Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
Evrópumótið í Laugardals-höll var svo stórt í sniðum,og margir frábærir skák-menn og konur sátu að
tafli, að nokkurn tíma tekur að
sökkva sér ofan í helstu niðurstöður
mótins. Jákvæð er útkoma nýrrar
reglu sem leggur blátt bann við jafn-
teflisboðum fyrir 40. Þó að viðureign
Rússa og Ungverja í síðustu umferð í
opna flokknum hafi lyktað af gam-
aldags „pakkasamningi“ að hætti
sovéskra ólympíusveita, en öllum
skákum þeirrar viðureignar lauk
skyndilega með jafntefli eftir ein-
kennilega litla baráttu, þá var yf-
irleitt barist til síðasta manns í svo til
hverri einustu skák.
Fyrir mótið voru meðlimir íslenska
gullaldarliðsins hóflega bjartsýnir á
árangur; flestir reiknuðu þó með að
æfingaleysi segði til sín undir ein-
hverjum kringumstæðum. Sú varð
raunin en í þeim efnum voru liðs-
menn ekki einir á báti. Ivan Sokolov,
sem tefldi fyrir Holland, tapaði þrem
skákum og var „settur út á stétt“.
„Ég er orðinn „skáktúristi“ sagði
hann þar sem hann gekk um sali
Laugardalshallar. Ivan náði bestum
árangri allra á EM í Varsjá fyrir
tveim árum en hann hefur lítið teflt á
þessu ári og kvaðst vera æfingalaus.
Auk þess vantaði einhvern lífsháska í
taflmennskuna, vildi hann meina.
Það rann upp fyrir mönnum á með-
an á Evrópumótinu stóð að öll vinnu-
brögð hafa gerbreyst frá því sem áð-
ur var, hvort heldur sem er við
undirbúning eða yfirferð; eftir hverja
viðureign er vinnureglan orðin sú að
spyrja „vélarnar“ hvort þessi eða
hinn leikurinn hafi verið réttur eða
rangur. Jón L. Árnason fórnaði
manni í 20. leik í viðureign við Lithá-
en og hafði orð á því þegar skákinni
lauk að hann kærði sig kannski ekk-
ert um álit „vélanna“. Einmitt þess
vegna var freistandi að spyrja síli-
kon-vininn „Houdini“ hvort fórn, sem
var fremur byggð á innsæi en ná-
kvæmum útreikningum, hefði staðist:
EM 2015; 7. umferð:
Jón L. Árnason – Tomas Laurusas
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. Bd3 Re7 6. 0-0 Rbc6 7.
Rxc6 Rxc6 8. Rc3 Be7 9. f4 d6 10. b3
Bf6 11. Bb2 Bd4 12. Kh1 0-0 13. Dd2
Da5 14. a3 Bd7 15. Hf3 Hac8 16. Hh3
Hfd8 17. Hf1 Be8 18. b4 Dc7 19. Be2
Bf6
Svartur hefði sennilega betur leik-
ið drottningunni til e7 en biskupleik-
urinn gefur kost á fórn sem freistaði
Jóns.
20. Rd5!
Mannsfórn sem stenst full-
komlega, er niðurstaða „Houdini“.
Svartur á erfitt með að verjast m.a.
vegna þess að liðsaflinn svarts liggur
nær allur á drottningarvængnum.
20. … exd5 21. Bxf6 gxf6 22.
Hg3+?!
Þessi leikur var ekki „sam-
þykktur“. Eftir 22. exd5 Re7 eða –
Rb8 kemur 23. f5 og vinnur þar sem
drottning er á leið til h6.
22. … Kf8 23. exd5 Rb8?
Betri vörn var 23. … Re7.
24. Bd3 Dc3 25. De2 f5 26. Dh5
Dh8 27. He1
Og hér vill „Houdini leika 27.
Dh6+ Ke7 28. Bxf5 með vinnings-
stöðu.
27. … h6! 28. Dh4 f6 29. Bxf5 Bf7
30. Bxc8 Hxc8 31. Dg4 Hxc2 32. Df5
Hc7 33. Hge3 h5 34. h4 Dh6 35. Hg3
Rd7
Þó að staðan sé erfið hefur svartur
náð að byggja upp varnir. Jón sá sig
knúinn til að hrista upp í stöðunni.
36. He6! Bxe6?
Eina vörnin var fólgin í 36. ….
Hc4!
37. dxe6 Ke7 38. exd7 Hxd7 39.
De4+ Kd8 40. Hg8+ Kc7 41. Dc4+
Kb6 42. a4!
Snotur lokaleikur. Það er enn
minna skjól á drottningarvængnum
og mátið blasir við eftir 42. … Ka7 43.
Dd4+ b6 44. De4 Hb7 45. De8!
„Skákvélarnar“
og innsæið
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ég gat nú ekki annað en hlegið,
þegar ég heyrði í fréttum útvarps-
ins áðan, að stjórnarandstaðan
hefði verið að gagnrýna orð Vigdís-
ar Hauksdóttur, sem hún viðhafði
um forstjóra Landspítalans í sjón-
varpinu nýlega, og sagði framkomu
þingmannsins setja blett á þingið
og þaðan af verra. Þá datt mér í
hug að segja upp á vestfirsku: Að
heyra ofan í stjórnarandstöðuþing-
mennina.
Hvað eru þeir sjálfir að gera með
því að hlaupa upp í ræðustól þings-
ins í tíma og ótíma, blaðrandi og
röflandi um störf þingsins og fund-
arstjórn forseta af litlu sem engu
tilefni, stundum svo vikum skiptir
og trufla með því þingstörfin? Þeir
eru kannski ekki að setja blett á
þingið með því, og sjálfa sig í leið-
inni, – eða hvað? Þeir mættu hugsa
um það einhvern tíma, áður en þeir
fara að saka aðra um að gera slíkt.
Þeim ferst eða hitt þó heldur, og
ættu að taka sig á sjálfir til að auka
virðingu þingsins og hætta þessum
eilífu upphlaupum sínum, sem allir
eru orðnir þreyttir á.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Hvað setur blett á þingið?
Alþingi Ekki má setja blett á þingið
með óþarfa upphlaupum í pontu.
Morgunblaðið/Ómar
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins.
Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir
öryggi í samskiptum milli starfsfólks
Morgunblaðsins og höfunda. Morg-
unblaðið birtir ekki greinar sem einn-
ig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morg-
unblaðslógóinu efst í hægra horni
forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á
lógóið birtist felligluggi þar sem lið-
urinn „Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið
er notað þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig
sem notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið.
Hverjir syngja og flytja
ljómalagið fræga?
Þrjú á palli
Sexdett óla gauks
ríó tríó
Taktu þátt í leiknum
Farðu inn á facebook &
glæsileg kenwood hrærivél í verðlaun ásamt fjölda annara vinninga
ljóma
Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is
Þú færð jóla
gjöfina í Cas
a
Verð 169.000,-
Cuero Mariposa
Hönnuðir: Bonet, Kurchan & Ferrari
Hannaður 1938