Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Milliniðurstöður könnunar sem nú stendur yfir meðal íbúa í Reykja- nesbæ, þar sem spurt er hvort fólk sé hlynnt eða andvígt iðnaðarupp- byggingu í Helguvík, sýnir að rúm- ir tveir þriðju hlutar svarenda eru frekar eða mjög hlynntir uppbyggingu á svæðinu. Þá er tæpur fjórðung- ur svarenda frekar eða mjög andvígur upp- byggingu. 13% svarenda taka ekki afstöðu til spurningarinnar. Samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið hefur undir höndum er það MMR sem vinnur að könnuninni fyrir hóp ein- staklinga sem hafa tekið sig saman um fjármögnun könnunarinnar. Lokaniðurstöðu úr henni er að vænta á mánudaginn. Könnunin byggist á úrtaki 850 einstaklinga, 18 ára og eldri og voru þeir valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og netpanel MMR. Fyrirtækið stefnir að því að ná svarhlutfalli upp í tæp 60%. Íbúakosning á svipaða lund Í íbúakosningu sem bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ stóðu fyrir og lauk í gær, þar sem bæjarbúar voru spurðir út í það hvort þeir væru hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík, sem gerði uppbyggingu kísilvers Thorsil ehf. við Berghóla- braut mögulega, reyndust 50,4% þátttakenda hlynnt breytingunni en 48,3% íbúa voru á móti. Íbúakosn- ingin stóð frá 24. nóvember og til dagsins í gær en þátttakendur í kosningunni reyndust 931 talsins. Sá fjöldi svarar til 8,71% kosninga- þátttöku. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ efndu til atkvæðagreiðslunnar í kjöl- far þess að 2.800 íbúar í sveitarfé- laginu höfðu fyrr á árinu skrifað undir áskorun til þeirra þess efnis að efnt yrði til íbúakosningar um fyrrnefndar breytingar á deiliskipu- laginu. Þátttakan í kosningunni sýn- ir að aðeins þriðjungur af fjölda þeirra sem skoruðu á bæjaryfirvöld að efna til kosninganna tók þátt. Vonbrigði með þátttöku Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir að þátttakan hafi valdið vonbrigðum. „Þessi litla þátttaka er ákveðin vonbrigði fyrir okkur og alla þá sem eru að hvetja til aukins íbúalýðræðis í framtíðinni. Vonandi á þátttaka í íbúakosningum í framtíðinni, hér og annars staðar, eftir að reynast meiri. Við hefðum viljað sjá fleiri taka þátt þó afstaða bæjarfulltrúa hafi legið fyrir þess efnis að halda ætti uppbyggingunni í Helguvík til streitu.“ Uppbyggingin heldur áfram Kjartan segir að nú þegar nið- urstaðan liggi fyrir muni í raun lítið annað gerast en að uppbyggingunni í Helguvík verði haldið áfram. „Núna liggur þetta fyrir. Meiri- hluti þeirra sem tóku þátt er hlynnt- ur deiliskipulagsbreytingunni og það er ánægjulegt að þetta hafi farið þannig. Breytingin er hins vegar farin í gegn, hún var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í júní síðastliðn- um og því mun uppbyggingin halda áfram án tafa,“ segir Kjartan. Íbúar styðja uppbyggingu Ljósmynd/Hilmar Bragi Iðnaður Mikil uppbygging á sér nú stað hjá nokkrum fyrirtækjum í Helguvík.  Rúmlega 64% íbúa Reykjanesbæjar eru hlynnt iðnaðaruppbyggingu í Helguvík  Könnun gerð að frumkvæði einstaklinga í bænum  23% íbúa eru andvíg Kjartan Már Kjartansson                                       !" ""# $%% $ %% ! "! #$ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %!" !  % "" # $%% $% %$ $$  ! #" % !$  # "% $% $%$$ %"! $"% "$ #% "%%"" ● Fimm tæknifjárfestar og sjóðir á Ís- landi og í Danmörku hafa ákveðið að fjárfesta fyrir liðlega 270 milljónir króna í hugbúnaðarfyrirtækinu Activity Stream. Fyrirtækið framleiðir og selur næstu kynslóð viðskiptahugbúnaðar, sem nýtir gervigreind til að bæta rekstur og þjónustu. Öll þróun hug- búnaðarins verður á Íslandi en fyrir- tækið er með höfuðstöðvar í Dan- mörku. Fjárfestarnir fimm eru Eyrir Sprotar, Frumtak 2, míó ehf., Startup Reykjavik Invest og danski fjárfestingasjóðurinn Seed Capital. Áður hafði Activity Stream fengið tæplega 40 milljón króna stuðning frá Tækniþróunar- sjóði. Fimm fjárfestar koma inn í Acticity Stream STUTTAR FRÉTTIR ... Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lagt 30 milljóna króna stjórnvaldssekt á Arion banka fyrir að hafa selt bréf sem bankinn átti í Högum á sama tíma og bankinn bjó yfir innherja- upplýsingum sem vörðuðu félagið. Í tilkynningu FME kemur fram að við ákvörðun sektar hafi verið litið til þess að brot af þessu tagi teljist al- mennt alvarleg. Hins vegar sé tekið tillit til þess að um eitt stakt brot sé að ræða og að bankinn hafi gripið til aðgerða til að hindra að brot af þessu tagi endurtaki sig. Þá komi það til lækkunar sektinni að nokkuð sé um liðið frá því atvik máls urðu, en viðskiptin áttu sér stað í febrúar í fyrra. Arion og Stefnir seldu Málið má rekja til þess þegar Haga- melur, sem þá var á meðal stærstu hluthafa í Högum, fór þess á leit við Arion banka að leita kaupenda að 3-6% hlut í félaginu. Meðal eigenda Hagamels voru Árni Hauksson, þá- verandi stjórnarformaður Haga, og Hallbjörn Karlsson sem einnig sat í stjórn félagsins. Undirbúningur og sala fóru fram á tímabilinu 20. til 24. febrúar 2014 en fjárhagsári Haga lýkur 28. febrúar ár hvert. Þegar bankinn varð þess áskynja að talsverð eftirspurn var fyrir hendi var ákveðið að bjóða fleiri hluthöfum að selja á sama gengi. Sjálfur seldi Arion banki 1,65% hlut sem skráður var á bankann, sam- kvæmt flöggunum frá þeim tíma, auk þess sem sjóður í rekstri Stefnis, sjóðastýringarfyrirtækis Arion banka, minnkaði hlut sinn um 0,58%. Það var mat FME að upplýsingar um fyrirhugaða sölu fjárhagslega tengds aðila á stórum hlut í Högum væru innherjaupplýsingar sem væru þess eðlis að þær gætu haft mark- tæk áhrif á markaðsverð hlutabréfa félagsins. Bendir FME meðal annars á að þegar aðilar sem almennt eru taldir búa yfir mestu yfirsýninni og bestu upplýsingunum um rekstur fé- lagsins sjái sér hag í að draga úr fjármunum bundnum í því, gefi þeir með sölunni vísbendingu til mark- aðarins um að verð bréfanna kunni að vera orðið of hátt metið. Notuðu óhljóðritaða síma Í tilkynningu frá Arion banka vegna ákvörðunar FME segist bankinn samfærður um að farið hafi verið að lögum í umræddum viðskiptum, þótt ágallar hafi verið á framkvæmdinni, þar sem ekki var farið eftir verk- lagsreglum hvað varðar rekjanleika viðskipta. Þau hafi að mestu farið fram í gegnum óhljóðritaða síma og því geti bankinn ekki fært fullar sönnur á að rétt hafi verið staðið að málum. Arion banki hafi engu að síður þá bjargföstu trú að aðilar við- skiptanna hafi verið jafnsettir og að lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki verið brotin. FME sektar Arion um 30 milljónir Morgunblaðið/Eggert Sekt Arion banki telur sig ekki hafa brotið lög um verðbréfaviðskipti.  Bjó yfir innherjaupplýsingum en seldi Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. Einnig: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á gjofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334–26–50886, kt. 450670-0499 Þinn stuðningur gerir kraftaverk Skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu veldur banvænum sjúkdómum en með aðgangi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Hjálparstarf kirkjunnar tryggir fólki aðgang að hreinu vatni í Úganda og Eþíópíu – og þitt framlag skiptir sköpum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.