, er látin. Hún var reyndar ekki tengdamóðir mín þegar hún lést, við Jóhanna slitum samvistir fyrir ári, en það breytti engu um afstöðu mína til Olgu. Á heimili okkar var hún aldrei kölluð annað en Amma og það með stórum staf og æði oft með greini. Ég kynntist henni þegar ég var að verða fimmtugur og komst fljótt að því að hún átti fáa sína líka, enga sem ég hef þekkt. Ævistarf hennar var að matreiða og hugsa um fólk, ungt og gamalt, hraust og veikt. Síðasta launaða starf hennar var að elda á leikskóla í Kópavogi. Ég hef fyrir satt að hennar hafi verið sárt saknað þar, bæði af börnum og starfsfólki, þegar hún hætti. Hún var meistari í matargerð, kunni allt bæði gamalt og nýtt. Einu gilti hvort hún eldaði fyrir 200 manns eða 3–4. Maturinn var alltaf fram- úrskarandi. Þær mæðgur tóku sig til og stóðu fyrir veislu þegar ég varð fimmtugur. Þá lærðist mér í fyrsta sinn að ég gerði mest gagn með því að vera ekki fyrir. Ekki svo að skilja að Olga hafi hamast með fyrirgangi. Öðru nær. Mér fannst alla tíð hreint undur að sjá hvernig hún vann, ekkert óþarfa handtak, allir hlutir gerðir í réttri röð. Hvert haust kom hún til okk- ar og gerði slátur. Í mínu ungdæmi var sláturgerð heilmikið fyrirtæki að mér fannst, en Olga vann sitt verk, oftast sitj- andi á eldhússtól, og talaði við mig um pólitík, bókmenntir og hvað eina frá gömlum tíma og nýjum. Samtöl okkar um þessi efni urðu einatt löng og veittu mér afbragðs innsýn í það líf sem lifað var í land- inu á 20. öld. Eitt sinn, þegar slíkt samtal hafði staðið æði lengi, sagði dótturdóttir hennar: „Hvað hafið þið eiginlega lifað mörg aldamót?“ Olga var hafsjór af fróðleik. Hún nálgaðist nútímann af var- færni en með opnum huga, laus við dómhörku og fordóma. En hún var ekki skoðanalaus, langt frá því, las blöð, sá og heyrði sjónvarp og útvarp, lagði sig eftir því sem henni fannst skipta máli og starf- aði með kvennakirkjunni. Það er satt að segja ótrúlegt lán að hafa fengið að kynnast henni og finna hvernig hún á sjálfsagðan og ein- faldan hátt tengdi saman fortíð og nútíð. Við Jóhanna fengum okkar skammt af veikindum og erfiðleik- um. Þá fann ég hversu ómetanlegt var að eiga Olgu að. Hún var eins og klettur, aldrei langt undan þeg- ar við þurftum á að halda. Ég sagði einhvern tíma við Jóhönnu þegar verst stóð á: „Hvar værum við eiginlega stödd ef við hefðum ekki hana mömmu þína?“ Hún lifði lífi sem skipti fjölda fólks miklu máli, undantekningar- laust var hún veitandi og mér er kunnugt um að margir, skyldir og vandalausir, áttu skjól hjá henni um lengri og skemmri tíma. Að leiðarlokum kveð ég merka konu sem skilaði gjöfulu lífsstarfi og stóð mér afar nærri allan þann tíma sem við áttum samleið. Helgi Guðmundsson. Það er dimm vetrarnótt, úti er hvasst og kalt. Ferðaveðrið þegar elskuleg tengdamóðir mín lagði upp í sína hinstu ferð var nötur- legt. Hún setti veðrið ekki fyrir sig þá loksins hún var ferðbúin, enda vön að ganga fumlaust til verka hvernig sem á stóð. Við sem þekktum hana vitum að með henni hverfur svo margt sem okkur er kært. Heimili Olgu var öllum opið, hún var alltaf til taks fyrir þá sem á þurftu að halda. Í boði var húsa- skjól, matur, góð ráð, nálægð og yfirvegun. Hún var kletturinn í hafinu sem ævinlega stóð af sér fárviðrið. Hún kenndi okkur æðruleysi og nægjusemi, nokkuð sem samfélag nútímans skortir. Hún tilheyrði þeirri kynslóð sem bjó okkur þau lífskjör sem þykja sjálfsögð í dag og hlýtur að gera okkur að betri manneskjum. Eftir eru ljúfar minningar um stór- brotna konu. Olga fylgdist vel með fólkinu sinu, helst vildi hún hafa alla í kringum sig. Hún var stolt af barnabörnunum og kenndi þeim og leiðbeindi þegar færi gafst. Langömmubörnin fimm voru henni endalaus uppspretta gleði og ánægju. Hana langaði að bíða þess sjötta sem er á leiðinni. Olga var heimsborgari. Hún var listakona sem hafði ánægju af því að hanna, sauma út og raða saman litum. Hún naut þess að klæða sig í falleg föt úr vönduðum efnum og punta sig með hálsfest- um og sjölum. Hún eldaði góðan mat og bar hann fallega fram. Hún var vel lesin, bækurnar voru hennar fjársjóður. Á Íslendinga- sögunum kunni hún góð skil, Lax- ness var í uppáhaldi og heimsbók- menntirnar á náttborðinu. Hún hafði mikið dálæti á leik- húsferðum og tónleikum. Olga hafði gaman af því að ferðast, var ávallt með opinn huga tilbúin að læra eitthvað nýtt. Hún gerði þá kröfu til barna og barnabarna að þau gætu miðlað því sem fyrir augu og eyru bar á ferðalögum um framandi slóðir. Hún var lífs- kúnstner með djúpan skilning á lífinu, hæfilega kaldhæðin. Tengdamóðir mín var kven- skörungur. Hún átti og rak Hreðavatnsskála í sautján ár með Leópold manni sínum. Þau hjónin voru þekkt fyrir greiðvikni. Auk skálans rak hún gistiheimili að Varmalandi í nokkur sumur og mötuneyti í um tvo áratugi. Ævi- starfið var stjórnun og rekstur. Olga tók þátt í þjóðmála- umræðunni og lá ekki á skoðunum sínum á mönnum og málefnum líð- andi stundar. Hún var samfélags- lega ábyrg og vildi hafa áhrif til góðs. Hún sat í sveitarstjórn og lét að sér kveða við sameiningu sveit- arfélaganna í Borgarbyggð. Hún átti þátt í stofnun leikskóla og hitaveitu í Norðurárdal. Olga var um árabil virk í Kvenfélagi Norð- urárdalshrepps og um tíma for- maður. Þá var hún formaður Bandalags borgfirskra kvenna. Okkur mæðgum, mér og Olgu yngri, lánaðist að bjóða Olgu eldri í bíltúr upp í Hraunbæ 4. október síðastliðinn. Hún var illa haldin af verkjum en lét það ekki aftra sér. Norðurárdalurinn var henni svo kær. Við spjölluðum yfir vöfflu- kaffi á Hrauninu og nutum útsýn- isins, Skarðsheiðin, Norðurá, úfið hraunið og birkið enn í haustlit- unum. Olga tengdamóðir mín var fyr- irmynd okkar sem vorum svo lán- söm að fá að vera henni samferða. Takk fyrir samfylgdina, Olga mín, vaktinni þinni er lokið. Þín Hrönn. Olga amma sigldi í gegnum lífið líkt og sterkbyggð, nær óhaggan- leg seglskúta. Ef veður versnaði og vont var í sjóinn þá einfaldlega steig hún ölduna af meiri ákveðni. Henni varð ekki haggað. Með sínu einstaka jafnaðargeði og æðru- leysi, þolinmæði og seiglu, já- kvæðni og svarta húmor stóð hún af sér öll lífsins óveður. Í kringum hana var alltaf stöðugleiki og ör- yggi. Í henni mátti alltaf finna styrk. Síðasta óveðrið gekk yfir nú í nóvember, óumflýjanlegt og óvenju erfitt viðureignar. Í fyrsta og eina skiptið brast seglskútan. Náttúran fékk að hafa sinn gang og að endingu þurfti amma að gefa eftir. Hún gaf þó ekki eftir fyrr en í fulla hnefana og sýndi sínar allra sterkustu hliðar, nánast yfirnátt- úrulegan kraft. Amma eyddi stærstum hluta ævi sinnar í að hugsa um aðra. Henni fórst það einkar vel úr hendi. Allir sem til hennar leituðu fengu mat og uppbúið rúm fyrir nóttina, ást og alúð. Hún sá um allt og alla. Hún var hússtýra fram í fingurgóma. Með gríðarstóran og opinn faðm sem bauð alla velkomna. Hend- urnar hennar eru mér sérstaklega minnisstæðar. Þær voru stórar og sterkar, mjúkar og hlýjar. Allt fór leikandi létt í gegnum þær, hvort heldur sem það var matur, hann- yrðir, blóm eða húsverk. Hand- tökin svo örugg og fumlaus, svo óskaplega vön og áreynslulaus. Henni fannst til að mynda allt of seinlegt að baka pönnukökur á einni pönnu. Pönnurnar þurftu að vera tvær hið minnsta, helst þrjár. Aldrei tókst mér að fá hjá henni uppskriftir, hún notaði ekki svo- leiðis. Matargerðarlistina hafði hún í höndunum – þetta var til- finning og útkoman var alltaf dásamleg. Amma var líka mikill fagurfræðingur. Eftir hana liggja hannyrðir tvist og bast. Hjörtun sem hún saumaði svo undurfallega út í eru til marks um það, öll ein- stök eins og hún. Fallegustu spor- in saumaði hún þó – hægt og af yf- irvegun, án þess endilega að ætla sér – í hjarta mitt. Hún kenndi mér muninn á hrærðu, þeyttu og hnoðuðu deigi. Að taka slátur og baka pönnukökur. Að leggja á borð og sjóða rabarbarasultu. Að gera fjallagrasamjólk og grjóna- graut. Hún kenndi mér nægju- semi og hóf. Mikilvægi þess að hvíla sig og njóta líðandi stundar. Að taka lífinu með ró og hengja sig ekki í smáatriðin. Hún kenndi okkur öllum svo margt. Amma var vel lesin og skrifaði fallega texta. Í minningarbrotum sínum úr Hrís- dal skrifaði hún: „Eitt sinn á Þorláksmessu kom Halldór frændi í Dal með jólatré sem hann hafði smíðað. Við vöfð- um stofninn með lyngi, settum litlu snúnu kertin á greinarnar og það varð svo bjart í litlu baðstof- unni. Hin mesta birta bjó samt í hugum allra svo ljósin þurftu ekki að vera svo mörg, það var himnesk birta.“ Elsku amma mín. Það er ósk mín að þú hafir nú aftur fundið þá himnesku birtu sem var í baðstof- unni í Hrísdal forðum. Ljósið þitt mun áfram lýsa leið mína í gegn- um lífið og öll þau óveður sem kunna að verða á leiðinni. Þú ert fyrirmyndin mín og ég verð æv- inlega þakklát fyrir sporin sem þú saumaðir í hjartað mitt. Takk fyr- ir allt. Þín vinkona og nafna Olga Sigurðardóttir. Stelpuskott kemur að bæjar- læknum í Hrísdal á 4. áratug síð- ustu aldar. Það er komið myrkur. Lækurinn er lagður en búið er að brjóta vök til að skola þvott. Stelpuskottið dregur fram heima- saumaðar nærbuxur úr hveiti- poka. Hún beygir sig niður á hnén, nuddar þær saman krókloppin á höndunum. Í sömu andrá missir hún þær undir skörina á ísnum og þær hverfa. Þegar ísa leysir var gerð tilraun til að leita eftir þeim en þær fundust ekki. Kannski voru þær komnar út í sjó, hugsar sú stutta. Þetta er minningarbrot frá ömmu minni, Olgu Sigurðardótt- ur. Amma tilheyrir kynslóð sem senn hverfur á braut. Kynslóð sem við eigum svo margt að þakka. Kynslóð sem byggði upp landið okkar og grunnstoðir sam- félagsins með dugnaði, elju og þrautseigu. Það er óraunverulegt til þess að hugsa að framan af hafi amma alist upp í torfbæ, hvorki með rennandi vatni eða rafmagni, og átt 10 systkini. Þrátt fyrir ólíka barnæsku deildum við amma sömu ástríðu á mat og matargerð. Amma og mat- Olga Sigurðardóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGURRÓS GUÐNADÓTTIR, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 30. nóvember. Útför verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Hákon Jens Waage, Hjálmar Theodórsson, Elísabet Arnardóttir, Davíð Elvar Hill, Susan Hill, Ingibjörg Karlsdóttir, Trausti Örn Einarsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVAR ÞÓRHALLUR GUNNARSSON, Laxárbakka, Hvalfjarðarsveit, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 29. nóvember. Minningarathöfn um hinn látna verður í Akraneskirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 13. Útför fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 12. desember klukkan 11. . Hulda Bryndís Hannibalsdóttir, Sigríður K. Ingvarsdóttir, Skúli Hermannsson, Helga Þ. Ingvarsdóttir, Jesus S. Tabarnero, Berglind S. Ingvarsdóttir, Sævar Guðjónsson, Inga B. Ingvarsdóttir, Karl R. Freysteinsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR KRISTMANN RÖGNVALDSSON, bóndi frá Dæli, Skíðadal, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 25. nóvember. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju mánudaginn 7. desember klukkan 13.30. . Ragnar Gunnarsson, Lára Stefánsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Óskar Gunnarsson, Jóhanna Arnþórsdóttir, Eygló Gunnarsdóttir, Kristján Daðason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.