Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið oggeraþaðgróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Aðventubomba Laugardagur 10-16 Sunnudagur 13-18 20% afsláttur af öllum fatnaði og skóm Opið 10-16 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Toppar Verð 8.900 Str. s-xxl Gjöfin hennar Opið 11-18 í dag og 13-16 sunnudag Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 www.selena.is • Næg bílastæði Selena undirfataverslun Undirföt Náttföt Náttkjólar Sloppar GÆÐA VETRARYFIRHAFNIR 20% afsláttur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Ég lít þannig á að það sé ekki í gildi umsókn Íslands að ESB,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, í samtali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður álits á þeim orðum sendiherra ESB hér í Morgun- blaðinu, að óvíst væri hvort Ísland þyrfti að leggja fram nýja aðildarum- sókn eða draga fram þá gömlu frá 2009, ef ný ríkisstjórn vildi hefja slíkt ferli á nýjan leik. „Ég lýsi yfir furðu á því, að það skuli vera einhverjum vafa undirorp- ið, af Evrópusambandsins hálfu, hver staða málisins er. Þeir hafa fengið mjög skýr skilaboð, að minnsta kosti frá þeim sem fer fyrir utanríkisstefn- unni og forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir það síðan annað mál og í sjálfu sér óskylt þessu, að „við ætt- um fyrst og fremst að einbeita okkur að því hvernig við leið- um fram niður- stöðu um þessi mál, en ekki hvernig Evrópu- sambandið kynni í framtíðinni að taka við erindi. Í því sambandi finnst mér öllu skipta að hér á Íslandi heyrist mér að menn séu hættir að tala fyrir öðru en því, að frekari skref í þessu máli verði ekki stigin án samráðs við þjóðina. Það kemur ekkert annað til greina, ef slíkt kæmi á annað borð upp á, en að þjóðin væri spurð hvort hún styddi það að lögð yrði fram umsókn um að- ild að Evrópusambandinu,“ sagði Bjarni. Hann segir að allir séu sammála um að ekkert verði gert án þess að spyrja þjóðina og í öðru lagi, að komi til þess, þá verði að gæta þess að spyrja þjóðina réttra spurninga. „Þeir sem hyggjast fara aftur í hinn skrípaleikinn, þeir sem hafa ver- ið að gæla við mögulega inngöngu, þeir hafa þá ekkert lært af síðasta kjörtímabili.“ Bjarni bendir á að það hefði vel getað gerst, ef ályktun um málið hefði verið samþykkt á Alþingi, að ESB hefði svarað slíkri ályktun í þá veru að þeir myndu virða slíka álykt- un, búið væri að slíta viðræðunum, og að hluti svarsins hefði verið í þá veru að vel gæti verið að ESB myndi taka málið upp, ef sótt yrði um, án þess að fara með málið í öll þjóðþing ESB. Aðalatriðið væri að við kæmumst að niðurstöðu um það hvernig við ætluðum að takast á við þessi mál og hætta að horfa til Brussel. Ekki frekari skref án samráðs við þjóðina  Fjármálaráðherra segir að það sé ekki umsókn að ESB Bjarni Benediktsson Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? „Það er óhætt að segja að það hafi verið barningur á síldinni í allt haust og stundum mjög dapurt,“ sagði Ebeneser Guðmundsson, stýrimaður á Heimaey VE-1, um hádegi í gær. Auk þeirra höfðu fjögur önnur skip verið á miðunum djúpt vestur af land- inu og verið dreifð á stóru svæði. Veðrið var þokkalegt og ekki búist við að það versnaði fyrr en í dag, laugardag, þegar hann snerist í norð- austanátt. Þeir á Heimaey höfðu ver- ið tvo daga á veiðum og voru komnir með um 150 tonn. „Menn hafa eytt miklum tíma í að leita með litlum árangri því það hefur lítið verið að sjá,“ sagði Ebeneser. Aðeins hefur orðið vart við kolmunna og spærling sem meðafla, en það er misjafnt milli hola. Heimilt er að veiða 70.200 tonn af íslenskri sum- argotssíld og samkvæmt yfirliti Fiskistofu er búið að landa rúmlega 60 þúsund tonnum. Nokkur uppsjávarskip hafa reynt fyrir sér á kolmunna í færeyskri lög- sögu upp á síðkastið, en veðurfar hef- ur gert mönnum erfitt fyrir. aij@mbl.is Mikið leitað en ár- angurinn lítill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.