Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 1
60 JÓLAGJAFA SUNNUDAGUR PARÍS EFTIR VOÐAVERKIN GOTT LÍF ÁNGLÚTENS SAUMAKLÚBBURÆSKUVINKVENNA JÓLASV 3 FERÐALÖG 23 ÞÓRUNN EVA 18 MATUR 32 HVAÐ Á AÐ GEFAÍ SKÓINN? 6. DESEMBER 2015 HANN ER ANDLEGUR STUÐNINGUR STRÁKANNA OKKAR OG SEGIR VELGENGNI ÞEIRRA Á EM MIKILVÆGARI EN AÐ HANN VERÐI FORSETI 44 * LANDSLIÐIÐGENGUR FYRIR L A U G A R D A G U R 5. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  286. tölublað  103. árgangur  ÍSLENSK FYRIR- TÆKI Í NOREGI VERÐLAUNUÐ KAFFIHÚS TRYGGVA HJÁ ÓFEIGI SEX LISTMÁLARAR 54BALESTRAND 22 19 GLUGGAR TIL JÓLA „Mér finnst gaman að læra allt!“ hrópar Walid, átta ára sýrlenskur drengur. Hann er meðal um 150 barna sem koma nær daglega á barnvænt svæði UNICEF í Bekaa- dalnum í Líbanon til að leika sér og læra. Svæðið er m.a. rekið með að- stoð 27 þúsund íslenskra heimsfor- eldra. Um hálf milljón barna flúði stríð- ið frá Sýrlandi til Líbanons. Þau búa nú flest við sára fátækt. „Þessi börn hafa misst allt,“ segir Maria Assi, forseti líbönsku mann- úðarsamtakanna Beyond Associa- tion (BA). „Húsin sín, skóla sína, allt. Foreldrarnir hafa misst lífsvið- urværi sitt. Allt í einu búa þau í tjaldi. Eina skjólið sem þau hafa er nælondúkur.“ UNICEF og BA reka 47 barnvæn svæði fyrir flóttabörnin í Líbanon. Þar er allt kapp lagt á að þau njóti öryggis og geti gleymt sér í leik. „En þau hafa ekki gleymt því sem gerðist í Sýrlandi,“ segir Maria. Ljósmynd/Dar Al Mussawir Leikur Lítil stúlka leikur sér með leir á barnvæna svæðinu. Flúðu stríð en búa við fátækt  Sýrlensk börn fá skjól hjá UNICEF MMeð bros »18-20 „Þetta er meira en ég hefði nokk- urn tímann getað ímyndað mér,“ sagði sundkonan unga Eygló Ósk Gústafsdóttir við Morgunblaðið í gær, eftir að hafa aftur unnið til bronsverðlauna á Evrópumeistara- mótinu í sundi í 25 metra laug í Ísr- ael. Eygló varð í fyrradag fyrst ís- lenskra kvenna til að vinna til verð- launa í sögu mótsins með því að ná 3. sæti í 100 metra baksundi og end- urtók leikinn í gær með því að ná 3. sæti í 200 metra baksundi. Úr- slitasundið í gær var æsispennandi en Eygló hafði þar meðal annars betur gegn hinni þýsku Jenny Mensing, fyrrverandi Evrópumeist- ara, sem Eygló hefur lengi fylgst með. Eygló kom að bakkanum á 2:03,53 mínútum í úrslitasundinu í gær, og hafði þá tvíbætt Íslandsmet sitt yfir daginn. Með þessum árangri kórónar Eygló frábært ár þar sem hún synti meðal annars til úrslita á HM í 50 metra laug, setti Norðurlandamet í 200 metra baksundi í 50 metra laug og vann sér sæti á öðrum Ólympíu- leikum sínum, aðeins tvítug að aldri. Enn er þó nóg eftir hjá henni á árinu. » íþróttir Meira en ég gat ímyndað mér AFP Brons Eygló Ósk Gústafsdóttir með bronsverðlaun sín, við hlið Evr- ópumeistarans Katinku Hosszu.  Eygló Ósk vann aftur til bronsverðlauna á EM í Ísrael Guðni Einarsson Auður Albertsdóttir Vonskuveður var í nánast öllum landshlutum síðdegis í gær og í gær- kvöldi. Þjóðvegum var ýmist lokað af öryggisástæðum eða þeir voru meira og minna ófærir vegna veðurs. Að sögn Vegagerðarinnar var stórhríð nánast á öllu Suðurlandi og gríðarlega blint. Vegunum um Sand- skeið, Hellisheiði og Þrengsli var lokað laust fyrir kl. 20.00 í gær- kvöldi. Vegurinn undir Hafnarfjalli í Borgarfirði lokaðist undir kvöld vegna hvassviðris, hálku og umferð- aróhappa. Fróðárheiði var ófær og hálka víðast hvar á vegum á Vest- urlandi. Óveður var á fjallvegum á sunnanverðum Vestfjörðum og versnandi færð. Vindur fór vaxandi á Norðurlandi með vaxandi skafrenningi. Óveður var á Siglufjarðarvegi og stórhríð á Öxnadalsheiði og hún ófær. Einnig var stórhríð víða á Austurlandi og flestir vegir ófærir. Stórhríð var sömuleiðis með suðausturströndinni. Menn höfðu varann á sér í gær vegna djúprar lægðar sem var vænt- anleg sunnan úr hafi. Veðurstofan var búin að vara við óveðrinu og þótti ljóst að ekkert ferðaveður yrði með suðausturströndinni. Hringveg- inum var lokað frá Markarfljóti að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi síðdegis í gær. Lokunarstaðir voru einnig við Lómagnúp og Freysnes í Öræfum. Snælduvitlaust veður í Öræfum Mjög hvasst var í Öræfum í gær. Sjálfvirk veðurstöð Vegagerðarinn- ar við Sandfell mældi t.d. norðaustan vindhviðu sem fór yfir 58 m/s um kl. 17.00. Meðalvindurinn þar var þá 25- 26 m/s. Önnur hviða yfir 54 m/s kom nokkru síðar. Einar R. Sigurðsson, fjallaleið- sögumaður í Hofsnesi, sagðist aldrei hafa lent í öðru eins veðri og í gær. „Ég ók einn kílómetra frá Fagur- hólsmýri og ég meira að segja villt- ist, fór framhjá afleggjaranum. Ég fann ekki húsið mitt, sem ég er búinn að búa í alla mína ævi. Ég þurfti að kveikja á gps-tæki og sjá hvar ég var á veginum. Ég hef aldrei upplifað það áður að finna ekki húsið mitt,“ sagði Einar. Hann sagði veðrið á svæðinu „snælduvitlaust“. „Maður sér ekki út úr augunum. Hérna eru örugglega stöðugir 30 plús metrar en á þjóðveginum er þetta verra. Hviðurnar eru þannig að bílar gætu einfaldlega fokið af veginum á ákveðnum stöðum þar sem vindur- inn kemur niður af Öræfajökli.“ »4 Morgunblaðið/RAX Berjanes í V-Landeyjum Það var blint í hryðjunum sem gerði í Landeyjum í gær. Veðrið versnaði eftir því sem austar dró og var líklega verst í Öræfum. Vont veður nánast um allt  Vegir lokuðust vegna óveðurs og ófærðar í nánast öllum landshlutum  Borinn og barnfæddur Öræfingur hefur aldrei lent í öðru eins óveðri og þar geisaði í gær Forysta ESB hefur fengið skýr skila- boð frá Íslendingum um að umsókn um aðild að bandalaginu hefur verið dregin til baka. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, en sem kunnugt er hefur sendiherra ESB á Íslandi sagt að óvíst sé að Ís- lendingar þurfi að leggja fram nýja aðildarumsókn ef hefja eigi ferlið að nýju. Bjarni segir slíkt sæta furðu. Afstaða Íslands sé skýr. Komi til þess að þráðurinn verði tekinn upp að nýju verði það gert í samráði við þjóðina og vilji hennar ráði för. » 9 Afstaða ESB til umsóknar sætir furðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.