Morgunblaðið - 04.12.2015, Side 35

Morgunblaðið - 04.12.2015, Side 35
Tryggvaskála ásamt foreldrum sín- um allt til þess dags er hótelið var selt vorið 1974. Það sama ár stofn- aði Bryndís sitt eigið fyrirtæki, verslunina Lindina, og vann við rekstur hennar til ársins 1989 en þá tók dóttir hennar, Kristín Haf- steinsdóttir, við rekstri fyrir- tækisins. Árið 1989 hóf Bryndís störf hjá Sjóvá – Almennum trygg- ingum hf. á Selfossi sem umboðs- maður og síðar útibússtjóri. Áður hafði Bryndís verið umboðsmaður fyrir Sjóvátryggingarfélag Íslands hf. Bryndís lauk störfum sem úti- bússtjóri árið 2010. Virk í félagsmálum Bryndís var einn af stofnendum Zontaklúbbs Selfoss sem var stofn- aður árið 1972, var hún fyrsti for- maður klúbbsins. Sat hún einnig í Norðurlandastjórn Zontaklúbb- anna 1982-1984 en Bryndís er enn þann dag í dag starfandi fyrir klúbbinn sinn. Bryndís sat í bæjarstjórn Sel- foss fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1986- 1994. Í kosningunum 1990 leiddi hún lista sjálfstæðismanna. Kjör- tímabilið 1990-1994 gegndi hún embætti forseta bæjarstjórnar í tvö ár og síðan embætti formanns bæjarráðs í tvö ár. Bryndís sat í fjölda nefnda og ráða, m.a. Hér- aðsnefnd Árnesinga 1990-1994, stjórn Sass 1990-1994, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1990-1994, stjórn Heilbrigðisstofn- unarinnar á Selfossi ásamt því að vera varamaður í stjórn Lands- virkjunar og Skipulagsstjórn rík- isins. Árið 1998 gekk Bryndís fyrst kvenna til liðs við Rótarýklúbb Selfoss en það ár fagnaði klúbb- urinn 50 ára afmæli sínu. Tryggvaskáli endurbyggður Árið 1996 stofnaði Bryndís ásamt nokkrum öðrum ein- staklingum Skálafélagið sem hafði það að markmiði að bjarga og endurbyggja Tryggvaskála. Félagsmönnum tókst það ætl- unarverk sitt og lauk endur- byggingunni 2014 en það ár hófst veitingahúsarekstur að nýju í hús- inu. „Þetta kostaði mikla sjálfboða- vinnu og lögðu margir hönd á plóginn við að koma húsinu í sem upprunalegast horf og var ekkert til sparað við það. Við fengum síð- an umhverfisverðlaun bæjarins fyrir fallegustu lóðina.“ Fjölskylda Eiginmaður Bryndísar, 26.12. 1965, er Hafsteinn Már Matthías- son, mjólkurtæknifræðingur, f. 28.1. 1943. Foreldrar hans: Matt- hías Jónsson, múrarameistari, f. 27.11. 1922, d. 6.8. 2014, og Laufey Guðmundsdóttir, fiskimatsmaður, f. 3.3.1923, d. 20.12. 1981. Dætur Bryndísar og Hafsteins: Kristín Hafsteinsdóttir, f. 2.10. 1963, viðskiptafræðingur á Sel- fossi, sonur hennar er Bjarki Már Magnússon, nemi, f 1996; Berglind Hafsteinsdóttir, f. 8.8. 1976, sjón- tækjafræðingur á Selfossi. Maki Brynjar Þór Heiðarsson, sjúkra- flutningamaður á Selfossi, börn þeirra eru Alexander, f. 2006, og Filippía, f. 2011. Systkini Bryndísar: Þórunn Mogensen ritari, f. 27.10. 1925, d. 26.3. 2007, Guðrún Hulda Brynj- ólfsdóttir, húsfreyja, f. 25.9. 1931, d. 1.3. 2014, Árni Brynjólfsson, húsvörður, f. 25.6. 1934, d.15.5. 2004. Foreldrar: Brynjólfur Gíslason, veitingamaður í Tryggvaskála á Selfossi, f. 19.3. 1903, d. 21.6. 1983, og Kristín Árnadóttir, hótelstýra í Tryggvaskála, f. 6.6. 1901, d. 25.7. 1974. Úr frændgarði Bryndísar Brynjólfsdóttur Bryndís Brynjólfsdóttir Málfríður Benediktsdóttir bústýra á Ketilsstöðum og vinnukona víða í Holtum, Rang. Magnús Bjarnason bóndi og silfursmiður á Ketilsstöðum í Holtum, síðar í Hafnarf. Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja í Látalæti Árni Árnason bóndi í Látalæti í Landsveit, Rang. Kristín Árnadóttir hótelstýra í Tryggvaskála Ingiríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Fellsmúla Árni Árnason bóndi í Fellsmúla í Landsveit, Rang. Kristín Hannesdóttir húsfreyja í Eystri-Meðalholtum Jón Magnússon bóndi í Eystri-Meðal- holtum í Flóa, Árn. Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Haugi Gísli Brynjólfsson þjóðhagasmiður og bóndi á Haugi í Gaulverjarbæjarhr., Árn. Brynjólfur Gíslason veitingamaður í Tryggvaskála Selfossi Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja á Sóleyjarbakka Brynjólfur Einarsson hreppstjóri og bóndi á Sóleyjar- bakka, Hrunamannahr., Árn. Gísli Gíslason verslunarmaður í Rvík Ingiríður Árnadóttir húsfreyja á Selfossi Margrét Árnadóttir húsfr. í Rvík Málfríður Árna- dóttir húsfreyja á Bjalla í Landsveit Ágústa Árnadóttir húsfr. í Rvík Svanfríður Ingvarsdóttir skrifstofum. í Rvík Erna Árnadóttir íslensku- fræðingur Signý Sæmundsd. söngkona Högni Egilsson söngvari Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svæðisstj. UN Women Árni Einarsson kaup- maður í Reykjavík Guðrún Hallgrímsdóttir matvælafræðingur ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2015 90 ára Anna Dagmar Daníelsdóttir Jónmundur Gíslason Sveinbjörn Guðlaugsson 85 ára Oddný Ester Einarsdóttir Ólafur Andrés Gíslason Sigurður Indriðason Þorsteinn Þórðarson 80 ára Ingibjörg Birna Þorláksdóttir Ólöf Geirsdóttir Þorlákur Ásgeirsson 75 ára Ebba Ólafsdóttir Elínborg Bernódusdóttir Guðjón Guðlaugsson Hörður Ævar Júlíusson Ingibjörg Elísdóttir Olga P. Oddsdóttir Örn Pálsson 70 ára Kolbrún Vigfúsdóttir Margrét Sveinbergsdóttir Ólafía Bjargmundsdóttir Sigurbjörn Ingólfsson Úlfar Harðarson 60 ára Anna Mary H. Pétursdóttir Arnar Jensson Einar Hjörleifur Ólafsson Erna Friðriksdóttir Halldór Kristján Jónsson Jostein Ingulfsen Jónína Margrét Davíðsdóttir Magnús Ásmundsson Nikulás Ásgeir Steingrímsson Rósa Kristbjörg Magnúsdóttir Sólveig Róbertsdóttir Svanfríður Ingvadóttir Tryggvi Sæmundsson Þóra Björg Alexandersdóttir 50 ára Anna Garðarsdóttir Anna Guðrún Snorradóttir Anna María Benediktsdóttir Baldur Jónasson Fjóla Íris Stefánsdóttir Helga Sigurbjörg Árnadóttir Jón Gunnlaugur Sigurjónsson Rakel Steinarsdóttir Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir 40 ára Aðalheiður Hulda Jónsdóttir Bjarki Rafn Eiríksson Bryndís Stefánsdóttir Guðbjörn Óskarsson Perry Gyða Björk Jóhannsdóttir Gylfi Steinar Gylfason Hugi Freyr Valsson María Ósk Guðbjartsdóttir Siggeir Vilhjálmsson Sigrún Fossberg Arnardóttir Smyrill Traustason Snæbjörn Viðar Narfason Telma Lind Baldursdóttir 30 ára Adrien Xavier Martin Bonnan Guðbergur Baldursson Guðrún Harðardóttir Gunnar Jóhannsson Kieraah L. Marlow Oddur Þorkell Jóakimsson Rogélia Pinheiro Grilo Til hamingju með daginn 30 ára Helga ólst upp í Danmörku og Reykjavík, býr í Mosfellsbæ, lauk MA-prófi í sálfræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla og er deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Maki: Gísli Jónsson, f. 1985, viðskiptafræðingur. Foreldrar: Birna Róberts- dóttir, f. 1960, verkefna- stjóri hjá Reykjavíkurborg, og Magnús Gíslason, f. 1957, óperusöngvari í Danmörku. Helga Clara Magnúsdóttir Sigurður fæddist í Reykjavík4.12. 1916. Hann var ættaðuraf Snæfellsnesi, sonur Ólafs Jónatanssonar, verkamanns í Reykjavík, og k.h., Þuríðar Jóns- dóttur, frá Elliða í Staðarsveit. Ólafur var sonur Jónatans, b. á Kolbeinsstöðum, bróður Páls, lang- afa Megasar. Þuríður var systir Vigfúsar, föður Erlings söngvara. Systir Þuríðar var Stefanía, móðir Oddfríðar skáldkonu, móður Guð- mundar Ingólfssonar, einhvers vin- sælasta djasspíanistasnillings þjóð- arinnar, fyrr og síðar. Bræður Sigurðar voru Erling Ólafsson söngvari og Jónatan Ólafs- son, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og tónskáld, afi Jónatans Garð- arssonar, dagskrárgerðarmanns, tónlistarútgáfustjóra og fyrrv. for- manns Jazzvakningar. Eiginkona Sigurðar varInga Val- fríður Einarsdóttur frá Miðdal (Snúlla) sem lést á þessu ári, há- öldruð, og eignuðust þau sex börn, Valgerði, f. 1937, Erling, f. 1942, Ævar, f. 1944, Þuríði, f. 1949, söng- konu, Ólaf, f. 1950, og Gunnþór, f. 1960, en dóttir Sigurðar frá því fyr- ir hjónaband er Elsa. Sigurður var bílstjóri á sínum yngri árum, rannsóknarmaður á Rannsóknarstofu HÍ og á Keldum, gærumatsmaður hjá SÍS, kjötmats- maður hjá yfirdýralækni og sá um talningu búfjár í borgarlandinu. Sigurður sótti ungur söngtíma til Sigurðar Birkis og Guðmundar Jónssonar, söng með Karlakór Reykjavíkur og síðar með eldri fé- lögum kórsins. Hann söng í Rigo- lettó, fyrstu óperunni sem hér var færð upp, í óperettunum Leður- blökunni og Bláu kápunni og lék og söng í fjölda leikrita. Sigurður hélt fjölda tónleika, var söngvari með ýmsum dans- hljómsveitum og söng dægurlög inn á fjölda hljómplatna. Þá var Sig- urður landsþekktur hestamaður, stundaði hestamennsku frá ferm- ingaraldri og átti fjölda hrossa. Þekktasta skeiðhross hans var Gletta sem átti Íslandsmet í skeiði í 28 ár. Sigurður lést 13.7. 1993. Merkir Íslendingar Sigurður Ólafsson 30 ára Kristbjörg Tinna ólst upp í Hafnarfirði, býr þar og er að ljúka prófum í hjúkrunarfræði við HÍ. Sonur: Styrmir Ási, f. 2008. Systkini: Jón Ásbjörns- son, f. 1992, Tindur Orri Ásbjörnsson, f. 1995, og Ylfa Hrönn Ásbjörnsdóttir, f. 1997. Foreldrar: Kristín Jóns- dóttir, f. 1961, og Ásbjörn Sigþór Snorrason, f. 1962. Kristbjörg T. Ásbjörnsdóttir 30 ára Jónas býr í Vesturbænum, er að ljúka meistaranámi í pípulögn og rekur JJ Pípulagnir. Maki: Linda Berry, f. 1971, hefur lengi starfað hjá Reykjavíkurborg. Börn: Svanhildur Mörk, f. 2007, og Aaron Ísak, f. 1998 (stjúpsonur). Foreldrar: Svanhildur Norðfjörð Erlingsdóttir, f. 1954, og Jónas Baldurs- son, f. 1951. . Jónas Ævarr Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.