Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Sigurður Njálsson og Pétur Jónsson unnu minningarmótið í Gullsmára Fjórða og lokaumferð í Guðmund- armótinu var spiluð fimmtudaginn 3. desember. Spilað var á 11 borðum.Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 211 Vigdís Sigurjónsd. - Sigurður Dagbjartss. 208 Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss. 188 A/V Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 235 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 201 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 185 Og lokastaðan í minningarmótinu um Guðmund Pálsson varð þessi: Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 624 Jón Bjarnar-Katarínus Jónsson 535 Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 528 Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 523 Spilamennsku lýkur á þessu ári 17. desember. Butlerinn hálfnaður á Suðurnesjum Gunnar Guðbjörnsson og Oddur Hannesson skoruðu mest í annarri umferð butlersins, fengu 32 impa. Guðjón Einarsson og Ingvar Guð- jónsson voru með 20 og Karl G. Karlsson og Svala Pálsdóttir urðu í 3.-4. sæti ásamt Gunnari Má Gunn- arssyni og Jóni H. Gíslasyni með 15. Staðan eftir 2 kvöld af fjórum: Gunnl. Sævarsson - Arnór Ragnarsson 53 Garðar Garðarss. Óli Þór Kjartanss. 41 Karl G. Karlss. - Svala Pálsd. 30 Guðjón Einarsson - Ingvar Guðjónss. 25 Þriðja umferðin verður spiluð nk. miðvikudagskvöld kl. 19 að Mána- grund. • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 Á fyrsta sameig- inlega fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur og fjölmenningarráðs, sem haldinn var 24. nóvember 2015 í Ráð- húsi Reykjavíkur fengu fundargestir ágætis innsýn í dæmi um áherslur borgaryf- irvalda sem miða einkum að því að koma til móts við þarfir innflytj- enda. Þá var einnig áhugavert að heyra kynningar fulltrúa fjöl- menningarráðsins á ýmsum mál- efnum sem betur mættu fara. Í umfjöllun þeirra kom meðal annars fram hve brýnt er að auka aðgengilegar upplýsingar á mörg- um tungumálum um íslenskt sam- félag og einnig skorti markvissa fræðslu um fjölmenningu. Oft væri fjallað um innflytjendur sem einn hóp en hið rétta er að innflytj- endur sem búa í Reykjavík eru langt því frá að vera einsleitur hópur. Hvernig mætti líka slíkt vera ef við hugsum út í það að um 10% borgarbúa eru innflytjendur og sem lítið dæmi um fjölbreyti- leikann má nefna að í dag eru töl- uð yfir hundrað mismunandi tungumál í grunnskólum borgar- innar! Íslenskt fjölmenningarsam- félagið er komið til að vera í Reykjavík. Móttaka Við viljum taka sem best á móti innflytjendum sem sýna því áhuga að búa hér hjá okkur, aðstoða fólk við að kynnast íslenskri menningu og íslenskri þjóðfélagsgerð þó svo að allir haldi samt sínu. Grósku- mikið íslenskt og litskrúðugt fjöl- menningar-samfélag er af hinu góða þar sem hver lærir af öðrum. Möguleikarnir eru margir og það er okkar allra að stuðla saman að farsælli framþróun á þessu sviði sem öðrum. Við Íslendingar viljum alltaf gera allt best og flottast en á sama tíma eigum við það til að fara smá fram úr okkur eða ef til vill er það með vilja gert að við festum ekki markmið okkar og ákvarðanir við þá staðreynd að við erum lítil og fámenn þjóð. Gefandi samskipti Góð og gefandi persónuleg sam- skipti þar sem Íslendingar og fólk af ólíku þjóðerni geta rætt saman með gagnkvæmum skilningi, fært hugsanir sínar, skoðanir og líðan í orð, eru ein aðalforsenda þess að aðstoða innflytjendur við að kynn- ast íslensku sam- félagi sem skyldi. Slík samskipti geta flutt fjöll, kveðið nið- ur fordóma og treyst vinabönd sem aldrei bresta. Íslensku- kennsla og virk þjálf- un í íslensku talmáli hlýtur að þurfa að vera eitt af forgangs- verkefnum til að að- stoða innflytjendur til að kynnast og taka virkan þátt í upp- byggingu í íslensku fjölmenning- arsamfélagi. Virk þátttaka í sam- félaginu og að fá að nýta starfskrafta sína sem skyldi er ein besta leiðin fyrir innflytjendur til að kynnast samfélaginu, landi og þjóð. Þetta hafa Íslendingar, sem búið hafa langdvölum erlendis við nám eða störf, sjálfir upplifað. Góð upplýsingagjöf, jákvætt viðmót og persónuleg gagnkvæm samskipti geta flýtt fyrir jákvæðri og upp- byggilegri virkni í nýja samfélag- inu. Fullnýtum menntun Á sama tíma og við hér viljum byggja upp háþróað og tæknivætt samfélag á heimsmælikvarða, þá fullnýtum við ekki sem skyldi starfskrafta þeirra sem hér búa. Fjölmargir innflytjendur sem vilja búa hér á landi eru hámenntaðir og hugsanlega margir hverjir með menntun sem gæti nýst vel hér. Tungumálið okkar góða, íslenskan, getur hér orðið innflytjendum fjötur um fót, auk þess sem oft á tíðum hefur erlendum ein- staklingum reynst erfitt að fá menntun sína viðurkennda að fullu hér á Íslandi. Með auknu og auð- veldara aðgengi innflytjenda að kennslu í íslensku og þjálfun í samskiptum á íslensku fengju inn- flytjendur meiri möguleika til að njóta sín betur hér og starfs- kraftar þeirra nýttust líka betur. Móðurmálið Börnum, sem eiga sér annað móðurmál en íslensku, er nauð- synlegt að fá þjálfun og tilsögn í eigin móðurmáli vegna þess að það er í raun forsenda þess að þau nái nægilega góðum tökum á ís- lenskunni til að þau geti nýtt sér menntunarkerfi okkar til hlítar. Í ár er verið að taka smá hænufet í þá átt í skólakerfi borgarinnar, en með því að nýta tölvutækni nú- tímans ætti að verða hægt að efla slíka kennslu með raunhæfum skrefum í framhaldinu. Móðurmál hvers einstaklings er oft kallað tungumál hjartans og er öllum nauðsynlegt að ná góðu valdi á því til að geta náð góðum tökum á tali og hugsunarferli á öðru tungu- máli. Því er brýnt að leggja áherslu á að veita börnum af er- lendum uppruna ríkulega þjálfun í bæði sínu eiginlega móðurmáli sem og í íslensku. Þetta verður aldrei gert eingöngu með aðkomu skólans, heldur er einnig mik- ilvægt að foreldrar barnanna komi þar sterk inn hvað varðar þjálfun í talmáli móðurmáls barnsins. Fagleg túlkaþjónusta Það tekur tíma að ná góðum tökum á nýju tungumáli, einkum fyrir fullorðna. Framsókn og flugvallarvinir hafa ítrekað lagt áherslu á að brýnt sé að auka og auðvelda aðgengi að faglegri túlkaþjónustu, þannig að allir inn- flytjendur fái greiðan aðgang að réttum upplýsingum er varða rétt- indi og skyldur allra hér á landi – hvað það táknar að búa og lifa í íslensku menningarsamfélagi. Það er afar mikilvægt að fólk af er- lendum uppruna geti fengið traustar upplýsingar, ekki aðeins um réttindi sínar og skyldur sem einstaklingar, heldur einnig um réttindi og skyldur annarra gagn- vart því. Lærum hvert af öðru, fögnum fjölbreytileikanum, treystum vin- áttubönd. Íslenskt fjölmenningar- samfélag er komið til að vera í Reykjavík Eftir Jónu Björgu Sætran » Á nýlegum fundi í ráðhúsi Reykjavíkur var fjallað um áherslur er snúa að því að auð- velda innflytjendum að aðlagast íslensku menn- ingarsamfélagi. Jóna Björg Sætran Varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, situr í skóla- og frí- stundaráði og mannréttindaráði. Þegar atvinnuleysi jókst og kreppti að í þjóðfélaginu ákvað síð- asta vinstristjórn að hækka tryggingagjald á laun myndarlega. Var það auðveld leið til að skatta atvinnulífið í stað launþeganna. Létu Samtök atvinnulífsins þetta yfir sig ganga að mestu leyti,væntanlega í þeirri barnslegu trú að gjaldið yrði lækkað er atvinnuástand batnaði. Núverandi vinstristjórn hefur að vísu lækkað umrætt tryggingagjald en það er það smávægilegt að enginn man það eða finnur til þess. Í raun virðist vera að forsenda þess að hægt sé að skila hallalausum fjár- lögum á næsta ári sé sú að skatta at- vinnulífið áfram í drep. Einnig hafa hin ýmsu gjöld sem ekki verður skorist undan að greiða líkt og fast- eignaskattar, eftirlitsgjöld ýmiskon- ar hækkað á umliðnum árum. Sem gerir allan fastakostnað í rekstri hærri. Á sama tíma er samið um all- verulegar hækkanir iðgjalda lífeyris- sjóðsgreiðslna og svo verulegar nafnlaunahækkanir til næstu þriggja til fjögurra ára. Óbreytt tryggingagjald mun ekkert annað gera en setja stein í vasa atvinnurek- enda þessa lands. Eggið og hænan Þegar fjármálaráðherra landsins er inntur eftir lækkun trygginga- gjaldsins svarar hann fullum hálsi og sakar atvinnulífið um að hafa gert of dýra kjarasamninga sem síðan geri tryggingagjaldið meira íþyngjandi og þá atvinnulífinu sjálfu að kenna að svona sé komið! Þegar ráðherr- ann bendir á atvinnu- lífið og sakar það um óábyrga kjarasamn- inga væri honum nær að líta í eigin barm. Launastefna ríkisins sjálfs er nefnilega ekki hafin yfir gagnrýni og erfitt fyrir ráðherrann að saka aðra um eigin gjörð. Nema ráð- herrann telji ríkið svo vel aflögufært að þeir kjarasamningar er hann sjálfur stóð fyrir rúmist innan fjárlagarammans? Staðreyndin er sú að ráðherrann ágæti hefur gefist upp við að hag- ræða í ríkisrekstrinum og gefið allt laust. Fögur fyrirheit hagræðing- arnefndar eru flest gleymd og grafin. Staðreyndin er sú að laun ríkisstarfs- manna hafa alla tíð verið ríflegri en krónur í umslagi sýna. Ekki þarf annað en að skoða þá mínusstöðu sem lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins er í og að réttindi þar eru óskert og þiggjendum hagstæð. Eitthvað sem gleymdist að minna fólk á þegar við samningaborð var sest. Það er síðan kjósendum Sjálfstæðisflokks- ins í nútíð og þátíð umhugsunarefni hvert erindi hans sé í núverandi rík- isstjórn. Það er nokkuð á huldu. Tryggingagjaldið Eftir Steinþór Jónsson Steinþór Jónsson » Í raun virðist vera að forsenda þess að hægt sé að skila hallalausum fjárlögum á næsta ári sé sú að skatta atvinnulífið áfram í drep. Höfundur er atvinnurekandi. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.