Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 27
Umboðsaðili: Celsus ehf Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó. „Spirulina frá Lifestream er lífrænt fjölvítamín fjöl- skyldunnar og eykur hjá okkur einbeitingu og orku út daginn. Okkur finnst það mjög gott hrist í appelsínusafa, eins bý ég oft til döðlunammi með Spirulina eða Veggies grænmetisduftinu. Þó við borðum mjög hollt fæði finnum við mikinn mun með Lifestream vörunum. Við erum ótrúlega heilbrigð öll og leggjumst ekki í flensur eða kvefpestir. “ Laus við flensur & pestir „Ég get ekki hugsað mér að vera án Lifestream Spirulina sem hefur hjálpað mér í gegnum allt.“ Ásdís Einarsdóttir, verslunarstjóri hefur notað Lifestream Spirulina síðan á sinni fyrstu meðgöngu og brjóstagjöf. Hún velur Lifestream vörurnar fyrir fjölskyldu sína til að viðhalda góðri heilsu, orku og einbeitingu. 100 næringarefni FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Fjórir fjárfesta- hópar á vegum fjármálafyrir- tækjanna ALM verðbréfa, Arctica Finance, Kviku og Virð- ingar hafa lagt fram kauptilboð í Hildu, dóttur- félag Eignasafns Seðlabanka Ís- lands. Fyrst var greint frá því að ESÍ hygðist ganga til viðræðna við fyrirtækin fjögur á dv.is. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði á annan tug aðila sýnt eignasafninu áhuga og fengið að- gang að gagnaherbergi í tengslum við söluþreifingarnar. Þeir fjárfestar sem vildu taka áfram þátt í ferlinu þurftu að leggja inn tilboð fyrir 20. nóvember síðastliðinn. Því er ljóst að nokkuð hefur kvarnast úr þeim hópi sem upphaflega sýndi Hildu áhuga. Eignir þær sem í Hildu eru sam- anstanda af fasteignum og fyrir- tækjalánum sem áður voru í eigu Saga Capital, Frjálsa fjárfestinga- bankans og Spron. Bókfært virði eigna Hildu var liðlega 15 milljarðar króna um mitt árið. Fjórir bjóða í eignir Hildu Sala Seðalbankinn á Hildu að öllu leyti.  Mun fleiri sýndu áhuga á eignasafninu Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem slita- stjórn Glitnis lagði frumvarp að nauðasamningi slitabúsins fram til staðfestingar. Engar athugasemdir bárust frá kröfuhöfum við fyrirtök- una. Hinn 20. nóvember síðastlið- inn höfðu kröfuhafar Glitnis sam- þykkt frumvarpið í atkvæða- greiðslu með 99,9% atkvæða. Af sama tilefni samþykktu kröfuhaf- arnir skaðleysisákvæði gagnvart ís- lenska ríkinu og slitastjórn Glitnis en það girðir fyrir að hægt sé að höfða skaðabótamál á hendur fyrr- nefndum aðilum. Ekki liggur fyrir hvenær niður- staða héraðsdóms verður kunn- gjörð í málinu en frá uppkvaðningu munu þeir sem lýst hafa kröfum í búið hafa viku til að skjóta nið- urstöðu dómsins til Hæstaréttar. Kjartan Bjarni Björgvinsson, hér- aðsdómari við Héraðsdóm Reykja- víkur, hefur málið með höndum. Nauðasamningsfrumvarpið ásamt fylgigögnum telur hátt í 250 blað- síður. Þegar lög um stöðugleikaskatt voru tilkynnt í sumar var gengið út frá því að frestur slitabúanna til að fá nauðasamninga samþykkta myndi standa til áramóta. Í kjölfar þess að þing kom saman í haust var sá frestur lengdur til 15. mars á næsta ári. Dómstóll Glitnir hefur óskað staðfestingar á frumvarpi að nauðsamningi. Nauðasamningur lagður í dóm  Frumvarp Glitnis komið til dómstóla  Engar athugasemdir bárust Greingardeildir viðskiptabank- anna þriggja gera allar ráð fyrir því að pen- ingastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýri- vöxtum óbreytt- um við næstu vaxtaákvörðun á miðvikudaginn kemur. Landsbankinn segir fátt markvert hafa gerst út frá verð- bólgusjónarmiðum frá því að nefnd- in ákvað að hækka vexti í nóvember um 0,25 prósentur og því muni hún haldi vöxtum óbreyttum. Arion banki segir að þó svo að stýrivextir verði líklega ekki hækkaðir að þessu sinni megi enn og aftur gera ráð fyr- ir afdráttarlausum skilaboðum frá peningastefnunefnd um komandi stýrivaxtahækkanir. Íslandsbanki telur að rökstuðningur fyrir óbreyttum vöxtum verði væntanlega sá að verðbólgan sé enn undir verð- bólgumarkmiði og virðist ætla að aukast heldur hægar en gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans.  Væntingar grein- ingardeilda samhljóða Vextir Óbreyttum stýrivöxtum spáð. Spá stýri- vöxtum óbreyttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.