Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 12

Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hellu Miðjan, nefnist húsið á Suðurlands- vegi 1-3 á Hellu, sem hýsir margs- konar starfsemi og skrifstofur stofn- ana og fyrirtækja í sveitarfélaginu. Fjórða hæðin í glerbyggingunni hef- ur ekki verið í notkun hingað til, en nú er verið að innrétta hana og nokkrar breytingar eru fyrirhugaðar í húsinu og aukin starfsemi.    Hárstofan á Hellu mun flytja í þetta nýinnréttaða húsnæði um ára- mótin. Anna Guðrún Jónsdóttir rek- ur Hárstofuna með aðstoð tveggja annarra hárgreiðslukvenna. Hár- stofan hefur verið með sína starfsemi í Hellubíói undanfarið.    Hellubíó hefur nú verið selt nýj- um eiganda, félaginu Riverside trad- ing company ehf., en það er í einka- eign Stefáns H. Aðalsteinssonar. Stefán segir að ekki sé ákveðið enn þá hvaða starfsemi verður í húsinu.    Kartöfluverksmiðja Þykkva- bæjar var seld nýverið til nýrra eig- enda, en það var fyrirtækið Sómi ehf. sem keypti af bændum í Þykkvabæ. Að sögn Marteins Þorkelssonar, nýs framkvæmdastjóra Kartöfluverk- smiðjunnar, verða engin stór stökk tekin í breytingum við eigendaskipt- in, heldur byggt á því góða starfi sem fyrir er. Vonast Marteinn til að sam- vinna við bændur og fyrri eigendur verði góð í framtíðinni.    Byggingarfulltrúi fær mikið af fyrirspurnum um þessar mundir frá ólíkum aðilum sem vilja huga að ein- hvers konar byggingarfram- kvæmdum. Hugmyndir eru á floti um að byggja gæða hótel, bæði á austur og vesturbakka Ytri-Rangár við Hellu. Þetta eru þó aðeins hug- myndir enn þá. Jafnframt er talsvert spurt um lóðir fyrir íbúðir.    Þjónustumiðstöð við þjóðveg- inn gegnum Hellu er nú á teikniborð- inu. Staðsetning hennar er fyrir- huguð rétt austan við megin byggðina, sunnan hringvegar á móts við sláturhús Reykjagarðs. Björn Jóhannsson landslags- arkitekt og Erla Jóhannsdóttir koma fram fyrir hönd framkvæmdaaðila og hefur arkitektastofan Tvíhorf tek- ið þátt í hönnun verksins. Fyr- irhugað er að hefja framkvæmdir með vorinu.    Þjónustumiðstöðin Hellu verður áningarstaður fyrir ferða- menn á leið um Suðurland þar sem hægt verður að fá ferðatengda þjón- ustu eins og mat, gistingu og elds- neyti. Í miðstöðinni verður móttaka fyrir smáhýsahótel en gert er ráð fyrir 20-40 smáhýsum tengdum hót- elinu. Tengt miðstöðinni verður úti- vistarsvæði og markaðstorg fyrir bæjarbúa og ferðamenn, m.a. bændamarkaður með vörur beint frá býli. Eitt af meginmarkmiðum verk- efnisins er að styðja við og efla sam- félagið á staðnum. Við vinnslu þessa verkefnis hafa kviknað hugmyndir um annað áhugavert verkefni ótengt þessu á Hellu. Þær hugmyndir verða kynntar fljótlega fyrir skipulags- og byggingarnefnd.    Arctic adventures, Straum- hvarf hf., er stórt fyrirtæki í ferða- þjónustu sem íhugar nú að flytja hluta af starfsemi sinni á Hellu. Fyr- irtækið hefur fengið úthlutað lóð á Miðvangi 5, sem er rétt austan við heilsugæslustöðina.    Nýtt hesthúsahverfi hefur ver- ið skipulagt sunnan þjóðvegar í ná- grenni við reiðhöllina og skeiðvellina á Gaddstaðaflötum. Nú er fyrsta hesthúsið risið þar og er verið að ganga frá innréttingum. Þetta er 16 hesta hús og það er Kristjón Krist- jánsson, tamningamaður sem byggir húsið til nota fyrir starfsemi sína.    Umsókn um að halda Landsmót hestamanna árið 2020 á Gaddstaða- flötum við Hellu, hefur verið send til stjórnar Landssambands hesta- manna. Öll hestamannafélögin á svæðinu frá Hellisheiði að Lóma- gnúp, en þau eru 9 talsins, standa að umsókninni.    Markaðs- og kynningarfull- trúi tók til starfa hjá Rangárþingi ytra nú í nóvember, en slík staða hef- ur ekki verið til hjá sveitarfélaginu um nokkurt skeið. Ráðinn var Eirík- ur Vilhelm Sigurðsson sem undan- farin ár hefur verið forstöðumaður Kötluseturs í Vík, en hann er ætt- aður þaðan.    Oddafélagið fagnar 25 ára af- mæli um þessar mundir, en það var stofnað 1. desember, árið 1990. Fé- lagið er samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda á Rangárvöllum. Félagið hefur staðið fyrir fjölda funda og málþinga um Odda og tengda starfsemi, ásamt því að stuðla m.a. að uppsetningu útsýn- isskífu á Gammabrekku og styttu af Sæmundi á selnum eftir Ásmund Sveinsson, rétt við kirkjuna. Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur verið formaður Oddafélagsins frá upphafi. Margir hyggja á bygging- arframkvæmdir á Hellu Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Fyrsta hesthúsið í nýju hverfi Hesthús Kristjóns Kristjánssonar sem nú er verið að innrétta. Í baksýn sjást reiðhöllin og svokallað stóðhestahús. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Frumvarp um sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, sem þing- menn úr öllum flokkum á Alþingi stóðu að, varð að lögum í fyrradag. 46 þingmenn sögðu já, 4 greiddu ekki at- kvæði og 13 voru fjarstaddir. Ögmundur Jónasson var fyrsti flutnings- maður, en aðrir flutningsmenn voru Elín Hirst, Helgi Hjörvar, Birgitta Jóns- dóttir, Willum Þór Þórsson og Bryn- hildur Pétursdóttir. Breyting laganna tekur til þess að innanríkisráðherra geti ákveðið að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna misgjörða á hendur börnum sem sóttu Landakotsskóla og fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem kom út 2012. Sú nefnd var skipuð árið 2011 í kjölfar saka sem bornar voru á fyrrverandi starfsmenn kaþ- ólsku kirkjunnar um andlegt og lík- amlegt ofbeldi gagnvart nemendum skólans. Undirbúningu hefst fljótlega Guðrún Ögmundsdóttir er tengi- liður vistheimila í innanríkisráðu- neytinu. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að málefni fyrrverandi nemenda Landakotsskóla færu nú í ákveðið ferli í ráðuneytinu. „Nú kemur þetta hingað inn til okkar í vinnslu og verður tekið á þessu eins og öðrum málum um sanngirnisbætur á stofnunum eða vistheimilum,“ sagði Guðrún, „en við reiknum með að loka þeim málum í febrúar 2016, með skýrslu.“ Guðrún segir að undirbúningur hefjist fljótlega hvað varðar fyrrver- andi nemendur Landakotsskóla, og hún reikni með að innköllun verði í febrúar eða mars á næsta ári, þ.e. að opnað verði fyrir umsóknir. „Þá mun þetta fólk koma í viðtal til mín. Það getur gert umsókn, eða end- urnýjað gömlu umsóknina, en við eigum eftir að ákveða hvernig regl- uramminn verður í þessu ferli og það gerum við fljótlega,“ sagði Guð- rún. „Í þessum efnum er og hefur ver- ið lykilatriði að vanda sig og mæta fólki á góðum stað og sýna því virð- ingu, því vitanlega eru þetta afskap- lega viðkvæm mál,“ sagði Guðrún. Skólinn á ábyrgð ríkisins Í greinargerð með lögunum segir m.a.: „Varðandi mögulega bóta- skyldu ríkisins vegna misgjörða á hendur börnum sem sóttu Landa- kotsskóla og fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi er ljóst að Landa- kotsskólinn fellur undir lög um skólakerfi og fræðsluskyldu frá 1946. Þar er tilgreint í 53. gr. lag- anna að heimilt sé að löggilda skóla sem reknir eru af einstökum mönn- um eða stofnunum, enda hlíti slíkir skólar sama eftirliti og reglum og aðrir skólar. Um þetta verður ekki deilt og skólinn því á ábyrgð og und- ir eftirlitsskyldu íslenska ríkisins eins og aðrir skólar. Athafnir og at- hafnaleysi starfsmanna skólans hefðu hugsanlega bakað ríkissjóði skaðabótaskyldu ef misgjörðirnar hefðu komið fyrr í dagsljósið.“ Fyrrverandi nemendur fá bætur Morgunblaðið/Eyþór Landakotskóli Mál fyrrverandi nemenda brátt í vinnslu í ráðuneytinu. Guðrún Ögmundsdóttir  Frumvarp um sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla orðið að lögum „Lykilatriði að vanda sig og mæta fólki á góðum stað og sýna því virðingu,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila H a u ku r 1 0 .1 5 .Leit að fjárfestingarkostum. .Verðmat. .Viðræðu- og samningaferli. . Fjármögnun. .Frágangur samninga. Hér gætu verið góðir fjárfestingarkostir: Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Lítil heildverslun með gott umboð fyrir hágæða múrefni og klæðningar. Velta um 100 mkr. Miklir möguleikar á vexti. • 37 herbergja, 3ja stjörnu gott hótel á Snæfellsnesi. Góð nýting og opið árið um kring. Ársvelta 200 mkr. Fyrir liggur hönnun á viðbyggingu sem stækkar hótelið um allt að 20 herbergi. • Leiðandi fyrirtæki með legsteina. Ársvelta um 140 mkr. Mjög góð afkoma. • Lítið hótel og veitingastaður í sérlega fallegu og sögufrægu, uppgerðu húsi í Bolungarvík. Húsið og starfsemin í því er til sölu. Tripadvisor gefur 4,5 stjörnur. • Verslunarkeðja með matvæli (12 útsölustaðir) og miðlæga framleiðslu. Ársvelta 650 mkr. Miklir vaxtamöguleikar og góð afkoma. • Gamalgróin heildverslun með þekkt leikföng og gjafavörur. Velta um 100 mkr. Góð afkoma. • Sérhæft ferðaþjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði. Velta 85 mkr. EBITDA um 15 mkr. • Rekstur á nýju og glæsilegu 28 herbergja hóteli í fallegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið verður afhent tilbúið á vormánuðum 2016. • Öflugt og vaxandi fyrirtæki í skiltagerð og markaðslausnum. Vel tækjum búið. Ársvelta um 100 mkr. og góð afkoma. • Rótgróin rafvöruverslun í Reykjavík. Velta 80 mkr. og afkoman góð. • Gróðrarstöð staðsett á Suðurlandi í nálægð við höfuðborgina. Fyrirtækið hefur sterka stöðu á markaði. Velta er nokkuð jöfn allt árið, um 130 mkr. og EBITDA um 25 mkr. • Fasteignafélag með 27 nýjar stúdíóíbúðir í langtímaleigu. Góðar og stöðugar tekjur. Hagstætt verð. • Innflutningur og smásala í tveimur verslunum á heimsþekktu vörumerki í fatnaði fyrir börn og konur. Viðkomandi er með sérleyfi á Íslandi. Velta 150 mkr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.