Morgunblaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, veltir nú fyrir sér
að bjóða sig fram til embættis for-
seta Íslands.
Í nýrri skoðanakönnun Stundar-
innar, sem framkvæmd var af
MMR, mældist Katrín með lang-
mestan stuðning en 37,5% svarenda
sögðust telja að Katrín kæmi til
greina sem næsti forseti Íslands.
Katrín kvaðst í samtali við mbl.is í
gær nú velta því fyrir sér „í alvöru“
að bjóða sig fram.
„Auðvitað er það ekki nema eðli-
legt að maður velti þessu fyrir sér
þegar margir telja þetta góða hug-
mynd,“ segir Katrín í samtali við
mbl.is.
Gefur sér nokkra daga
„Ég hef ekki verið að stefna á
þetta embætti en nú ætla ég að gefa
mér nokkra daga til þess að velta
þessu fyrir mér.“
Aðspurð hvort margir hafi komið
að máli við hana vegna kosninganna
í vor svarar Katrín því játandi. „Það
hefur verið þrýst á mig eins og
fleiri. En núna ætla ég að velta
þessu fyrir mér af alvöru í nokkra
daga.“
Í frétt á heimasíðu Stundarinnar
kemur fram að aðrir sem mældust
með mikinn stuðning séu Davíð
Oddsson, Stefán Jón Hafstein, Sal-
vör Nordal, Ólafur Jóhann Ólafsson,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og
Andri Snær Magnason. Þau hafi öll
verið með 7-8% stuðning þegar
spurt var hvaða einn aðila aðspurðir
myndu líklegast kjósa sem forseta.
Katrín Jakobsdóttir hefur verið
alþingismaður Reykjavíkurkjör-
dæmis norður síðan 2007. Hún var
menntamálaráðherra 2009 og
mennta- og menningarmálaráð-
herra 2009-2013. audura@mbl.is
Katrín íhugar
forsetaframboð
„Það hefur verið þrýst á mig“
Morgunblaðið/Ómar
Apríl 2013 Katrín Jakobsdóttir
ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þessi niðurstaða er ekki óvænt, en
við höldum ótrauð áfram. Kynning og
markaðssetning á nýrri flugleið og
áfangastað er langhlaup,“ segir Arn-
heiður Jóhannsdóttir, forstöðumaður
Markaðsstofu Norðurlands. Tilkynnt
var í gær að ekki yrði af því að reglu-
legt áætlunarflug milli Akureyrar og
Kaupmannahafnar hæfist í sumar.
Stilla þarf krafta og strengi
Hjá íslensku ferðaskrifstofunni
Trans-Atlantic voru áform um slíkt
flug, það er í samstarfi við ríkisflug-
félagið í Eistlandi. Ætlunin er þó að
flugið á þessari leið hefjist á næsta
ári, það er þegar búið er að stilla sam-
an krafta og strengi þeirra fjölmörgu
sem að svona verkefni koma. Arn-
heiður Jóhannsdóttir segir fulltrúa
Markaðsstofu Norðurlands og fleiri
hafa að undanförnu átt samtöl við
stjórnendur ýmissa flugfélaga, inn-
lendra sem erlendra, um hugsanlegt
millilandaflug til og frá Akureyri.
Niðurstaða þar liggi ekki fyrir en
málið sé í gerjun.
„Við þurfum millilandsflug árið um
kring til og frá Akureyri. Með flugi á
veturna fengist meiri nýting á fjár-
festingum í ferðaþjónustu hér nyðra
sem farið hefur verið í á síðustu ár-
um,“ segir Arnheiður.
Milli Egilsstaða og
Lundúna tvisvar í viku
Þótt reglulegt áætlunarflug til og
frá Akureyri bíði enn um sinn er flug
milli Egilsstaða og Lundúna komið á
dagskrá. Það er breska ferðaskrif-
stofan Discover the World sem sér
um flugið, sem ætlað er hefjist í vor
og verði tvisvar í viku frá lokum maí
fram í endaðan september. Kynning-
arfundur vegna þessa var haldinn á
Egilsstöðum í vikunni, þar sem farið
var heildstætt yfir málin. Bæði Isavia
og sveitarfélagið bregðast við með
ýmsu móti. Þá á fjöldi fyrirtækja
eystra aðild að samtökunum Þjón-
ustusamfélagið á Héraði. Á vettvangi
þess eru menn nú að þétta raðirnar til
að geta nýtt sem best sóknarfærin.
Arnheiður Jóhannsdóttir segir að
Egilsstaðaflugið gagnist Norðurlandi
ekki síður en Austurlandi, enda séu
innan við 300 kílómetrar milli Egils-
staða og Akureyrar. Meginatriði sé
að í flugi séu opnaðar fleiri gáttir inn í
landið.
Reglulegt millilanda-
flug mun frestast enn
Trans-Atlantic leggur áform á ís Egilsstaðir á áætlun
Morgunblaðið/ Skapti Hallgrímsson
Akureyrarflugvöllur Fjölfarinn áfangastaður. Heimamenn telja millilandaflug mikilvægt ferðaþjónustu á svæðinu.
Laser Blade er enn ein byltingin frá iGuzzini í framleiðslu
LED lampa. Með nýrri tækni lýsir Laser Blade upp hlutinn
án þess að ljósgjafinn trufli. Laser Blade hefur hlotið
margar alþjóðlegar viður-kenningar fyrir hönnun og gæði.
Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 9 -18, laugardaga 11-16 – www.rafkaup.is
Frumvörp til
stjórnarskipunarlaga
– frestur til athugasemda
Stjórnarskrárnefnd hefur birt drög að þremur nýjum
ákvæðum í stjórnarskrá, nánar tiltekið um þjóðareign
á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og
þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Nánari
upplýsingar er að finna á stjornarskra.is.
Frestur til athugasemda er til þriðjudagsins 8. mars 2016
– sendist vinsamlegast á netfangið postur@for.is.
Áskilinn er réttur til birtingar á athugasemdum.
Stjórnarskrárnefnd.
Boðað hefur verið til fundar á Hót-
el Borg klukkan 14 á sunnudaginn,
þar sem Vigfúsi Bjarna Alberts-
syni sjúkrahúspresti verður afhent
áskorun um að bjóða sig fram til
embættis forseta Íslands.
„Hópur fólks sem hefur verið
svo heppið að kynnast Vigfúsi
Bjarna Albertssyni og eiginkonu
hans Valdísi Ösp Ívarsdóttur hefur
sameinast um að skora á Vigfús
Bjarna til að bjóða sig fram til
embættis forseta Íslands. Ákveðið
var að leita eftir stuðningi við
framboð Vigfúsar úr ólíkum áttum.
Það reyndist auðsótt mál enda eru
Vigfús og Valdís bæði vel virt og
þekkt á meðal samstarfsfélaga,
vina og fjölskyldu. Fyrr en varði
voru 500 undirskriftir komnar á
blað,“ segir í tilkynningu frá fund-
arboðendum.
Á fundinum flytja Halldóra Geir-
harðsdóttir leikkona og Felix Vals-
son læknir ávörp.
Séra Vigfúsi Bjarna afhent
áskorun vegna framboðs
Áskorun Hjónin Vigfús Bjarni Al-
bertsson og Valdís Ösp Ívarsdóttir.