Morgunblaðið - 05.12.2015, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
Elsku amma
mín, kletturinn
minn í hafinu.
Það er erfitt að
koma því í orð
hversu þakklát ég er fyrir að
hafa átt þig sem ömmu, sam-
band okkar var einstakt. Það er
skrýtið að geta ekki tekið upp
símann og hringt í þig en ég
veit að nú líður þér vel. Þú ert
komin á fallegan stað og þarft
ekki að hafa áhyggjur af neinu,
við spjörum okkur. Þú hefur
kennt okkur svo margt og býrð
í hjarta okkar allra.
Við eigum svo margar góðar
minningar saman. Sem barn
var ég mikið hjá þér bæði í
Hraunbæ og uppi á Varmalandi
og sem unglingur í Vogatung-
unni í Kópavogi. Allt mitt líf
hefurðu alltaf verið til staðar
fyrir mig og mína. Einhvern
veginn alltaf rétt manneskja á
réttum tíma á réttum stað. Þú
hefur hjálpað mér með allt milli
himins og jarðar. Ráðleggingar
frá þér voru góðar, þú varst svo
yfirveguð, skynsöm og úrræða-
góð.
Þú varst þolinmóð við börn
og ég man eftir því frá því ég
var pínulítil að þú gafst okkur
börnunum alltaf eitthvert hlut-
verk og reyndir að kenna okkur
rétt verklag, það var þér mik-
ilvægt.
Þú kenndir okkur líka að
gera hversdagslega hluti
skemmtilega með réttu hugar-
fari og að það væri í raun lífið,
að hafa gaman að hversdags-
leikanum. Það þyrfti ekki alltaf
að vera að gera eitthvað sér-
stakt, það ætti að njóta þess
sem við þyrftum að gera alla
daga.
Ég er rík og þakklát fyrir að
hafa átt þig sem ömmu, ég er
þakklát fyrir allan þann tíma
sem þú gafst mér, ég er þakk-
lát fyrir allt það sem þú kennd-
ir mér og gerðir fyrir mig.
Þú munt alltaf búa í hjarta
mínu og ég mun reyna eftir
bestu getu að miðla því sem þú
kenndir mér til minna.
Hvíl þú í friði, elsku besta
amma mín, og takk fyrir allt.
Þín,
Þorbjörg Kristjánsdóttir.
Olga var áttunda í röðinni af
ellefu börnum foreldra okkar,
þeirra Margrétar Hjörleifsdótt-
ur og Sigurðar Kristjánssonar í
Hrísdal.
Það gefur auga leið að oft
var fjörugt í gamla torfbænum
í Hrísdal, þar sem einungis var
baðstofa, eldhús, búr og gang-
ur.
Það var því mikil breyting á
öllum heimilisbrag þegar flutt
var í nýbyggt íbúðarhús árið
1943.
Ég minnist allra bernsku-
leikja okkar systranna uppi á
Kastalanum ofan við bæinn þar
sem við lögðum vegi og margs
konar búskapur fór þar fram
með leggjum og skeljum, ber-
jatínslu uppi í Selgili og alla
leið út í Brúarhóla og Sauð-
burðsholt.
Alls staðar voru ævintýri
fyrir æskuna. Jafnvel það að
sækja kýrnar niður í Flóa gat
orðið ævintýri eins og lífið
sjálft.
En æskuárin líða og vegir
greinast til margra átta, þrátt
fyrir það voru ávallt náin tengsl
milli okkar systkina.
Það var hlutverk Olgu lengst
Olga
Sigurðardóttir
✝ Olga fæddist 9.ágúst 1932.
Hún lést 23. nóv-
ember 2015.
Útför Olgu fór
fram 4. desember
2015.
af að vera veitandi
og stjórnandi. Það
sem einkenndi
Olgu alla tíð var já-
kvæðni, jafnvægi
og traust.
Þegar nú líður
að leiðarlokum vilj-
um við þakka alla
hennar vináttu,
gestrisni og elsku
sem einkenndi alla
hennar framgöngu.
Við sendum öllum aðstand-
endum Olgu okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Magdalena, Oddur
og fjölskylda.
Á lífsins leið kynnumst við
oft einstaklingum sem gefa
þeim sem þeir velja sér að vin-
um umhyggju og er frænka
mín dæmi um slíkan einstak-
ling. Olga var stór kona, ekki
bara af því að hún var ein af
Hrísdalssystrum, heldur var
hún stór í þeirri merkingu að
hún lét eftir sig spor á lífsins
vegi, lét kannski ekki mikið yfir
sér en bjó yfir fjársjóðum bæði
í ræðu og verki.
Við sem þekktum hana vitum
að með henni hverfur svo
margt sem okkur er kært, inn-
sýn í veröld sem var, frásagnir,
umhyggja og hlýja.
Mínar fyrstu minningar um
Olgu móðursystur mína eru úr
Hraunbæ, sem lítið stelpuskott
valsandi um, oft með Söru
frænku minni og jafnöldru.
Hraunbær var nefnilega pínu-
lítill ævintýraheimur, þar var
ýmislegt til sem var framandi
og skrýtið. Teljarinn undir sím-
anum, til að mæla hvað símtalið
kostnaði, ó hvað það var spenn-
andi að fikta í honum, nú eða
að leika sér uppi á lofti, þar var
heimur ævintýranna. Minning-
arnar eru margar. Olga var
nefnilega alltaf til staðar þegar
móðir mín glímdi við veikindi
sín. Þá var gott að eiga frænku
á næsta leiti, frænku sem var
alltaf eins og klettur í öllum
þeim erfiðleikum.
Fyrstu spor mín á vinnu-
markaði voru í Hraunbæ, part
úr sumri fór ég og hjálpaði til
við að þvo línið úr Veiðihúsinu
við Norðurá sem Olga sá um að
þvo í mörg ár. Þá var mér
kennt með móðurlegri hand-
leiðslu hvernig ætti að hengja
upp á snúru, brjóta saman og
strauja. Þær systur, móðir mín
og Olga, nutu þess að búa í ná-
grenni við hvor aðra, samband
þeirra var náið og aldrei bar
skugga þar á. Því var missirinn
mikill þegar Olga flutti til
Reykjavíkur. En þær héldu
góðu sambandi, bæði með
heimsóknum og löngum símtöl-
um. Minnisstæður er einn fal-
legur haustdagur árið 2008.
Það var glatt á hjalla þrátt fyr-
ir að móðir mín væri orðin veik,
það var sláturgerð hjá þeim
systrum og ég fékk að vera
með. Verk sem þeim féll vel,
enda vanar matargerð. Þær
rifjuðu upp sögur frá Hrísdal,
sem var þeim svo kær, og jú,
þær höfðu líka skoðanir á mál-
efnum, bæði þjóðfélags- og fjöl-
skyldulegum. Þarna sást
hversu nánar þær voru, vanar
að vinna saman og nutu sam-
verunnar. Þær voru nefnilega
báðar klettar. Olga tók syst-
urmissinn nokkrum mánuðum
síðar nærri sér en harm sinn
bar hún í hljóði líkt og áður,
enda búin að sjá margt og
kynnast mörgu á sinni ævi. Sá
sem skrifar leikrit lífs vors læt-
ur okkur ekki í té fullunnið
handrit og það kom að því að
þessi sýning yrði styttri en við
mörg hugðum, nú var kominn
tími á að Olga yrði kölluð til
nýrra verka. Það var ekki til-
viljun að ég þekkti röddina sem
sagði mér að nú væri komið að
mér að vera til staðar, vera
klettur.
Olga sagði við mig örfáum
dögum fyrir andlátið: „Það er
gott fólkið á Brekku.“ Nú er
komið að kveðjustund. Efst í
huga er innilegt þakklæti til
Olgu fyrir það sem hún gerði
fyrir mig sem lítið stelpuskott,
fyrir tryggð hennar, vináttu og
hjálpsemi ekki bara í minn
garð heldur í garð fjölskyld-
unnar allrar í gegnum tíðina.
Góða fólkið á Brekku þakkar
fyrir sig.
Blessuð sé minning Olgu
Sigurðardóttur.
Þórhildur Þorsteinsdóttir.
Tungumálið skapar Ísland.
Hún var trú sínu, kvenrétt-
indabaráttu, að treysta grunn-
inn, hlúa að þeim sem minna
mega sín og að halda vakandi
verkkunnáttu og hagkvæmni.
Ég kynntist henni þegar hún
kom til starfa á Heilsuleikskól-
ann Urðarhól 1998. Olga tók að
sér starf matráðs og fljótlega
kom í ljós að hún kunni ým-
islegt fyrir sér. Hún framreiddi
dýrindis máltíð á hverjum degi,
bakaði brauð og kenndi okkur
að nýta afganga. Hún var hlý
við börnin og vingjarnleg við
samstarfsfólkið sitt. Hún var
fróð og ótrúlega minnug. Einu
sinni fórum við fjórar saman
vestur að Holti í Önundarfirði.
Alla leiðina sagði hún frá stað-
háttum, fólkinu í sveitunum,
lífsbaráttunni áður fyrr og allt-
af vissi hún hvað var á bak við
næsta fjall. Olga var sístarf-
andi, las mikið og naut þess að
hafa samneyti við fólk. Hún var
æðrulaus og réttsýn, hafði
sterkar skoðanir en virti líka
skoðanir annars fólks. Takk,
elsku Olga, fyrir að vera vin-
kona mín, takk fyrir öll góðu
samtölin okkar og allt sem þú
kenndir mér. Hvíl þú í friði.
Ásdís Ólafsdóttir.
Í dag kveðjum við Olgu okk-
ar. Hún var vinkona og sam-
starfsfélagi okkar til margra
ára. Olga var góður félagi,
hreinskilin, úrræðagóð, ósér-
hlífin og mikill dugnaðarforkur.
Hún var víðlesin og góð í að
segja okkur fréttir af því sem
var að gerast í samfélaginu og
hafði hún sterkar skoðanir á
því.
Olga hóf störf í Heilsuleik-
skólanum Urðarhóli árið 1998.
Hún starfaði fyrstu árin í
Stubbaseli, þar sem hún eldaði
fyrir um 25 manns.
Árið 2000 stækkaði skólinn
og sáu þær stöllur Olga og
Minna um eldamennsku fyrir
um 180 munna og munaði þær
ekkert um að bæta því við enda
sveitakonur báðar og vanar til
verka.
Olga vann hjá okkur í Urð-
arhóli þar til hún var 79 ára, til
ársins 2013. Síðustu árin kom
hún tvisvar í viku til að kenna
nýju fólki til verka og bakaði
brauð fyrir börnin. Starfsorka
og persónuleiki hennar skilur
eftir spor í sögu skólans og
munum við leggja okkur fram
við að varðveita þau. Stjórn-
endur skólans hafa oftar en
einu sinni sent forsetabréf og
tilnefnt Olgu til hinnar íslensku
fálkaorðu því það hefur hún átt
svo sannarlega skilið.
Olga var nýtin og einstök í
að búa til gersemar úr engu.
Efst í huga okkar eru kærleiks-
hjörtun sem hún bjó til fyrir
jólin úr gömlum gardínum,
fatnaði og öðru sem féll til og
passaði vel. Hvert hjarta hafði
sína sögu og mun veita okkur
kærleika og ljúfar minningar
um einstaka vinkonu. Hvíl í
friði, kæra vinkona.
Fyrir hönd starfsfólks
Heilsuleikskólans Urðarhóls,
Sigrún Hulda Jónsdóttir
leikskólastjóri.
Einstök kona er að kveðja
okkur. Samfylgdin er löng og
afar farsæl.
Við Þórhallur vorum korn-
ung þegar við fórum að fara í
Hreðavatnsskála með elsta
barnið okkar. Þar voru þá hús-
ráðendur Olga móðursystir mín
og Leópold sem voru oft nefnd
á nafn í fréttum þegar allt varð
ófært í Norðurárdal og fólk
þurfti hjálp. Sannir vinir við
veginn.
Við unga parið fengum að
gista hér og þar í skálanum eða
úti í gestaherbergi. Svo voru
dagarnir notaðir í ævintýri á
sumrin í ferðir og svo berjat-
ínslu en að vetri á sleða eða að
ferja með Leópold vistir til
fólks sem sat fast í sumarhús-
um í sveitinni. Í senn mann-
bætandi og þroskandi.
Eitt sumar fengum við lán-
aðar vistarverur í Grafarkoti og
áttum þar þetta fína sumarfrí
með Valgerði tengdamóður
minni.
Er komið var í skálann var
Olga á fullu við matargerð,
baka brauð, vinna úr kjöt-
skrokkum og sjá um að allt
væri til staðar í eldhúsinu. Allt
gekk upp. Í þessu stóra eldhúsi
var mjög langt matborð þaðan
sem margir eiga minningar.
Bílstjórar og gestir sátu við
borðið og var þar næstum aldr-
ei mannlaust. Endalaus matar-
gerð og umsjón með miklum
rekstri var eins og einhver leik-
ur í höndum Olgu. Hún var
óhemju dugleg og verklagin
kona.
Börnin þeirra ólust upp í
þessu sérkennilega umhverfi og
lærðu á mannlífið frá annarri
hlið en flestir. Þvílíkur skóli.
Foreldrar mínir fóru aldrei um
sveitina án þess að stoppa hjá
Olgu og Leópold. Þar var gott
samband milli vina sem leiddi
af sér sterka samstöðu á erf-
iðum stundum. Þegar árin liðu
byggðu þau sér hús hinum
megin við veginn, sem heitir
Hraunbær. Þar fengum við að
gista uppi á kvisti í mörgum
okkar ferðum í Borgarfjörðinn.
Einu sinni urðum við veður-
teppt hjá Olgu en því var nú
tekið með miklu æðruleysi af
húsmóðurinni. Þetta var um
páska og engum datt í hug að
vegir yrðu opnaðir fyrr en að
hátíðisdögum liðnum. Við átt-
um þessar frábæru samveru-
stundir árum saman og svo
þegar synir okkar eltust fengu
þeir að koma til Olgu og Leó-
polds og atast með Leópold í
einhverjar vikur en síðar var
Sveinbjörn einhver sumur hjá
Olgu við létta snúninga og síðar
sem bensínafgreiðslupiltur við
skálann. Þeirra tengsl eru og
hafa verið okkur kær og mjög
mikilvæg. Þau hafa alla tíð átt
sérstaka vináttu sem þau varð-
veittu vel.
Það að koma við í Hraunbæ
varð svo nýr veruleiki. Þar
urðu kaflaskil og Olga fór að
vinna á Bifröst og að þvo
þvotta fyrir veiðihús við Norð-
urá.
Allt fórst henni þetta vel úr
hendi enda sérlega verklagin
kona. Amma Margrét bjó með
þeim í Hraunbæ um árabil. Það
var ævintýri að koma á þessum
árum til Olgu því þarna var líf-
ið að breytast og verða mun
fjölbreyttara fyrir mína elsku-
legu frænku. Fleira fólk og
börnin að fara út í heim eða í
vinnu.
Gangur lífsins. Við erum svo
þakklát fyrir að kynnast svona
góðu fólki eins og fjölskyldunni
í Hraunbæ, svo sterk, svo heil,
svo traust, svo miklir vinir vina
sinna. Hún Olga og hann Leó-
pold tóku að sér stórveislur í
fjölskyldu okkar, t.d. 60 ára af-
mæli móður minnar sem var
ævintýri í dalsins faðmi. Elsku
frænka og vinur. Takk fyrir
allt.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir,
Þórhallur Runólfsson
og fjölskyldur.
Með kærleik og virðingu
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Hinsti vilji
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu-
lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til
samtals um það sem er þér mikilvægast við
lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum
mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla
upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Með kærleik og virðingu
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJARNI GUÐJÓNSSON
framreiðslumaður,
Grandavegi 47,
lést á Landspítalanum 29. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju
miðvikudaginn 16. desember klukkan 15.
.
Gróa R. Bjarnadóttir, Þórhallur Borgþórsson,
Guðrún V. Bjarnadóttir,
Jón Þ. Bjarnason, Hrafnhildur Kjartansdóttir,
Guðjón Bjarnason,
afa- og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLFRÍÐUR RÚTSDÓTTIR,
Grenihlíð 28, Sauðárkróki,
lést mánudaginn 30. nóvember.
.
Frímann Guðbrandsson, Auður Valdimarsdóttir,
Margrét Guðbrandsdóttir, Stefán Gíslason,
Guðbrandur Guðbrandsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Yndislegur eiginmaður minn,
ERLINGUR B. THORODDSEN,
hótelstjóri á Raufarhöfn,
lést á Landspítalanum 3. desember.
.
Ágústa Valdís Svansdóttir.
Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÖRN HELGASON
sálfræðingur, Hagamel 41, Reykjavík,
lést þann 28. nóvember síðastliðinn.
.
Stefán Már Arnarson,
Svala Arnardóttir, Arthúr Björgvin Bollason,
Sigríður A. Arnardóttir, Vilhjálmur Ö. Sigurhjartarson,
Helgi Arnarson, Erna Ólafsdóttir
og afabörn.