Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
vini. Þeir komu sér m.a. fyrir í tjöld-
um á landskikum í hinum gróðursæla
Bekaa-dal. Þar má finna margar
tjaldborgir á milli hálfbyggðra húsa
og við akrana. Það er búið þröngt, án
almennilegrar hreinlætisaðstöðu og
fátt í umhverfinu minnir á heimili. En
þetta er engu að síður veruleiki tuga
þúsunda Sýrlendinga í landinu.
„Þau höfðu ekkert val um að koma
og þau voru allslaus þegar þau komu
hingað,“ segir Violet Warnery, að-
gerðastjóri UNICEF á vettvangi í
Líbanon, um fyrstu flóttamennina.
Síðan héldu Sýrlendingar áfram að
streyma til landsins og eru nú um 1,1
milljón. Um 70% eru undir fátækt-
armörkum og flestir eru auk þess
skuldum vafðir. Fólkið verður að
leigja sér húsnæði, tjald eða aðrar
vistarverur, og það getur kostað
skildinginn.
„Sum börnin þekkja ekkert annað
en lífið í Líbanon og hafa aðlagast
þessum aðstæðum sínum ótrúlega,“
segir Violet. „En þau sem muna eftir
sér í Sýrlandi, þau vilja bara fara aft-
ur heim.“
Því eldri sem börnin eru, þeim mun
sterkari minningar eiga þau frá góðu
árunum í heimalandinu. Og því vilja
þau komast þangað aftur sem fyrst.
Veita börnunum öruggt skjól
UNICEF hefur það að markmiði
að hafa barnvænu svæðin í nágrenni
hinna ríflega 1.400 óformlegu flótta-
mannabyggða. „Það sem við viljum
fyrst og fremst gera er að veita börn-
um öruggt skjól til að leika sér
frjáls,“ segir Violet. „Í þeim að-
stæðum notum við svo tækifærið til
að sjá hver þeirra þurfa á sérstakri
hjálp að halda vegna alls þess sem
þau hafa upplifað á lífsleiðinni.“
Börnin voru að flýja stríð en í sum-
um tilvikum hefur lítið betra tekið
við, s.s. heimilisofbeldi og barna-
þrælkun því foreldrarnir eru löngu
búnir með sitt sparifé, hafa ekki leyfi
til að vinna í Líbanon og eru sokknir í
fen skulda. Sífellt fleiri börn eru því
látin vinna í stað þess að ganga í
skóla.
„Hvaða áhrif mun það hafa að heil
kynslóð barna hefur ekki hlotið
menntun?“ spyr Violet. „Hver verða
áhrifin í Mið-Austurlöndum? Fyrir
börnin sem eru hér. Geta þau ein-
hvern tímann farið aftur til Sýrlands
og ef ekki hvaða áhrif mun þetta hafa
á Líbanon? Það er gríðarlegt áherslu-
mál að fá börnin aftur í skólann og
halda þeim þar.“
Verkefni UNICEF í Líbanon eru
með mestu neyðarhjálparaðgerðum
sem samtökin hafa staðið í hingað til.
Aðstoðin felst ekki síst í sálrænum
stuðningi við börnin. Árangurinn er
þegar sýnilegur og líbönsk stjórnvöld
hafa í fyrsta sinn mótað sér geðheil-
brigðisstefnu og eru að þjálfa fólk til
að framfylgja henni. „Þetta er í fyrsta
sinn í sögunni sem svo margir eru að
huga að andlegu ástandi barna,“ seg-
ir Tanya Chapuisat, yfirmaður UNI-
CEF í Líbanon. „Vonandi náum við
að koma í veg fyrir of mörg ör á sál
þessara barna. Þau búa hér auðvitað
við erfiðar aðstæður en þau eru ekki
upp til hópa í hryllilegu áfalli þrátt
fyrir allt sem þau hafa gengið í gegn-
um.“
Listir Sungið um von og frið fyrir alla jarðarbúa.Nám Stundum getur verið erfitt að einbeita sér.Átök Ungir drengir leika sér í reiptogi á barnvæna svæðinu.
Hafa skal það sem betur sést og heyrist
ormsson.is Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15
LÁGMÚLA 8
SÍMI 530 2800
á frábæru verði.
Gerið verðsamanburð
SÍÐUMÚLA 9
SÍMI 530 2900
UE55JU6075
55” kr. 199.900.-
UE65JU6075
65” kr. 399.900.-
UE43JU5505
43” kr.99.900.-
Hversu mörg sýrlensk börn eru
á flótta utan heimalandsins?
Um tvær milljónir. Langflest eru
þau í nágrannalöndunum, m.a.
um hálf milljón í Líbanon. Enn
fleiri eru á vergangi í Sýrlandi.
Ganga þau í skóla í Líbanon?
Um 400 þúsund sýrlensk börn á
skólaaldri eru í Líbanon og um
helmingur þeirra hefur kost á að
ganga í skóla.
Eru þau í skóla með
líbönskum börnum?
Yfirleitt ekki. Líbönsku börnin
eru fyrir hádegi og þau sýrlensku
eftir hádegi. Vonast er til að
þetta breytist svo börnin aðlag-
ist betur líbönsku samfélagi.
Hvernig gengur þeim í námi?
Það er misjafnt. Mörg þeirra hafa
lítið sem ekkert verið í skóla. Þau
eru því mjög misjafnlega á vegi
stödd í námi.
Hver borgar námið?
UNICEF styður líbönsk stjórnvöld
í því verkefni. M.a. greiða sam-
tökin fyrir kyndingu og rafmagn.
Spurt&svarað
„Ég hef það fínt, takk,“ segir Rola, tíu ára, á
ágætri ensku sem hún er nýbyrjuð að læra.
Þessi brosmilda stúlka situr í hópi jafnaldra og
er að búa til armbönd á barnvænu svæði UNI-
CEF er blaðamann Morgunblaðsins ber að
garði. En á bak við brosið leynist sorgarsaga af
stríði sem hefur haft mikil áhrif á líf hennar
allt.
Hún flúði frá Sýrlandi ásamt móður sinni og
eldri systkinum fyrir níu mánuðum. Húsið henn-
ar hafði verið sprengt í loft upp og faðir henn-
ar látist í sprengjuárás. Þrátt fyrir þessa
hörmulegu lífsreynslu brosir Rola er hún segir
frá lífi sínu í Líbanon, sem líkt og hjá öðrum 10
ára stúlkum snýst um vini, leik, skólann og fjöl-
skylduna.
Margra daga afmælisveisla
„Ég er ánægðust hér,“ segir hún um barn-
vænt svæði UNICEF í hinum grösuga Bekaa-dal
í Líbanon. Undir það taka mörg önnur börn á
svæðinu. „Þegar ég er ekki hér þá aðstoða ég
mömmu, geri heimavinnuna mína og leik mér.
Besta vinkona min heitir Fatima. Hún á afmæli
á morgun en við erum þegar byrjaðar að halda
upp á það,“ segir hún og hlær dillandi hlátri.
„Þegar ég verð stór langar mig að verða tón-
listarmaður, píanóleikari.“
Rola á fimm systkini, þrjár systur og tvo
bræður. „Ég sakna frændfólksins míns í Sýr-
landi,“ segir hún. „Ég sakna þess hvernig lífið
var, þegar við hittumst öll og gerðum eitthvað
skemmtilegt. Fórum í sparifötin og nutum lífs-
ins.“
Elskaði Sýrland fyrir stríð
Thuraya, móðir Rolu, er þakklát fyrir að
dóttirin njóti sín á barnvæna svæðinu. En
vandamálin sem fjölskyldan glímir við eru mik-
il, m.a. fjárhagsleg, og Thuraya er ekki bjart-
sýn á að finna lausn.
Eftir að hún flúði til Líbanons vann hún með
Save the Children-samtökunum en svo þurfti
hún að flytja sig um set í landinu og þá missti
„Ég sakna
þess hvernig
lífið var“
Brosmild Rola hefur eignast marga vini í Bekaa-
dalnum, fjarri heimalandi sínu, Sýrlandi.
hún vinnuna. „Núna er ég atvinnulaus. Ég þurfti
að fá lánaða peninga til að borga skuldir.“
Fjölskyldan býr nú í litlu tjaldi. Margir ætt-
ingjar eru enn í Sýrlandi og af þeim hefur Thur-
aya miklar áhyggjur.
„Ég elskaði Sýrland fyrir stríðið en við misstum
allt,“ segir hún. Sárast hafi verið að missa eigin-
manninn í sprengjuárás. „Núna þarf ég að reiða
mig eingöngu á sjálfa mig.“
Thuraya vill ekki fara til Evrópu, hún vill frek-
ar vera áfram í Líbanon, þar sem allt er kunn-
uglegt. „Þegar friður kemst á í Sýrlandi vil ég
fara þangað strax aftur.“