Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 05.12.2015, Qupperneq 51
Laugarnesi, en þegar fjórði sonur- inn fæddist hætti hún að mestu að vinna utan heimilis. Seinna lærði Katrín nudd og hefur sinnt þv í tals- vert síðan. Á námsárum eiginmannsins var Katrín búsett í Reykjavík en eftir það á Austurlandi, fyrst þrjú ár á Djúpavogi 1975-78, þá einn vetur á Höfn í Hornafirði, lengst af á Eski- firði en þau eru nú búsett á Egils- stöðum. Þau hjónin eiga jörðina Fagrahvamm í Berufirði og hafa undanfarin ár sýslað þar með kindur og skógrækt. Katrín segist alla tíð hafa þurft mikla hreyfingu og sterk útivist- argen séu í móðurættinni. Hún hef- ur kennt leikfimi og sundleikfimi í rúma fjóra áratugi, og er einn af stofnendum Félags áhugafólks um íþróttir aldrarða: „Ég hef gengið og hjólað um landið þvert og endilangt, bæði í byggð og óbyggðum, hef gengið á flest hæstu fjöll landsins. Við hjónin höfum ferðast mikið er- lendis, og ég hef gengið talsvert þar, t.d. í Pyrenea-fjöllunum og Himal- aja-fjöllunum og hjólað um Mosel- dalinn. Í ellinni ætla ég að njóta nærveru fjölskyldunnar, ekki síst barna- barnanna.“ Fjölskylda Eiginmaður Katrínar er Auðberg- ur Jónsson, f. 16.3. 1943, heim- ilislæknir. Foreldrar hans voru Jón Kristinn Guðjónsson, f. 5.6. 1906, d. 6.12. 1987, sjómaður á Eskifirði, síð- ar bóndi á Hólmum í Reyðarfirði, og Þóra Guðný Snædal, f. 5.10. 1910, d. 12.8. 1994, húsfreyja sem eignaðist 12 börn. Þau bjuggu á Eskifirði síðustu árin. Börn Katrínar og Auðbergs eru Gísli Marinó Auðbergsson, f. 14.10. 1966, hæstaréttarlögmaður á Eski- firði, en kona hans er Guðný Þórdís Jónsdóttir og börn þeirra eru Auð- bergur Daníel Gíslason, f. 1993, Katrín Kristín Briem Gísladóttir, f. 1994, Guðrún Edda Gísladóttir, f. 2000, og Jón Pétur Briem Gíslason, f. 2009; Jón Kristinn Auðbergsson, f. 26.9. 1968, bifreiðasmiður á Fljóts- dalshéraði, en kona hans er Helga Sturludóttir og eru börnin Dagbjört Katrín Jónsdóttir, f. 1993, en móðir hennar er Inga Sigrún Atladóttir, Auðbergur Jónsson, f. 2000, Siguróli Jónsson, f. 2003, Þuríður Björk Jónsdóttir, f. 2013, og Arnar Bjarki Jónsson, f. 2015; Davíð Örn Auð- bergsson, f. 29.1. 1973, lögregluvarð- stjóri á Egilsstöðum, en kona hans er Nanna Ármannsdóttir og eru börn þeirra Daníel Ingi Davíðsson, f. 2002, Ármann Davíðsson, f. 2004, og María Björg Davíðsdóttir, f. 2010; Haraldur Trausti Auðbergsson, f. 14.8. 1974, húsasmiður á Egils- stöðum, og Bjarki Örvar Auðbergs- son, f. 21.12. 1982, bæklunarlæknir í Halmstad í Svíþjóð, en kona hans er Sunna María Jónasdóttir. Systkini Katrínar eru Kristinn Ólafur Briem, f. 1.6. 1943, fyrrver- andi skrifstofustjóri, búsettur á Reyðarfirði; Þórólfur Gíslason, f. 19.3. 1952, kaupfélagsstjóri á Sauð- árkróki, og Dagbjört Briem Gísla- dóttir, f. 13.5. 1957, bóndi á Sléttu í Reyðarfirði. Foreldrar Katrínar voru Gísli Marinó Þórólfsson, f. 4.2. 1917, d. 21.6. 1986, útgerðarmaður í Sjólyst á Reyðarfirði, og k.h., Þuríður Briem, f. 28.9. 1919, d. 7.6. 2002, húsfreyja á Reyðarfirði. Úr frændgarði Katrínar Kristínar Briem Gísladóttur Katrín Kristín Briem Gísladóttir Þuríður Sigurðardóttir Efri-Ey Hannes Hannesson bóndi Efri-Ey í Meðallandi Kristín Hannesdóttir húsfr. í Eyjum Ólafur Briem b. í Eyjum í Breiðdal Þuríður Briem húsfr. í Sjólyst á Reyðarfirði Þrúður Þórarinsdóttir Búlandsnesi v. Djúpavog Haraldur Briem hreppstj. og oddviti í Bú- landsnesi við Djúpavog Guðrún Þórólfsdóttir húsfr. á Eskifirði Þrúður Briem kennari í Kópavogi Valgerður Briem húsfr. í Rvík Sigríður Briem húsfr. á Hofi í Hörgárdal Haraldur Briem starfsm. hjá Pósti og síma í Rvík Þórólfur Þórlindsson prófessor Helga Kristín Einarsdóttir bókasafnsfr. í Kópavogi Oddur Ólafsson læknir í Rvík Ragnheiður Davíðsdóttir húsfr. á Hálsi í Fnj.dal dr. Valdimar Briem fyrrv. sálfræði- prófessor Lundi Einar T. Finnsson fjallaleiðs.m. og pólfari Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins. Davíð Stefánsson skáld Þórólfur Gíslason kaupfélagsstj. á Sauðárkróki Halldóra Arnfinnsdóttir húsfr. í Eyjafirði Jóhannes Þorkelsson b. og sjóm. í Eyjafirði Katrín Jóhannesdóttir húsfr. í Sjólyst Þórólfur Gíslason útgerðarm. og sjóm. í Sjólyst Gísli Marinó Þórólfsson útgerðarm. í Sjólyst á Reyðarfirði María Sigfúsdóttir húsfr. í Bakkagerði Gísli Nikulásson b. í Bakkagerði á Reyðarfirði. Rannveig Þor- valdsdóttir st. við umönnun í Rvík Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðs.m. og pólfari Stefán Stefáns- son fyrrv. bæjarverkfr. á Akureyri Stefán Stefáns- son alþm. og hreppstj. í Fagraskógi Stefán Hannesson skólastj. í Vík í Mýrdal Brandur Jón Stefánsson „Vatna- Brandur“ ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2015 Dr. Anna Sigurðardóttir fædd-ist á Hvítárbakka í Borgar-firði 5.12. 1908. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórólfsson, skólastjóri Lýðháskólans á Hvít- árbakka, og Ásdís Þorgrímsdóttir húsfreyja. Eiginmaður Önnu var Skúli Þor- steinsson skólastjóri og síðar nám- stjóri Austurlands. Þau bjuggu á Eskifirði í 18 ár frá 1939 þar sem Skúli var skólastjóri. Börn þeirra eru Þorsteinn Skúlason lögfræð- ingur, Ásdís Skúladóttir leikstjóri og Anna Skúladóttir leikskólastjóri. Anna gekk í Kvennaskólann í Reykjavík, var „Haustochter“ í Berlín frá 1929, stundaði tungu- málanám og drakk í sig menningu Weimarlýðveldisins. Á Eskifirði starfaði hún á hreppsskrifstofunni, kenndi ensku við Unglingaskólann og stofnaði Kvenréttindafélag Eski- fjarðar 1950. Árið 1980 kom út bókin „Konur skrifa til heiðurs Önnu Sig- urðardóttur“, fyrsta rit samið til heiðurs konu hér á landi. Þar er rit- skrá Önnu frá 1943-80, alls 11 síður með smáu letri, sem varpar ljósi á yfirgripsmikil og fjölbreytt skrif hennar. Auk þessa gaf hún út þrjú ritverk með samheitinu Úr veröld kvenna: Barnsburð, 1984, Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár, og Allt hafði annan róm áður páfadóm, 1988. Hún varð heiðursfélagi Kven- réttindafélags Íslands 1977, var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1978, kjörin heiðursfélagi Bóka- varðafélags Íslands 1985, heiðurs- doktor við heimspekideild HÍ 1986, heiðruð af Konunglega norska vís- indafélaginu 1987, heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands 1990 og Sagnfræðingafélagsins árið 1991. Dr. Anna sagðist hafa stofnað Kvennasögusafn Íslands vegna þess að „saga karla og kvenna er sam- slungin eins og uppistaða og ívaf í vefnaði. En svo hafi tekist til að sag- an er aðeins gerð úr ívafinu“. Kvennasögusafn Íslands og Kven- réttindafélag Íslands halda hátíðar- fund í Þjóðarbókhlöðunni laugar- daginn 5.12. kl. 13.00, í tilefni 40 ára afmælis safnsins, á afmælisdegi Önnu. Anna lést 3.1. 1996. Merkir Íslendingar Anna Sigurðardóttir Laugardagur 90 ára Hulda Guðmundsdóttir 85 ára Baldur Friðfinnsson 80 ára Árni Ingólfsson Ebba Sigurðardóttir Guðbjörg Jóna Guðmundsdóttir 75 ára Grétar H. Hafsteinsson Guðbrandur Valdimarsson Jón Ólafur Jónsson Már Viktor Jónsson 70 ára Ársæll Guðjónsson Guðrún Jónsdóttir Gunnjóna Jónsdóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Jóhannes Tryggvason Julia Mellave Renegado María Ingibergsdóttir Örn Hlöðver Tyrfingsson 60 ára Anna Jakobína Hilmarsdóttir Carlotta Rósa Guðmundsdóttir Gerður Helga Jónsdóttir Guðbjartur Halldórsson Gunnar Bjarni Þórisson Hafþór Rúnar Gestsson Lilja Guðmundsdóttir Pétur Orri Haraldsson Sigrún Ásdís Jónsdóttir Svanfríður Sigurþórsdóttir 50 ára Albert Jaakkonen Berge Auðunn Kjartansson Ásdís Elva Guðmundsdóttir Björk Bergsdóttir Edda Guðbjörg Aradóttir Jóhannes Jóhannesson Jósep Hjálmar Jósepsson Ma Victoria Ramas Paraiso Ólafur Borgþórsson Sóley Rut Ísleifsdóttir Svanhvít Rós Guðsteinsdóttir Valdimar Grímsson Þóra Erlingsdóttir 40 ára Aðalsteinn Þorvaldsson Ásdís Sverrisdóttir Daniela Giessler Elvar Örn Sigurðsson Friðrik Atlason Izabela Klecha Knútur Gunnar H. Knútsson Óla Margrét Sigvaldadóttir Ragnheiður Hlíf Yngvadóttir Sigurður Arnar Stefnisson Sigurður Jóhann Haraldsson Sonja Stelly Gústafsdóttir Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir Unnsteinn Elíasson 30 ára Anna María Þorleifsdóttir Arnar Snær Valmundsson Dagbjört María Gunnarsdóttir Egill Geirdal Fanndís Ýr Brynjarsdóttir Guðbjörg Lilja Ingólfsdóttir Ívar Marrow Arnþórsson Karl Róbert Gunnarsson Leifur Birkir Logason Matilde Aleu Galisteo Monika Dorota Lorenc Oddný Guðríður Pálmadóttir Sigurþór Hjörleifsson Sigþrúður Jóna Harðardóttir Þórhildur Kristín Bachmann Sunnudagur 90 ára Guðlaug Jóhannsdóttir 85 ára Hulda Jósefsdóttir Kristín Aðalheiður Þórðardóttir 80 ára Guðrún Tryggvadóttir Halldóra Margrét Ottósdóttir Hermína J. Lilliendahl Ingvi Óskar Bjarnason Kristín Skaftadóttir María Ingólfsdóttir Sigurgeir Kristinsson 75 ára Elín Hafdís Ingólfsdóttir Guðrún Björk Guðmundsdóttir Guðrún Eiríksdóttir Guðrún Sigríður Jónsdóttir María Guðmundsdóttir Pétur Borgarsson 70 ára Ágúst Breiðfjörð Camilla Th. Hallgrímsson Erna Hannesdóttir Sigurveig Tryggvadóttir Þuríður Friðjónsdóttir Örn Helgi Guðjónsson 60 ára Alla Kisielewska Anna Inga Grímsdóttir Arnþrúður Jónsdóttir Esther Þorvaldsdóttir Gyða Jónsdóttir Hafsteinn Ingi Gunnarsson Kristján M. Baldursson Skúli Thorarensen Yngvi Sigurður Sigurgeirsson Þórhildur Heba Jakobsdóttir 50 ára Björn Ottó Steffensen Bryndís Bonifacia Basalan Eðvald Sveinbjörnsson Finnur Einarsson Fjóla Kristjánsdóttir Friðrik Þór Goethe Guðbjörg Guðlaugsdóttir Guðrún Eydís Garðarsdóttir Hrönn Ásgrímsdóttir Kolbrún Herbertsdóttir Þórir Grétar Björnsson 40 ára Andrzej Mikolaj Piotrowski Arelíus Sveinn Arelíusarson Gréta Jóhannesdóttir Jón Norðfjörð Kristjánsson Maris Lencis Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Sigurborg Þórsdóttir Sigurður Jónas Sigurðarson Sigurður Örn Arngrímsson Örn Arnarson 30 ára Adrian Gradowski Ásta Hrönn Guðmannsdóttir Eyþór Ingi Gunnarsson Helen Hjartardóttir Jekaterina Jegorova Krzysztof Walus Magnús Jón Magnússon Óttar Gnýr Rögnvaldsson Rebekka Rán Egilsdóttir Sigtryggur Egilsson Stefán Trausti Vigfússon Til hamingju með daginn Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. sunnudaginn 6. desember, kl. 16 og mánudaginn 7. desember, kl. 18 Jólauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum alla helgina laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 (þau verk sem boðin eru upp á mánudag) Louisa M atthíasdóttir Ásgrímur Jónsson Jóhannes S.Kjarval Karólína Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.