Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Almar fróaði sér í beinni 2. #Nakinníkassa kastaði upp 3. Barst morðhótun vegna Almars 4. Ekki alveg klár í standandi 69  Gjörningaklúbburinn flutti í sumar verkið Ceremony Harmony á Hamra- borgarbrúnni í Kópavogi og var það hluti af listahátíðinni Cycle sem hald- in var í Gerðarsafni. Í dag munu lista- konurnar endurskapa verkið í Import Projects-galleríinu í Berlín og laga það að þýskum aðstæðum. Morgunblaðið/Golli Gjörningaklúbburinn sýnir í Berlín í dag  Ókeypis rit- smiðja fyrir börn allt að 13 ára gömul verður á Kjarvalsstöðum í dag, milli kl. 13 og 16. Þátttakendur læra að skrifa ör- sögur og sækja til þess innblástur í hrífandi sýningu á skissum og pári Jóhannesar S. Kjarvals sem nú stendur yfir í safninu. Skrifa örsögur inn- blásin af Kjarval  Frímúrarakórinn og Hallveigarsynir – kór Oddfellowstúkunnar Hallveigar, efna í dag klukkan 17 til styrktar- tónleika í Háteigskirkju fyrir MND- félagið. Sérstakir gestir verða Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú – og Þór Breiðfjörð og syngja þau ein- söng og tvísöng. Einnig tekur Örn Árnason leikari lagið. Stjórn- endur kóranna eru Jón Karl Einarsson og Jónas Þórir. Diddú, Þór og Örn á styrktartónleikum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðanhvassviðri eða -stormur. Talsverð snjókoma fyrir norðan, en skafrenningur og stöku él syðra. Fer að lægja V-lands í kvöld. Á sunnudag Norðvestan 8-13 m/s A-til á landinu, annars hægari vindur. Víða léttskýjað og talsvert frost, en él NA-lands. Á mánudag Gengur í mjög hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Dregur úr frosti. Rigning eða slydda og hlánar sunnantil um kvöldið. Eftir þrjú töp í röð gerðu FH-ingar sér lítið fyrir og lögðu ÍBV að velli í Olís- deild karla í handknattleik í gær- kvöld, 24:23, í síðasta leik 16. um- ferðar. FH komst þar með úr fallsæti upp fyrir ÍR, í 8. sæti, og er tveimur stigum á eftir Eyjamönnum sem eru í 5. sæti. ÍBV, sem spáð var sigri í deildinni fyrir mót, á tvo leiki til góða á flest lið, og FH einn. »2 Sætur sigur FH-inga sem nálgast ÍBV FSu varð í gærkvöld annað liðið til að leggja Keflavík að velli í Dominos-deild karla í körfuknattleik, og það á heimavelli Keflvíkinga. Þetta var aðeins annar sig- ur nýliðanna í vetur. Kefla- vík er enn á toppnum en nú jöfn KR að stigum, eftir að KR-ingar lögðu Tindastól að velli í háspennuleik í Vestur- bænum, þar sem grípa þurfti til framlengingar. »2 FSu vann topp- liðið í Keflavík „Hætt er við að margir handknatt- leiksmenn verði ævina á enda að bíta úr nálinni vegna mikils álags þegar það er orðið regla fremur en undan- tekning að leika á milli 80 og 90 leiki ár hvert, árum saman, jafnvel á ann- an áratug. Slíkt getur varla gengið nema eitthvað láti undan,“ skrifar Ív- ar Benediktsson m.a. í viðhorfsgrein. »2-3 Ævina á enda að bíta úr nálinni vegna álags Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Árlega heldur Olís jólaboð, þar sem fyrrverandi starfsmenn koma saman til skrafs og að bragða á kræsingum. Guðrún Gunnarsdóttir kom til að skemmta fólki á ballinu í ár en áður hafa t.a.m. Ragnar Bjarnason stór- söngvari og Þorgeir Ástvaldsson sungið fyrir gesti og með þeim. Hef- ur sá háttur verið hafður á að bjóða öllu fólki sem lýkur starfsævi sinni hjá Olís í jólaboðið auk þess sem einu sinni á ári er fólki boðið til há- degisverðar. Öll starfsævin hjá fyrirtækinu Þessi siður hefur mælst vel fyrir og starfsmenn mæta í boðið ár eftir ár eftir að þeir hafa látið af störfum. Eru dæmi um að fólk á tíræðisaldri sem á tengsl við fyrirtækið komi í boðið. Í ár sóttu um 80 manns sam- komuna. Hilmar Grétar Sverrisson er einn þeirra sem mætt hafa í boðið und- anfarin tvö ár en hann er 72 ára. Hann starfaði alla sína starfsævi hjá Olís eða í um fimmtíu ár í það heila. Hann er afar ánægður með fram- takið og segir að gaman sé að hitta fyrrverandi samstarfsmenn, þó að það sé ekki nema einu sinni á ári. „Þetta er afar huggulegt. Ég keyrði einn sem er 92 ára heim eftir boðið og það vantar ekki áhugann hjá fólki að koma þangað, það er ljóst,“ segir Hilmar. Þó að starfsævin hafi verið löng hjá fyrirtækinu starfaði hann raunar fyrir BP fyrstu starfsárin en Olís keypti hlut BP árið 1974. „Við hittumst kannski ekki reglulega en það er fínt að hafa þetta svona, hitt- ast einu sinni á ári til að rifja upp gamlar sögur og gömul kynni. Mór- allinn var alltaf mjög góður hjá þessu olíufélagi,“ segir Hilmar. Hann starfaði lengstum sem bíl- stjóri hjá fyrirtækinu en sinnti einn- ig fjórum öðrum störfum hjá því á starfsævinni. Undir lokin starfaði hann sem lagerstjóri. „Það gerist ekki lengur að menn séu svona lengi í sama starfi en ég var sá sextándi frá upphafi fyrirtækisins sem náði 50 árum í starfsaldri,“ segir Hilmar. Ragnheiður Björk Guðmunds- dóttir, starfsmannastjóri Olís, segir að um 50 fyrrverandi starfsmenn hafi komið á jólahlaðborðið nú og 30 makar. „Við byrjuðum á því fyrir 20 árum að gera eitthvað fyrir þennan hóp. Í fyrstu komu þau á árshátíð og fleira en þetta fyrirkomulag hefur mælst miklu betur fyrir,“ segir Ragnheiður. Hún segir að þeir sem eiga erfitt með að koma af sjálfs- dáðum séu sóttir, svo allir sem vilja geti verið með. „Mórallinn var alltaf mjög góður“  Olís heldur jólaboð fyrir fyrrverandi starfsmenn  Sumir á tíræðisaldri Ljósmyndir/Garðar Pétursson Jólaboð Margir hafa komið árum saman í jólaboð fyrrverandi starfsmanna hjá Olís. Meðal gesta er fólk á tíræðisaldri. Glatt á hjalla Sigurlaug Sigurðardóttir, Hilmar G. Sverrisson, Gunnar Ásbjörnsson og Sigurbjörn H. Ólafsson í jólaboði fyrrverandi starfsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.