Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Andstaða við aukinn samruna Evrópusambandsríkja og tor- tryggni gagnvart stjórnmálamönn- um eru taldar helstu skýringarnar á því að danskir kjósendur felldu tillögu dönsku hægristjórnarinnar um að Danir féllu frá undanþágu sem þeir hafa notið frá þátttöku í samstarfi ESB-ríkja á sviði lög- reglu- og dómsmála. Tillagan var felld með 53,1% at- kvæða gegn 46,9% í þjóðaratkvæði í fyrradag. Úrslitin eru álitin áfall fyrir forystumenn hefðbundnu valdaflokkanna, hægriflokksins Venstre, Jafnaðarmannaflokksins, Radikale Venstre, Íhaldsflokksins og Sósíalíska þjóðarflokksins, sem höfðu stutt tillöguna um að falla frá undanþágunni. Úrslitin eru hins vegar sigur fyrir Danska þjóðarflokkinn, vinstriflokkinn Einingarlistann og Bandalag frjálslyndra sem lögðust gegn til- lögunni ásamt Þjóðarhreyfingunni gegn ESB. Andstæðingar tillögunnar lögðu áherslu á að afnám undanþág- unnar fæli í sér fullveldisafsal og færði of mikil völd til Brussel, auk þess sem það gæti orðið til þess að innflytjendum fjölgaði. Stuðn- ingsmenn tillögunnar lögðu hins vegar áherslu á að afnám undan- þágunnar væri nauðsynlegt til að Danir gætu tekið þátt í baráttu ESB-ríkjanna gegn hryðjuverka- starfsemi íslamista. Þetta var áttunda þjóðarat- kvæðið í Danmörku um tengsl landsins við Evrópusambandið frá því að það fékk aðild að samband- inu árið 1972. Jesper Thobo- Carlsen, stjórnmálaritstjóri Politi- ken, segir að þetta sé jafnframt í þriðja skipti sem danskir kjós- endur hafni tilraun svonefndra já- flokka til að koma Danmörku í kjarna ESB-samstarfsins. Hann skírskotar til þess að Danir höfn- uðu Maastricht-sáttmála ESB í þjóðaratkvæði í júní 1992 og höfn- uðu aðild að evrusamstarfinu í september 2000. Danir sömdu við Evrópusam- bandið um fyrirvara og undanþágu frá samstarfinu á sviði lögreglu- og dómsmála eftir að kjósendurnir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum. Með því að halda undanþágunni geta Danir ekki verið áfram í Europol þegar lagalegri stöðu evr- ópsku lögreglustofnunarinnar verður breytt og hún verður yfir- þjóðleg eins og stefnt er að ekki síðar en sumarið 2017. Íslendingar og Norðmenn eiga aðild að evr- ópska lögreglusamstarfinu innan Europol vegna aðildar landanna að Schengen-samstarfinu. Andstaða við fullveldisafsal „sterkasta röksemdin“ Lars Løkke Rasmussen, for- sætisráðherra og leiðtogi Venstre, og forystumenn hinna já- flokkanna höfðu sagt að afnám undanþágunnar væri besta leiðin til að tryggja að Danir gætu verið áfram í Europol-samstarfinu sem væri nauðsynlegt til að auðvelda lögreglunni að koma í veg fyrir hryðjuverk og berjast gegn ann- arri glæpastarfsemi sem nær yfir landamæri, svo sem fíkniefna- smygli og mansali. Hefðu danskir kjósendur sam- þykkt tillögu stjórnarinnar hefði danska þingið getað staðfest reglugerðir Evrópusambandsins í lögreglu- og dómsmálum án þess að bera þær undir þjóðaratkvæði en stjórnin hét því að stefnunni í málefnum innflytjenda yrði ekki breytt nema það yrði samþykkt í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Innflytjendalöggjöfin er strangari í Danmörku en í grannríkjunum og Danir hafa tekið við miklu færri hælisleitendum í ár en lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð. Í baráttunni við já-flokkana er Danski þjóðarflokkurinn talinn hafa notið góðs af áhyggjum margra Dana af því að afnám undanþágunnar yrði til þess að hælisleitendum fjölgaði, þrátt fyr- ir loforð stjórnarinnar um að breyta ekki innflytjendalögunum án samþykkis þjóðarinnar. „Andstaða við fullveldisafsal var sterkasta röksemd andstæðinga tillögunnar,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Kasper Møller Hansen, prófessor í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla. „Og margir Danir eru mjög efins um aukinn ESB-samruna.“ Vantraust á stjórn- málamönnum Lars Løkke Rasmussen og aðrir forystumenn já-flokkanna höfðu sagt að ef undanþágan yrði af- numin myndi danska þingið geta ráðið því hvort Danir tækju þátt í ESB-samstarfinu á ákveðnum sviðum lögreglu- og dómsmála. Nei-flokkarnir sögðu hins vegar að ekki væri rétt að láta stjórn- málamennina um að ákveða þetta án þess að efna til nýs þjóðar- atkvæðis. Úrslit atkvæðagreiðsl- unnar í fyrradag benda til þess að meirihluti kjósendanna treysti ekki stjórnmálamönnunum nógu mikið til að láta þá um að ákveða framhaldið. Lars Løkke Rasmussen viður- kenndi að úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar bentu til þess að gjá hefði myndast milli meirihluta þingmanna og stórs hluta kjósend- anna sem virtust ekki treysta þinginu lengur. Staða leiðtoga Danska þjóðarflokksins styrkist Stjórnmálaritstjóri Politiken segir að forystumenn já-flokkanna hafi vaknað með „gríðarlegan pólí- tískan höfuðverk“ eftir þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, standi með pálm- ann í höndum og sé nú álitinn öfl- ugasti forystumaður borgaralegu flokkanna í Danmörku. Thobo-Carlsen spáir því að Thulesen Dahl krefjist þess að stjórnin breyti stefnu sinni í Evr- ópumálum. „Við förum ekki inn í kjarnann, heldur burtu frá honum. Við fetum í fótspor Breta. Ekki Þjóðverja.“ Gæti eflt andstæðinga ESB í Bretlandi Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í fyrradag gætu orðið vatn á myllu breskra ESB-andstæðinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem er fyrirhuguð á næsta eða þarnæsta ári um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Nei Dana verður til þess að breskir and- stæðingar ESB fá enn meiri byr í seglin. Litið verður á það sem enn eitt neiið í þjóðaratkvæði við ESB sem er álitið fara í vitlausa átt,“ hefur Politiken eftir Simon Hix, prófessor í evrópskum stjórn- málum við London School of Economics. Politiken hafði eftir heimildar- manni í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins að úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar væru skýr skilaboð um að danskir kjósendur vildu að Danir færu frá kjarna ESB-samstarfsins og út á jaðar- inn. „Þrátt fyrir undanþágu Dan- merkur… hefur danska stjórnin lengi unnið að því að vera nálægt kjarnanum, þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Það hefur fært Dönum mikil áhrif í Evrópu- sambandinu,“ hefur blaðið eftir heimildarmanninum. Áfall fyrir valdaflokkana  Meirihluti danskra kjósenda hafnaði tilraun hefðbundnu valdaflokkanna til að koma Danmörku í kjarna ESB-samstarfsins  Já-flokkarnir vöknuðu með „gríðarlegan pólitískan höfuðverk“ AFP Með pálmann í höndunum Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska þjóðarflokksins, heldur sigurræðu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. AFP Sigri fagnað Johanne Schmidt-Nielsen, leiðtogi vinstriflokksins Einingar- listans, fagnar úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku. AFP Beið ósigur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra greiðir atkvæði. Óvissa um Europol » Danska stjórnin þarf nú að hefja viðræður um sérstakan samning við ESB til að geta haldið áfram í Europol- samstarfinu. Gert er ráð fyrir að Danmörk gangi úr Europol ekki síðar en sumarið 2017 vegna breytinga á lagalegri stöðu stofnunarinnar þegar hún verður yfirþjóðleg. » Viðræðurnar gætu tekið nokkur ár, að sögn fréttaskýr- anda Politiken. Hann segir að ef samkomulag náist ekki fyrir sumarið 2017 geti danska stjórnin efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort Danir eigi að vera áfram í Europol. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdómslögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttarlögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.