Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 43

Morgunblaðið - 05.12.2015, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Smáauglýsingar 569 1100 Antík Antik húsgögn-silfur, postulín, kristall, veggljós og ljósakrónur í úrvali.Skoðið heimasíðuna Opið frá kl. 10 til 18 virka daga og 12 til 16 laugardag. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Hljóðfæri Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Til sölu Pels til sölu Ónotaður síður minkapels, stærð 40-42, verðm. 900þkr. Fæst á góðu verði. Uppl.8602740. Sumarbústaðalóðir í Vaðnesi til sölu Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi ca 45 km frá Rvk. Vaxtalaust lán. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bílar Renault Megane Scenic – 7 sæta Árgerð 2005, beinskiptur, bensín, krókur, nýleg dekk, smurbók. Flottur bíll í góðu standi. Verð 690.000. TILBOÐ 490.000. Raðgreiðslur í boði. Upplýsingar í s: 696-1000. Hjólbarðar Ódýru dekkin 185/65x14 kr. 10.990,- 185/65x15 kr. 11.990.- 205/55x16 kr. 13.900,- 215/65X16 kr. 17.900,- Hágæða sterk dekk. Allar stærðir. Sendum hvert á land sem er. Bílastofan, Njarðarbraut 11, sími 421 1251 Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ✝ Guðbjörg Elí-asdóttir fædd- ist í Drápuhlíð 23, Reykjavík, 4. októ- ber 1946. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 28. nóvember 2015. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Finnbogadóttir húsmóðir, f. 14. júní 1910, d. 12. mars 1982, og Elías Kr. Kristjánsson bifvéla- virkjameistari, f. 19. ágúst 1909, d. 17. janúar 1996 . Bræður Guðbjargar: 1) Helgi, f. 23. nóvember 1930, d. 24. júlí 1993, kvæntur Jakobínu Her- mannsdóttur, f. 28. júní 1934, d. 22. apríl 1986. 2) Björgvin, f. 23. júlí 1937, kvæntur Ingibjörgu Aðalsteinsdóttur, f. 20. október 1936. 3) Pétur, f. 2. maí 1941, kvæntur Guðlaugu Eiríks- dóttur, f. 23. janúar 1940. Guðbjörg ólst upp í Drápuhlíð 23, til 6 ára aldurs en þá fluttu foreldrar hennar í nýbyggt hús sitt að Hlégerði 35, í Kópavogi. Skólaganga hennar var í barnaskóla Kársness og síðan Digranesskóla. Þá var hún einn vetur á Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal. Hún giftist 14. nóvember 1964, Ingjaldi Ásvaldssyni bif- vélavirkjameistara, f. 27. ágúst 1940. Foreldrar hans voru Sig- ríður Jónsdóttir, f. 15. apríl 1903, d. 5. apríl 1992, og Ásvald- ur Þorbergsson, f. 11. október 1898, d. 18. ágúst 1949, bændur á Ökrum í Reykjadal, S-þing. Guðbjörg og Ingjaldur hófu búskap sinn í risinu hjá for- eldrum hennar í Hlégerði 35, þar sem Ingjaldur nam bifvéla- virkjun í bílskúrnum hjá Elíasi tengdaföður sínum. Lengst af bjuggu þau þó í Holtsbúð 51, og Grenilundi 6, Garðabæ. Guð- björg og Ingjaldur slitu sam- vistum árið 1991. Börn Guðbjargar og Ingjalds eru: a) Ingibjörg Elsa, f. 9. maí 1966, stjórnsýslu- og líf- eindafræðingur, gift Sigurði Inga Jó- hannssyni, f. 20. apríl 1962, landbún- aðar- og sjáv- arútvegsráðherra. Börn Ingibjargar Elsu með Benedikt Benediktssyni, f. 25. nóvember 1965, eru: Sölvi Már, f. 2. júní 1990, nemi í Háskólanum í Reykjavík, í sam- búð með Mörtu Kristjánsdóttur, nema í Háskóla Íslands, og Hild- ur Guðbjörg, f. 7. september 1996, nemi í Menntaskólanum á Laugarvatni. b) Sverrir Már, f. 27. nóvember 1971, bifvélavirki og starfsmaður Atlanta. Kvænt- ur Emerly Suson Tubada Ingj- aldsson, f. 1. febrúar 1975. Börn þeirra eru Elsa og Ingjaldur, bæði fædd 4. apríl 2011. Áður átti Sverrir Már tvær dætur með Maríu Ragnarsdóttur, f. 24. mars 1972. Þær eru Laufey Inga, f. 19. júní 1993, starfs- maður Kokkanna veisluþjón- ustu, í sambúð með Kristmundi Sverri Þorleifssyni, og Þuríður Dís, f. 18. desember 1995, starfs- maður í Björnsbakaríi, unnusti hennar er Smári Sigurðsson. Guðbjörg giftist Hallgrími Gísla Friðfinnssyni, f. 7. nóv- ember 1943, netagerðarmanni. Þau slitu samvistum. Þó segja megi að umsjón heimilis, húss og barna hafi ver- ið aðal-starfsvettvangur Guð- bjargar vann hún ávallt utan heimilis, lengst af í Skóverslun Steinars Waage. Hún var mikil handavinnukona og eftir hana liggur víða fagurt handbragð. Um langt skeið tók hún að sér saumaskap og fatabreytingar, bæði fyrir verslanir og almenn- ing. Að ósk hinnar látnu fór útför- in fram í kyrrþey. Hún var gerð frá Selfosskirkju fimmtudaginn 3. desember 2015. Guðbjörg Elíasdóttir Holtsbúð 51, og áttum síðan eft- ir að endurbyggja annað hús og heimili að Grenilundi 6. Í öllum þessum flutningum og uppbyggingu nutu hæfileikar Guðbjargar sín fullkomlega. Hún gekk óhrædd til allra verka hvort sem það var við hreinsun uppsláttar, málningu, hönnun innréttinga, gardínusaum eða yfirleitt alla umgjörð heimilis og garðs. Guðbjörg var mjög hæfileika- rík manneskja. Henni var gef- inn mikill dugnaður og allt handverk lék í höndum hennar, allt frá saumaskap til postulíns- málunar. Listræna hæfileika sína nýtti hún líka til ýmissar hönnunar bæði fata og innrétt- inga. Hún bjó mér og börnunum ávallt mjög fallegt heimili. En fullkomnunaráráttunni fylgja gjarnan aukakvillar, og þótt heimilið væri fagurt á ytra borði leið Guðbjörgu minni ekki alltaf vel. Með árunum ágerðist hjá henni ákveðið ójafnvægi í mann- legum samskiptum svo vinir komu og fóru. Þessi veikleiki varð þessari góðu konu erfiður fylginautur og mótaði, að ákveðnu leiti, þröngt samfélag hennar hin síðari ár. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir samfylgdina með Guð- björgu Elíasdóttur. Þótt við ættum ekki því láni að fagna að ganga saman út lífið, og gangan hafi á stundum verið erfið, eru góðu minningarnar frá því tíma- bili langt ofar hinum. Börnunum okkar Guðbjarg- ar, Elsu og Sverri, svo og barnabörnunum vottum við Þóra samúð með andlát móður þeirra og ömmu og óskum þeim velfarnaðar í lífinu. Ingjaldur Ásvaldsson Ingjaldur Ásvaldsson Stríðsárin voru uppgangsár í atvinnulífi á Íslandi. Elías faðir Guðbjargar hafði gerst vörubíl- stjóri að afloknu bifvélavirkj- anáminu. Hann hafði fjárfest í Studebaker vörubíl og með miklum dugnaði höfðu þau Ingi- björg byggt, ásamt frænda Elí- asar, glæsilegt hús í Drápuhlíð 23 í Reykjavík. Þar fæddist Guðbjörg inn í hóp foreldra og þriggja bræðra. Elías var að heiman, hafði fengið túr með vörubílinn norður í land, sá túr fékkst aldrei greiddur, og á góð- um stundum yfir glasi lét hann gjarnan Guðbjörgu mína heyra að tap hans hefði hafist með til- komu hennar í heiminn. Hann bjó þó ávallt við nokkuð góð efni og athugasemd hans var góðlát- legt grín. Hún var yngst, eina stelpan í systkinahópnum og ekki laust við að foreldrarnir væru svolítið meðvituð um þá sérstöðu hennar. Hún var stór og bráðþroska unglingur sem gaf henni góða möguleika til að hliðra aldrinum aðeins til við okkar fyrstu kynni. Sú hliðrun hafði þó ekki meiri fælni í för með sér en svo að hún var aðeins 16 ára gömul þegar ég dró trúlofunarhring- inn á fingur henni. Samleið okk- ar varði næstu 28 árin. Við hófum búskap í lítilli en vinalegri íbúð sem útbúin var í risinu hjá foreldrum hennar í Hlégerði 35, Kópavogi. Í stórum bílskúr við húsið lærði ég bif- vélavirkjun hjá Elíasi tengda- föður mínum og Guðbjörg vann í Ingimarskexi, Efnagerðinni Val og víðar. Á Hlégerðisárun- um fæddist Elsa. Síðar keyptum við íbúð að Álfaskeiði 100, Hafn- arfirði þar sem Sverrir bættist við fjölskylduhópinn. Árið 1974 flutti fjölskyldan síðan í Garða- bæinn þar sem við byggðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.