Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 ✝ Einar fæddist15. október 1950 í Hafnarfirði. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 27. nóvember 2015. Foreldrar Einars voru hjónin Einar Jón Jónsson frá Arnardal, f. 28.6. 1923, d. 19.11. 1997, vélstjóri og kranastjóri, og Margrét Kristjánsdóttir, f. 3.6. 1931, húsmóðir í Hafnarfirði. Systkini Einars eru Þór, f. 13.10. 1948, d. 18.7. 1949, Sól- veig Jóna, f. 5.10. 1951, Jón Benedikt, f. 4.3. 1953, Þóra Kristjana, f. 13.11. 1955, Hall- dóra Sigríður, f. 11.9. 1959, og Sigrún, f. 3.7. 1961. Einar kvæntist Þórdísi Stef- ánsdóttur, f. 8.3. 1953, versl- unarkonu. Börn Einars og Þór- dísar eru 1) Stefán, rafmagns- verkfræðingur, f. 19.4. 1975. 2) Fjölhönnun á árunum 1988 til 1990. Árið 1991 stofnaði hann sitt eigið einyrkjafyrirtæki, Tækniþjónustu Einars, og rak það til ársins 1999 þegar hann vann stutt hjá verkfræðifyrir- tækinu Ístaki og hjá Verk- fræðistofunni Línuhönnun. Í lok ársins 2001 fékk hann starf hjá Byggingafulltrúanum í Reykja- vík, þar sem hann starfaði við eftirlit og yfirferð á sérteikn- ingum og útreikninum á burðar- þoli bygginga. Hann ákvað að fara í meistaranám samhliða vinnunni og útskrifaðist sem byggingaverkfræðingur frá Há- skólanum í Reykjavík árið 2011. Í kjölfar niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg vegna efna- hagshrunsins árið 2008 missti hann vinnuna og varð atvinnu- laus árið 2011. Þar sem lítið var um vinnu að fá hér á landi leit- aði hann út fyrir landsteinana og fékk vinnu hjá Ramböll í Stavanger í Noregi árið 2013. Ári seinna færði hann sig til fyrirtækisins Omega Arial og starfaði í útibúi þess í Leirvik í Stord til æviloka. Einar verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. 4. desember 2015, klukkan 13. Elsa Margrét Einarsdóttir, tölvunarfræðingur, f. 3.11. 1978, gift Gunnari Sigfús- syni, f. 5.8. 1974, og eiga þau tvo stráka, Júlíus, f. 31.7. 2009, og Stef- án, f. 16.9. 2013. Einar átti eitt barn fyrir hjónaband þeirra með Selmu Amalíu Friðriksdóttur, f. 1951, frá Bolungarvík: Íris Ösp, f. 10.2. 1973. Einar fæddist og ólst upp í Hafnarfirði. Hann útskrifaðist með gagnfræðapróf frá Flensborgarskóla árið 1966 og með BS-gráðu í byggingar- tæknifræði frá Tækniskóla Ís- lands árið 1978. Hann starfaði hjá Blikksmiðjunni Vogi í Kópa- vogi á árunum 1979 til 1985, Verkfræðistofu Þráins og Bene- dikts frá árinu 1985 til 1988 og Eftir eins árs baráttu við krabbamein lést pabbi á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi. Pabbi var fæddur og uppalinn Hafnfirðingur. Hann bjó sem barn á Öldugötunni og seinna flutti fjölskylda hans á Köldu- kinn. Hann gekk í Lækjarskóla og sýndi snemma að hann var fróðleiksfús og nýjungagjarn. Amma mín þreytist ekki á að segja söguna þegar pabbi kenndi henni á saumavélina þegar hann var krakki. Þessi fróðleiksþorsti átti eftir að fylgja pabba allt hans líf. Hann hafði mikinn áhuga á því sem hann starfaði við. Það var ekki ósjaldan sem við fórum inn í einhverja byggingu og pabbi byrjaði að útskýra fyrir mér burðarþolshönnun byggingarinn- ar og má segja að ég hafi verið út- skrifaður byggingatækni- fræðingur um tvítugt. Ég ákvað því læra rafmagnsverkfræði svo ég þyrfti ekki að heyra allt náms- efnið aftur í mínu námi. Hann hafði einnig mikinn áhuga á tækni og vísindum og spjölluðum við oft yfir kvöldmatnum, eða seint að kvöldi, um stjörnufræði, eðlisfræði eða tölvur. Pabbi hafði snemma áhuga á tölvum, var fljótur að tileinka sér tölvutæknina í starfi sínu og var einn af þeim fyrstu á Íslandi sem bæði hannaði burðarþol og teikn- aði með hjálp tölvu. Hann keypti fyrstu tölvuna sína árið 1981 þegar ég var sex ára og var ávítaður mjög af systr- um sínum þar sem slík tæki gætu haft skaðleg áhrif á börnin hans. Það varð raunin, systir mín er í dag tölvunarfræðingur og ég vinn við hönnun á tölvukerfum í bíla. Pabbi var mjög vinnusamur og tók gjarnan vinnu með heim eða var með aukaverkefni. Hann hafði þó valið starfsvið sem er mjög háð efnahagsástandinu á Íslandi. Í hverri kreppu sem varð á Íslandi þurfti pabbi að horfa upp á minnkandi vinnu og tíma- bundið atvinnuleysi. Hann lét þó aldrei deigan síga. Og hann vann svo að segja fram í rauðan dauð- ann. Í veikindum sínum síðustu mánuði sína skrönglaðist hann að tölvu sinni til að leiðrétta hönn- unar- og burðarþolsteikningar af húsum eða brúm og sendi sam- starfsfélögum sínum úti í Noregi. Pabbi var alltof ungur þegar hann dó en síðasta ár hans var erfitt fyrir hann. Eftir að hann greindist með ólæknandi krabba- mein í brisi varð baráttan erfiðari hvern dag og er ég því feginn að hann fékk lausn þjáninga sinna. Megir þú hvíla í friði, pabbi. Stefán Einarsson. Einar Magnús Einarsson ✝ Herdís Jó-hannsdóttir var fædd í Skógar- koti í Þingvalla- sveit 23. júlí 1913. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 23. nóvember 2015. Foreldrar hennar voru Ólína Jónsdóttir, f. 1873, d. 1967, og Jóhann Kristján Krist- jánsson, f. 1879, d. 1965. Herdís var næstyngst fimm systkina, sem voru: Jón, Kristján, Pétur og Gréta María. Þau eru öll Herdís Rún, f. 2002, Katrín Ósk, f. 2006, og Arndís Rut, f. 2008. 2) Halldór Örn, f. 1983. Herdís fæddist í Skógarkoti í Þingvallasveit og bjó þar til árs- ins 1935. Þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og settist að í Mávahlíð 42. Árið 1967 færði Herdís sig um set og settist að í Fellsmúla 16, þar sem hún bjó í fjörutíu ár. Þegar halla fór að hundrað árunum flutti hún á Hjúkrunarheimilið Mörk, þar sem hún dvaldi til dauðadags. Herdís hóf starfsferil sinn á ljósmyndastofu um stutt skeið. Þaðan lá leiðin á Leigubílastöð- ina Hreyfil, þar sem hún starf- aði við símavörslu og lauk þar starfsævi sinni um sjötugt. Útför Herdísar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 4. desember 2015, og hefst at- höfnin klukkan 13. látin. Eftirlifandi er fósturbróðir hennar Jón Óli Ólafsson, f. 1935. Herdís eignaðist einn son, barns- faðir: Erlendur Er- lendsson. Jón Erlendsson, f. 1953, maki Ragn- heiður Kristín Sig- urðardóttir, f. 1953. Synir þeirra eru: 1) Sigurður Orri, f. 1976, maki Hrafnhildur Þorleifs- dóttir, f. 1975, dætur þeirra eru Nú er lífsgöngu Herdísar tengdamóður minnar lokið og samleið okkar að sinni en sjóður góðra minninga mun ylja um ókomna tíð. Þakklæti er efst í huga þegar kemur að hinstu kveðju; þakkæti fyrir að vera sú tengdamóðir sem hún var, amma sona minna og langamma sonardætranna. Herdís lifði langa og góða ævi, braut hundrað ára múrinn, hafði tvö ár yfir. Þegar hún var fertug eignað- ist hún einkason sinn. Herdís var einstæð móðir í árdaga vel- ferðarkerfis okkar, þegar það var enn í reifum, því hefur lífs- baráttan verið hörð. En hún lét ekki deigan síga heldur hélt ótrauð áfram og rækti móður- hlutverk sitt af stakri prýði. Fjársjóður hennar fólst í góðum og nánum samskiptum við son sinn, sonarsyni sem voru auga- steinar hennar og langömmus- telpurnar sem hún sá ekki sólina fyrir. Hún tengdamóðir mín rækti öll þau hlutverk sem lífið bauð henni af einstakri hlýju, góðsemi og trúmennsku. Hún var afar sterkur persónuleiki, skemmti- leg og orðheppin, umhyggjusöm og velviljuð manneskja. Síðustu fimm ár ævi sinnar dvaldi hún á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk, þar sem hún setti svip sinn á heimiliseininguna á fimmtu hæð suður. Ég hef það fyrir víst að hennar er saknað á þeim vettvangi. Þess ber einnig að geta að á þeim stað naut hún umönnunar einstakra starfs- manna. Fyrir það ber að þakka af alhug. Yndisleg móðir, tengdamóðir, einstök amma og langamma er gengin á braut en eftir lifir minning sem aldrei verður frá okkur tekin. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afar góð alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Ég vil að leiðarlokum þakka henni alla þá umhyggju og góð- mennsku sem hún ætíð sýndi mér. Kæra Herdís, hafðu þökk fyr- ir allar góðu samverustundirnar á þeim rúmu fjörutíu árum sem við áttum samleið hér á jörð. Þín tengdadóttir Ragnheiður Kristín. Elsku amma mín. Ég man svo vel eftir því þegar við spiluðum ólsen í Fellsmúl- anum, á mínum yngri árum. Það var oftar en ekki sem ég hafði betur, þó að mig gruni að þú haf- ir nú oftast leyft mér að vinna. Það var svo gott að koma í Fells- múlann og fá góðan mat að borða hjá þér og drekka mysu eða jafnvel maltöl með. Kjöt í karrí, sem var sérgrein þín, var svo einstaklega gott á bragðið. Ekki voru nú pönnukökurnar þínar með sykri síðri. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst svo yndisleg og góð manneskja og gerðir líf allra í kringum þig svo gott. Ég vil þakka þér allar frá- bæru stundirnar okkar saman í gegnum tíðina. Ég veit að þú ert komin á betri stað og get huggað mig við að þú hafir það betra þar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði. Þinn Halldór Örn. Elsku amma Herdís. Það er vart hægt að hugsa sér betri ömmu en þig. Þú barst okkur bræður á höndum þér og vildir allt fyrir okkur gera. Spilamennska okkar er ógleym- anleg því ég vann þig svo oft. Ég held reyndar að þú hafir oftast leyft mér að vinna. Ógleymanleg er einnig ferðin sem þú tókst á hendur til að heimsækja okkur Hrafnhildi til Álaborgar í Danmörku þegar við vorum þar í námi. Þá varst þú komin hátt á níræðisaldur en það aftraði þér ekki að leggja í langferð. Einnig þegar þú heim- sóttir okkur um jólin 2007, þá á tíræðisaldri. Þú varst yndisleg amma og við Hrafnhildur viljum að leið- arlokum þakka af alhug allar góðu samverustundirnar sem við áttum með þér. Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún) Hvíl í friði. Sigurður Orri og Hrafnhildur. Löng ævi er að baki hjá henni Herdísi móðursystur okkar en hún varð rúmlega 102 ára. Dísa eins og hún var alltaf kölluð, var einstök kona sem í minningunni var hjálpsöm, barngóð og ávallt til staðar. Hún var mikil útivistarkona og naut þessað vera úti í nátt- úrunni enda fædd og uppalin í Skógarkoti á Þingvöllum. Dísa var mikið í tengslum við móður okkar en þær voru tvær syst- urnar af fimm systkinum. Hún var mikið inni á okkar heimili og ekki sjaldan sem hún aðstoðaði móður okkar með barnahópinn og var því ein af fjölskyldunni. Við viljum þakka Dísu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og skilur hún eftir margar góðar minningar sem við munum varð- veita alla ævi. Elsku Jón, Ragnheiður, börn og barnabörn, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Gréta og Ólína. Mér er það hugljúft að minn- ast móðursystur minnar nokkr- um orðum. Herdís kvaddi þenn- an heim í liðinni viku eftir nokkurra ára dvöl á hjúkrunar- heimilinu Mörk, þar sem hún naut góðs atlætis til hins síðasta. Ekki ná margir jafnháum aldri og Herdís, sem varð 102 ára. Vafalaust má hún þakka það heilbrigðu líferni, dugnaði, ánægju af ferðalögum og al- mennt jákvæðu viðhorfi til lífs- ins. Ég heimsótti Herdísi eins oft og ég gat síðustu árin og allt til hins síðasta var hún vígreif og drífandi í hugsun. Það var engin lognmolla yfir henni. Hún sagði stundum við mig þegar hún var komin í Mörk og þar orðin heim- ilismaður að þegar ég kæmi næst í heimsókn væri „betra að hringja á undan“ þannig að hún „væri örugglega við“! Herdís var litrík og röggsöm persóna og hafði svör á reiðum höndum þegar hin margvíslegustu álita- efni bar á góma. Hún sagði stundum þegar ég kvaddi hana að hún myndi „henda í pönnu- kökur“ þegar ég kæmi næst í heimsókn. Í spjalli okkar bar oft á góma minningarnar frá Skógarkoti í Þingvallasveit, þar sem hún ólst upp til unglingsára. Hún mundi eftir hinum ýmsu persónum sem heimsóttu Skógarkot og dvöldu í Þingvallasveitinni til lengri eða skemmri tíma. Oft var minnst á Ásgrím Jónsson myndlista- mann, sem vandi komur sínar í Skógarkot til að draga upp list- rænar myndir af umhverfi Þing- vallasveitar. Herdís eignaðist soninn Jón og var hann móður sinni ein- staklega kær. Hann sinnti henni af umhyggju allt fram á síðasta dag. Herdís átti farsælt líf, var hraust og horfði yfir langan veg. Hún skildi sátt við alla. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir að hafa átt samleið með Herdísi móðursystur minni í mörg ár og sendi ég syni hennar og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hanna Dóra Birgisdóttir. Herdís Jóhannsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma okkar. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Við munum sakna þín, en öll þín góðmennska og hlýja mun ylja okkur um alla framtíð. Takk fyrir allt sem þú varst okkur. Far í friði. Þínar langömmustelpur Herdís Rún, Katrín Ósk og Arndís Rut. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn- inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar Ýmislegt Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Mikið úrval Ný sending af undirfatnaði og náttfatnaði frá Falleg jólagjöf Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.