Morgunblaðið - 05.12.2015, Síða 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015
Jóhannes Tryggvason, oft-ast kallaður Dengsi, ersjötugur í dag. Hann hef-
ur rekið skiltagerðina Dengsa
ehf. í 30 ár, en hann er m.a. með
öll veltiskiltin. Dengsi er einnig
þekktur fyrir starf sitt með
knattspyrnufélaginu Víkingi.
„Ég spilaði upp alla flokka
bæði í handbolta og fótbolta
með Víkingi og hjálpaði til við
að byggja skíðaskálann og
fleira. Þannig eyddi ég ung-
dómnum mínum frá því ég flutti
í Smáíbúðahverfið árið 1952, en
ég er einn af frumbyggjunum í
hverfinu. Ég bý núna í Aðal-
landi en það kom aldrei til
greina að flytja úr póstnúm-
erinu 108. Í Aðallandinu hef ég
verið mjög aktífur að hengja
upp jólaskreytingar gegnum
tíðina. Hef reyndar aðeins dreg-
ið í land, en fyrir hrun var eng-
inn maður með mönnum nema
vera með jólaseríur frá mér.“
Dengsi missti annan handlegginn við öxl 11 ára gamall þegar hann
lenti í færibandi, en náði samt að leika í meistaraflokki bæði í handbolta
og fótbolta „Ég mátti ekkert vera að því að taka eftir þessari fötlun og
núna spila ég golf og fer í sund hvern einasta morgun.“
Fræg saga er af því þegar það var dæmd hendi á Dengsa og þrátt fyr-
ir mikil mótmæli varð dómaranum ekki þokað sem sagði að það hefði
orðið hendi ef hún hefði verið þarna. „Þessi dómur kostaði okkur
Reykjavíkurmótið en dómarinn ákvað að hætta að dæma eftir þetta.“
Dengsi fylgist vel með boltanum og hittir aðra Víkinga í Víkings-
heimilinu einu sinni til tvisvar í viku. Þar er tippað en Dengsi er mikill
Liverpool-maður. „Það er gaman að fylgjast með liðinu núna, við erum
með langskemmtilegasta þjálfarann og sama hvernig leikirnir enda þá
er alltaf gaman að hlusta á hann. Ég fer með syni mínum og sonarsyni á
Anfield í janúar að sjá Liverpool keppa við Manchester United. Við
vinnum þann leik, það er öruggt.“
Eiginkona Dengsa er Margrét Kristinsdóttir, fyrrverandi kennari í
Fossvogsskóla. Börn þeirra eru Sveinbjörn, f. 1967, Ína Rós, f. 1972,
Karólína, f. 1980 og Kristín Dagmar, f. 1981, og barnabörnin eru orðin
átta.
Opið hús verður í Aðallandinu hjá þeim Dengsa og Margréti í dag frá
klukkan 2 til 5.
Hjónin Magga og Dengsi á
Kanaríeyjum síðastliðið haust.
Vill hvergi annars
staðar búa en í 108
Jóhannes Tryggvason er 70 ára í dag
K
atrín Kristín fæddist á
Reyðarfirði 5.12. 1945
og ólst þar upp: „For-
eldrar mínir voru
mjög ólík. Pabbi var
með atvinnureskstur alla tíð, fyrst
átti hann jarðýtur, rak svo útgerð og
fiskfinnslu, líka eftir að hann varð
sjúklingur um fertugt. Mamma átti
ekki heima „bak við eldavélina“, hún
var draumóramanneskja, mikið
náttúrubarn og naut þess að vera
með okkur uppi í fjalli eða annars
staðar úti í náttúrunni. Hún orti líka
töluvert.
Það var gaman á Reyðarfirði á
þessum árum. Við krakkarnir í
plássinu byrjuðum ung að vinna við
að þurrka fisk og svo kom blessuð
síldin. Þá var uppi fótur og fit, allir
fengu vinnu frá 10 ára aldri og unnið
var dag og nótt.“
Katrín var í Barnaskólanum á
Reyðarfirði, fór í Eiðaskóla, lauk þar
gagnfræðaprófi og ætlaði að verða
hjúkrunarkona. Hún var innrituð í
Hjúkrunarkvennaskólann, fór til
Danmerkur þá um sumarið til að
undirbúa námið og læra dönskuna
en kennslubækurnar voru flestar
danskar. Þegar hún kom heim veikt-
ist faðir hennar og Katrín varð að
sinna rekstri söltunarstöðvar sem
hann átti og komst ekki í skólann.
Katrín vann á sjúkrahúsi í Dan-
mörku í tæpt ár, vann við Landspít-
alann í nokkra mánuði, á skrifstofu,
við verslunarstörf og síðan við mötu-
neyti Olíuverslunar Íslands í
Katrín Kristín Briem Gísladóttir nuddfræðingur – 70 ára
Á Hallormsstaðahálsi Katrín Kristín með Auðbergi, eiginmanni sínum, og elsta barnabarninu sem ber nafn afa síns.
Gengur á hæstu tinda
Fjallageitur Katrín Kristín og Auðbergur með fallegan skriðjökul í baksýn.
Gefin voru saman
7. nóvember sl. í
Dómkirkjunni í
Reykjavík af sr.
Hjálmari Jónssyni
þau Ásdís Erla
Erlingsdóttir og
Sævar Vídalín
Kristjánsson.
Árnað heilla
Brúðkaup
Reykjavík Brynjar
Vídalín Sævarsson
fæddist 11. nóvember
2014 kl. 10.49. Hann vó
4.790 g og var 55 cm
langur. Foreldrar hans
eru Ásdís Erla Erlings-
dóttir og Sævar Vídalín
Kristjánsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
fyrir íslenskar aðstæður
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is